Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 15
ii
Söluverðmæti í Bretlandi var hátt í
2,9 milljarðar eða 16% en lestina
reka Asíulöndin, Japan, Kórea og
Taiwan, með 2,8 milljarða og 16%
heildarverðmæta.
Útflutningsmagn til Bandaríkj-
anna dróst saman um 7% í fyrra,
til sölusvæðis Tókíóskrifstofu um
6% og á svæði Frakklandsskrifstofu
um 2%. Sölusvæði skrifstofu SH í
Hamborg var með 12% aukningu í
fyrra og 1% aukning varð á sölu-
svæði skrifstofunnar í Bretlandi.
Verðmæta- og magnaukning í ár
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs
jókst framleiðsla innan vébanda SH
um 1.600 tonn eða um 8% miðað
við sama tímabil fyrir ári. Útflutn-
ingur á sama tímabili reyndist
22.300 tonn að verðmæti 4,1 millj-
arður króna, en það er 20% magn-
og 14% í verðmætaaukniingu milli
ára.
Söluaukning hjá Coldwater
Coldwater Seafood Corporation í
Bandaríkjunum seldi fyrir 175 millj-
ónir dollara á sl. ári eða alls 36.400
tonn. Þetta er 12% magnaukning
og 3% verðmætaaukning milli ára.
Flakasala dróst lítið eitt saman, en
söluaukning verksmiðjuframleiddr-
ar vöru reyndist 27% í magni og
15% í verðmæti. Hagnaður Coldwat-
er í fyrra var tvær milljónir dollara,
eftir skatta, en 1991 skilaði félagið
740.000 dollara hagnaði.
Á fyrsta ársfjórðungi 1993 hefur
orðið 37% magnaukning og 15%
verðmætaaukning vestra, en Coldw-
ater seldi 12.500 tonn fyrir 54 millj-
ónir dollara. Veitingahúsakeðjan
Long John’s Silver, sem var fyrrum
stærsti viðskiptavinur Coldwater,
er nú væntanlega að hefja viðskipti
á ný eftir nokkurra ára hlé.
Jón Ingvarsson benti á þá stað-
reynd í ræðu sinni að stórkaupendur
fisks vestra leituðu stöðugt að ódýr-
ari fisktegundum til að leysa af
hólmi dýrari tegundir eins og þorsk.
„Það er ekki lengur aðalatriði hvað
fisktegundin heitir, heldur, að um
svokallaðan hvítfisk sé að ræða og
að verðið sé ekki svo hátt að það
skaði samkeppnisstöðu þeirra gagn-
vart keppinautum og. öðrum mat-
vælum.“ Formaðurinn bætti við:
„Ennfremur leita nú margir stór-
kaupendur með logandi ljósi um all-
an heim að heppilegum og ódýrum
fiski, sem standist kröfur þeirra um
verð og nægt framboð.“
Breskur markaður breytist ört
Á sl. ári seldi Icelandic Freezing
Plants Ltd. í Grimsby 19.800 tonn
fyrir 51 milljón sterlingspunda, sem
er 17% aukning í magni og 11% í
verðmætum. Hagnaður af rekstri
IFPL nam 647.000 pundum á sl. ári.
Um breska markaðinn sagði Jón
Ingvarsson: „Undanfarin ár hefur
breskur fiskiðnaður tekið miklum
breytingum. Veiðar breskra skipa á
þorski og ýsu eru nú aðeins brot
af neyslu Breta á þessum tegundum.
Á þessu ári er talið að einungis 6%
af neyslu þeirra á þorski komi af
afla heimabáta."
Heildarsala söluskrifstofu SH í
Hamborg árið 1992 var 15.900 tonn
að verðmæti 95 milljónir marka,
sem er 15% aukning í magni og 9%
verðmætaaukning.
Icelandic þekktasta
vörumerkið
Söluskrifstofa SH í París seldi
17.500 tonn í fyrra fyrir 350 milljón-
ir franskra franka, sem er 2% sam-
dráttur í magni og 8% í verðmætum.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hef-
ur orðið 8% samdráttur í magni og
var salan 3.400 tonn. Aukið mark-
aðsstarf á Spáni og í Portúgal hefur
skilað þrefaldri söluaukningu og er
humar uppistaðan í sölunni.
Á aðalfundinum í gær sagði
stjórnarformaður: „í viðamikilli
skoðanakönnun, sem nýlega var
gerð í Frakklandi, kom í ljós að
enginn vafí leikur á því að vöru-
merkið Icelandic er þekktasta og
útbreiddasta merkið á veitingahúsa-
markaðinum fyrir frosin flök.“
Söluskrifstofa SH í Tókíó seldi í
fyrra 18.400 tonn til Asíulanda fyr-
ir 7 milljarða japanskra yena, en
það samsvarar 6% samdrætti í
magni og 4% í verðmætum milli ára.
