Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
43
Nokkrar af þekktustu vínfjölskyldum heims komu saman á heimili Miguel Torres í Vilafranca del Péne-
des á Spáni fyrir skömmu til að stofna með sér samtök.
Fjölbreytt hreyfinám
i uppeldi barna
Fimmtudaginn 29. apríl verður fyrirlestur á vegum For-
eldrasamtakanna. Janus Guðlaugsson, námsstjóri í
íþróttum, fjallar um hreyfinám barna í skólum og hjá
íþróttafélögum. Fyrirlesturinn verður í Hinu húsinu (áð-
ur Þórskaffi), Brautarholti 20, 3. hæð, og hefst kl. 20.30.
Aðgangseyrir er 200 kr. Ókeypis aðgangur fyrir hand-
hafa greiðakorts FST.
VESTMANNAEYJAR
Þorsteinn Hallgrímsson
íþróttamaður ársins
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Þorsteinn Hallgrímsson kylfing-
ur var kjörinn íþróttamaður
ársins í Vestmanneyjum á ársþingi
IBV. Þorsteinn hefur verið besti
kylfingur Eyjamanna undanfarin
ár og í fremstu röð á landsvísu
enda hefur hann spilað með lands-
liðinu. Þorsteinn var á síðasta ári
í landsliði íslands sem vann
Norðurlandameistaratitilinn í
golfi.
Sérstök valnefnd á vegum
íþróttabandalags Vestmannaeyja
velur íþróttamann ársins á árs-
þingi bandalagsins._ Ómar Garð-
arsson, formaður IBV, tilkynnti
niðurstöður nefndarinnar og af-
henti Þorsteini farandgrip sem
fylgir sæmdarheitinu.
- Grímur
Þorsteinn Hallgrímsson, nýkjör-
inn íþróttamaður Vestmanneyja.
MANNAMÓT
Söfnuðu
orku fyrir
próflestur
Yfir bænadagana kom
hundrað manna hópur
úr Kristilegum skólasamtök-
um saman í Vatnaskógi til
þess að taka þátt í árlegu
vorskólamóti. Yfirskrift
mótsins var „Bæn er máttur"
og voru samverustsundir og
uppfræðsla tengd bæninni.
Að sögn ungmennanna
fannst þeim gott að komast
burt úr bænum til þess að
hvílast frá argi og þvargi
borgarlífsins og vera í kyrrl-
átu umhverfi Vatnaskógar.
Þá þótti mörgum einnig dýr-
mætt að geta safnað orku í
sveitinni til þess að vera betur
undirbúin fyrir prófin, sem
nú eru komin vel á skrið.
Morgunblaðið/pþ
Vel vlðraði á þátttakendur í Vatnaskógi eins og sjá má á andlitum
Ragnheiðar, (t.v.), Bryndísar, Ella, Markúsar og Oddu.
Verð frá kr.
Flugsæti til Alicante
Verð frá kr.
Verð f. manninn, m.v. hjón
með 2 börn, 2-11 ára, 14. júlí.
Beint leiguflug í sumar í samvinnu viðTuravia, eina stærstu
ferðaskrifstofu Spánar. Glæsilegur aðbúnaður í nýjum
íbúðarhótelum á Benidorm og íslensk fararstjórn.
Flugvallarskattar:
Flugvallarskattar og forfallatrygging eru kr. 3.510,- fyrir fullorðinn og
2.285 fyrir börn yngri en 12 ára.
i TURAUIA
air europa
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
Sölubásarnir kosta þá aðeins
kr. 2.450.- og 3.150.-
Drífið í vorhreingerningunum og búið til
tugþúsundir króna úr gamla kompudótinu! .
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Sími 62 50 50
Sunnudagar eru Kompudagar
íKolaportinu!
Okkar vantar alltafmeira afþessu
sívinsæla kompudóti og nú bjóðum við
50% afslátt á leiguverði slíkra sölubása.