Morgunblaðið - 07.05.1993, Page 11
MOKGUNBIiADH) FÖSTUDAGU.R ft^AÍ- 19g3
ÍÉi
Borealis 6 opnar á morgun
Daði Guðbjörnsson
NORRÆNI listatvíæringurinn Borealis 6 verður opnaður í Lista-
safni íslands af menntamálaráðherra, Olafi G. Einarssyni, laug-
ardaginn 8. maí. Þetta er í fyrsta skiptið sem slík sýning er
skipulögð hér á landi, en áður hafa Borealis-sýningar verið
haldnar á hinum Norðurlöndunum.
Borealis-sýningarnar eru sameig-
inlegt verkefni Norrænu listamið-
stöðvarinnar á Sveaborg og eins
mikilvægs listasafns á Norðurlönd-
unum í senn. Gengið er út frá salar-
kynnum viðkomandi safns og þar af
leiðandi eru Borealis-sýningamar
ekki farandsýningar heldur bundnar
við einn stað í senn.
Núverandi skipulag á Borealis
komst á með Borealis 2, en sú sýn-
ing var sameiginlegt verkefni NLS á
Sveaborg og Henie-Onstad listamið-
stöðvarinnar í Hövikodden utan við
Osló, árið 1985. Árið 1987 var Bore-
alis 3 haldin í Malmö Konsthall og
Borealis 4 var skipulögð í Louisiana-
listasafninu í Humlebæk 1989. 1991
var Borealis 5 svo skipulögð á vestur-
strönd Finnlands undir heitinu Efnið
og útgeislun þess.
Á Borealis 6 í Listasafni íslands
eru verk eftir 8 listamenn, undir
þemanu Orka og víddir. Þeir eru:
Ulf Rollof (Svíþjóð), Bente Stokke
(Noregi), Finn Neur Petersen (Dan-
mörku), Maaria Wirkkala (Finn-
landi), Finnbogi Pétursson (íslandi),
Óperettan Mikado á Húsavík
Morgunblaðið/Silli
Þátttakendur í óperettunni Mikado sem sýnd var á Húsavík fyrir
skömmu.
listar „the noble art of self defense".
Kannski hefur listamaðurinn að
þessu sinni tekið orðspeki Goethe
of bókstaflega „þar sem ljósið er
skærast er skugginn dýpstur", eða
hann er að gefa spekinni langt nef.
í öllu falli dembir Daði hráum, hörð-
um og óvægum dökkum formum á
myndflöt, sem er fínt, fallega og
vel málaður. Þannig er líkast sem
hann megni ekki að vinna lengi að
einni myndheild án þess að bæta
einhverjum gjörólíkum formum við.
Útkoman getur þannig einna helst
skilgreinst sem „Vanity Fair“, leik-
hús fáránleikans á myndfleti. Einn-
ig mætti skilgreina þetta sem reim-
leika í björtu, í senn glettnislegra
sem óræðara, þar sem kvenímyndin
er oftast nálæg með tónrænt form-
uð bijóst og sakleysislega mótuð
sköp, en andlit márkað nokkrum
fljótfærnislega máluðum doppum.
Hér ægir saman alvöru og háði,
heimsádeilu sem skopi, — líf kvikn-
ar og ljómi áru þess er skínandi
björt, en um leið er groddafenginn
skuggi á næsta leiti, líkast aðskota-
hlut um sporbaug jarðar, eða kló-
settpappírsrifrildum og tíðatöppum
er blasa við manni í sjónum á sund-
spretti í draumavík við sólarströnd.
Á sumarsýningu Norræna húss-
ins á síðasta ári átti Daði nokkrar
mjög hreinar og klárar myndir og
satt að segja skil ég ekki þessa
þróun á ekki lengri tíma, þótt oft
hafi myndflöturinn verið flúraður
ókennilegustu formunum áður.
Sumir hlutir mynda Daða á sýn-
ingunni að Kjarvalsstöðum eru svo
fínt og ferskt málaðir að þeir stæðu
alveg fyrir sínu sem málverk einir
og sér, en það er fjári erfitt að fylgja
honum í öllum þessum tiltektum.
Það er eins og hann vilji sleppa
lausum öllum púkum og árum ald-
arinnar nú er hún byltir sérí dauða-
teygjum og boða um leið fæðingu
nýrrar aldar. Og vissulega eru þess-
ar fæðingarhríðir umbrotamiklar
en þær gefa frekar til kynna en að
marka ákveðna stefnu.
Ætli að kjarninn í þessu sé ekki,
að farsælast sé að flýta sér hægt,
„festina lente“?
Húsavík.
ÓPERETTUNA Mikado eftir Gil-
bert og Sullivan sýndu söngnem-
endur Tónlistarskólans á Húsa-
vík fyrir skömmu við góða að-
sókn og undirtektir. Kennari
þeirra og stjórnandi sýningar-
innar var Natalia Chow, sem
jafnframt annaðist undirleik
ásamt Helga Péturssyni.
Flytjendur voru 14 en sólósöngv-
arar voru Matthildur Rós Haralds-
dóttir, Berglind Rós Magnúsdóttir,
Elísabet Hauge, Guðfinna Sverris-
dóttir, Eiríkur Jóhannsson, Sighvat-
ur Árnason, Einir Björnsson, Rík-
harður Hjartarson.
