Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna SH flutti út afurðir fyrir 17,5 milljarða árið 1992 Rekstrartekjur 18,1 milljarður og hagnaður 276 milljónir króna Afkoman rædd FULLTRÚAR á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sehíi að þessu sinni var haldinn í Háskólabíói, voru ábúðarfullir þegar af- koman var rædd. Á myndinni má þekkja fulltrúa frysti- húsa á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Heildarframleiðsla frystihúsa og frystiskipa, sem fela Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna sölu á framleiðslu sinni, nam í fyrra 83.500 tonnum, sem er 1,8% minna magn en árið 1991, sagði Jón Ingvars- son, stjórnarformaður SH, í upphafi ræðu sinnar á aðalfundi félags- ins í gær. Mestur samdráttur varð í ufsaframleiðslu eða um 3.100 tonn og loðnuhrognaframleiðslu sem dróst saman um 1.000 tonn. Framleiðsla frystitogara innan SH nam 17.800 tonnum, sem er 21,5% af heildarverðmæti, og jókst hún lítillega frá fyrra ári eða um 300 tonn. Heildarútflutningur frystra sjáv- arafurða frá ísiandi árið 1992 var 190 þúsund tonn að verðmæti 42 milljarðar króna reiknað á fob- verði. Útflutningur SH af heildinni var 83.200 tonn að verðmæti 17,5 milljarðar króna eða alls 42% heild- arútflutnings frystra sjávarafurða miðað við verðmæti og 44% miðað við magn. Þetta er um 0,7% sam- dráttur í magni og 1,7% í verðmæti milli áranna 1992 og 1991. í út- flutningi á frystum bolfíski jókst hlutdeild sölumiðstöðvarinnar í nær öllum tegundum síðastliðið ár. Jákvæð afkoma SH 1992 Rekstrartekjur SH fyrir 1992, samkvæmt samstæðureikningi námu 18,1 milljarði króna á móti 17,1 milljarði árið áður og jukust því um 6% milli ára. Afkoma móður- fyrirtækisins var jákvæð um 57,4 milljónir króna í fyrra á móti 60 milljónum króna árið 1991. Hagnað- ur varð einnig af rekstri dótturfyrir- tækja SH. Heildarhagnaður samkvæmt sam- stæðureikningi, þegar afkoma dótt- urfyrirtælq'anna er tekin með, nam 176 milljónum króna í fyrra má móti 169 milljónum króna árið áður. ÚA með tvo milljarða króna Á sl. ári var mest framleitt hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. eða rúm 10 þúsund tonn að verðmæti rúmir 2 milljarðar króna miðað við útborgunarverð. Hjá Granda hf. nam framleiðslan 8.900 tonnum að verðmæti rúmlega 1,5 milljarðar króna. Næstir í röðinni, miðað við heildarframleiðsluverðmæti, voru Haraldur Böðvarsson hf. og Vinnslustöðin hf. með tæpan millj- arð króna hvort félag. Hagstæð verðþróun í Bandaríkjunum Jón Ingvarsson sagði í ræðu sinni að verðþróunin í fyrra hafi reynst innlendum framleiðendum óhag- stæð á flestum erlendum mörkuðum að Bandaríkjamarkaði undanskild- um. Þar hélst verð nokkuð stöðugt, auk þess sem dollarinn styrktist verulega gagnvart öðrum vestræn- um gjaldmiðlum. Hins vegar lækk- aði verð helstu botnfísktegunda umtalsvert á Evrópumarkaði. Þorskur lækkaði um allt að 16% og talsverð Iækkun varð á hörpudiski og humri. 97% útflutnings til 5 markaðssvæða Af heildarútflutningi SH fóru 81.100 tonn eða 97% til fimm helstu markaðssvæða, sem öll heyra undir söluskrifstofur samtakanna erlend- is. Til Japans, Kóreu og Taiwan fóru um 18.500 tonn eða 22% af heildarútflutningi og til Frakklands, Belgíu og Spánar seldust 17.500 tonn eða 20%. Á Bandaríkjamarkað fóru tæp 17 þúsund tonn eða fimmt- ungur framleiðslunnar. Á sl. ári seldust hátt í 16 þúsund tonn í Þýskalandi, Danmörku, Sviss, Ítalíu og Hollandi eða 19% af heildarsölu SH og til Bretlands fóru nærri 13.000 tonn eða 15%. Bandaríkin verðmætasti markaðurinn Ef útflutningur SH í fyrra er Morgunblaðaið/Júlíus skoðaður með tilliti til útflutnings- verðmæta er skiptingin á þessi sömu svæði nokkuð önnur. Bandaríkin skiluðu 4.843 milljörðum