Morgunblaðið - 07.05.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
Softis dregur til
baka sölu á hluta
af hlutabréfunum
SOFTIS hf. hefur dregið til baka sölu á hlutabréfum fyrir um 900
þúsund krónur af þeim bréfum sem auglýst voru til sölu í sl. viku en
það voru bréf fyrir 1,2 milljónir króna. Reglur kveða á um að ef hluta-
fjáraukning er yfir 10 milljónir króna að söluverði og hluthafar eru
fleiri en finmitíu þá er nauðsynlegt að vera með annað hvort formlegt
útboð eða þá að sótt er um undanþágu frá því til Verðbréfaþings Is-
lands. Þeim formsregium var ekki fylgt eftir í útboði Softis. Forráða-
menn Softis töldu að útboðið félli ekki þar undir, þar sem fyrirtækið
var einungis að selja til sinna hluthafa. Forráðamenn Softis munu útbúa
þau gögn sem þarf til og hefja ef til vill aftur sölu bréfanna að þvi loknu.
Að sögn Jóhanns P. Malmquist
stjómarformanns Softis urðu þau
hlutabréf, sem þegar hafa verið seld
og þær rúmu 100 þúsund krónur
sem eftir eru í sölu, til áður en hlut-
hafar urðu 50 og voru þau þyí gef-
in út með réttum formsatriðum.
í bréfi sem bankaeftirlitið sendi
Softis í gær segir m.a.: „Að mati
bankaeftirlitsins bar að fylgja regl-
um um gerð útboðsgagna vegna
almennra útboða markaðsverðbréfa
o.fl. við útgáfu og sölu nýs hlutafjár
í Softis hf. sem ákveðið var á aðal-
fundi félagsins 14. október 1992 . ..
Samkvæmt fýrirliggjandi upplýs-
ingum hefur þessa hins vegar ekki
verið gætt. I þeim efnum skiptir
ekki máli þótt einungis hluthöfum
hafi verið gefinn kostur á að kaupa
hlutabréfin áður en þau voru boðin
öðmm til kaups.“
Útboðsgögn útbúin
Jafnframt segir í bréfinu að
bankaeftirlitið beini þeim „tilmælum
til Softis hf. að útbúin verði útboðs-
gögn í samræmi við nefndar reglur
Seðlabanka íslands og þau send
hluthöfum félagsins. Eintak útþoðs-
gagna óskast jafnframt sent banka-
eftirlitinu. Þau hlutabréf sem enn
kunna að vera óseld úr útboði verði
ekki boðin hluthöfum til sölu fytr
en að uppfylltum skilyrðum um út-
boðsgögn. Jafnframt beinir banka-
eftirlitið þeim eindregnu tilmælum
til forráðamanna Softis hf. að fram-
vegis verði fylgt settum reglum við
almenn útboð markaðsverðbréfa á
vegum félagins."
Afvelta bor
Morgunblaðið/Muggur
EFTIR óhappið á Reykjanesbraut var hafíst handa við að koma bornum aftur upp á flutningabílinn.
Umferðartafir á Reykjanesbraut í klukkustund í gær
Bor valt af flutningabíl
UMFERÐ um Reykjanesbraut
tafðist í um klukkustund skömmu
eftir hádegið í gær er bor vait
þar af flutningabíl. Óhappið átti
sér stað við afleggjarann til
Grindavíkur en verið var að
flytja borinn þangað frá Kefla-
víkurflugvelli.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
virðast festingar hafa losnað af
bomum sem er á beltum og í eigu
Islenskra aðalverktaka. Við óhappið
brotnaði önnur borstöngin og loft-
pressa áföst bomum skemmdist
nokkuð. Engin slys urðu á fólki og
eignatjón er ekki verulegt.
Strax var hafist handa við að
koma bornum aftur á flutningsbfl-
inn en það tók um klukkustund og
á meðan tafðist umferðin um braut-
ina á þessum stað.
