Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Evrópska vinnuverndarárið
Vöðvabólgurnar stafa af
samsöfnun smámeiðsla sem
menn verða fyrir í vinnunni
eftir Vilhjálm
Rafnsson
Sjúkdómar sem stafa af sam-
söfnun meiðsla vegna þess að
gerðar eru sömu endurteknu
hreyfingarnar nema meira en
helmingi af vinnutengdum sjúk-
dómum í Bandaríkjunum í dag og
kemur það vel heim við reynslu
manna á Norðurlöndum. Starfs-
menn sem haldnir eru þessum
kvillum eru með stöðuga verki og
hreyfingahindranir sem geta leitt
til þess að menn verði að skipta
um störf. Fyrir vinnuveitendur
þýða þessir sjúkdómar minnkaða
framleiðslu og aukinn kostnað
vegna hærri útgjalda til heilsu-
gæslu og hærri örorkubóta til
veikra starfsmanna. Árangur
meðferðar á þessum vinnutengdu
sífelldu vefjameiðslum byggist á
skjótri greiningu og réttri lækn-
•ingu. Forvörn byggist á því að
fínna þær aðstæður og þau vinnu-
brögð þar sem hætta er á meiðsl-
um og stuðla að þróun öruggara
starfsumhverfis. Hér verður sagt
nokkuð frá stoðkerfasjúkdómum í
efri útlimum.
Stoðkerfasjúkdómar í efri út-
limum, svo sem sinaskeiðabólga
og þegar taugar komast í klemmu,
geta orsakast af því að við viss
störf eru gerðar endurteknar
átakahreyfingar með höndum eða
handleggjum. Til dæmis geta raf-
virkjar fengið sinafestubólgu við
olnboga ef þeir nota skrúfjárnið
og afeinangrunartöngina linnu-
laust. Meðal kjötiðnðarmanna í
Bandaríkjunum hefur miðtauga-
þvingun fundist hjá um 15%
starfsmanna og er talið að þetta
sé vegna endurtekinna réttu- og
beygjuhreyfinga um úlnliðinn auk
stunguátaka, sem vinna með hníf-
um krefst þegar verið er að skera
hálffrosið kjöt. Meiðsli eins og
þessi orsakast af örsmáum en sí-
endurteknum vefjaskemmdum
sem leggjast á eitt og er stöðugt
viðhaldið vegna endurtekinna
handbragða og kallast á ensku
„cumulative traumatic disorders"
sem mætti þýða safnmeiðslasjúk-
dómar. Á íslensku er þetta stund-
um kallað ýmsum nöfnum svo
sem: Álagseinkenni, álagssjúk-
dómar, vöðvabólga, eða talað er
um sjúkdóma í hreyfi- og stoðkerf-
inu svo fáeinar tillögur séu nefnd-
ar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálstofnun Bandaríkjanna
hefur tíðni þessara sjúkdóma auk-
ist mjög á síðustu árum. Frá 1989
hefur þeim fjölgað svo að þeir
nema nú helming allra vinnu-
tengdra sjúkdóma í Bandaríkjun-
um. Þessi aukning kemur til af
mörgum ástæðum, meðal annars
af meiri nákvæmni í tilkynningum;
bæði starfsmenn og vinnuveitend-
ur eru betur á verði fyrir þessu
en áður. Það hafa orðið framfarir
í greiningu þessara sjúkdóma og
það er stöðugt aukinn hraði við
vinnu, sem stuðlar að því að menn
fá þetta. Vegna þess að enn eru
aðeins til takmarkaðar rannsóknir
á safnmeiðslasjúkdómum eru
margir læknar og aðrir heilbrigðis-
starfsmenn vanbúnir að átta sig á
vinnu sjúklinga í áhættustörfum
og ef til vill hikandi að meðhöndla
þá sem einungis virðast hafa ein-
kenni um sjúkleika. Hér verður
aðeins drepið á tilurð og faralds-
fræði þessara sjúkdóma almenn-
ingi til fróðleiks.
Þegar krafti er beitt aftur og
aftur um langan tíma af sama
vöðvaknippi, á lið eða sin, geta
samanlagðir kraftarnir valdið ör-
litlum rifum eða meiðslum í mjúku
vefjunum. Þau meiðsli sem af
þessu verða og bólgusvarið sem
þau vekja geta leitt til sjúkdóma
í sinum eða sinaslíðrum, slits á
vöðvum, liðbandasjúkleika, hrörn-
unarsjúkdóma í liðum, belgbólgu
eða að taugar komast í klemmu.
Miðtaugarþvingun (carpal tunn-
el syndrome) er ágætt dæmi til
skýringar á safnmeiðslasjúkdóm-
um, sem koma á löngum tíma sem
Vilhjálmur Rafnsson
afleiðing endurtekinna hand-
bragða með átökum. Þrýstingur á
úlnliðsgöngum (carpal tunnel), þar
sem saman liggja geygisinar
fingranna og miðtaugin á leið fram
í lófann um úlnliðinn, getur aukist
tífalt þegar rétt er eða beygt að
ystu hreyfimörkum um úlnliðinn.
