Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
51
Tæki til heimahlynningar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ afhendingu Lionsklúbbsins Baldurs á tælqunum, sem klúbburinn gaf Heimahlynningu krabba-
meinssjúkra. Frá vinstri: Ólafur Johnson, Friðrik Bertelsen, Njáll Símonarson, Ragnar Borg, Finn-
bop Eyjólfsson, Sveinn Sæmundsson, Hermann Ragnar Stefánsson, Othar Örn Petersen, Guðrún
Agnarsdóttir, Bryndís Konráðsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir og Sigrún Magnús-
dóttir.
Heimahlynning krabba-
meinssjúkra fær búnað
LIONSKLÚBBURINN Baldur afhenti Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins ís.l. föstudag tæki, sem auðvelda
eiga krabbameinssjúku fólki að dvelja heima lengur en
ella. Er hér um að ræða tvo fullkomna lyfjaskammtara,
sem eru stöðugt tengdir sjúklingi, færanlegan súrefnis-
gjafa og fullkomin kalltæki fyrir starfsfólk. Verð tækj-
anna eru um 620 þúsund krónur.
í fréttatilkynningu frá Baldri samræmi við markmið Lions-
kemur fram, að klúbburinn er 40 hreyfingarinnar, með því að
ára um þessar mundir. Hann hef- leggja þeim lið sem á hafa þurft
ur lagt sig fram um að starfa í að halda og lagt gott til góðra
mála. Á sjöunda áratugnum skar
Baldur upp herör til eflingar land-
græðslu og hefur m.a. haft land
við Hvítárvatn undir Langjökli og
sýnt þar að græða má landið. Þá
hefur Baldur lagt fjármuni eða
tæki til Styrktarfélags vangef-
inna, Skálatúnsheimilisins, Barn-
aspítala Hringsins, Kumbara-
vogsheimilisins, Hrafnistu og nú
síðast Heimahlynningar krabba-
meinssjúkra.
Gautaborgarvika í Norræna húsinu
Fyrirlestur og kynning á
háskólanámi í Gautaborg
FYRIRLESTUR verður í Norræna húsinu í dag kl. 17 í tengslum
við Gautaborgarviku sem nú stendur yfir í Norræna húsinu.
Það er Bo Ralph prófessor í norrænum málum við háskólann í
Gautaborg sem heldur fyrirlestur og nefnir „Nordiskt sprák -
en bro över Atlanten."
Jazzkvartett
Reykjavíkur
Shorter
í Signr-
jónssafni
TÓNLIST eftir bandaríska
saxófónleikarann og tón-
skáldið Wayne Shorter
hljómar annað kvöld í Sigur-
jónsafni í flutningi Jazz-
kvartetts Reykjavíkur. Flutt
verða verk eftir Shorter frá
1961 til 1969.
Wayne Shorter hefur komið víða
við i jazztónlist og var m.a. einn
af stofnefndum bræðingshljóm-
sveitarinnar Weather Report. Tón-
listin sem flutt verður í Siguijóns-
safni var hins vegar öll samin fyr-
ir þann tíma, meðan Shorter starf-
aði í hljómsveit Art Blakey og með
kvintett Miles Davis. Shorter er
eitt frumiegasta og afkastamesta
tónskáld jazzsögunnar og hefur
tónlist hans ekki heyrst mikið hér
á landi.
Sigurður Flosason saxófónleik-
ari hefur tekið dagskrána saman
og auk hans koma fram félagar
hans í Jazzkvartett Reykjavíkur,
þeir Eyþór Gunnarsson píanóleik-
ari, Tómas R. Einarsson bassaleik-
ari og Einar Scheving trommuleik-
ari. Sérstakur gestur verður hinn
ungi og efnilegi trompetleikari
Veigar Margeirsson.
Shorter
VERK eftir Wayne Shorter frá
1961-’69 verða flutt í Siguijóns-
safni.
Ennfremur verður í dag kl.
10-17 kynning í Háskóla íslands
með námsráðgjöf og upplýsingum
fýrir námsfólk sem hefur áhuga á
námi við Gautaborgarháskóla. Það
er Barbro Ryden Liljegren skrif-
stofustjóri sem annast kynninguna.
Þessi kynning verður endurtekin í
Norræna húsinu á miðvikudag kl.
Háskóla íslands var veittur
styrkur, 10.000 sænskar kr. frá
háskólanum í Gautaborg. Þessi
styrkur er ætlaður námsmanni sem
hyggur á framhaldsnám við Gauta-
borgarháskóla. Það var Kjell A.
