Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 23 Syntu 500 m í sjónum eftir að plastbátur sökk við við Geldinga nes Morgunblaðið/Ingvar Heimtir úr helju Siguijóni hjálpað í sjúkrakörfu eftir slysið. Aftar sést Steingrírnur. Hann segir að ef ekki hafi verið fyrir svamppúðann hafi þeir Sófus eflaust farið niður. Svamppúðinn bjarg- aði tveimur mönnum FJÓRIR menn um tvítugt voru hætt komnir þegar sexmanna plast- bátur þeirra af Shetlander gerð sökk um hálfan kílómeter norðan við Geldinganes á Kollafirði um kvöldmatarleytið á laugardag. Vatn komst inn um gat fyrir leiðslur í bátinn með þeim afleiðingum að hann sökk á örskammri stund og stukku fjórmenningarnir í sjó- inn. Aðeins tveir þeirra voru í björgunarvestum en hinum vildi til happs að annar þeirra náði taki á svamppúða úr bátnum. Þegar komið var í land á nesinu eftir um hálftíma sund varð einn mann- anna viðskila við liina og óð í land á eiði milli ness og fastalands. Hann gerði þar viðvart um þá þrjá sem eftir voru á nesinu og var bátur sendur eftir þeim. Flokkssljórnarfund- ur Alþýðuflokks Tillögur Tvíhöfða um smábáta gagnrýndar GAGNRÝNI kom fram á nefnd- arálit Tvíhöfðanefndarinnar um nýja sjávarútvegsstefnu, er það var kynnt fyrir flokksstjórn Al- þýðuflokksins á fundi á Akranesi um helgina. Gagnrýni flokks- sljórnarmanna beindist einkum að tillögum nefndarinnar varð- andi smábáta, en Tvíhöfðanefnd- in hefur lagt til að kvóti verði settur á báta, sem nú hafa króka- leyfi, og að tvöföldun línuafla verði afnumin. Össur Skarphéð- insson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, segir að tillögur IVíhöfðanefndarinnar hljóti ekki samþykki á Alþingi óbreyttar. „Eg tel að ekki sé þingmeirihluti fyrir tillögum Tvíhöfða um króka- leyfin. Ef menn ætla sér að láta obbann af tillögum nefndarinnar ná fram að ganga, verður það alger- lega ókleift nema málamiðlun verði gerð um krókaleyfin,“ sagði Össur í samtali við Morgunblaðið. Fleiri flokksstjórnarmenn gagn- rýndu kafla nefndarálitsins, sem snýr að veiðum smábáta, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Einnig töluðu fulltrúar úr hópi sjómanna gegn fijálsu framsali á kvóta, sem þeir telja rýra sinn hlut. ----4-------- Loðskinnauppboð í Kaupmannahöfn 43% hækkun á verði blá- refaskinna TÆPLEGA 43% hærra verð fékkst fyrir blárefaskinnn á loð- skinnauppboði sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn miðað við skinnaverð á uppboði þar í febr- úar síðastliðnum. Þá fékkst 36% hærra verð fyrir silfurrefaskinn og fyrir skinn af skuggaref “fékkst sama verð og á febrúar- uppboðinu. Meðalverð á blárefaskinnum á uppboðinu í Kaupmannahöfn var 309 DKR, eða 3.180 ÍSK. Meðal- verð á silfurref var 327 DKR, eða 3.370 ÍSK, og meðalverð á skugga- ref var 299 DKR, eða 3.080 ISK. Á uppboðinu var einnig lítið magn af hvítrefsskinnum og fóru þau á 13% lægra verði en í febrúar. Með- alverð á þeim var 310 DKR, eða 3.190 ÍSK. Að sögn Arvids Kro hjá Sam- bandi íslenskra loðdýraræktenda voru boðin upp tæplega fimm þús- und refaskinn frá Islandi á uppboð- inu og á bilinu 20-30 þúsund minka- skinn, en uppboð á þeim hefst í dag og lýkur því á föstudaginn. Mennirnir voru allir fluttir á slysa- deild eftir atburðinn. Tveir fengu að fara heim eftir að hafa náð eðli- legum líkamshita, einn gisti nótt á spítalanum vegna hættu á lungna- bólgu en sá fjórði var fluttur á gjörgæsludeild. A svartfuglsveiðar Steingrímur Óli Einarsson, einn ijói-menninganna, sagði að þeir Hlynur Vagn Atlason, Sófus Sig- þórsson og Siguijón Gunnlaugsson hefðu farið út á sexmanna Shet- lander hraðbát og ætlað að ná svartfugli fyrir utan Gróttu um fimmleytið. „Við hættum svo við .og stöðvuðum bátinn við norðan- vert Geldingarnesið. Þar ætluðum við að snúa við og fara aftur heim en mótorinn fór ekki aftur í gang og á leiðinni hefur handdælan lík- lega brotnað og þess vegna var ekki hægt að pumba vatni frá borði þegar það fór að seytla hægt og rólega inn í gegnum gat við skúff- una hjá utanborðsmótornum þar sem slöngurnar frá bensíngjöf og að mótor ganga í gegn. Báturinn þyngdist smám saman þangað til hann var orðinn svo þungur að hann stakkst snögglega niður og við köstuðum okkur allir í sjóinn, Siguijón og Hlynur í vestum en við Sófus vestislausir," sagði Stein- grímur. Tveir á pullu Hann segist hafa bjargað þeim Sófusi með því að ná til sín pullu úr káetunni, setja undir bijóstkass- ann og svamla þannig áfram með fótunum. „Sófus synti fyrst með höndum og fótum en kallaði svo í mig og ég synti til hans og hann náði að grípa í mig,“ sagði Stein- grímur. „Svo nær Hlynur fyrstur í land á Geldinganesi og hleypur yfir sandeyrina og rekst þar á menn hjá laxeldisstöðinni sem gátu gert viðvart. Við stóðum hins vegar út á nesinu og vorum svo kaldir og þreyttir að við höfðum aðeins þrek til að veifa bátum og flugvél- um sem flugum yfir og vissum ekkert um Hlyn. Hann vissi ekkert af okkur þegar hann kom að landi og ákvað að hlaupa og halda áfram meðan hann átti eitthvað eftir því við vorum allir búnir, gjörsamlega að gefast upp og dofnir af kuldan- um.