Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Frá kirkjuathöfninni Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Afmælishátíð á Breiðabólstað Hvammstanga. Á PÁLMASUNNUDAG, 4. apríl, var hátíðarmessa í Breiðabólsstaðarkirkju í Vesturhópi í tilefni 100 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Við messuna voru viðstaddir fimm prestar, þrír kórar og kvintett. Að lokinni messu var kirkjugestum boðið í hátíðar- kaffi. Messan fór fram í blíðskapar- veðri og virtist sem vor væri í nánd. Fyrir altari þjónuðu vígslu- biskup, herra Bolli Gústafsson, og sóknarpresturinn Kristján Björns- son. Sr. Árni Sigurðsson, sr. Egill Hallgrímsson og Sr. Ágúst Sig- urðsson lásu ritningarlestra. Há- tíðarræðuna flutti herra Bolli Gú- stafsson. Kór Víðidalstungukirkju söng, en hann annast söng í kirkj- unni að staðaldri. Einnig tóku þátt í messunni í kirkjukór Hvamms- . tangakirkju og kór Vatnsness- og ’Vesturhópssókna og söngkvintett- inn Voces Thules. Breiðabólsstaðarkjirkja var vígð á pálmasunnudag árið 1839. Hún Vígslubiskup, herra Bolli Gú- stafsson. er byggð úr timbri, eins og aðrar kirkjur á þeim tíma. Hún hefur verið endurbætt verulega á liðnum árum og umhverfi hennar lagfært. Söfnuður Breiðabólsstaðarsóknar er aðeins um 30 manns og er at- hyglisvert, hve miklu svo fámennur söfnuður hefur komið í verk. Má þar eflaust þakka stuðningi vel- unnara hennar á margan hátt, svo og framlagi úr sjóðum kirkna. Formaður sóknarnefndar er Hjalti Júlíusson. Breiðabólsstaður er merkur staður frá upphafi íslandsbyggðar. Þar bjó m.a. Hafliði Másson, sem fyrstur lét færa lög í letur á Is- landi. Lögmannafélag Islands hef- ur látið reisa minnisvarða á staðn- um. Staðinn sátu í gegnum aldir merkir prestar, sem sumir urðu síðar biskupar að Hólum. Kunnast- ur er Guðbrandur Þorláksson, sem vann það stórvirki að þýða Biblíuna á íslensku og gefa hana út. Einnig var starfrækt á Breiðabólsstað fyrsta prentsmiðja á íslandi. Sænskættaður prestur, Jón Matt- híasson, kom með hana frá Þýska- landi og voru þar prentaðar bæk- ur, m.a. fyrir Hólabiskup. Sr. Ág- úst Sigurðsson flutti erindi um sögu Breiðabólsstaðar við hátíðar- veislu í Vesturhópsskóla að lokinni messu. Sauðárkrókur Kiwanismenn gefa Yist- heimili fatlaðra gjafir Sauðárkróki. í VIKUNNI eftir páska afhentu félagar úr Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki Vistheimili fatlaðra að Dalatúni 6 á Sauðárkróki veglegar gjafir sem koma munu starfsemi heimil- isins mjög til góða. Um er að ræða hillusamstæðu, vinnuborð, fimm náttborð, mynd- bandstæki og leikjatölvu með úrvali leikja, samtals að verðmæti rúmlega þijúhundruð þúsund króna. Stefán Stefánsson afhenti gjöfina fyrir hönd Kiwanismanna en Aðal- heiður Reynisdóttir starfsmaður vist- heimilisins veitti henni viðtöku og þakkaði þessar góðu gjafír sem hún sagði að kæmu sér mjög vel. Vistheimili fatlaðra að Dalatúni 6 var stofnað sl. haust og starfar út maímánuð í tengslum við Sérdeild fatlaðra sem starfrækt er við Gagn- fræðaskólann á Sauðárkróki. Ibúar á vistheimilinu eru fimm, úr Skaga- firði og frá Siglufirði, og dvelja þeir þar og sækja_ þaðan skóla, en fara heim um helgar. Að sögn Aðalheiðar er aðstaða á vistheimilinu ágæt en ekki er enn Ijóst hvert framhald verður á þessari starfsemi þar sem hér er um einbýlis- hús að ræða sem tekið var á leigu sl. haust og aðeins til mánaðamóta maí/júní nk. eða á meðan skólinn starfar. Sagði Aðalheiður að þegar skóla lyki, tækju við sumarbúðir á Hólum, eins og undanfarin sumur, en síðan sumarleyfi og væntanlega yrði svo þráðurinn tekinn upp að nýju næsta haust. Enn væri þó ekki búið að finng, hentugt húsnæði fyrir starfsemi vistheimilisins fyrir næsta vetur en það yrði þó örugglega gert þar sem starf sérdeildarinnar hefði reynst þessum nemendum sérstak- lega vel. Fram kom einnig að fleiri félaga- samtök á