Mattsson, landshöfðingi í Gauta-
borgar- og Bóhúsléni, sem afhenti
styrkinn fulltrúa Háskóla íslands,
Gunnlaugi Jónssyni, háskólaritara.
(Fréttatilkynning)
Tölvusýn-
ing á Hót-
el Islandi
APPLE-umboðið heldur sýningu
dagana 28. til 30. apríl í ráð-
stefnusal Hótels íslands á ann-
arri hæð. Sýningin verður opin
alla dagana frá kl. 13-17.
Yfirskrift sýningarinnar er: Mac-
intosh í blönduðu umhverfi og verð-
ur sýndur ýmis tölvubúnaður þar
sem aðaláherslan verður lögð á
tengingu Macintosh-tölva við mis-
munandi tölvukerfi. Má þar nefna
tengingu við Novell og LanManag-
er-netkerfi, AS/400, Vax og UNIX
auk ýmissa fjarvinnslutenginga.
Sýningunni er ætlað að höfða til
umsjónarmanna tölvumála fyrir-
tækja með tilliti til þess að nota
Macintosh-tölvur samhliða öðrum
tölvum fyrirtækjanna.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
(Fréttatilkynning)
Itwrjum (Lyi'
13-17.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
23.-26. apríl
Talsverð ölvun var-um helgina.
Lögreglan þurfti 50 sinnum að
hafa afskipti af ölvuðum einstakl-
ingum, sem ekki kunnu fótum
sínum forráð. Auk þeirra þurfti
að hafa afskipti af 8 ökumönnum
grunuðum um ölvun við akstur.
Fjórir þeirra höfðu lent í umferð-
aróhöppum áður en til þeirra náð-
ist. Líkamsmeiðsl voru í lágmarki,
eða fjögur talsins.
Innbrotin voru hins vegar í há-
marki. Alls var tilkynnt um 16
innbrot, 9 þjófnaði og 19 rúðubrot.
Tilkynnt var um 4 umferðarslys.
Um miðjan dag á föstudag skuilu
saman tvær bifreiðir á Suðurlands-
vegi við Litlu kaffistofuna. Öku-
maður annarrar bifreiðarinnar
missti stjórn á bifreiðinni í krapa
með þeim afleiðingum að hún rann
yfir á rangan vegarhelming og
framan á bifreið sem ekið var úr
gagnstæðri átt. Aðili í annarri bif-
reiðinni festist inni í henni og varð
að kalla á tækjabifreið slökkviliðs-
ins. Flytja varð þrennt á slysa-
deild. Talið var að annar ökumann-
anna hefði rifbeinsbrotnað, hinn
hlotið hálsmeiðsli svo og farþegi.
Um kvöldið var tilkynnt um að
13 ára gamall piltur hefði hlaupið
út á götu frá verslunarmiðstöðinni
við Fjallkonuveg og í veg fyrir bif-
reið, sem ekið var um götuna.
Meiðsli hans reyndust vera minni-
háttar.
Um svipað leyti var tilkynnt um
að bifreið hefði oltið á Suðurlands-
vegi við Sandskeið. Ökumaðurinn
hlaut minniháttar meiðsli. Mikil
hálka var á veginum þegar óhapp-
ið varð.
Undir miðnætti varð árekstur
með strætisvagni og fólksbifreið í
harðaþrengingu á Kleppsvegi. Við
áreksturinn kastaðist fólksbifreið-
in yfir breiða graseyju og út á
Sæbraut þar sem hún lenti á bif-
reið, sem ekið var um götuna.
Flytja þurfti ökumann þeirrar bif-
reiðar á slysadeild.
Um miðjan dag á föstudag var
tilkynnt um lausan eld í sumarbú-
stað við Meðalfellsveg. Þegar lög-
reglan kom á staðinn hafði slökkvi-
lið Kjalarness þegar slökkt eldinn.
Hann hafði kviknað út frá kamínu
og síðan komist í loftstokk.
Skemmdir urðu litlar.
