Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
37
I
I
I
I
I
I
1
I
\
I
ingar úr Iðnó stendur þú, hvíthærð
og hvítklædd, brosandi, Kristín mín.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu Kristínar í
Iðnó.
Hlíf.
Húsfreyjan í Iðnó
Fyrir þá Reykvíkinga, sem sóttu
leiksýningar í gamla Iðnó, er kunn-
uglegt að sjá skrifað um „Iðnó-and-
ann“. Það var sérstakur blær sem
fylgdi þessu gamla, sögulega húsi.
Fyrir okkur sem unnum þar innan-
dyra svo áratugum skipti, líkamn-
aðist andrúmsloft hússins í einni
manneskju. Manneskju sem var þar
vakin og sofín í orðsins fyllstu merk-
inu. Það var hún Kristín í eldhúsinu.
Kristín var fædd að Bollastöðum
í Hraungerðishreppi 2. júní 1897,
eitt 14 systkina. Hún fluttist ung
til Reykjavíkur og vann þar alla tíð
sem starfsstúlka á veitingahúsum,
en lang lengst sinnar starfsævi var
hún forstöðukona eldhússins í Iðnó,
eða um 46 ár.
Kristín bjó alla tíð á loftinu yfir
leikhússalnum og þegar ég var að
bytja árið 1963 hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, var það löngu orðið svo
að Kristín og húsið voru eitt. Með
rólyndi sínu og hlýlegu jafnaðargeði
skapaði Kristín það andrúmsloft
uppi í eldhúsi, í „hringnum" okkar,
að það var ekki ei,ns og við værum
stödd á vinnustað, heldur notalegu
sveitaheimili. Aðrir gengu vaktir
sem unnu í þessu eldhúsi. En ekki
Kristín. Sjálfsagt hefur Jón Árnason
reynt að fá hana Kristínu til þess.
En í minni minningu var hún þarna
öll kvöld, allt árið um kring, tilbúin
að gera okkur eitthvað til góða.
Eina viku á sumri fór hún gjarnan
í heimsókn austur í gömlu sveitina
sína. En að viku liðinni var hún
komin aftur í hvíta sloppinn og byrj-
uð að smyija fyrir okkur leikaraliðið
maltbrauð með steik eða hangikjöti,
eða þá ristað brauð með osti.
Það væri synd að segja að hún
Kristín okkar hafi verið að hlaupa
eftir hvaða duttlungum sem tíðar-
andinn heimtaði á hveijum tíma.
Einhveijar tiktúrur í matargerðar-
list og nýtísku skyndiréttir, það var
ekki hennar stfll. í eldhúsinu í Iðnó
gat maður alltaf gengið að traustum
og góðum matseðli, sem var búinn
að festa sig í sessi með hefðinni,
íslenskum mat.
Kristín hafði tileinkað sér sinn
stíl á kreppuárunum, þegar fólk
lærði að fara vel með. Hún var höfð-
ingi sem var hlaupandi um allt hús-
ið að bjóða manni aukasopa með
meðlæti, ef hún vissi af manni inn-
andyra að vinna frameftir, en að
bijóta gamlar hefðir, sem tilheyrðu
þessu eldhúsi, var ekki heiglum
hent. Ég held að hún Kristín hafí
hætt að setja „export“ út í kaffíð í
Iðnó daginn sem hætt var að fram-
leiða það. Hún var ekki að spara
fyrir sig, heldur húsið, sem var líf
hennar og sál. Mér fannst alltaf
jafn notalegt að koma eins og inn
í gamlan tíma úr ysi miðbæjarins
og setjast við „hringinn“ hjá henni
Kristínu. Og það var einhver örugg-
ur punktur að vita að hún var þarna
alltaf til staðar.
Við borgarfólk hættum gjarnan
okkar starfsdegi þegar við erum
komin á ákveðinn aldur. Gamlar
konur í sveitum hætta ekki í eldhús-
inu sínu nema að annað hvort sé
búið að vera, eldhúsið eða þær.