Sama getur gerst þegar mikil átök
eru lögð á beigisinarnar. Endur-
teknar úlnliðs- og handahreyfing-
ar geta einnig leitt til langvarandi
þrýstingshækkunar í úlnliðs-
göngunum, en það getur hindrað
blóðflæði til taugarinnar og valdið
taugarofi. Ef taugin starfar ekki
eðlilega og skynjun truflast getur
starfsmaður brugðist við með því
að taka fastar á, herða takið,
skekkja stöðu í liðum eða reyna
að halda í horfinu með einhverjum
öðrum ráðum sem leiða oftast til
frekari meiðsla. Sýnt hefur verið
fram á að þegar menn nota hand-
Andvari 1992
Guðmundur Amlaugsson um Sig-
Tómstundaskólinn:
SiimaÉD '93
Maí - Júní
Hraðnámskeiö í
tungumálum - 12 stundir.
- góð æfing fyrir sumarið.
íslenska fyrir útlendinga - 21
st. í júní
Vorverkin í garöinum - 5 st.
Garöaskipulagning - 20 st.
Ljósmyndanámskeiö -15 st.
Hattagerö - 30 st. í júní
Framhaldsnámskeiö 15 st.
Viltu læra aö teikna og mála?
Vélritun -24st.
Fatasaumur
Bútasaumur - 20 st.
Viltu iæra aö þekkja fuglana?
Villtar jurtir og grasasöfnun
Vídeótaka á eigin vélar - 20 st.
Glerskuröur - 24 st.
Skráning stendur yfir
1ÖM5TUNDA
SKOLINN
Grensásvegi 16a
Sími 67 72 22
urð Guðmundsson skólameistara
eftir Egil Sigurðsson
Andvari hefir að geyma all-langa
grein eftir Guðmund Arnlaugsson
um Sigurð Guðmundsson skóla-
meistara. Er hún um leið saga norð-
lenzka skólans,— Möðruvallaskóla,
sem í raun tók við af Hólaskóla,
þróaðist í Gagnfræðaskólann og
síðar í Menntaskólann á Akureyri.
Allt er það fróðleg og gagnleg upp-
rifjun. Guðmundur Amlaugsson
hafði nokkru áður birt snjalla rit-
gerð í Lesbók um konu Sigurðar
Guðmundssonar, frú Halldóru Ól-
afsdóttur. Ekki tekst honum að öllu
leyti eins vel í þessu seinna verki
um skólameistarann sjálfan. Eða
svo sýnist mér, gömlum nemanda
í MA. Áherzlur eru ekki réttar, en
hins vegar slæðst eftir smáatriðum,
sem orka tvímælis. Sum að minnsta
kosti eiga ekki heima í æviþætti.
Mun ég reyna að gera grein fyrir
skoðun minni í stuttu máli, enda
þótt ég sé óvanur skrifum af þessu
tagi.
Sigurður Guðmundsson vakti
snemma athygli fyrir kunnáttu sína
í norrænum fræðum. Hún birtist
bæði í ritum hans og kennslustund-
um, sem voru magnþrungnar. Hann
kom með ný viðhorf í túlkun forn-
bókmenntanna, sem hlotið hafa við-
urkenningu. Var hann brautryðj-
andi á því sviði, og framlag hans
verðskuldar fyllstu umfjöllun. Guð-
mundur Amlaugsson ræðir þann
þátt aðeins stuttlega í grein sinni
(bls. 22 og 23).
Skólameistarinn varð skyndilega
í sviðsljósinu árið 1930, þegar hann
setti tveim nemendum úrslitakosti:
Annaðhvort hættu þeir stjórn-
málaáróðri ellegar vikju úr skólan-
um. Kennarar stóðu að þessari
ákvörðun líka. Sömu aðferð hafði
áður verið beitt gagnvart óreglu-
mönnum í skóla.
Þessi tiltekt skólameistarans olli
talsverðu fjaðrafoki á Akureyri.
nemendurnir, sem í hiut áttu, voru
úr armi róttækra jafnaðarmanna,
er nokkru seinna stofnuðu komm-
únistaflokkinn. Blaðið Verkamað-
urinn brást hið versta við og veitt-
ist að Sigurði, sem svaraði í Degi.
Guðmundur Arnlaugsson tekur
málstað nemendanna og telur við-
brögð skólameistarans bera vott um
„taugaóstyrk og skammsýni“. Þar
fer hann villur vega. Sigurður Guð-
mundsson var enginn veifiskati.
Hann var í eðli sínu bardagamaður,
fylginn sér og gerhugull. Og hann
studdist við lífsskoðun sína, sem
beindist eindregið gegn hvers konar
öfgastefnum. Þess hefir verið getið,
að hann gaf sér góðan tíma til náms
í háskóla og koma víða við. Vitað
er, að hann las feiknin öll í heim-
speki og uppeldisfræði, en hann
kynnti sér líka samfélagsvísindi, svo
sem skólaslitaræða hans pm Adam
Smith ber vott um. Hann lét ekki
deigan síga og hóf von bráðar sókn
í ræðu og riti gegn „ismunum“.
