Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 4
VEÐUR 1 4-----------------------------*--- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 ---:--------------- | VEÐURHORFUR I DAG, 27. APRIL YFIRLIT: Við norðurströnd landsins er allvíðáttumikil 980 mb lægð, sem þokast norðaustur og fyrir vestan Grænland er önnur lægð, vaxandi og mun hún þokast austur og mynda lægðardrag á Grænlandshafi þegar líður á morguninn. SPÁ: Fremur hæg suðvestanátt á landinu. Skýjað, en að mestu úrkomu- laust suðvestan- og vestanlands, en víða bjartviðri í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Sunnan- og suðvestan- átt, víða strekkingur. Rigning eða skúrir sunnanlands og vestan en þurrt að mestu og víða léttskýjað norðaustan til. Á miövikudag verður hitinn á bilinu 4-14 stig en á fimmtudaginn 1-7 stig. Hlýjast verður norðaust- anlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestiæg eða breytileg átt. Slydduél sunn- an- og vestanlands en úrkomulaust norðaustantil. Hiti 1-5 stig að degin- um en vfða næturfrost. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Q & A Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað v $ ý Skúrir Slydduél Él r r r * f * f f * f r f f r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vmdstig._ 10° Hitastig v súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 f gær) Vegir á Suður- og Vesturlandi eru flestir greiðfærir og fært er vestur í Reykhólasveit i Austur-Barðastrandarsýslu. Nokkur hálka er þó um Hellisheiöi og Bröttubrekku. Ófært er um Kleifarheiði og Hálfdán og sömuleiðis um Steingrímsfjarðarheiði. Vfða um land e; hvassviðri og mikill sandstormur á Mýrdalssandi, og vonskuveður er á Holtavörðu- heiði og Öxnadalsheiði og vart ferðaveður. Vegir á Norður- og Norðaust- urlandi eru flestir færir en ófært er um Möðrudalsöræfi. Víða hefur öxulþungi verið takmarkaður vegna aurbleytu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 7 lettskýjað Reykjavík 2 snjóél Bergen 18 heiðskfrt Helsinki 20 skýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Narasarsáuaq +8 skýjaö Nuuk +12 snjókoma Osló 18 heiöskírt Stokkhólmur 24 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 14 skýjað Amsterdam 18 mistur Barcelona 16 skýjað Berlín 26 léttskýjað Chicago 2 alskýjað Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 21 hálfskýjað Glasgow 10 mistur Hamborg 23 skýjað London 10 rigning Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 18 hálfskýjað Madrid 12 skýjað Malaga 15 úrkoma Mallorca 13 rigning Montreal 4 skýjað NewYork 15 alskýjað Orlando 21 þokumóða Parls 18 hálfskýjað Madeira 14 skur Róm 20 skýjað Vín 20 skýjað Washingtort 17 alskýjað Winnipeg 1 skýjað Grænlandsleiðangnr íslendinganna Jökulganga leið- angursmanna hafín AÆTLAÐ var að íslenski Grænlandsleiðangurinn héldi af stað yfir Grænlandsjökul sl. sunnudag, en leiðangursmenn eru feðgarnir Ólaf- ur Örn Haraldsson og Haraldur Ólafsson, og Ingþór Bjarnason. Þeir munu ganga 600 km leið vestur yfir jökulinn og ráðgert er að gangan taki um einn mánuð. og var ráðgert að hann skildi við þá er þeir legðu á jökulinn. _ Næstu dagar verða leiðangurs- mönnunum erfíðir því talsvert er á brattann að sækja og byrðarnar þungar. Búnaður hvers þeirra vegur 94 kg og er honum skipt í bakpoka og á sleða, sem hver maður dreg- ur. Framundan er 600 km ganga þvert yfir Grænlandsjökul til Syðri- Straumfjarðar. Leiðangurinn flaug með þyrlu sl. laugardag frá Ammassalik til Isertoq. Reiknað var með að hann legði af stað með hundasleðum inn að jökulröndinni annaðhvort seinni- partinn á laugardag eða á sunnu- dag. Erfiðir dagar framundan Með þeim í för var Ingimundur Stefánsson kvikmyndagerðarmaður Bíll sex ferðalanga brann til kaldra kola í einni svipan á bensínstöð á Hólmavík „VIÐ vorum heppin að þetta skyldi ekki hafa gerst uppi á heiði. Þetta gerðist svo snöggt að ekki náðist annað út en fólkið