Morgunblaðið - 07.05.1993, Side 10

Morgunblaðið - 07.05.1993, Side 10
Ml MORGÚNBLAÐIÖ FÖSTUDAGUR 7. MAf Í993 Kór Laugarneskirkju. Tónleikar Kórs Laugameskirkju KÓR Laugarneskirkju heldur árlega vortónleika laugardaginn 8. maí kl. 17.00 í Laugarnes- kirkju. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. verða flutt verk frá endurreisnar- tímabilinu eftir Palestrina, Gallus, De Victoria, Perti og Mozart og rómantísk verk eftir Mendelsohn, Bramhs og Duruflé. Þá flytur kórinn einnig negra- sálma. Laugardaginn 15. maí heldur kórinn tónleika í Skálholtskirkju. Stjórnandi kórsins er Ronald Turner. Morgunblaðið/Þorkell Helgi Þ. Svavarsson, Óskar Einarsson, Arnþrúður Lilja Þorbjörnsdótt- ir og Jón Guðmundsson. Á myndina vantar Eiinu Gunnlaugsdóttur. Níu tónverk fimm höfunda frumflutt TÓNLEIKAR tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir föstudaginn 7. maí klukkan 20.30 í Bústaða- kirkju. Þar verða fluttar níu nýsmíðar eftir fimm höfunda sem allir utan einn eru nemendur tónfræðadeildar skólans. Kór Stykkis- hólmskirkju 50 ára KÓR Stykkishólmskirkju er 50 ára um þessar mundir. Af því tilefni heldur kórinn tónleika í Stykkishólmskirlqu laugardaginn 8. maí kl. 17. A efnisskrá eru m.a. Messa eftir Schubert, lög úr Fiðlaranum á þakinu, lög eftir Jón Nordal,' Sigfús Halldórsson, Frans Lehar o.fl. Fjöldi hljóðfæraleikara kem- ur fram með kórnum, einnig bamakór og félagar úr kórum nágrannabyggðanna. (Fréttatilkynning) Myndlistar- sýning Soffíu frá Bjargi SOFFÍA Þorkelsdóttir frá Bjargi opnar sýningu á verkum sínum að Óldugötu 15, félagsheimili Geðhjálp- ar, klukkan 13 þann 8. maí n.k. Flest verkin á sýningunni eru blý- antsteikningar, en einnig eru nokkr- ar vatnslita- og akrylmyndir. Sýning Soffíu verður opinn alla daga e.h. næstu tvær til þijár vikurnar. Tónverkin eru afrakstur vetrar- starfsins í tónfræðadeild, en tón- smíðar eru þar valfag ér nýtur þeirra vinsælda, að nær allir nem- endur deildarinnar fyrr og síðar hafa kosið sér þær að höfuðvið- fangsefni. Verkin sem flutt verða em: Tvö smáverk fyrir málmblásara eftir Helga Þ. Svavarsson; Tilbrigði við Þorlákstíðir eftir Óskar Einarsson; Söknuður fyrir söngtríó og litla hljómsveit eftir Amþrúði Lilju Þor- björnsdóttur við samnefnt ljóð Jó- hanns Jónssonar; Flautufuglinn fyrir blokkflautukvartett eftir Elínu Gunnlaugsdóttur; tvö verk eftir Jón Guðmundsson, Nýheiðin dans- og skemmtitónlist í anda vopnfirskrar vitfirringar fyrir þijá gítara og Strengjakvörtun hin fyrsta fyrir strengjakvartett; auk þessa verða flutt þijú stutt raftónverk eftir þau Helga, Arnþrúði og Jón. Flytjendur á tónleikunum eru nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík auk nokkurra atvinnu- manna, stjórnendur Bernhard Wilk- inson og Helgi Þ. Svavarsson. Elín Gunnlaugsdóttir, einn þeirra höfunda sem eiga verk á tónleikun- um, útskrifast með lokapróf í tón- smíðum úr tónfræðadeild Tónlistar- skólans nú í vor. Lokaverkefni hennar er tónverk fyrir hljómsveit sem hún kallar Myndir af hafínu. Mun hljómsveit skólans flytja það næsta haust. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Táknrænar vísanir ________IVIyndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Málarinn Daði Guðbjörnsson fer ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni, heldur anar áfram í nær stjórnlausum pataldri við form og inntak myndlistarinnar. Daði sótti sitt listræna uppeldi á hugmyndafræðilegu sviði, en upp- götvaði að hin einangraða tilbúna hugmyndafræði var einungis ein kreddan í viðbót, eitt lítið innskot í umræðu núlista og snéri sér því að málverkinu. Menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar hefur boðið listamanninum að sýna mynd- verk sín í vestri sal Kjarvalsstaða, og þar getur að líta mikinh fjölda málverka frá síðustu árum, er bregða ljósi á margræða innri tog- streitu milli málverks og hug- myndafræði. Fari maður að hugsa um þróun- ina án leiðsagnar sjálfskipaðra eða löggiltra forsjárhyggjumanna, kemst