Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL
1993
Árbæjarsafn leggst gegn niðurrifi
Vilja tækniminja-
safn í SS-húsunum
ÁRBÆJARSAFN leggst eindregið gegn niðurrifi bygginga Sláturfé-
lags Suðurlands á lóðinni Skúlagötu 20 og telur að húsin hafi ótví-
rætt gildi fyrir byggingarsögu Reykjavíkur. Leggur safnið til að hús-
in verði endurnýtt fyrir tækniminjasafn. Borgarráð samþykkti fyrir
nokkru að húsin yrðu rifin fyrir vorið og íbúðablokkir byggðar á lóð-
inni, en endanlegt leyfi fyrir niðurrifi hefur ekki verið veitt. Umhverf-
ismálaráð Reykjavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum að fela
„þriggjamannanefnd" borgarinnar að skoða möguleika á varðveizlu
húsanna. Nefndin er skipuð borgarminjaverði, borgarverkfræðingi
og forstöðumanni Borgarskipulags.
í umsögn Árbæjarsafns um niður-
rifsbeiðni byggingadeildar borgar-
verkfræðings segir að safninu sé alls
ekki fært að samþykkja beiðnina,
heldur viiji það stefna að endurnýt-
ingu húsanna. Áhugi á vemdun gam-
alla bygginga sé að aukast. „Ekki
er laust við að vart verði við eftirsjá
hjá mörgum vegna þeirra bygginga
sem rifnar hafa verið í Reykjavík hin
seinustu ár,“ segir í umsögninni.
Með fyrstu steinsteyptu húsum
Þar kemur fram að Siáturfélag
Suðurlands hafí byijað að byggja á
lóðinni við Skúlagötu árið 1907. Þá
hafí verið reist þar steinsteypt slátur-
hús eftir teikningum Rögnvalds Ól-
afssonar, sem kallaður hafí verið
fyrsti ísienzki arkitektinn. „Segja
má að þetta hafí verið fyrsta atvinnu-
húsnæðið sem eitthvað kvað að í
Reykjavík frá byggingu Innrétting-
anna í Aðalstræti, auk þess að vera
með fyrstu steinsteyptu húsunum,"
segir í umsögninni. Þar kemur fram
að Rögnvaldur, Þorleifur Eyjólfsson
arkitekt og Guðmundur Kr. Guð-
mundsson arkitekt hafí síðan teiknað
ýmis fleiri hús og viðbyggingar á
lððinni. „ ... má ljóst vera að þessi
hús eru samofin þróunar- og atvinnu-
sögu Reykjavíkur. Einnig er gildi
þeirra í byggingasögu Reykjavíkur
ótvírætt," segir í umsögninni.
Árbæjarsafn telur húsin í góðu
ástandi og mörg þeirra vel hönnuð.
í bréfí safnsins til umhverfismálaráðs
kemur fram að nýta mætti þau fyrir
tækniminjasafn. „Það er nú kominn
grundvöllur fyrir slíku sérsafni í
Reykjavík, og svo vill til að borgin
hefur nýlega fest kaup á þessum
húsum, sem einmitt myndu sóma sér
eins vel og hugsazt gæti sem tækni-
minjasafn, bæði vegna fyrri notkunar
og lögunar þeirra."
Falla vel að götumynd
í skipulagi Skúlagötu er gert ráð
fyrir að Sláturfélagshúsin verði rifín
og háar íbúðablokkir, eins og þegar
hafa verið byggðar við götuna, verði
reistar í staðinn. Árbæjarsafn telur
hins vegar að fella megi gömlu hús-
in að götumyndinni: „Þess má geta
að sá hluti þjónustuíbúða fyrir aldr-
aða, sem nú er verið að byggja við
Vitatorg, er hvít þriggja hæða bygg-
ing eins og hús Sláturfélagsins. Þau
stinga því ekki eins mikið í stúf við
götumynd Skúlagötu og ætla mætti.