króna eða 28% af heildarverðmætum útfluttra sjávarafurða. í öðru sæti er Frakk- land, Belgfa og Spánn með rúmlega 3,5 milljarða eða 21% verðmæta. Þar á eftir koma Þýskaland, Dan- mörk, Sviss, Ítalía og Holland með tæplega 3,1 milljarð króna eða 18%. Jón Ingvarsson formaður stjórnar Sölumiðstöðvarinnar Annarra kosta en gengisfell- ingar líklega ekki völ nú „GENGISFELLING hlýtur alltaf að vera neyðarúrræði. En þegar verð- hrun á sjávarafurðum og aflasamdráttur valda slíkum tekjusamdrætti í sjávarútvegi og að til fjölda gjaldþrota horfir í atvinnulifi lands- manna, þá fæ ég ekki séð hvernig hægt sé að ná jafnvægi milli tekna og gjalda nema með gengisleiðréttingu. Væri þess nokkur kostur að færa kostnaðarstigið niður með handafli og leysa vandann þannig væri sjálfsagt að fara þá leið. En mér vitanlega hefur sú leið hvergi tekist. Menn mega ekki skilja orð mín þannig að ég sé einhver sérstak- ur talsmaður gengislækkunar. Þvert á móti tel ég, að allra leiða eigi ávallt að leita áður en til hennar er gripið. En líklega eigum við nú engra annarra kosta völ,“ sagði Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi SH. Fríðrik Pálsson, forstjóri á aðalfundi SH Meira erient fé þarf til uppbyggingar atvinnu hér á landi „Vlð lifum á útflutningi og það er lífsspursmál að takast á við að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar til að standa undir lífskjörum henn- ar og lækka erlendar skuldir. Þar þurfa allir að leggjast á eitt. Efna- hagskreppan í löndunum í kringum okkur er enn talsverð, enda þótt batamerki sjáist t.d. í Bretlandi og í Bandaríkjunum bólar ekki á þeim í Þýskalandi og í Japan. Enn er því ekki við því að búast að ytri að- stæður hjálpi okkur mikið. Við verðum nú sem oft áður að vinna okk- ur sjálf út úr vandanum og sem betur fer eigum við að hafa burði til þess. Við hljótum hins vegar að verða að vega og meta með yfirveg- aðri hætti en í góðærinu í hvað við veijum fjármunum okkar. Við erum smáþjóð. Við höfum ekki efni á því að hafa fjölda manna atvinnulausa og þar að auki er það næsta ómögulegt í því návígi, sem fylgir lítilli þjóð. Hagræðing er góð, sparnaður er dyggð og að loknu samdráttar- skeiði kemur gjarnan betri tíð. Við verðum öll að leggjast á eitt við að ljúka samdráttarskeiðinu sem fyrst og takast á við uppbygginguna og eitt er alveg Ijóst., að það verður fyrst og fremst að gerast með auknum útflutningi," sagði Friðrik Pálsson, forstjóri SH, í ræðu sinni. „Á sama tíma sem miklar kröfur eru gerðar til sjávarútvegsins um enn frekari hagræðingu í rekstri og því jafnvel haldið fram að rekstrarerfíð- leikar, sem við er að etja í grein- inni, séu einungis aðlögunarvandi birtist skýrsla, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands gerði fyrir Seðla- bankann fyrir skömmu og koma þar fram ýmsar upplýsingar, sem at- hygli hljóta að vekja. Þar kemur m.a. fram, að vaxtamunur íslenska bankakerfísins er rúmlega tvöfalt hærri en í okkar helstu nágranna- löndum og þjónustugjöld allt að 70% hærri. Að vísu er ekki sjálfgefíð, að sam- anburður sem þessi gefi rétta mynd vegna smæðar þjóðfélagsins þar sem hagkvæmni stærðarinnar fær ekki notið sín með sama hætti og gerist meðal fjölmennari þjóða. En þessar niðurstöður eru auðvitað sláandi og hljóta að vekja spumingar um það hvort ekki sé víðar pottur brotinn í þessum efnum hér á landi, bæði er varðar þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Vandi sjávarútvegsins er að stór- um hluta vegna skerðingar aflaheim- ilda, en auk þess hefur markaðsverð farið lækkandi. Allt bendir til þess, að um langvarandi samdrátt í afla verði að ræða. Þess vegna er Ijóst, að sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir því að