Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
17
er miklu nær sanni að orð hans
megi heimfæra uppá íslam, sem trú-
arafl og trúarstofnun. Það er um-
hugsunarvert að meðal háskóla-
menntaðra múslíma eru að meðaltali
hundrað lögfræðingar móti hveijum
lækni, sem segir mikla sögu um þann
hugsunarhátt lögkróka og klækja
sem gagnsýrir heimssýn íslams. Bók-
stafstrú múslíma er samfara mikið
ofstæki og fullkomin lítilsvirðing á
mannslífínu, samanber fjöldaaftökur
í Iran og írak fyrir litlar sem engar
sakir, svosem samkynhneigð eða
lauslæti í ástum. Dauðadómurinn
yfir rithöfundinum Salman Rushdie
er annað skelfilegt dæmi um þetta
hugarfar, og það er ekki bundið við
Iran, Irak eða önnur helstu lönd ísl-
ams, heldur hefur þessi ófögnuður
dreifst til byggða víða um Vesturlönd
þarsem múslímar hafa tekið sér ból-
festu. Atökin í Líbanon og gíslatök-
urnar þar eru annað hrollvekjandi
dæmi um áhrif trúarofstækis á póli-
tíska framvindu. Auðvitað læt ég
mér ekki sjást yfir, að áþekkt of-
stæki hefur hijáð Irland áratugum
saman og er nú að rífa í tætlur Júgó-
slavíu sem áður var, að ógleymdri
hryllilegri meðferð ísraela á Palest-
ínumönnum sem er einhver naprasta
kaldhæðni í sögu aldarinnar.
Ben Húr og Rambó
Hvað vakir nú fyrir mér með þess-
um yfirborðslega samanburði á ólík-
um trúarbrögðum og margvíslegri
menningu?
Meðal annars það, að þráttfyrir
stórmerkilegt framtak Sameinuðu
þjóðanna og afarbrýna mannrétt-
indalöggjöf, sem felst í sáttmálunum
tveimur frá 1976, að ógleymdu frum-
kvæði Amnesty International og
margra annarra mannúðarsamtaka,
þá eiga mannréttindi mjög undir
högg að sækja víðasthvar í heiminum
og þá ekki síst á svæðum þarsem
aðrir menningarstraumar en við
þekkjum af eigin raun leika um
mannfólkið.
Að vísu er auðsætt að í fjarskipta-
og ijölmiðlaheimi samtímans berast
hugmyndir ört og í stórum stíl milli
menningarsvæða, þannig að vest-
rænar hugmyndir fljúga til Asíu og
Afríku, en austræn viðhorf skjóta
rótum á Vesturlöndum. Um það er
ekkert nema gott að segja þegar
umræddar hugmyndir eru fijósamar
og heilladijúgar, en á því vill verða
talsverður misbrestur. Þetta hug-
myndastreymi er semsé einungis á
yfirborðinu og tekur sjaldan eða aidr-
ei til grundvallarviðhorfa - þeirra
viðhorfa sem mörkuð eru af alda-
langri mótun trúarbragðanna á
hveiju svæði. Þó kristin trú hafi lítt
eða ekki mótað dagfar vestrænna
manna í seinni tíð, þá hafa ýmsir
veigamiklir þættir í lífssýn hennar
fest rætur í hugskoti flestra þenkj-
andi manna, og þá ekki síst mannúð-
ar- og miskunnarhugsjónin sem er
ýmsum öðrum trúarbrögðum fram-
andi. Á sama hátt eru menn annarra
menningarsvæða mótaðir af grunn-
hugmyndum sinna trúarbragða, jafn-
vel þó þeir beri vestrænt yfirbragð
og kannski líka vestrænan klæðnað.
Eg vil ekki gerast spámaður og
síst af öllu Jeremías, en vissulega
hlýt ég að vera uggandi um framtíð
mannúðar, mannhelgi og mannrétt-
inda í veröld sem verður stöðugt of-
beldishneigðari og æ betur búin
margháttuðum og síendurbættum
gereyðingarvopnum. Ekki hjálpar
það heldur uppá sakirnar að horfa
uppá hvernig tröllveldið í vestri ein-
okar alþjóðlegan vitundariðnað með
kvikmyndum í bíóum og sjónvörpum,
sem eru mestanpart hástemmt lof
um ójöfnuð, ofbeldi, gerræði og yfir-
gang hinna stæltu og tilfinning-
asljóu. Fyrir þvílíkum óhroða virðast
íslensk kvikmyndahús upptil hópa
liggja marflöt, þó völ sé á miklu
skárra efni úr öðrum áttum, og sömu
sögu er í stórum dráttum að segja
af sjónvarpsstöðvunum, og þá sér-
staklega einkastöðvunum sem eru
naumast annað en útibú fyrir þriðja
flokks bandarískar myndbandaleigur.
Fyrir eina tíð var Ben Húr hetja
og átrúnaðargoð okkar kögursveina
sem sóttum kvikmyndahús. Nú ku
Rambó vera hetja allra stæltra
stráka og segir kannski sína sögu
um framtíðarhorfur mannúðar og
mannréttinda í heimi hér - nema svo
giftusamlega takist til, að kvenþjóðin
seilist til aukinna valda í samfélaginu
og snúi hugum okkar og hjörtum til
þeirra mjúku gilda sem Kristur lagði
svo ríka áherslu á, bæði í lífi sínu
og prédikun.
Höfundur er ríthöfundur og
fyrrum formaður íslandsdeildar
Amnesty Intcrnatwnal.