Þótt finna hafí mátt að hér voru
nýnemar í sinni fyrstu raun á söng-
sviðinu var frammistaða þeirra eftir
stuttan námstíma og aðstæðum eftir-
tektarverð og lofar góðu fyrir suma
þeirra eftir meira nám. Þetta er lofs-
vert framtak, sem var áheyrendum
til mikillar ánægju.
Natalia Chow, sópransöngkona,
er frá Hong Kong og er þetta fyrsti
veturinn sem hún kennir við Tónlist-
arskólann á Húsavík. Eftir almennt
nám í sínum heimahögum hóf hún
nám við tónlistardeild Hong Kong
Bapist College, en þar var henni
veittur styrkur frá Professor Sze Yi
Kwei Scolarship til frekara náms.
Steina Vasulka (Íslandi/Bandaríkj-
unum), Giovanni Anselmo (Ítalíu) og
Roman Signer (Sviss).
Allir vinna listamennirnir verk sín
í nánun tengslum við upplifun sína
af landi og menningu þótt jafnframt
heyri list þeirra með ólíkum hætti
undir áðurnefnda undirskrift.
Gefín er út vegleg sýningarskrá,
sem prýdd er fjölda litmynda. Félag-
ar í tónlistarhópnum Ými halda átján
einleikstónleika í tengslum við sýn-
inguna. Leiðsögn verður um hana í
fylgd sérfræðings á hveijum sunnu-
degi klukkan 15. Sýningunni Orka
og víddir/Borealis 6 lýkur 20. júní
1993. Sýningin er opin daglega nema
mánudaga klukkan 12-18.
Hún útskrifaðist með masters-prófi
í tónmenntakennslu frá háskólanum
í Reading i Englandi 1989.
Áður en Natalia kom til íslands
var hún í fastri stöðu sem tónlistar-
kennari við International Institute
of Music í Hong Kong.
- Fréttaritari.
Nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
vortónleikar eldri deildar skólans og
hefjast þeir kiukkan 20.30 í Hafnar-
borg. Þar koma fram margir af efni-
legustu nemendum skólans og þeir
sem lengst eru komnir í námi. I heim-
sókn á þessa tónleika koma 25 skóla-
stjórar tónlistarskóla á Norðurlöndun-
um.
Mánudaginn 10. maí verða vortón-
leikar yngri deildar skólans og þefjast
þeir klukkan 20 í Hafnarborg. Á þess-
um tónleikum koma fram ungir nem-
endur tónlistarskólans og leika á hin
margvíslegustu hljóðfæri.
Síðustu tónleikar skólans á þessu
starfsári verða tónleikar strengja-
deildarinnar, föstudaginn 13. maí
klukkan 20 í Hafnarþorg.
Skólaslit Tónlistarskóla Hafnar-
ijarðar verða föstudaginn 21. maí
klukkan 18 í Hafnarþorg.
Myndlist
Jóhanna Boga sýnir í
Listasafni ASÍ
Jóhanna Bogadóttir sýnir málverk
í Listasafni ASÍ við Grensásveg 16a.
Sýningin verður opnuð á morgun,
laugardaginn 8. maí klukkan 15 og
mun standa til 23. maí. Opið alla daga
klukkan 14-19
Á sýningunni eru málverk frá sl.
þremur árum. Jóhanna hefur haldið
margar einkasýningar bæði hér á landi
og erlendis. Einnig hefur hún tekið
þátt í samsýningum víða um heim.
Nú á sl. tveim árum hafa verið haldn-
ar sýningar á verkum hennar á ýmsum
stöðum erlendis. í Svíþjóð í Gavle
Konsthall 91, í nútímalistasafninu í
Sundsvall 1991, í Haag í Hollandi 92,
Galleri Due í Helsinki 92 og í Kaup-
mannahöfn hjá Nordisk Ministerad 92,
einnig í Berlin 93.
Verk eftir Jóhönnu eru í eigu ýmissa
safna t.d. í Atheneum í Helsinki og
Museum of Modern Art, New York.
Valgerður sýnir í List-
munahúsinu
Valgerður Bergsdóttir opnar sýn-
ingu í Listmunahúsinu, Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu, á morgun laugar-
daginn 8. maí klukkan 16.
Þetta er sjöunda einkasýning Val-
gerðar en hún hefur tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum og alþjóðpleg-
um gi’afíksýningum og hlaut verðlaun
fyrir grafík á Banska Bystrica-tvíær-
ingnum í Tékkóslóvakíu í vetur. Val-
gerður hlaut 1. verðlaun í samkeppni
um gerð uppdráttar fyrir glerglugga
í Reykholtskirkju 1992.
Á sýningu Valgerðar nú eru litaðar
teikningar sem lýsingar við fornar
helgimyndir Sólarljóða.
Sýning Valgerðar í Listmunahúsinu
er opin frá klukkan 10-18 virka daga
og klukkan 14-18 um helgar. Sýning-
unni lýkur 23. mai.
Honda er auðveldur í
endursölu og heldur sér
vel í verði. Hugleiddu það,
nema þií sért að kaupa
þér bíl til ltfslíðar.
Það er mikill munur á því hversu
; vel bílar halda sér í verði. Munurinn
! á endursöluverði ársgamallrar
“ Honda og annarra bíla getur verið
1 töluverður. Að ári liðnu getur
1 Honda verið allt að 25% verðmeiri
en aðrir bílar í sama verðflokki.
ta
VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900
-góð fjárfesting