og hætt er við því að okkur hefði orðið kalt,“ sagði Gísli Hermannsson eigandi bíls sem brann snögglega á bensínstöð á Hólmavík í fyrra- kvöld. Sex manns voru í bílnum, þar af tvö sofandi börn, og sluppu allir ómeiddir, en bíllinn gjöreyðilagðist og allt sem í honum var. Gísli og ferðafélagar hans voru um helgina í fermingarveislu í Bol- ungarvík og voru á sunnudagskvöldi á leið til Reykjavíkur í Ford Econol- ine-ferðabíl. Þegar Gísli ók bílnum inn á bensínstöðina á Hólmavík eftir miðnættið varð hann var við reyk. Hann sagðist ekki hafa fundið neina reykjarlykt og taldi í fyrstu að þetta væri ryk af malarveginum. Þegar hann síðan fór fram fyrir bílinn og opnaðj vélarhlífma gaus upp eldur. Hann sagðist hafa farið til að vekja bömin, taka slökkvitæki og gera ráðstafanir til að færa bílinn frá bensíndælunum. Fólkinu tókst að ýta bílnum frá á meðan Gísli reyndi / DAG kl. 12.00 að slökkva eldinn með eigin slökkvi- tæki og tæki frá bensínstöðinni, en það dugði ekki til að kæfa eldinn. Bíllinn varð fljótlega alelda og brann hann ásamt öllu sem í honum var um það bil 5-7 metrum frá dælunum Slökkviliðið á Hólmavík kom á staðinn og kom í veg fyrir að bens- íntankur bílsins spryngi með því að kæla hann og dæla á hann kvoðu. Bíllinn var vandaður ferðabíll, útbú- inn dýrum tækjum og fullur af við- legubúnaði og fatnaði. Ekki tókst að bjarga neinu úr honum og sagði Gísli að tjónið væri mikið. Síðdegis í gær sagðist hann ekki vera búinn að kanna tryggingamálin. Morgunblaðið/Margrét Guðjónsdóttir Bálið FÓLKIÐ slapp naumlega úr bílnum. Hann varð fljótt alelda skammt frá bensíndælun- um á Hólmavík og eldtungurnar stóðu út úr gluggunum. Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) Samræmdu prófunum lýkur í dag Lögreglan kemur í veg fyrir dansleiki á vínveitingastöðum TVEIR skemmtistaðir í miðborginni auglýstu dansleiki í kvöld fyrir nemendur sem í dag ljúka samræmdum prófum í grunnskól- um. Auglýsingar þessa efnis voru hengdar upp í nokkrum skól- um. Vínveitingastöðum er óheimilt að skipuleggja svona samkom- ur og eftir að foreldrar og skólasljórar höfðu látið lögregluna í Reykjavík vita tilkynnti hún forráðamönnum skemmtistaðanna í gær að lögreglan myndi fylgjast sérstaklega með því að bann þetta yrði virt. Um 3.900 böm í 10. bekk grunnskóla ljúka í dag samræmdu prófi í dönsku og er það fjórða og síðasta samræmda prófið í vor. Undanfarin ár hafa börnin haldið upp á það með mismunandi hætti. Vínveitingastaðirnir Berlín og Tunglið hengdu upp auglýsing- ar í nokkrum grunnskólum þar sem börnunum var boðið upp á dansleiki í kvöld. Áfengi átti ekki að vera á boðstólum en önnur þjónusta á stöðunum sú sama og önnur kvöld. Nú er Ijóst að ekk- ert verður úr þessum dansleikjum. Báru við ókunnugleika Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í lögregl- unni í Reykjavík, sagði í gær að foreldrar og skólastjórar hefðu haft samband við lögregluna vegna auglýsinga um þessa dans- leiki í skólunum. Hann sagði að í nýlegum lögum um vernd barna og unglinga væri skýrt tekið fram að unglingum innan 16 ára aldurs væri óheimill aðgangur að dans- leikum öðrum en þeim sem skipu- lagðir væru sérstaklega fyrir þá af skólum eða æskulýðsfélögum. Þá væri unglingum innan 18 ára aldurs óheimill aðgangur að vín- veitingastöðum. Ekki hefði verið sótt um undanþágur frá þessum bönnum, enda hefði ekki verið hægt að verða við þeim. Hann sagði að forráðamenn staðanna hefðu borið við ókunnugleika um reglurnar, þegar haft var sam- band við þá. Sagði Ómar Smári að börnin gætu sparað sér sporin því ekkert yrði úr dansleikjahaldi fyrir grunnskólabörn á þessum skemmtistöðum í kvöld. Þá sagði Ómar Smári að ástæða væri til að benda foreldr- um að hafa vara á sér gagnvart áfengisneyslu, sem reynslan sýndi að fylgdi próflokum grunnskóla. Fólkið slapp allt ómeitt úr eldinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.