“ Hræddir Fjórmenningarnir voru um hálf- tíma í sjónum og á eftir biðu þeir þrír sem eftir voru á nesinu annan hálftíma eftir hjálp. „Við vissum ekki í byijun að hjálp var í nánd. Svo sáum við sjúkrabíl og lögreglu- bíl koma hinum megin frá og viss- um ekki hvort þeir voru að koma til okkar. Við vorum líka hræddir um Hlyn, svona álíka hræddir um hann og hann um okkur,“ sagði Steingrímur en stuttu seinna sóttu sjúkraliðar slökkviliðsins þremen- ingana á bát út á nesið og fór með þá á slysadeild. „Siguijón og Sófus útskrifuðust eftir að þeir náðu rétt- um líkamshita en Hlynur var flutt- ur á gjörgæslu og ég þurfti að gista nóttina vegna hugsanlegrar lungnabólgu," sagði Steingrímur en hann sagðist vera búinn að jafna sig ágætlega fyrir utan að hann fyndi til í fótunum eftir að hafa gengið berfættur á gijótinu. Óskýranlegt Steingrímur sagði að enginn ijórmenninganna hefði í raun hug- mynd um af hveiju báturinn hefði sokkið. „Við vorum svo langt frá ströndinni og rákumst ekki á neitt. Það slettist upp og náði að leka inn í gegnum götin. Svo þegar hann hafði þyngst fór hann að síga niður og vatnið að streyma örar inn og um leið og jafnstraumur komst inn í þetta gat hvarf hann á nokkrum sekúndum," sagði hann en báturinn fór alveg á kaf og er ófundinn. Aðspurður sagði Steingrímur að það hefðu komið upp augnablik á sundinu þegar þeir hefðu verið við að gefast upp en eitt af því sem haldið hefði viljanum í sumum þeirra hefði verið tilhugsunin um að Guðlaugur Friðþórsson Vést- mannaeyingur hefði getað synt sex kílómetra í vondu veðri. „Við hugs- uðum þá með okkur að ættum að geta geta synt hálfan í þokkalegu veðri,“ sagði Steingrímur, bætti við að félagarnir væri allir í ágætu iík- amlegu formi og þeir þökkuðu Valborgu sundkennara fyrir þá þjálfun sem þeir hefðu fengið hjá henni. „Klikkuðum“ á öryggisatriðum Hann sagði að það hefðu verið mikil mistök að hafa ekki öll örygg- isatriði í lagi.„Við klikkuðum á því þ.e. að hafa’ ekki ijarskiptatæki, neyðarblys og björgunarvesti fyrir alla,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að fjórmenningarnir hefðu reynt að gera viðvart með hagla- skotum úr bátunum en ekkert.hefði heyrst í þeim. Tæring í sjóinntaki líkleg skýring ALGENGT er að tæring í sjó- inntökum myndi göt á smærri báta að sögn Páls Guðmunds- sonar deildarstjóra eftirlits- deildar Siglingamálastofnunar. Hann segist ekki geta staðhæft að tæring af þessu tagi hafi orðið til þess að Shetlander bátur fjórmenninganna hafi sokkið. Hins vegar sé það ekki ólíklegt eftir Iýsingu þeirra að dæma. Páll sagði að lög um eftirlit með skipum næðu aðeins til sex metra eða lengri báta og flestir Shetlander bátanna væru tals- vert undir þeirri lengd. „Þess vegna hafa þeir ekki verið skoð- aðir nema þegar þeir komu tii landsins og öryggisbúnaður um borð í bátunum er algjörlega á ábyrgð þeirra sem í þeim eru. Við komum hins vegar í þessa báta óski fólk eftir því,“ sagði Páll og minnti á að ætlast væri til að í öllum bátum væru björg- unarvesti fyrir alla og ijarskipta- tæki. „Og í minnstu bátunum sem við skoðum er verið með talsstöð og neyðarblys," sagði hann. Oft skipt um inntök Hann kvað lýsingu Ijórmenn- inganna af slysinu ekki ósann- færandi. „Hún er ekkert ólíkleg því á bátunum sem við skoðum, stærri bátunum, er mjög algengt að skipta þurfi um slöngur og sjóinntök vegna þess að málmur- inn í þeim hefur tærst eftir viss- an tíma og myndað gat þar sem ekki á að vera gat,“ sagði Páll. Hann sagði að bátarnir hefðu verið fluttir inn af Vélum og tækjum á sínum tíma en innflutn- ingi á þeim hefði verið hætt. Fræ og áburður RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIDJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 4321 1 I hentugum umbúðum ;i N 2118-8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.