Má þakka honum öðrum fremur,
að kommúnismi, fasismi og nasismi
náðu aldrei að festa rætur á íslandi
að neinu ráði. Áhrif hans á þeim
vettvangi ganga næst umbylting-
unni, sem hann olli í túlkun fombók-
menntanna.
Guðmundur Amlaugsson segir
yfirvöld Menntaskólans í Reykjavík
hafa leitt hjá sér pólitísk átök og
æsingar, sem vart varð nokkru síð-
ar. Ástæðan kann að vera sú, að
rauðliðar nutu samúðar Pálma
Hannessonar. Framtak Sigurðar
kom Pálma þó til góða, og deilur
hjöðnuðu í báðum skólum. Kennslu-
málaráðherra hafði stutt við bakið
á skólameistaranum með reglugerð,
sem beinlínis bannaði stjórnmálaf-
skipti og áfengisneyzlu í skólum.
MA óx að virðingu, og foreldrar
treystu honum fyrir börnum sinum.
Guðmundur Arnlaugsson vill enn
kenna Sigurð við einhvers konar
taugaóstyrk. Þannig greinir hann
ögn frá foreldrum hans, en segir
svo: „Líklegt er, að hann hafi þegið
þá hlýju og ástríki, er einkenndi
hann, úr móðurætt sinni, en mála-
fylgju og þrautseigju úr föðurætt.
Og þaðan hafi honum einnig komið
ofurviðkvæmni og geðsveiflur, er
stundum sóttu á hann, þótt honum
tækist löngum að dylja þær ókunn-
ugum.“ Síðasta setningin er fjarri
lagi. Maðurinn var bersögull og
hreinskilinn svo að af bar. „Ávallt
fannst á, hvort honum líkaði betur
eða verr,“ er hermt eftir nánasta
vini hans og eftirmanni, Þórarni
Björnssyni. Ekki veit ég, hvað
greinarhöfundi gengur til, þegar
verkfæri beita þeir meira afli með
fíngrum þegar skynjun er minnk-
uð, svo sem vegna þess að mönn-
um er kalt, þeir eru með vettlinga
eða unnið er með titrandi verkfæri.
Þrátt fyrir að þekking okkar sé
enn takmörkuð hafa vísindamenn
byijað að greina algenga safn-
meiðslasjúkdóma og hvaða störf
tengjast helst hveijum sjúkleika.
Fyrstu athuganir hafa einnig bent
á ákveðna áhættuþætti sem stuðla
að þróun þessara sjúkdóma. Atriði
í vinnunni sem skipta máli í sam-
bandi við safnmeiðslasjúkdóma
eru meðal annars: 1) endurteknar
hreyfingar, 2) aflbeiting, 3)
óvenjulegar stöður í liðamótum,
4) beinn þrýstingur, 5) titringur
(frá vélknúnum handverkfærum)
og 6) ef þarf að vera lengi í þvin-
guðum stellingum. Svona aðstæð-
ur koma til dæmis fyrir í fisk-
vinnslunni.
Ef fleiri áhættuþættir koma
fyrir á sama tíma mun samverkun
áhættuþáttanna auka líkurnar á
tilurð stoðkerfasjúkleika. Flestir
sjúklingar hafa fengið safn-
meiðslasjúkdóma smám saman,
hægt og hægt á löngum tíma svo
sem vikum eða mánuðum.
Þeir sem telja sig vera með ein-
hver sjúkdómseinkenni sem benda
til safnmeiðslasjúkdóma og hafa
hugsað sér að leita úrlausna í heil-
brigðiskerfinu þurfa að biðja lækn-
inn eða sjúkarþjalfarann eða hvern
þann sem þeir leita til að skoða
hvort óþægindin sem þeir eru
haldnir eigi hugsanleg tengsl við
vinnuna. Ef hlutirnir eru ekki at-
hugaðir í þessu samhengi en
óþægindin má engu að síður tekja
til vinnunnar er alls óvíst að varan-
leg úrlausn fáist.
Höfundur er yfirlæknir
atvinnusjúkdómadeildar
Vinnueftirlits ríkisins
Egill Sigurðsson
hann rifjar upp veikindi Sigurðar í
bernsku og telur suma hafa óttazt,
að hann væri vangefinn. Brátt sner-
ist almenningsálitið við, og „margir
héldu hann ofvita“.
Gallinn við þessa Andvara-grein
er helzt sá, að höfundi hættir til
að slá úr og í. Hann segir á bls.
42, að heilsteyptur skólabragur,
sem greip nemendur sterkum tök-
um, hafi verið mesta afrek Sigurðar
sem skólamanns, en í sömu máls-
grein, að hann hafi lítinn áhuga
haft á skipulagsmálum. Þetta
tvennt fer varla saman. Vissulega
er margt góðra gjalda vert í grein-
inni og þess virði, að hún sé lesin.
Vitna ætti meira í Sigurð Guð-
mundsson sjálfan, ræður hans og
rit, minna í ummæli um hann.
Greinin er gott fyrsta uppkast að
stærra verki, - bók um skólameist-
arann, sem hann verðskuldar og
þjóð hans líka.
Höfundur vann við endurskoðun.