þurfa að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Því er mikilvægt, að stórlega verði dregið úr þeirri afkastagetu, sem fyrir hendi er í sjávarútvegi, og skiptir miklu í því sambandi hvemig tekst til um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, sem ætlað er það hlutverk að úrelda rekstrareiningar í greininni. Fyrir- tækin hafa kappkostað að hægræða í rekstri sínum og draga úr kostnaði í þeirri viðleitni að laga reksturinn að breyttum aðstæðum, en ljóst er að slík aðlögun tekur sinn tíma. Fyr- irtæki hafa verið sameinuð, skip hafa verið tekin úr rekstri og veiði- heimildir þeirra lagðar við veiðiheim- ildir annarra skipa. Enn fremur eru dæmi þess, að togurum hafí verið skipt út fyrir smærri báta og skipa- kosturinn þannig lagaður að minnk- andi aflaheimildum. Þá hefur notkun flæðilíria og annarra tækninýjunga leitt til þess að umtalsverð framleiðn- iaukning hefur náðst. Því er ljóst, að mikil hagræðing hefur átt sér stað, og, að verulegur árangur hefur náðst í því efni. En það mun þó hvergi duga til að koma sjávarútvegnum á réttan kjöl. Vandi sjávarútvegsins er meiri en svo, að hann verði leyst- ur með hagræðingu einni saman, og það er mikil einföldun að halda öðru fram. Veik fyrirtæki í sjávarútvegi þýða einfaldlega veikt efnahags- kerfí. Þau verða að fá tækifæri til að hagnast verulega á næstu árum til að rétta við afar veika eiginfjár- stöðu. Því aðeins geta þau staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Sjávarútvegurinn burðarás Þrátt fyrir þann mikla samdrátt í útflutningstekjum af sjávarafurðum, sem orðið hefur, hefur hlutur þeirra í vöruútflutningi landsmanna farið vaxandi á undanförnum árum. Þess vegna er ljóst, að sjávarútvegurinn er slíkur burðarás í afkomu þjóðar- innar, að aldrei getur verið um það að ræða, að hann njóti ríkisstyrkja eins og gerist með öðrum þjóðum í milljarðatugum þar sem sjávarútveg- ur er afgangstærð og aðeins örlítið brot af þjóðarbúskapnum. Það er engu að síður mikilvægt, að sjávarút- vegurinn njóti þess velvilja stjóm- valda, að þau láti einskis ófreistað til að styrkja samkeppnisstöðu sjáv- arútvegsins og létti honum róðurinn á erfiðum tímum, þannig að hann muni enn sem fyrr verða grundvöllur að góðum lífskjörum þjóðarinnar," sagði Jón Ingvarsson enn fremur. „Það er mjög alvarlegt, hve veik flest fyrirtæki í sjávarútveginum eru og einungis sárfá fyrirtæki hérlendis hafa til þess burði að takast á við verkefni erlendis, en þar eru þó fljótt á litið einna mikilvægustu vaxtar- broddarnir,“ sagði hann ennfremur. „Við verðum að auka erlend sam- skipti, sem eru til þess fallin að skapa nýjar hugmyndir og ný tækifæri. Við þurfum að ná hingað heim meira erlendu fjármagni til aukinnar at- vinnuuppbyggingar með okkur. Þau sárafáu fyrirtæki, sem eitt- hvað mega sín, þurfa að taka hönd- um saman og stofna til samstarfs um að hasla sér völl í viðskiptum, sem geta aukið starfsemi erlendis og/eða dregið frekari starfsemi til landsins. Við getum ekki velt vandanum yfír á næstu kynslóð. Þetta er okkar vandi. Það hefur verið á stefnuskrá flestra ríkisstjóma um áratugaskeið að gera atvinnulífíð hérlendis fjölbreyttara og efla útflutning, en samt er staðan ekki betri en raun ber vitni. í rauninni hefur engin marktæk útflutningsgrein náð að festa hér rætur í áratugi. Einungis stóriðja, sem starfar við önnur skilyrði en almennt eru búin íslenskum fyrirtækjum, hef- ur bæst við til að standa undir lífskjör- um þjóðarinnar með sjávarútveginum. Ferðamannaiðnaðurinn stendur einn- ig höllum fæti og einungis örfá lítil fyrirtæki sýna okkur, hvers við meg- um vænta ef við búum atvinnurekstr- inum betri skilyrði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.