Aðfaranótt sunnudags var bif-
reið ekið á vegg á þvottaplani við
Skógarhlíð. Fimm unglingar sáust
hlaupa frá bifreiðinni, en þau voru
handtekin á hlaupum um Hlíðar-
hverfið skömmu síðar. Flytja þurfti
einn þeirra á slysadeild vegna
meiðsla sem hann hafði hlotið við
áreksturinn. Ökumaðurinn er
grunaður um að hafa verið undir
áhrifum áfengis. Önnur hinna
þriggja óhappa þar sem ökumenn
eru grunaðir um að hafa verið
undir áhrifum áfengis urðu þegar
þeir óku á hluti eða veggi.
Lögreglunni bárust fyrir helgi
upplýsingar um að dómsmálaráð-
herra hefði breytt reglugerð um
sölu og veitingar áfengis daginn
áður. Breytingin er m.a. fólgin í
því að nú er vínveitingaleyfishöfum
heimilt að veita áfengi á tímabilinu
frá kl. 14.30 til kl. 18, en það
hafði verið óheimilt að veita áfengi
á þeim tímum dagsins. Breytingin
skiptir kannski ekki öllu máli held-
ur hitt að ráðherra hafði ekki talið
þörf á að leita umsagnar eða til-
kynna breytinguna þeim, sem dags
daglega fara með eftirlit með að
reglunum sé framfylgt.
—ef þú spilar til að vinna!
| 16.lelkvlka.24. aprfl 1993 |
Nr. Leikur:_________________Röóin:
1. Bragc - Halmstad - X -
2. Dcgerfoss - AIK - - 2
3. HScken - Trelleborg - X -
4. Malmö - Goteborg - - 2
5. Norrkoplng - Frolunda 1 - -
6. örgryte - Helsingborg - - 2
7. öster - örebro 1 - -
8. Birmingham - Tranmere - X -
9. Bristol City - Cambridge - X -
10. MillwaU - Chariton 1 - -
11. Notts County - Swindon - X -
12. Peterborough - Leiccster 13. Portsmouth - Wolves 1 1 ~ -
HeUdarvinningsupphæðin:
135 milljón krónur
13 réttir: 508.980 kr.
12 réttír: 12.460 kr.
11 réttír: [_ 990 kr.
10 réttir: 310 kr.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
671800 ^
MMC GALANT GLSI 4X4 '90, ek. 61
þ., rafm. i öllu o.fl. V. 1200 þús.
\ '
T~
Toyota Hi-Lux Extra Cab '91, ek. 54 þ.,
35“ dekk, álfelaur, 5.71 hlutf. o.fl. V. 1790
þús.
Mazda E-2000 ’89, m/skjólborðum, ek
83 þ., ber 2 tonn, MVSK-bíll“. V. 640 þús.
Toyota Corolla XL '89, 5 dyra, 5 g.t
sjálfsk., ek. 10 þ. á vél. V. 650 þús.
Daihatsu Feroza EL II EFI '90, steingrár,
5 g., ek. 48 þ., 33“ dekk, brettakantar
o.fl. V. 1070 þús., sk. á ód.
Daihatsu Charade TX '91, rauður, 5 g
ek. aðeins 9 þ. V. 620 þús.
M. Benz 190 ’85, blár, sjálfsk., ek. 102
þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1090 þús., sk.
á ód.
M. Benz 190E ’88, hvitur, sjálfsk., ek. 85
þ., álfelgur, sóllúga o.fl. Toppeintak. V.
1890 þús., sk. á ód.
Ford Bronco XL ’87, 5 g., ek. 70 þ.
V. 1050 þús., sk. á ód.
Subaru 1800 GL station ’86, 5 g., mjog
gott eitnak. V. 580 þús.
Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan, brúnsans,
sjálfsk., ek. 16 þ. rafm. i öllu o.fl. V. 890 þ.
Subaru 1800 GL Coupé 87, 5 g., ek. 100
þ. V. 590 þús. stgr.
Nissan KingCap 4x4 m/húsi '91
grár/svartur, 5 g., ek. 34 þ. Toppeintak
(vsk. bíll). V. 1290 þ. stgr.
Ódýrir bílar:
V.W. Golf '84, 5 g., ek. 98 þ. Gott eintak.
V. 280 þús.
Skoda 130 GL '87, uppt. vél o.fl. V. 95 þús
Austin Allegro station '78, óvenju gott
eintak. V. 95 þús.
Fiat Duna 70 Berlina '88, 5 g., ek. aöeins
39 þ. V. 290 þús.
Ford Escort CL ’86, ný skoð. (94), gott
ástand. V. 240 þús. stgr.
Ford Sierra 1,6 GL ’84,5 dyra. V. 270 þús