Kostar 9%
meira að
rekabílinn
BÍLAR sem Félag íslenskra
bifreiðaeigenda hefur haft
til viðmiðunar við útreikn-
inga á rekstrarkostnaði
fólksbíla hafa hækkað að
meðaltali um 12% frá apríl
á síðasta ári. Á sama tíma
hækkaði bensín um 16% frá
fyrra ári fram til 5. maí sl.,
en um rúm 17% fram tií
þessa dags. Hækkun á
rekstrarkostnaði heimilis-
bílsins er að meðaltali um
7-9%.
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, sagði að
örlftil meðaltalslækkun hefði
orðið á bílatryggingum og það
væri óvefengjanlega áhrif frá
komu Skandia-tryggingafé-
lagsins inn á markaðinn.
Verð á hjólbörðum, vara-
hlutum og viðgerðarþjónustu
stendur í stað milli ára, en
bensínverð og verð á bflum
hefur hækkað verulega.
í útreikningum FÍB kemur
fram að það kostar á bilinu
435-600 þúsund krónur á ári
að eiga og reka fólksbíl af
árgerð 1993.
Sjá C-12: „Það kostar
435-600 þúsund á ári...“
Friðrik Pálsson forstjóri á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
Þurfum aukið erlent fé
til atvinnuuppbyggingar
Annarra kosta en gengisfellingar líklega ekki völ, sagði Jón Ingvarsson
MEIRA erlent fjármagn til atvinnuuppbyggingar hér á landi í sam-
vinnu við Islendinga og leiðrétting á gengi var meðal þess sem for-
ystumenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lögðu áherslu á í ræðum
sínum á aðalfundi SH, sem hófst í gær. Hagnaður SH og dótturfyrir-
tækja nam 176 milljónum króna í fyrra á móti 169 milljónum króna
árið áður.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
sagði að Islendingar yrðu að auka
erlend samskipti, sem væru til þess
fallin að skapa nýjar hugmyndir og
ný tækifæri. Hingað þyrfti að ná
meira erlendu fjármagni til aukinn-
ar atvinnuuppbyggingar með ís-
lendingum. „Þau sárafáu fýrirtæki,
sem eitthvað mega sín, þurfa að
taka höndum saman og stofna til
samstarfs um að hasla sér völl í
viðskiptum, sem geta aukið starf-
semi erlendis og/eða dregið frekari
starfsemi til landsins, sagði Friðrik.
Gengisleiðrétting
Jón Ingvarsson, formaður stjóm-
ar SH, gerði gengismálin að umtals-
efni. Hann sagði að gengisfelling
hlyti alltaf að vera neyðarúrræði,
en líklega væri nú ekki annarra
kosta völ. „Þegar verðhrun á sjávar-
afurðum og aflasamdráttur valda
slíkum tekjusamdrætti í sjávarút-
vegi og að til fjölda gjaldþrota horf-
ir í atvinnulífi landsmanna, fæ ég
ekki séð hvemig hægt sé að ná
jafnvægi milli tekna og gjalda nema
með gengisleiðréttingu," sagði Jón
Ingvarsson stjómarformaður SH.
Friðrik Pálsson talaði einnig um
gengismálin: „A meðan aðrar þjóðir
og það stórþjóðir fella gengi gjald-
miðla sinna svo um munar, m.a. til
að styrkja útflutningsstarfsemi sína
og leggja í mjög vaxandi mæli
áherslu á miiliríkjaviðskipti, búum
við einhvers konar æðri markaðsbú-
skap, þar sem lögmálið um framboð
og eftirspum eftir gjaldeyri á ekki
við og við virðumst jafnvel halda,
að hátt skráð gengi krónunnar hafi
ekkert með það að gera, hversu illa
okkur gengur að skapa nýjar út-
flutningsgreinar og auknar útflutn-
ingstekjur," sagði Friðrik Pálsson.
SH flutti í fýrra út sjávarafurðir
að verðmæti 17,5 milljarðar króna.
Af fýrirtækjum innan SH var mest
framleitt hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyringa hf. eða rúm 10 þúsund tonn
að verðmæti rúmir tveir milljarðar.
Sjá bls. 14-15: Aðalfundur SH.