Þannig var með Kristínu og Iðnó.
Þega hún var orðin níutíu og tveggja
ára — þá hætti hún í Iðnó.
Það er táknrænt að hún Kristín
skyldi fæðast sama ár og Iðnó var
þyggt og Leikfélag Reykjavíkur var
stofnað, svo samofin var hún þessu
húsi og þessu félagi. Ég vona, að
þegar húsið verður orðið hundrað
ára, hafi það verið endurbyggt og
við munum ganga þar inn, kannast
við gamla Iðnóandann og þá vitum
við líka að hún Kristín mun svífa
þar yfir vötnunum.
Fyrir hönd Leikfélags Reykjavík-
ur votta ég aðstandendum hennar
samúð okkar. Við þökkum fyrir
okkur.
Kjartan Ragnarsson, formað-
ur Leikfélags Reykjavíkur.
Föðursystir okkar, Kristín Krist-
jánsdóttir, Iést á öldrunardeild
Landspítalans hinn 16. apríl síðast-
Iiðinn. Okkur langar í örfáum orðum
að minnast þessarar góðu konu sem
við héldum svo mikið upp á. Efst í
huga okkar er þakklæti fyrir allt
sem hún var okkur og öllum sínum
ættingjum og vinum.
Stína frænka, eins og við kölluð-
um hana alltaf, fæddist á Bollastöð-
um í Hraungerðishreppi 2. júní
1897. Foreldrar hannar voru Guð-
rún Gísladóttir og Kristján Þorvalds-
son sem þar bjuggu á árunum
1886-1917. Var hún fimmta í hópi
fjórtán systkina. Tíu þeirra náðu
fullorðinsaldri, en nú eru þau öll
horfín yfir móðuna miklu.
Erfið hafa kjör ömmu og afa
verið, því að þegar Stína var fímm
ára að aldri var hún send í fóstur
að Skeggjastöðum í sömu sveit, til
hjónanna Guðrúnar Bjamhéðins-
dóttur og Jóns Guðmundssonar, og
ólst hún þar upp. Mikið dálæti hafði
hún á fjölskyldunni á Skeggjastöð-
um og mat hún hana til jafns við
sína eigin.
Um tvítugsaldur fór hún alfarin
að heiman og vann upp frá því við
hótel- og veitingastörf, síðustu
fjörutíu og sex starfsárin hjá Leik-
félagi Reykjavíkur sem matráðs-
kona í Iðnó. Stína var ógift og átti
ekki börn, en við systkinin á Vind-
ási nutum þess hve barngóð hún
var og ekki liðu nokkur einustu jól
án þess að það kæmi sending frá
henni. Við minnumst þess hve mikil
tilhlökkun það var þegar von var á
frænku i heimsókn. Alltaf dvaldi
hún hjá okkur í sveitinni í sumarfrí-
inu sínu og gekk þá til verka eins
og hún væri heima hjá sér. Það var
gaman að fara með henni út á tún
að raka og aðdáunarvert hve hreinn
teigurinn var þar sem hún hafði
verið að verki. Þegar gengið var
heim af túni greip hún gjaman á
hrífuhausinn tuggu sem slæðst
hafði og bar inn í hlöðu og sagði
þá að þetta væri þó einu sinni upp
í lambið. Okkur fannst líka gott að
vinna með henni, því að hún var
alltaf jákvæð og góðlynd og skipti
ekki skapi þótt við værum óþæg eða
löt.
Stína var söngelsk og söng í
kirkjukór Hraungerðiskirkju meðan
hún bjó í Flóanum. Bókhneigð var
hún og átti gott bókasafn og naut
þess vel þegar tóm gafst til. Bjart
og glaðlegt yfirbragð, góðsemi og
gestrisni einkenndi Stínu frænku.
Það er ómetanlegt að eiga minning-
arnar um hana og þær munum við
geyma I hjörtum okkar um ókomin
ár. Hjartans kveðjur og þakkir frá
móður okkar og fjölskyldum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Kristínar
Kristjánsdóttur.