Formaður og forstjóri
Jón Ingvarsson, formaður stjórn-
ar SH, og Friðrik Pálsson, for-
stjóri SH, á aðlafundinum í gær.
Alvarlegt hve skuldsett þjóðin er
Ég tel engan vafa leika á því, að
við stöndum frammi fyrir mjög alvar-
legum vanda í þjóðarbúskapnum og
þar finnst mér þó einna alvarlegast,
hversu skuldsett þjóðin er orðin. Er-
lendar skuldir hafa tvöfaldast á síð-
ustu 12 árum og vaxta- og greiðsly-
byrði af erlendum lánum er orðin
mjög há. Við megum ekki gleyma
því, að því aðeins munum við geta
greitt skuldir okkar við útlönd að við
höfum öflugan útflutning, skynsam-
legan innflutning og þar með já-
kvæðan jöfnuð við útlönd.
Á meðan aðrar þjóðir og það stór-
þjóðir fella gengi gjaldmiðla sinna
svo um munar, m.a. til að styrkja
útflutningsstarfsemi sína og leggja
í mjög vaxandi mæli áherslu á milli-
ríkjaviðskipti, búum við einhvers
konar æðri markaðsbúskap, þar sem
lögmálið um framboð og eftirspurn
eftir gjaldeyri á ekki við og við virð-
umst jafnvel halda, að hátt skráð
gengi krónunnar hafi ekkert með það
að gera, hversu'illa okkur gengur
að skapa nýjar útflutningsgreinar og
auknar útflutningstekjur.
Á sínum tíma var gert grín að
skilningsleysi bóndans, sem heyrði í
útvarpinu að erlendar skuldir þjóðar-
innar næmu 100.000 krónum á mann
og hann kom í bæinn og vildi borga
sinn hluta, þar sem hann var ekki
vanur að skulda neinum neitt.
Við Íslendingar erum þekktir fyrir
það að vera hamhleypur til verka,
taka til hendinni stundum full seint,
en myndarlega, þegar við förum af
stað. Þannig vinnubrögð henta ágæt-
lega til ýmissa átakaverkefna hér
innanlands, en útflutningur krefst
þrautseigju, útsjónarsemi og þolin-
mæði. Við verðum að raða verkefn-
um næstu ára í forgangsröð og taka
strax til hendinni.
Það verður því miður á brattann
að sækja hjá okkur íslendingum á
næstunni, en sölumiðstöðin stendur
vel að vígi að mörgu leyti.
— Við höfum mjög góða framleið-
endur innan okkar vébanda, sem
framleiða gæðavöru, sem stenst
ítrustu gæðakröfur,
— Við höfum mjög góðan grunn
til að standa á erlendis, verðmætt
vörumerki og þekkt dótturfyrirtæki,
sem mynda öflugt sölunet vítt um
heim,
— við njótum mikils trausts og
búum við góðan orðstír.
Kynna vörumerkið
Icelandic betur
En alltaf má gera betur og við
munum treysta stöðu okkar á öllum
5 megin markaðssvæðum okkar.
Við leggjum áherslu að kynna enn
betur vörumerkið Icelandic, en það
hefur tekist framar vonum.
Við höldum áfram að vinna að
bættri gæðastjórnun og erum þar í
fararbroddi hérlendis og þó víðar
væri leitað.
Við vinnum sameiginlega ötullega
að nýjum verkefnum í þróun og
markaðsmálum á öllum markaðs-
svæðum,“ sagði Friðrik Pálsson.
Aðalfundur Félags rækju-og hörpudisksframleiðenda
Gengisþróunin er hagstæð
FÉLAG rækju-og hörpudisks-
framleiðenda heldur aðalfund
sinn á morgun, laugardag. Pétur
Bjarnason framkvæmdastjóri seg-
ir að síðasta ár hafi verið fram-
leiðendum erfitt einkum vegna
gengisþróunar á breska pundinu
en jafnframt að þessi þróun hafi
verið heldur hagstæð síðustu vik-
urnar. Um 70% af framleiðslu
rækjuverksmiðja fer á markað á
Bretlandi eða rúmlega 8.000 tonn
á ári.
„Árið í fyrra var okkur heldur
hagstæðara en árið þar á undan sem
var mjög slæmt fyrir rækjuframleið-
endur,“ segir Pétur. „Síðasta haust
fór pundið að falla og sú þróun leiddi
til þess að tekjur framleiðenda
minnkuðu um 12% þann tíma en á
móti kom gengisfelling krónunnar.
Frá áramótum hefur gengi pundsins
síðan verið að rétta úr kútnum og
óhætt að segja að menn séu nú hóf-
lega bjartsýnir á afkomuna í ár.“
í máli Péturs kemur fram að fram-
leiðendur hafa orðið varir við vax-
andi samkeppni frá heitsjávarrækju
á Bretlandsmarkaði sem aftur hefur
haldið verði á markaðinum niðri. *
í Hagkaupi dagana 6. til 19. maí
HAGKAUP
gœði úrval þjónusta