Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Umhverfismálari
í aðalsölum Hafnarborgar sýnir Gunnar Ágúst Hjaltason nær
hálft annað hundrað myndverka.
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í aðalsölum Hafnarborgar, og
þar með er talinn Sverrissalur,
sýnir fram til 2. maí Gunnar Ág-
úst Hjaltason nær hálft annað
hundrað myndverka. Eru þetta
olíumálverk, vatnslita- og pastel-
myndir, teikningar og grafík, og
hefur sýningin nokkurn svip yfir-
litssýningar, þótt frekar megi tala
um samtíning.
Gunnar er einn af þeim mönn-
um, sem hafa ævintýralega gam-
an af að mála og draga upp mynd-
ir, en hugsar minna um innri lög-
mál og lífæðar myndflatarins.
Þessi háttur myndrænna athafna
einkennir oft fólk sem hefur ekki
mikinn menntunarlegan bak-
grunn, en Gunnar nam ungur í
teikniskóla Björns Björnssonar og
Marteins Guðmundssonar, auk
þess að nema tréristu hjá Hans
Alexander Muller, sem kenndi á
námskeiði í Handíða- og Myndlist-
arskólanum í byrjun sjötta ára-
tugarins. Meira varð myndlist-
amámið ekki, en hins vegar nam
hann gullsmíði hjá Guðmundi
Guðnasyni og Leifi Kaldal og varð
það hans lifibrauð.
Málverkið hefur þannig verið
hliðargeiri brauðstritsins og ekki
verður annað sagt en að maðurinn
hafi verið með ólíkindum afkasta-
mikill á listasviðinu um dagana.
Auðsjáanlega á GurtTlar mjög létt
með að draga upp myndir,
kannski of létt, þannig að ekki
verður mikið um átök við mynd-
efnið né efniviðinn milli handanna
hveiju sinni.
Þó merkilega megi virðast eru
listrænar athafnir mörgum dijúg-
ur sársauki og púl, en hins vegar
einnig mikil nautn. Við vitum t.d.
að Marchel Proust var þrisvar
sinnum lengur að setja saman
setningu en venjulegt fólk, en hún
varð líka þrisvar sinnum betri én
hjá öðrum, og raunar endumýjaði
hann franska tungu með skáld-
skap sínum. Og sumir málarar
eins og t.d. Jón okkar Stefánsson
voru sáróánægðir með allt sem
þeir létu frá sér fara, því þeim
fannst sem hægt væri að gera svo
miklu betur.
Þegar litið er á eldri myndir
Gunnars í Sverrissal, sem allar
em í einkaeign, sér maður dijúg
átök í sjálfsmynd hans frá 1938,
sem er nr. 107 á skrá, og einnig
koma myndir eins og „Bráðræðis-
holt“ (105), sem er frá 1951 og
tréristan eða dúkskurðurinn
„Hús“ (143) frá 1960 mjög á
óvart.
I nýrri verkum eins og t.d. pa-
stelmyndinni „Skötutjörn" (26)
kemur fram römm haustlitasin-
fónía og hún vakti öðrum fremur
athygli mína af þeirri gerð mynda.
En einnig myndir eins og Hafnar-
fjörður I, II og III, sem allar eru
hreinar og tærar í útfærslu, það
er nefnilega með tærleikann að
Gunnar getur náð að höndla hann
á mjög sérstæðan hátt og gott
dæmi eru myndirnar „Hvallátur"
(48) og „Þingvallavatn“ (50). Er
það trúa mín að hann muni lifa
lengst í slíkum myndum, því að
hér hittir hann á tón sem er hans
eigin. Aðrar myndir sem vöktu
einkum athygli mína voru mynd-
irnar Grænt vor og Gult haust (58
og 59), en þær einkennir skreyti-
kenndur ríkidómur, sem ekki á
sér stað í öðrum myndum hans.
Sverrir Ólafsson sýnir nú í Listhúsinu Borg.