Mikil andstaða kaupmanna við þjónustugjald af nýju debetkortunum
Verslanir hvattar til að
semja ekki um kortin
KAUPMANNASAMTOK Islands
hafa sent bréf til smásöluverslana
þar sem þær eru hvattar til að
gera ekki samning einslega við
í dag
Orri snýr aftur
Glæsihesturinn Orri frá Þúfu kem-
ur fram í Reiðhöllinni eftir tveggja
ára frí frá sýningvm 13
Kapitalisk paradís
Nýkjörinn þrítugur forseti rúss-
neska sjálfstjómarlýðveldisins Kal-
mykíu boðar kapítalíska paradís 22
Óvænt sending
Páll Stefánsson ljósmyndari var
valinn til að prófa nýja gerð af
Leicu til prófunar áður en mynda-
vélin verður sett á markað 38
illiií&i
lÉÍLÍX
>4 ,
1*)
1 * ' W Í* i ll§^Íj|llɧ§
[ FininUtu og tveir irif\
[ msi» umírrúarvOísla ug £
Leiðari
Vamariiðið og öryggi Islands 24
Fasteignir
► Sumarbústaðir - Húsbréfalán
eftir landshlutum - Nýjar íbúðir
í Setbergshlíð - Innanstokks og
utan
Daglegt líf
► Erum við að ala upp karlremb-
ur? -1 Namibíu - kynlíf við kvill-
um - Reynsluakstur Ford Escort
- Rekstrarkostnaður fólksbíla -
Ibsen-safn í Osló - íshestar
kortafyrirtækin um debetkort.
Samtökin hafa haft forystu um
samstöðu smásöluverslunar
vegna samninga við bankana og
greiðslukortafyrirtækin um þetta
mál. Hefur nefnd úr hópi kaup-
manna verið skipuð til viðræðna
við bankana og segir í bréfi sam-
takanna að það sé „álit allra að
verslunin eigi ekki að greiða þjón-
ustugjald fyrir þessa þjónustu".
Fyrirhugað er að að nota svonefnd
Pos-tæki fyrir debetkort en þau eru
nú víða notuð í kreditkortaviðskipt-
um. í bréfi Kaupmannasamtakanna
kemur fram að borist hafi upplýs-
ingar um að bankarnir ætli að krefja
verslunina um þóknun fyrir að taka
á móti þessum greiðslum. Fregnir
hafi borist af því að hugmyndir séu
um þjónustugjald sem nemi um helm-
ingi af gjaldi því sem verslunin greið-
ir nú af kreditkortunum.
Hvorki bankarnir né kortafyrir-
tækin hafa haft frumkvæði að við-
ræðum við samtök kaupmanna um
málið. Samninganefnd kaupmanna
hefur fengið til fundar við sig starfs-
mann RÁS-nefndar, sem unnið hefur
að undirbúningi á upptöku debet-
korta, og forstjóra kortafyrirtækj-
anna. Á þeim fundi reyndust þeir
ekki tilbúnir til að ræða um þjónustu-
gjald, að því er fram kemur.
Samkeppnisráð fylgist með
Þetta mál var til umræðu á aðal-
fundi Kaupmannasamtakanna í gær.
Deildu sumir fundarmenn hart á all-
ar hugmyndir um þjónustugjald af
debetkortum. Úlfar Ágústsson,
kaupmaður á ísafirði, kvaðst raunar
telja að bankamir ættu fremur að
greiða kaupmönnum fyrir að færa
greiðslur frá verslunum inn í banka-
kerfið. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, var á fundinum m.a. spurður
álits á réttmæti þjónustugjalda af
debetkortum. „Mér finnst alveg ein-
sýnt að kaupmenn muni þurfa að
bera einhvem kostnað af því sem
hefur verið kallað staðgreiðslukort,"
sagði ráðherra. Hann kvaðst hins
vegar telja óeðlilegt að hagræðingin
sem með þessu fengist í bankakerf-
inu félli með öllu bönkunum í skaut.
Einmitt vegna fákeppni á þessum
markaði væri greinilega nauðsynlegt
að Samkeppnisráð og Samkeppnis-
stofnun fylgdust með þessu máli.