I TILEFNI AF REYKLAUSUM DEGI 29. APRIL 1992
Lýst er eftir frum-
varpi um tóbaksvamir
eftir Þorstein Blöndal
Með lögum um tóbaksvarnir frá
1985 varð mikil viðhorfsbreyting
til tóbaksreykinga á stuttum tíma.
Árið 1985 reyktu 40% fullorðinna
íslendinga daglega og næsta ár á
eftir gat að líta ótrúlegt fall niður
í 36% en síðan hefur algengistalan
hnigið um tæplega 1% á ári þannig
að 1992 reyktu 31% daglega. Laga-
setningin frá 1985 var upphaflega
umdeild en undir forystu þáverandi
heilbrigðisráðherra tók Alþingi
rögg á sig og samþykkti frumvarp-
ið. Þar með var í höfn heilladrýgsta
lagasetning þingsins í heilbrigðis-
málum síðasta áratug. Þessi atburð-
ir eru þó langt að baki og vegna
aukinnar þekkingar á skaðsemi
reykinga hafa kröfur fólks um
ómengað loft innanhúss aukist og
ný lqg eru aftur nauðsynleg. Minna
má á að tóbak er ásamt matarvenj-
um og áfengi oft afgerandi þáttur
til góðs eða ills fyrir heilsu manna.
Nýtt frumvarp til
tóbaksvarnalaga
Á annað ár er liðið síðan tóbaks-
varnanefnd skilaði tillögum sínum
um nýtt frumvarp til tóbaksvarna-
laga. í þingsályktun um íslenska
heilbrigðisáætlun frá 1991 segir:
„Draga skal ■ úr og helst útrýma
neyslu tóbaks með því að fá fólk
til að byija ekki að reykja og þá
sem reykja til að hætta.“ Nýja tób-
aksvarnafrumvarpið markar leið-
irnar til að svo megi verða. Fyrst
heyrðust þær fréttir að ríkisstjórnin
eða heilbrigðisráðherra myndi ekki
leggja frumvarpið fram í sínu nafni.
Hinn 16. febrúar 1993 var sagt frá
því í fréttum að frumvarpið væri
til athugunar hjá heilbrigðisnefnd
Þorsteinn Blöndal
„Tóbak er engin venju-
leg vara vegna þess að
það inniheldur eitur-
efni og efni sem veldur
ávana og fíkn.“
þingsins en síðan hefur ekkert
heyrst og það er ekki meðal þeirra
frumvarpa sem vænst er að af-
greidd verði fyrir þinglok.
Frumvarp um afnám einkasölu
ríkisins á tóbaki
Á hinn bóginn er fullur skriður
á frumvarpi um afnám einkasölu
ríkisins á tóbaki, en stefnt er að
því að ákvæði þess gætu tekið gildi
um mitt sumar 1993. Varðandi það
frumvarp verður að gæta þess að
samþykkja ekki ákvæði sem gætu
verið söluhvetjandi fyrir_ tóbak. Nú
byija um 1.000 ungir íslendingar
að reykja árlega sem er allt of mik-
ið. Að meðaltali á hvert þessara
ungmenna eftir að eyða milljónum
króna í tóbak áður en ævin er öll.
Fijáls samkeppnismarkaður er
æskilegur um venjulega vöru því
þá lækkar oft verð hennar neytend-
um til hagsbóta. Tóbak er engin
venjuleg vara vegna þess að það
inniheldur eiturefni og efni sem
veldur ávana og fíkn. Neytendur
tóbaks verða háðir nikótíni og tapa
fé og heilsu á reykingunum. Sér-
stakar vörureglur eiga því að gilda
um tóbak.
Ef það er vilji Alþingis, þrátt
fyrir það sem sagt er að ofan, að
breyta fyrirkomulagi tóbakssölunn-
ar ætti að fjalla um bæði frumvörp-
in saman þar eð efni þeirra fléttast
mjög. Til að svo megi verða þarf
að fresta gildistöku frumvarpsins
um afnám tóbakseinkasölu fram til
næstu áramóta og leggja tóbaks-
varnafrumvarpið fram á fyrstu
starfsdögum þingsins í haust svo
að það geti líka tekið gildi um
næstu áramót. Er þess farið á leit
við þingmenn að þeir axli ábyrgð
og fjalli um og samþykki tóbaks-
vamafrumvarpið. Það er vel undir-
búið og þolir opinbera umíjöllun.
Af samþykkt þess mun leiða að
færra ungt fólk byijar að reykja
og fleiri sem reykja nú munu hætta.
Höfundur er yfirlæknir lungna■
og berklavarnadeildar
HeUsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur og sérfræðingur í
Iungnasjúkdómum.
Reimaðir sportskór
Barna sportskór..
Leður sportskór •••
Baðtöfflur.............
Herra inniskór......
Dömu hælaskór...
Sportsokkai^^pk
kr.875,-
kr.300,-
kr.995f-
kr. 195,-
kr.500,-
kr.695f-
kr 1 50''
Barna buxur............kr.445f”
Barna peysur........ kr.500,■
Barno bolir........kr.395,"
College iakkar.......kr.995,"
Barna jogginggollor kr.995,"
Barnanóttf öt......kr.495,■
Barnaregngallar •••• kr.595
L
Jogginggallor st. s-xl kr. 1000,;
Hvítar gallabuxur..kr.995,a
Herra buxur.......... kr.995,-
Dömu peysur.........kr.500fa
Gallajakkar.............kr.599,-
H jólabuxur........kr.500f■
Stuttbuxur.............kr.295f^
OPINN VIRKA DAGA
FRÁ KL 12.00 Tll 18.00
LAUGARDAGA
FRÁ KL. 10.00 TIL 14.00
SPRENGIMARKAÐURINN,
SNORRABRAUT 56,2. HÆÐ.
SÍMI 16132.