Vilborg, Kristján,
Margrét, Valmundur,
Kristín og Helga.
ChuXAJih
pallhús
Vorum að fá nýja sendingu af
SHADOW CRUISER
pallhúsum.
PALLHÚS SF
Borgartún 22 - S: 61 0450
Armúla 34 - S: 37730
Hrafnhildur Jóns
dóttir — Minning
Fædd 1. júní 1972
Dáin 18. apríl 1992
Það er margt sem kemur upp i
hugann þegar falleg stúlka kveður
okkur á svo skjótan hátt eins og
Hrafnhildur, eða Hrabba eins og
hún var alltaf kölluð. Hrabba var
alla tíð dugleg og góð stúlka sem
oft hjálpaði ömmu löngu. Það virt-
ist sem hún hefði alltaf tíma fyrir
allt og alla, og allt sýndist leika í
höndum hennar.
Hrabba stundaði nám í Verk-
menntaskólanum á Akureyri og
hefði útskrifað sem stúdent vorið
1994. Oft hitti ég Hröbbu þegar
hún kom á Krókinn um helgar, því
að hún var mikið hjá ömmu sinni
og afa og var þeim afar hjálpsöm
og góð. Þetta örlagaríka kvöld var
fjölskyldan komin saman í matar-
boð hjá Önnu og Gumma. Þá birtist
Hrabba allt í einu með sitt bjarta
og fallega bros. Var það í síðasta
skipti sem við sáum Hröbbu.
Élsku Hrabba mín, bestu þakkir
fyrir allar þær góðu og skemmtilegu
samverustundir sem við áttum sam-
an.
Drottinn vakir, drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann í burtu fer.
Drottinn elskar, - drottinn vakir
daga og nætur yfír þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar - drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Elsku Önnu minni, Gumma,
Hjalta, Kristínu og Kalla, Kiddu og
Hjalta, Jóni föður Hröbbu og fjöl-
skyldu hans, vil ég senda mínar
innilegustu samúðarkveðju og bið
góðan Guð að styrkja ykkur á þess-
ari erfiðu sorgarstundu.
Þín langamma,
Sigurbjörg Ögmundsdóttir.
Jón Friðrik Odds-
son — Minning
Fæddur 27. september 1928
Dáinn 20. apríl 1993
Afi okkar, Jón Friðrik Oddsson,
er dáinn. Okkur langar til að minn-
ast hans með nokkrum orðum.
Þegar við hugsum til hans og
þeirra stunda sem við áttum með
honum á heimili hans í Hveragerði
nú síðustu árin, minnumst við
einna helst þess hve hann var allt-
af hress og léttur í lund þó að
hann ætti við veikindi að stríða.
Við gátum alltaf hlegið með hon-
um, okkur fannst hann fyndinn og
skemmmtilegur.
Stundum teiknuðu við myndir
saman og þá teiknuðum við oft
myndir af honum, þær komu oft
skemmtilega út og þá hlógum við
saman að þeim. Afi fór oft með
okkur út í búð, gaf okkur ís og
stakk upp í okkur góðum mola.
Okkur þótti vænt um hann og
munum sakna hans mikið. Við
vonum að honum líði vel hjá Guði
og biðjum góðan guð að styrkja
ömmu í þessari miklu sorg. Við
kveðjum hann með þessari bæn.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu 'hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
VESTURVOR-KOPAVOGI
(L.E.K.)
Alma og Thelma.
ÁgLJtíM
kartoSíuótsæðí
Hjá okkur færðu allar tegundir af
útsæðiskartöflum í hentugum
umbúðum. Auk þess seljum við
ýmsar tegundir af garðáburði.
Vétkomm tít okkar!
/
Utsæðissalan Framtíðarhúsinu
Faxafeni 10
Sími 91- 68 16 00
Opið laugardaga frá kl. 10 - 14