Að auki er franski sþítalinn (sem
Frakkastígur dregur nafn sitt af) á
næsta leiti, og er hætt við að nýbygg-
ing á þessari lóð yfirgnæfði hann svo
mjög að hann yrði ofurliði borinn.“
Morgunblaðið/Sverrir
Varðveitt eða rifin?
SAMKVÆMT skipulagi á að rífa hús Sláturfélags Suðurlands við
Skúlagötu, en Árbæjarsafn vill varðveita þau.
EIGENDUR Atlanta, Arngrímur Jóhannsson og eiginkona hans, Þóra Guðmundsdóttir, ásamt ís-
lenskri áhöfn breiðþotnanna tveggja sem sinna áætlunarflugi fyrir ríkisflugfélagið í Saudí-Arabíu.
Breiðþotur Atlanta
að komast í áætlun
Áhöfnin kvödd
ALEXANDER Jóhannessyni,
annarri tveggja Boeing 747
breiðþotna sem flugfélagið Atl-
anta í Mosfellsbæ hefur tekið á
leigu, verður flogið frá Banda-
ríkjunum til Saudí-Arabíu í dag,
en hinni vélinni, sem ber heitið
Agnar Kofoed-Hansen, var flog-
ið þangað sl. sunnudag. Þeirri
vél var flogið í áætlunarflugi frá
Jedda til Lahore á Indlandi í
gær. Orðspor Atlanta virðist
hafa borist víða, því félaginu
berast erindi daglega um flug
víða um heim.
Vélarnar eru báðar í áætlunar-
flugi fyrir ríkisflugfélagið í Saudí-
Arabíu. Um 140 starfsmenn verða
við þetta flug á vegum Atlanta,
en samningurinn er í gildi fram til
næstu áramóta.
Frumkvöðlarnir
Aðspurður um ástæðu þess að
hann hefði gefið þotunum þessi
nöfn sagði Arngrímur Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Atlanta, að
þessir menn hefðu verið miklir
frumkvöðlar í flugmálum Islend-
inga. „Aiexander var einn af
hvatamönnum að stofnun Flugfé-
iags íslands og Agnar var frum-
kvöðull að stofnun Flugfélags Ak-
ureyrar sem seinna varð Flugfélag
íslands, auk þess sem hann var
mikill og góður vinur minn. Mér
fannst tilhlýðilegt að votta þessum
mönnum virðingu mína,“ sagði
Arngrímur.
Boeing 737 þota Atlanta sem
sinna mun sólarlandaflugi félags-
ins frá íslandi í sumar er væntan-
leg til landsins upp úr næstu mán-
aðamótum.
Gleðistund
ARNGRÍMUR Jóhannsson afhenti Björgu Kofoed-Hansen blómvönd
í tilfefni þess að breiðþota félagsins, Agnar Kofoed-Hansen, kom
til Keflavíkurflugvallar sl. sunnudag. Frá vinstri á myndinni eru
Jóhannes Snorrason fyrrverandi flugsljóri, Þorsteinn Jónsson fyrr-
verandi flugstjóri, Arngrímur, Björg Kofoed-Hansen og barnabarn
hennar, Astrid Kofoed-Hansen.
AGNAR Kofoed-Hansen
BOEING 747 breiðþota Atlanta flugfélagsins í Mosfellsbæ sem
nú sinnir áætlunarflugi fyrir Sauda.
í
I
I
t
í
l
I
I
I
Sí
Grænfriðungar beðnir afsök-
unar á sjónvarpsþættinum
Mag-nús Guðmundsson segir stjórnendur þáttarins beitta þrýstingi „að ofan“
FRÉTTAÞÁTTURINN 60 mínútur á Nýja Sjálandi hefur beðið samtök
Grænfriðunga þar í landi afsökunar á sjónvarpsþætti sem sýndur var
á páskadag þar sem fjallað var um ásakanir Magnúsar Guðmundsson-
ar kvikmyndagerðarmanns á hendur Grænfriðunga um falsanir á
myndefni og að halda skrár um einkahagi Magnúsar. I þættinum var
talað við Magnús og fulltrúa Grænfriðunga. Magnús sagði í samtaii
við Morgunblaðið að stjórnendur sjónvarpsþáttarins hefðu verið beitt-
ir þrýstingi „að ofan“, og segir hann að Nýja Sjáland sé helsta vígi
Grænfriðunga.
