Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Eiðfaxabikarinn sem veittur er fyrir besta hirðingu hlaut Jón Sveinsson og afhend-
ir fulltrúi Eiðfaxa Sigurður Sigmundsson hér verðlaunin en hesti Jóns honum
Leira virðist ekkert um þessa athöfn gefið.
Elvar E. Einarsson lengst til vinstri varð í fimmta sæti í keppninni um Morgun-
blaðsskeifuna, Ása Úlfsdóttir fjórða, Elísabet Jansen þriðja og Svanhildur Hall
önnur og Kristín Lárusdóttir í fyrsta sæti.
Skeifukeppnin á Hólum
Stúlkur vermdu
fjögur efstu sætin
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Kristín Lárusdóttir rak smiðshöggið á yftrburðasigur sinn í skeifu-
keppninni með því að verða efst í fjórgangi á Skugga frá Hærings-
stöðum og hampar hún hér Morgunblaðsskeifunni.
Verðlaun Félags Tamningamanna hlaut Vilhjálmur P. Einarsson
en hann keppti á hestinum Þrymi frá Brjánslæk.
________Hestar____________
Valdimar Kristinsson
Loftið var lævi blandið þegar
byrjað var að telja upp fimm
efstu í keppninni um Morgun-
blaðsskeifuna á Hólum á laug-
ardag. Fyrstur var nefndur í
fimmta sæti Elvar Eylert Ein-
arsson með 8,28 í einkunn,
næst kom í fjórða sæti sænska
stúlkan Ása Úlfsdóttir með
8,34 og norska stúlkan Elísa-
bet Jansen þriðja með 8,37 og
Svanhildur Hall önnur með
8,45 og þar sem Kristín Lárus-
dóttir hafði ekki verið nefnd
til sögunnar mátti á skóla-
systkinum hennar skilja að hún
hlyti að fá skeifuna sem og
varð raunin en hún var lang
efst og hlaut 8,79 í einkunn.
Áður höfðu nemendur þreytt
próf í frumtamningu, járningum,
grunnreiðmennsku, fimiæfingum
B og síðasti áfanginn sem þau
þreyttu á skeifudaginn var gang-
tegundaverkefni. Sextán nem-
endur kepptu í fjórgangi en fimm
í fímmgangi. Einkunnir í for-
keppni giltu til einkunnar en til
gamans var boðið upp á úrslita-
keppni. Hlutskarpastur í fjór-
gangi varð tvítugur Fljótamaður,
Þórarinn Amarsson, sem keppti
á hesti sínum Gýgjari frá Viðvík
undan Byl frá Kolkuósi og Gýgju
frá Viðvík. Þórarinn vann sig upp
úr þriðja sæti. í öðru sæti varð
sú sænska Ása Úlfsdóttir sem
er 23 ára, á hesti sínum Kveik
frá Hofí sem er undan Fáki frá
Sauðárkróki og Röst frá Hofí.
Ása var í fjórða til fimmta sæti
í forkeppninni ásamt Sólveigu
K. Káradóttur 22 ára sem hafn-
aði í þriðja sæti í úrslitakeppn-
inni. Hún keppti á hesti sínum
Daða frá Köldukinn undan
Straumi frá Keldulandi og Blesu
frá Þverlæk. í fjórða sæti varð
svo Vilhjálmur P. Einarsson 25
ára sem keppti á hesti sínum
Þrymi frá Brjánslæk undan Erpi
frá Erpsstöðum og Brúnku frá
Bijánslæk. Vilhjálmur varð í öðru
sæti í forkeppninni en hann hlaut
viðurkenningu Félags Tamninga-
manna fyrir góða ásetu og virka
reiðmennsku. Skeifuhafinn
Kristín Lárusdóttir sem er 21 árs
gömul frá Kirkjubæjarklaustri
hafnaði í fimmta sæti í úrslita-
keppninni en var í fyrsta sæti
eftir fórkeppnina. Með þeim
árangri innsiglaði hún öruggan
sigur í keppninni um Morg-
unblaðsskeifuna sem veitt er fyr-
ir bestan samanlagðan árangur
í ofangreindum námsgreinum.
Kristín keppti á hesti sínum
Skugga frá Hæringsstöðum und-
an Heði frá Hvoli og Grímu frá
Kolkuósi.
í fímmgangi sigraði Elvar
Eylert Einarsson 20 ára á hesti
sínum Fjalari frá Syðra-Skörðug-
ili undan Sörla 653 frá Sauðár-
króki og Kveikju frá Hesti en
hann var einnig efstur í for-
keppninni. Annar varð Róbert
Logi Jóhannsson 22 ára á Hlíðar-
Gránu frá Bjarnastaðahlíð í eigu
Gísla Jóhannssonar undan Grám-
úla frá Holtsmúla og Rauðku frá
Bjarnastaðahlíð. Þriðja varð
Svanhildur Hall á Hrímni frá
Sauðanesi sem er í eigu Hólabús-
ins en hann er undan Hamri frá
Hólum og Pálínu frá Sauðanesi.