Fjarræn viðhorf
Álykta má strax varðandi sýn-
ingu Sverris Ólafssonar í Listhús-
inu Borg, sem stendur til 27.
apríl, að hana einkenni helst áhrif
komin langt að. Sé í ætt við hið
fjarræna eða „eksotíska" eins og
útlendingurinn orðar það og
meinar frá heitum fjarlægum
löndum.
Sverrir hefur líka verið með
annan fótinn í Mexíkó hin síðari
ár, allt í senn varðandi listahátíð-
ir, einkasýningar, samsýningar
og vinnu við útfærslu eigin verka.
Hann hefur þar verið innan um
listamenn frá öllum heimshornum
og kynnst ótal nýjum viðhorfum
í skúlptúrlist.
Allt þetta hófst á alþjóðlegri
skúlptúrsýningu í Harnösand í
Svíþjóð árið 1989 þar sem Sverr-
ir kynntist fjölda listamanna og
var boðið á fleiri listahátíðir og
þá aðallega í Mexíkó.
Svo mjög sem Sverrir hefur
verið á kafi í félagsmálum á und-
anförnum árum og á þeytingi út
um allar trissur, er merkilegt hve
hann hefur komið miklu í verk
svo sem þessi sýning í Listhúsinu
Borg er til vitnis um. Sýninguna
einkennir stór og voldug verk í
fremri sal, en uppi eru nokkur
minni.
Það vekur strax athygli hve
listamaðurinn hefur tekið miklum
breytingum á skömmum tíma og
á það helst við hve útfærsla verk-
anna er orðin miklu vandaðri og
fullkomnari. Sverrir var nefnilega
á timabili lítið að hugsa um ná-
kvæmnisvinnu og verk hans voru
í senn hrá og stórskorin.
Fræðilega má segja að þessi
verk sveiji sig í ætt við guðleg
tákn í Mið- og Suður-Ameríku
og trúarathafnir azteka og maya-
indíána. Heimspekina sækir
Sverrir í hina ævafornu og.dular-
fullu stallapíramída, en kímnin,
sem aldrei er langt undan í verk-
um hans, er sótt í nútímann.
Þannig gætir jafnvel súrrealískra
áhrifa, því að listamaðurinn hefur
einnig tekið fáránleikann í þjón-
ustu sína. í stað þess að skír-
skota til hinna helgu fórnarat-
hafna, guðunum til dýrðar, þar
sem sóminn og heiðurinn mesti
virðist hafa verið að vera sjálft
fórnardýrið, býr Sverrir til hæg-
indi efst uppi á stöllunum og set-
ur undir þau firnarlanga stólfæt-
ur svo minnir á skúlptúra Albert-
os Giacometti. Og bak viðamikils
græns hægindastóls, sem er frí-
standandi, eins og nýkominn nið-
ur úr víddum háaloftsins, prýða
jafnvel fjórar stórar skúffur, sem
að sjálfsögðu er ekki samkvæmt
almennum leikreglum um þæg-
indi.
Þrátt fyrir allt er ekki gott að
átta sig á því hvernig þetta tíma-
bil í list Sverris muni skoðast í
listrænu samhengi er upp verður
staðið, en eigum við ekki að spá
í að það muni skoðast í listrænu
samhengi er upp verður staðið,
en eigum við ekki að spá í að það
muni teljast markandi áfangi og
jafnvel kaflaskil á listferli hans.
Konumyndir
í gangi og kaffistofu Hafnar-
borgar sýnir Berglind Sigurðar-
dóttir 19 konumyndir, sem flest-
ar snúast um nekt, umbúðalausa
og ögrandi.
Berglind lauk námi frá MHÍ
vorið 1990 og er þetta fyrsta
sýning hennar, nema hvað hún
hengdi einhverntímann upp
nokkrar myndir sínar i húsa-
kynnum menntamálaráðuneytis-
ins.
Berglind er einn þeirra mörgu
myndlistarmanna er útskrifast
hafa úr skólanum en sem lítið
ber á þótt þeir vinni stöðugt að
list_ sinni.
