Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 49
MORÓUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 49 Opið bréf til mennta- málaráðherra Frá Gunnari Markússyni: sett er í Vancouver. Okkur hálf Hr. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. I gærkvöldi var ég að horfa á fréttir á Stöð 2. Þar var m.a. sýnt frá umræðum á Alþingi um mál Hrafns Gunn- laugssonar. Ég heyrði ekki betur en að þú segðir: „Hafi Hrafn Gunnlaugsson haft fé af Ríkisút- ' varpinu með lagalega eða siðferð- islega vafasömum hætti, þá er það að sjálfsögðu sök útvarpsins.“ Þetta gladdi mig mjög - ekki vegna Hrafns því mér er nákvæm- I lega sama í hvorri Keflavíkinni hann rær. Hér á bæ stendur hinsvegar svo á að kona mín á systur, sem bú- langar til að heimsækja hana, en það kostar þónokkuð meira fé en við höfum handbært í augnablik- inu. Ef ég skryppi nú eitthvert föstu- dagskvöldið hérna niður í Kaupfé- lag og næði þar „með lagalega eða siðferðislega vafasömum hætti“ í það fé sem á vantar, heldurðu að þú mundir ekki hringja fyrir mig í kaupfélagsstjórann og sannfæra hann um að „sökin“ væri hans en ekki mín? Með bestu kveðju. GUNNAR MARKÚSSON, Egilsbraut 9, Þoriákshöfn. VELVAKANDI ÞAKKIRTIL MAGNÚSAR 1 ÉG VARÐ fyrir því óhappi fyrir nokkru að ekið var á bíl- inn minn við Staldrið í Breið- holti. Kom þar að ókunnugur maður og rétti mér nafnspjald- , ið sitt og sagði að ég mætti ' hafa samband ,við sig ef ég þyrfti vitni að árekstrinum. Maðurinn heitir Magnús Guð- jónsson og nafnspjaldið er merkt Mjólkursamsölunni. Núna er ég búin að fá tjónið bætt, en mig langaði að þakka honum þessa hugulsemi. Jónína B. Andrésdóttir LEIÐRÉTTING í ÞÆTTI okkar Halldórs Kjartanssonar um Veiðivötn í Sjónvarpinu 18. apríl sl. var farið rangt með nafn mánns sem bjó um hríð þarna innfrá. I Hann er sagður heita Arin- björn Guðmundsson í þættin- um en rétt nafn hans var Arin- | björn Guðbrandsson (oft nefndur Ampi), fæddur 1816, dáinn 1885. { Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ari Trausti Guðmundsson GÆLUDÝR Kettlingar FJÓRIR sex vikna kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 40043. TAPAÐ/FUNDIÐ Hjólkoppur tapaðist GRÁR hjólkoppur undan Volvo tapaðist frá Birkigrund í Kópa- vogi á leiðinni inn í Voga eða niður í bæ. Finnandi vinsam- lega hafí samband í síma 43446. Týnt hjól GRÁTT Kalkoff reiðhjól með svörtum barnastól aftan á hvarf frá Rjúpufelli fyrir u.þ.b. viku. Hafí einhver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 72041. Hjól í óskilum TVÖ svört reiðhjól eru í óskilum í miðbænum, annað er tvílitt. Upplýsingar í síma 697302. Bíllykill fannst VOLVO-bíllykill fannst við Austurver fyrir u.þ.b. mánuði. Upplýsingar í síma 35169. LEIÐRÉTTIN G AR Lína féll niður í minningargrein um Jóhönnu Guðríði Ellertsdóttur í Morgun- blaðinu á laugardag féll niður lína og raskaði það verulega innihaldi einnar efnisgreinarinnar. Rétt er hún á þessa leið: „Hinn 8. maí 1953* giftist frænka eftirlifandi manni sínum, Finnboga Ólafssyni, sem ættaður er frá Hvammstanga. Frænka og Bogi eignuðust fjögur börn. Þau eru: Helga Ólöf, gift Reyni Gísla Hjaltasyni, þau eiga þrjú börn; Björg Kristín, gift Andr- ési Kristjánssyni, þau eiga þijú börn; Ellert Rúnar, kvæntur Sig- urlínu Ragúels, þau eiga tvo syni, auk þess átti Sigurlína tvö börn áður; Anna, sambýlismaður henn- ar er Smári Steinarsson." Vegna misritunar skal þess einnig getið, að Jóhanna Guðríður fæddist í Lambanesi í Saurbæ 14. septem- ber 1931. Hlutaðeigandi eru inni- lega beðnir velvirðingar á mistök- um þessum. Rangt föðurnafn í tilkynningu í Morgunblaðinu þar sem skýrt var frá nöfnum ferming- arbarna í Hallgrímskirkju, Kirkju heyrnarlausra, sem fermdust sumardaginn fyrsta var rangt far- ið með föðurnafn eins fermingar- barnsins, en hún heitir Sólrún Birna Snæbjörnsdóttir en ekki Björnsdóttir eins og kom fram. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Nemendasamband Verzlunarskóla íslands heldur fagnað fyrir gamla nemendur, sem eiga útskriftar- afmæli Verzlunarskólaprófs, 30. apríl ó Hótel Sögu. Miðar verða seldir hjó VR, Húsi verslunarinnar, dagana 28' 09 29' °pril' Nefndin. Konur og reykingar Opin ráðstefna Krabbameinsfélags Reykjavíkur Ráðstefnan er haldin á Hótel Borg fímmtudaginn 29. apríl - reyklausa daginn - kl. 14:00-17:00. Dagskrá: Kl. 14:00 Afhending gagna. Kl. 14:15 Ráðstefnan sett. Hvernig konum er haldið reykjandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingiskona. Hafa reykingar áhrif á starfsemi húðar og slímhúðar? Rannveig Pálsdóttir, húð-og kynsjúkdómalæknir. Áhrif reykinga á húðina. Guðrún Þorbjarnardóttir, snyrtisérfræðingur. Reykingar á leiksviði. Valgerður Dan, leikkona. Leikarar og reykingar. Súsanna Svavarsdóttir, leiklistargagnrýnandi. Kl. 15:20-15:50 Kaffihlé. Reykingar og fatastfll. Anna Gunnarsdóttir, lista- og fatastílfræðingur. Reykingar og tannheilsa. Einar Ragnarsson, tannlæknir. Hvað getum við gert? Ingileif Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Kl. 17:00 Ráðstefnuslit. Skráning fer fram hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur ísíma 621414. Ráðstefnugjald er 900 kr. og greiðist við innganginn. Innifalin eru ráðstefnugögn og veitingar. Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.