I afsökunarbeiðninni segir að
sjónvarpsþátturinn taki gildar full-
yrðingar Grænfriðunga um að
myndefni um sela- og kengúrudráp
sé hvorki falsað né sviðsett.
Falsaðar myndir
„Þetta kemur mér í sjálfu sér
ekki á óvart. Ég talaði við frétta-
menn 60 mínútna og það er greini-
legt að það er í þeirra óþökk að
Grænfriðungum sé yfirleitt svarað.
Þetta er afar óljós afsökunarbeiðni
og ekkert kannað nánar hvort Græn-
friðungar ljúgi eða ekki. Þeir fallast
á einhvers konar loforð Grænfrið-
unga um að myndirnar séu ekki fals-
aðar. Ég get á hinn bóginn heldur
betur sannað að þær eru falsaðar.
Formaður Grænfriðunga viður-
kenndi í þættinum Svardirekt í febr-
úar að þeir hafí hellt unglinga dauða-
drukkna og fengið þá til að drepa
fyrir sig kengúrur með ógeðfelldum
hætti fyrir framan myndavélar. Um
þetta er til opinber yfirlýsing. Hon-
um fannst hinsvegar ekkert athuga-
vert við þetta, og það er siðferðis-
legt atriði sem hann verður að eiga
við sjálfan sig,“ sagði Magnús.
Magnús sagði að Grænfriðungar
hefðu einnig haldið því fram hann
hefði borið því á samtökin að þau
hefðu borgað veiðimanni fyrir að flá
sel lifandi. „Það er bara þvæla. Ég
hef hvergi sagt það og það kemur
hvorki fram í myndinni né í 60 mín-
útum. í myndinni segi ég að sögu-
sagnir hafí komist á kreik á sjöunda
áratugnum að selir hafí verið flegn-
ir lifandi og Grænfriðungar hafi ít-
rekað nýtt sér þær sögusagnir.“
Ekki með á nótunum
Magnús kvaðst telja að yfirstjórn-
endur þáttarins hafi ekki verið alveg
með á nótunum og ekki fengið þær
upplýsingar sem þeir hefðu þurft.
Eins mætti ætla að þeir hefðu verið
að kaupa sér frið með afsökunar-
beiðninni.
„Þetta eru ekki óeðlileg viðbrögð
af sjálfstæðri fréttastofu á Nýja Sjá-
landi. Nýja Sjáland er höfuðvígi
Grænfriðunga og þar hafa þeir alltaf
verið í guðatölu. Ég er viss um að ft
það hefur verið þrýstingur ofan frá,
því stjórnvöld voru afskaplega
óhress með mína heimsókn þarna.
Erindreki stjórnvalda kvaddi sér
hljóðs í hálftíma í útvarpi til þess
að andskotast utan í einhvern út-
lending sem stoppar þarna í nokkra
daga. Maðurinn sá var Ian Stewart,
talsmaður Ný Sjálendinga í Aiþjóða-
hvalveiðiráðinu. Hann var með alls
kyns fáránlegar fullyrðingar út í
bláinn án þess að rökstyðja eitt eða
neitt.“
Mikil viðbrögð almennings
Magnús sagði að Grænfriðungum
á Nýja Sjálandi hefði borist mörg
þúsund bréf eftir þáttinn þar sem g
almenningur lýsti yfir óánægju sinni
með samtökin, sem hefði aldrei áður
gerst þar. „Þetta hef ég frá blaða- B
mönnum frá Nýja Sjálandi sem
hringdu í mig og báðu mig um við-
brögð við þessu. Þeir sögðu mér að ^
heilu skólabekkirnir hefðu lýst harmi
sínum yfír því að samtökin væru
svona en ekki öðru vísi,“ sagði
Magnús.