Þau Svanhildur og Róbert Logi
höfðu sætaskipti í úrslitunum.
Eiðfaxabikarinn hlaut Jón
Sveinsson 24 ára en hann var
með hestinn Leira sem ekkert er
vitað um nema það að hann er
sex vetra, leirljós.
Kynjaskiptingin er svo til jöfn
í hestamennskunni á Hólum, 11
piltar og 10 stúlkur. Hins vegar
eru stúlkurnar seigari við námið
heldur en piltarnir ef marka má
úrslitin í keppninni um Morgun-
blaðsskeifuna því athygli vekur
að í fjórum efstu sætunum eru
stúlkur! Af þessúm fjórum stúlk-
um eru tvær erlendar en alls
stunduðu átta útlendingar nám
við skólann í vetur, fimm í fullu
námi og þrír í nokkurs konar
verknámi eða starfskynningu.
Sagði Jón Bjamason skólastjóri
að óneitanlega væri kominn al-
þjóðlegur blær á skólastarfið og
kunni staðarmenn því vel. Gat
hann þess einnig að um 20 fyrir-
spurnir um skólann hefðu borist
erlendis frá. Alls stunduðu 52
nemendur nám við skólann í vet-
ur en þar af útskrifast um 25
þeirra í vor. Veður var heldur
óhagstætt á skeifudaginn kulda-
nepja og snjómugga allan daginn
en lygnt.
Keppt í meistaraflokki í fyrsta sinn
Firmakeppni Fáks var haldin
sumardaginn fyrsta þar sem
keppt var í fímm flokkum. Var
nú boðið í fyrsta skipti upp á sér-
stakan meistaraflokk þar sem hin-
ir hörðu keppnismenn mættust en
áhugamenn og konur kepptu í
karla- eða kvennaflokki. En úrslit
urðu sem hér segir.
BARNAFLOKKUR:
1. Ásgeir Öm Ásgeirsson á Fleyg,
keppti fyrir Flugleiðir.
2. Rannveig Kristjánsdóttir á Erli,
keppti fyrir Ræsi hf.
3. Jóna Margrét Ragnarsdóttir á
Garpi, keppti fyrir Glóbus.
4. Þórdís Erla Gunnarsdóttir á
Krákustigi, keppti fvrir Eimskipa-
félag íslands.
5. Bjarni Niculaison á Flosa,
keppti fyrir Hagkaup.
UNGLINGAFLOKKUR:
1. Ásta Friðriksdóttir á Smyrli,
keppti fyrir Godda.
2. Únnur Sigurpálsdóttir á Garpi,
keppti fyrir Pottinn og pönnuna.
3. Margrét Erla Óskarsdóttir á
Gassa, keppti fyrir Marco Polo.
4. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir
á Funa, keppti fyrir Landsbanka
íslands.
5. Ingveldur Oddný Jónsdóttir á
Skrúði, keppti fyrir Hinrik og
Huldu.
KVENNAFLOKKUR:
1. Unnur Steinson á Silfurblesu,
keppti fyrir Stúdíó-brauð.
2. Ólöf Guðbrandsdóttir á Kveiki,
keppti fyrir Nóa hf.
3. Edda Hinriksdóttir á Rúmi,
keppti fyrir Skalla.
4. Guðrún Edda Bragadóttir á
Fjölva, keppti fyrir Barka hf.
5. Elín Rós Sveinsdóttir á Assa,
keppti fyrir Litaver.
KARLAFLOKKUR:
1. Hjörtur Bergstað á Erró, keppti
fyrir Radíóbúðina.
2. Haraldur Sigurgeirsson á Há-
feta, keppti fyrir Reiðsport.
3. Viðar Halldórsson á Prinsi,
keppti fyrir Eiðfaxa.
4. Hörður Á. Haraldsson á Stráki,
keppti fyrir Sláturfélag Suður-
lands.
5. Agnar Ólafsson á Nökkva,
keppti fyrir Securitas.
MEISTARAFLOKKUR:
1. Sigurbjörn Bárðarson á Sverði,
keppti fyrir DV.
2. Eriing Sigurðsson á Össuri,
keppti fyrir Melabúðina.
3. Hulda Gústafsdóttir á Glæði,
keppti fyrir Ós-húseiningar.
4. Sigurður Marinusson á Evu,
keppti fyrir Evos.
5. Ragnar Ólafsson á Gjafari,
keppti fyrir Gassa.