Á sýningunni í Hafnarborg
eru myndir unnar í olíu og pa-
stel og eru sem fyrr segir allar
af konum. Ábúðarmiklum nökt-
um konum, sem eru eins og ein-
ar í heiminum, þungbúnar og
áhyggjufullar um hlutskipti sitt,
en þó öllu öðru fremur sjálfstæð-
ar og svipmiklar kynverur.
Þessar myndir eru mjög í ætt
við nýbylgjumálverkið svo-
nefnda, sem svo aftur var skylt
úthverfu innsæi eins og það birt-
ist í myndum Schmidt Rottluff,
Eric Heckel, Ernst Ludvig Kirc-
hner og mörgum fleiri fyrir og
eftir fyrri heimsstyijöldina.
Myndirnar afhjúpa vissa bar-
áttu og átök sem eiga sér stað
hjá listamanninum og hér er
meira lagt í tjáninguna en yfir-
vegaða tækni. Þær eins og tjá
ófreska dulremmu og sálarháska
ásamt langri leit konunnar að
Berglind Sigurðardóttir sýnir
konumyndir í Hafnarborg.
fótfestu í mannheimi, óræðum
og miskunnarlausum.
Kona í hvítum kjól
í Listhúsinu Úmbru sýnir fram
til 28. apríl Höskuldur Harrý
Gylfason tug myndverka.
Höskuldur hefur áður haldið
tvær einkasýningar og tekið þátt
í einhveijum samsýningum, en
annars hefur hann ekki verið
mjög virkur á sýningarvettvangi,
það eru líka aðeins fá ár síðan
hann lauk námi _við Myndlista-
og handíðaskóla íslands, en þar
var hann bæði í grafík og málun.
Af þessari sýningu að dæma
hefur brauðstriðið setið í fyrir-
rúmi frá námslokum því að hún
veldur manni nokkrum vonbrigð-
um, og er líkast sem sá sem
hélt á pentskúfnum hafi verið í
tímahraki.
Að vísu má segja að málverk-
in séu máluð undir áhrifum frá
nýbylgjumálverkinu, sem ein-
kenndist af miklum hraða, og
þau eru í góðu lagi gædd út-
hverfu innsæi, en hins vegar
virka þau ekki nægilega kraft-
mikil, og víst er að gerandinn
getur mun betur.
En þijár myndir á sýningunni
skera sig úr, sem eru „Knúsar-
inn“ ,(2), „Kona í hvítum kjól“
(4) og Sjálfsmynd (10). Allt eru
þetta kraftmiklar myndir, eink-
um Kona í hvítum kjól en þær
njóta sín einfaldlega ekki á þes-
um stað, það væri hins vegar
fróðlegt að sjá þessar myndir
innan um aðrar á samsýningu
og það er vissulega til vansæmd-
ar hve fáar viðamiklar samsýn-
ingar eru haldnar hér í borg.
En eitt vekur athygli í sam-
Eitt verka Höskuldar Harrýs, sem sýnir nú í Listhúsinu Úmbru.
bandi við sýninguna og það er
hið einfalda en vel hannaða boðs-
kort og skilst mér að það sé út-
fært í tölvu af listamanninum
sjálfum. Koma hér fram ótvíræð-
ir hæfileikar í grafískri hönnun
og kannski hefur Höskuldur tek-
ið skakkan pól í hæðina. Hins
vegar er myndlistarnám einnig
ágætur undirbúningur fyrir
tölvugrafík og grafíska hönnun
að því leyti, að það skapar víð-
ari yfirsýn og einnig sérstakt
næmi, sem hönnunamám veitir
síður.
En kannski liggur svið Hös-
kuldar helst í tölvulist, en þar
fyrir þarf hann ekki að yfirgefa
málverkið og á ei heldur að gera
það og megi hann mála sem
flestar myndir í ætt við Konu í
hvítum kjól.