Sauðárkróki hefðu stutt við bakið á starfsemi vistheimilisins þannig hefði Lionessuklúbburinn Björk, í byijun mars, fært heimilinu fimmtíu þúsund króna gjöf sem not- uð yrði til kaupa á leikföngum fyrir heimilismenn. - BB. Morgunblaðið/Björn Björnsson / ; pí IL m Afhending gjafabréfs Stefán Stefánsson afhenti Aðalheiði Reynisdóttur gjafabréf yfir húsbúnað, myndband og tölvu frá Kiwanisfélögum á Sauðárkróki. Nýr björgunarbát- ur til Grindavíkur Grindavík. NÝR björgunarbátur bættist í flota Grindvíkinga á skírdag. Hann mun bera nafn Odds V. Gíslasonar en hét áður Kristinn Sigurðsson í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Nýr björgunarbátur Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur blessunarorð við hinn nýja Odd V. Gíslason. Slysavarnadeildin Þorbjörn keypti þennan bát frá Vestmanna- eyjum og var kaupverðið 12 milljón- ir króna. Deildin setti eldri bátinn, Odd V. Gíslason, upp í kaupverðið. Nýi báturinn mun taka upp nafn eldri bátsins og mun á þann hátt halda uppi merki frumkvöðuls slysavarna hér á landi, sr. Odds V. Gíslasonar sem var prestur í Grindavík á árunum 1879-1894. Hann var upphafsmaður að ýmsum slysavarnamálum og stofnaði bjarg- ráðanefndir í mörgum sjávarþorp- um sem voru forverar slysavarna- deilda sem seinna voru stofnaðar. Hinn nýi Oddur er um 10 m lang- ur og 3,2 m á breidd, búinn tveim- ur 180 hestafla vélum. Hann rúmar átta manns sitjandi og standandi í stýrishúsi eða tvær sjúkrabörur og fjóra menn sitjandi og standandi. Gamli Oddur rúmaði hins vegar ekki nema 3-4 í stýrishúsi og þurftu menn að vera útivið meðan á siglingu stóð. Mikil breyting Ólafur Þór Þorgeirsson, formað- ur slysavarnadeildarinnar Þor- bjöms, tók á móti bátnum að við- stöddu fjölmenni og afhenti björg- unarsveitinni hann síðan. „Nýi bát- urinn mun breyta talsverðu fyrir deildina og gera hana betur í stakk búna við björgunar- og þjónustu- störf við sjómenn," sagði Sigmar Eðvarðsson, formaður björgunar- deildarinnar, við Morgunblaðið. „Nýi Oddur er allur stærri og kraft- meiri en sá eldri og það munar mikið um að hann er búinn stærra stýrishúsi og rúmar mannskapinn mikið betur.“ Að lokinni móttökuathöfn bless- aði sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur björgunarbátinn og boðið var til kaffisamsætis þar sem bæjarbúum og öðrum gestum gafst tækifæri á að fagna komu nýja bátsins. Ester Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SVFÍ, fagnaði komu bátsins og sagði að það væri til marks um dugnað og kraft Suð- umesjamanna að vart liði vika á milli komu björgunarbáta á svæðið og því bæri að fagna. Þá fagnaði Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi framkvæmdarstjóri SVFÍ, komu bátsins til Grindavíkur og minntist góðs samstarfs sem hann hefur átt með ýmsum frumkvöðlum björgun- arstarfs á íslandi frá Grindavík. FÓ Vinafélag Blindrabóka- safns stofnað BLINDRABÓKASAFN ís- lands tók til starfa á vordög- um 1983 samkvæmt lögum samþyktum þar um á Alþingi 1982. Á tíu ára starfsafmæli safnsins taka ýmir velunnar- ar þess höndum saman um stofnun vinafélags Blindra- bókasafns til eflingarstarf- semi þess. Slík félög eru starfandi víða um lönd og hafa gefið góða raun. Hlutverk Blindrabókasafns er að sjá blindum og sjónskertum og öðr- um þeim sem ekki geta fært sér í nyt prentletur fyrir alhliða bóka- safnsþjónustu. Svo og námsmönn- um í framhaldsskólum er verða að byggja nám sitt á gögnum sem framleidd eru í safninu. Stofnfundur Vinafélags Blindra- bókasafns íslands verður haldinn miðvikudagskövldið 28. apríl í Gyllta salnum á Hótel Borg kl. 20.30 og allt áhugafólk er velkomið. (Fréttatilkynning) i í i i i i i i i i < i CAP Fjallahjólabúðin G. Á. Pétursson hf. Faxafeni 14, Sími 685580 w w w LEIÐANDIILAGU VERÐIA FJALLAHJOLUM USA - Japan - Hátækni - Gæði - Gott verð < < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.