maður fyrr eða síðar að þeirri merkilegu niðurstöðu, að nútíma- listin hófst ekki með hinum svo- nefnda og margtuggna „modern- isma“. Heldur er hér um að ræða rökræðu sem staðið hefur yfir frá dögum fom Grikkja. Allar fullyrð- ingar um annað hljóta að vera markleysa, því að margt af vísdómi fornaldarinnar eru burðarstoðir og kjölfesta vestrænnar menningar enn þann dag í dag. Stílbrigðin tóku út þróun sína um aldir og það línurit, er auðlesið frá upphafi. Nýir tímar, er orsökuðu kaflaskil í sögunni mörkuðust af endurfæðingu eða endurreisn („rin- ascimento") eða kannski réttara uppstokkun fyrri gilda. Og þegar þess er gætt að fæðingarhríðarnar hófust fyrir sex hundruð árum, (um 1390), og lok tímabilsins markaðist í byijun sextándu aldar með and- láti tveggja höfuðsnillinga, þeirra Leonardos (1519) og Rafaels (1520), má vera ljóst að ekki var um hugljómun listhöndlara né mey- fæðingu að ræða. Hér var öllu held- ur að menn snéru sér til fomaldar- innar og endurvöktu gildi hennar um leið og þeir endurnýjuðu þau í ljósi nýrra tíma. Meistarar „Trec- ento“ tlmabilsins einkum Giotto mddu nýjum hugmyndum braut og vinirnir Bmnelleschi, Donatello og Ghiberti, sem voru sitt á hvað og allt í senn gullsmiðir, myndhöggv- arar og húsameistarar, þróuðu þær áfram ásamt fleirum. Þeir og þá einkum Bruneschelli uppgötvuðu miðjufjarvíddina, rýmis- og himna- fjarvíddina auk þess sem hlutfalla- samræmið í mannslíkamanum er forn Grikkir dýrkuðu var tekið upp og yfirfært á öll svið sjónlista tím- anna hús, höggmyndalist, málverk skipulag... Ghiberti leitaði einkum til spor- göngumanna hins merkilega Lysippos frá Sikyon, sem uppi var á 4. öld fyrir Krists burð er mark- aði hnignun klassísku iistarinnar, en sem endurnýjaðist í Hellenis- manum eða síðgríska tímabilinu „et di capo rinaque". Miðjufjarvíddin kom svo loks í málverkið 1427 í freskómálverki Masaccio í S. Maria Novella kirkj- unni í Flórenz. Að halda er svo er komið, að menn geti rifið gróin gildi niður á nokkurra ára fresti og byggt allt upp aftur eftir eigin höfði hlýtur að vera mikill misskilningur, og í ætt við heimsendakenningar ofsa- trúarleiðtoga, sem hiklaust ganga út í opinn dauðann og taka helst allan söfnuð sinn með um leið. Og hafa slíkar harmsögur ekki um sumt svip af listhópum, sem vilja frelsa heiminn og eru hinir einu handhafar stórasannleika? Þeir hafa það í öllu falli sameiginlegt, að þeir sem eru fyrir utan túngarð- inn eru óhreinir og ber að forðast þá sem kaunum slegið fólk, úrelt myglað og gelt. Ekki þarf svo að líta marga ára- tugi aftur til að uppgötva, að hver kynslóðin af annarri hefur rifið nið- ur stópsannleik fyrirrennaranna. En nú eru listamenn aftur komnir á bólakaf í fortíðina og hafa jafn- vel leitað á vit goðafræðinnar. Reynslan hefur líka sýnt að þessi hraða uppstokkun nær engri átt. Daði Guðbjörnsson er einn af þeim er leyfðu sér að efast um hið guðdómlega og óskeikula í hug- myndafræði áttunda áratugarins og fór að mála með sígildu miðlunum, en gleymdi þó ekki fræðunum með öllu. Og auðvitað fannst ýmsum fyrri samheijum hann vera óhreinn og bijóstumkennanlegur um leið. Einkenni listar Daða eru fyrst og fremst hvers konar formrænar vísanir til myndlistar nútíðar sem fortíðar, og hver mynd getur verið sem uppstokkun margra gilda. I öllu falli virka sum málverka hans eins og slagur á milli ólíkra formein- inga svo og blíðra sem hvellra lita- samhljóma, þar sem allt getur verið í einni bendu þannig að skoðandinn stendur sem ráðþrota og grípi um höfuð sér. Vel málaður og mjúkur form- rænn stígandi er rofinn af hörðu og freku formi, sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og virkar sem högg undir bringspalir eða „solar plexus“ eins og það heit- ir á máli hinnar fögru sjálfsvarnar- UM HELGINA Tónlist Nútímatónlist á Kjarvalsstöðum 9. maí verða haldnir á Kjarvalsstöð- um tónleikar með verkum Ríkharðs H. Friðrikssonar. Tónleikar þessir eru hluti af tónleikaröð sem Kjarvalsstaðir hafa staðið fýrir í vetur til kynningar á ungum íslenskum tónskáldum. Flytj- endur verða Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona, Guðni Franszon klarinettu- leikari, Monica Abendrodt hörpuleikari og Caput-hópurinn. Einnig verða flutt verk fyrir segulband og sjálfspilandi píanó. Ríkharður H. Friðriksson hefur lagt stund á tónsmíðar í Reykjavík, New York, Siena og Haag. Tónleikarnir verða haldnir eins og áður sagði, sunnudaginn 9. maí og hefjast klukkan 20.30. Aðgangseyrir er krónur 300. Röð vortónleika hefst um helgina Fyrstu vortónleikar Tónlistarskól- ans í Keflavík verða haldnir í sai skól- ans á morgun laugardaginn 8. maí klukkan 13 og 15. Á þessum tónleikum koma yngri og styttra komnir nemend- ur fram og leika á ýmis hljóðfæri. Sunudaginn 9. maí verða tónleikar á sama stað og hefjast þeir klukkan 16. Þar koma fram nemendur í 3. og 4. stigi námsins þ.e. nemendur sem komnir eru vel af byijendastiginu. Á öllum þessum tónleikum mun foreldra- félag Lúðrasveitarinnar verða með kaffisölu í skólanum. Miðvikudags- og fímmtudagskvöld- ið í næstu viku þ. 12. og 13. maí verða svo tónleikar eldri og lengst komnu nemendanna einnig í sal skólans og hefjast þeir klukkan 20.30. Föstudagskvöldið 14. maí verða hljómsveitartónleikar skólans í Félags- bíói. Þar munu yngri og eldri lúðra- sveitir koma fram ásamt strengja- sveit. Hefjast tónleikarnir klukkan 20.30. Laugardaginn 15. maí fara svo fram skólaslit, að þessu sinni í Félagsbíói. Þar munu nokkrir hópar koma fram s.s. barnakór, hópur Suzuki nemenda og 17 af elstu og lengst komnu nem- endunum munu flytja mjög frumlegt verk eftir Stockhausen. Meðal annars verður spilað á blásturshljóðfæri í bala og fleira óvenjulegt. Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Kammertónleikar á Sólon Islandus Kamrnertónleikar verða haldnir á Sólon íslandus sunnudaginn 9. maí klukkan 17. Fram koma Auður Haf- steinsdóttir fiðla, Lisa Ponton lágfiðla, Richard Talkowsky selló, Richard Kom bassi, Einar Jóhannesson klari- nett, Jósef Ognibene horn, Bijánn Ingason fagott fg Steef van Oosterho- ut slagverk. Leikin verða: „Till Eu- lenspiegel - Einmai anders" (Grot- esque musicale) eftir Richard Strauss í umritun Franz Hascnöhrl, „Tilbrigði fyrir 4 trommur og lágfiðlu" eftir Michael Colgrass og „Septett í B-dúr“ eftir Franz Berwald. Tónleikar Tónlistar- skóla Garðabæjar Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar standa nú yfir. í kvöld klukkan 19 verða tónleikar í Kirkju- hvoli þar sem fjöldi nemenda leika m.a. verk eftir Bach, Rameau, Couper- in, Purcell, Bonancini, Mozart, Schub- ert, Liszt, Grieg, Poulenc, Bartók, Hindemith og Hjálmar H. Ragnarsson. Leikið verður á píanó, fiðlur, selló, blokkflautur, gítar, þverfautur, klari- nett og trompett. Mánudaginn 10. maí klukkan 19.30 verða hljómsveitartónleikar í Kirkju- hvoli. Þar koma fram þijár blásarasve- itir skólans undir stjórn Edwards J. Frederiksens og strengjasveit undir stjórn Andrzejs Kleinas. M.a. verður fluttur píanókonsert í d-moll eftir Bach og leikur Gunnlaugur Þór Briem einleik í konsertinum. Miðvikudaginn 12. maí klukkan 18 sýna forskóladeildir söngleikinn óla Lokbrá undir stjórn Guðrúnar Ás- björnsdóttur. Fimmtudaginn 13. maí klukkan 20 halda söngnemendur Si- eglinde Kahmann tónleika í Kirkju- hvoli þar sem flutt verða ljóð og óperu- aríur eftir innlenda og erlenda höf- unda. Föstudaginn 14. maí klukkan Jóhanna Bogadóttir. Valgerður Bergsdóttir 20 enda svo söngnemendur Snæbjarg- ar Snæbjarnardóttur þessa tónleika- hrinu með ljóða og aríusöng. Allir tónleikarnir verða I Kirkju- hvoli og er aðgangur ókeypis. Vortónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar Þessa dagana standa yfir vortón- leikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og þegar hafa verið haldnir tvennir tón- leikar, þ.e. tónleikar skólalúðrasveita skólans og tónleikar forskólans. 1 dag, föstudaginn 7. maí, verða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.