Morgunblaðið - 07.05.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
Yfirvofandi refsiaðgerðir hefjist hvalveiðar
Refsiaðgerðir vegna hval-
veiða nú líklegri en áður
BANDAJRÍKJASTJÓRN hefur varað íslendinga við að hefja hval-
veiðar í atvinnuskyni í trássi við samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins. Að öðrum kosti eigi þeir yfir höfði sér svonefnda staðfestingar-
kæru og refsiaðgerðir í formi viðskiptaþvingana samkvæmt banda-
rískum lögum. Bandaríkjamenn hafa nokkrum sinnum gefið út
staðfestingarkæru vegna hvalveiða annarra þjóða en viðskipta-
þvingunum hefur aldrei verið beitt í kjölfarið. Nú bendir ýmislegt
til að stjóm Bills Glintons myndi síður hika við að beita áðumefnd-
um lögum af fullum þunga gegn þjóðum sem hún teldi stunda ólög-
legar hvalveiðar.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
GUÐMUNDUR SV. HERMANNSSON
Staðfestingarkæra er gefín út
af viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna ef hann telur að ríki grafí
undan friðunarmarkmiðum al-
þjóðasamtaka. Hefur slíkri kæru
einkum verið beitt vegna hvalveiða
í trássi við Alþjóðahvalveiðiráðið
en ráðið hefur engin tök á að beita
refsingum fari aðildarþjóðimar
ekki eftir þeim veiðikvótum sem
ráðið gefur út. Bandaríkin tóku
með þessu í raun að sér að sinna
einskonar löggæslustörfum fyrir
ráðið.
Kveðið er á um staðfestingar-
kæm í svonefndu Pellyákvæði sem
Bandaríkjaþing samþykkti árið
1971. Upphaflega markmiðið með
ákvæðinu var að vemda laxastofna
á Norður-Atlantshafí, sem þá hafði
verið sett veiðibann á, gegn veiðum
dansica sjómanna en síðar var þetta
ákvæði yfírfært á hvalveiðar.
Samkvæmt Pellyákvæðinu á
viðskiptaráðherra Bandaríkjanna
að staðfesta það við Bandaríkja
forseta að hann telji að tilteknar
veiðar ríkja á sjávardýmm grafí
undan friðunarmarkmiðum al-
þjóðasamtaka og dragi úr virkni
þeirra. Samkvæmt túlkun Hæsta-
réttar Bandaríkjanna hefur við-
skiptaráðherra talsvert fijálsar
hendur hvort hann leggur fram
slíka kæru, ef hann telur sig geta
með öðrum aðferðum, tryggt frið-
unarmarkmiðin betur.
Eftir staðfestingarkæm hefur
Bandaríkjaforseti heimild til að
beita innflutningsbanni á fískaf-
urðir viðkomandi ríkja en hefur
einnig heimild til að aðhafast ekk-
ert. Staðfestingarkæmr hafa verið
gefnar út nokkram sinnum en aldr-
ei komið til viðskiptaþvingana í
kjölfarið. -
Nú hafa borist fréttir af því, að
þingmaður að nafni DeFazio hafí
í vikunni lagt fram lagaframvarp
í bandarísku fulltrúadeildinni, sem
kveður á um að ef staðfestingar-
kæra er gefín út vegna ólöglegra
hvalveiða komi sjálfkrafa til refs-
iaðgerða í formi viðskiptaþving-
ana. Tekið er fram í frumvarpinu,
að ekki sé viðurkennt að aðrar
stofnanir en Alþjóðahvalveiðiráðið
geti gefíð út hvalveiðikvóta og
aðrar hvalveiðar en veiðar innan
ráðsins teljist því ólöglegar.
Margir hafa látið í ljósi efasemd-
ir um að viðskiptarefsiaðgerðir
Bandaríkjastjómar vegna hval-
veiða samrýmist GATT-samkomu-
laginu um tolla og viðskipti. Nefnd
innan GATT komst raunar að
þeirri niðurstöðu árið 1991, að
Bandaríkin gæti ekki beitt inn-
flutnings- eða útflutningsbönnum
til að framfylgja bandarískum
vemdunar- eða umhverfíslögum á
erlendri grand. Þessi úrskurður
mun ekki hafa verið staðfestur en
er þó talinn eiga við um viðskipta-
þvinganir á grandvelli Peily-
ákvæðisins. Engu að síður virðast
bandarískir þingmenn tilbúnir til
að láta reyna á þetta mál.
V arnarhagsmunir
Fyrir nokkram árum stóðu ís-
lensk stjómvöld í talsverðum slag
við Bandaríkjastjóm til að komast
hjá staðfestingarkæra vegna vís-
indahvalveiðanna sem þá voru
stundaðar. Talsvert hætta þótti á
að viðskiptaþvinganir myndu
fylgja í kjölfar slíkrar kæra sem
gætu eyðilagt fiskmarkaði íslend-
inga í Bandaríkjunum. Samkomu-
lag náðist við Bandaríkjastjóm um
að Banda ríkjamenn viðurkenndu
að vísindaveiðar íslendinga drægju
ekki úr virkni hvalveiðibannsins,
og því kæmi ekki til staðfestingar
kæru vegna veiðanna. Var almennt
talið að hagsmunir Bandaríkjanna
vegna vamarstöðvarinnar á Kefla-
víkurflugvelli hefðu þama ráðið
miklu. I ljósi síðustu frétta af fyrir-
huguðum niðurskurði á Kefla-
víkurflugvelli telja ýmsir að
Bandaríkjamenn yrðu varla eins
samvinnuþýðir ef áþekk staða
kæmi upp aftur.
Á svipuðum tíma gáfu Banda-
ríkin hins vegar út staðfestingar-
kæru á Japani vegna vísindahval-
veiða þeirra, en ekki kom til við-
skiptaþvingana, meðal annars þar
sem hagsmunir Bandaríkjanna í
viðskiptum við Japani voru meiri
en Japana. Einnig fengu Norð-
menn á sig staðfestingarkæru
vegna hvalveiða fyrir nokkrum
árum.
Viðskiptaþvinganir
Þótt Bandaríkjastjórn hafi hing-
að til ekki beitt viðskiptaþvingun-
um vegna hvalveiða, segja heim-
ildarmenn Morgunblaðins í banda-
ríska stjórnkerfinu, að íslendingar
geti nú allt eins átt yfír höfði sér
refsiaðgerðir ákveði þeir að heija
hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan
leik. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sótti fylgi sitt meðal annars til
hópa sem hafa gengið hvað harð-
ast fram í umhverfismálabaráttu,
þar á meðal í hvalamálum. Fullyrt
er að umhverfisverndarsinnar eigi
nú mun greiðari leið inn í helstu
valdastofnanir í Washington en
áður og eiga bandarísk stjórnvöld
von á miklum þrýstiaðgerðum frá
hvalverndunarsinnum og öðrum
umhverfísverndarsinpum ef at-
vinnuhvalveiðar hefjast aftur.
í orðsendingu þeirri sem sjávar-
útvegsráðherra fékk í vikunni frá
bandarískum stjómvöldum er fast-
lega gefið í skyn, að íslendingar
eigi yfir höfði sér refsiaðgerðir ef
þeir hefji hvalveiðar á ný. Þar seg-
ir að höfuðatriðið sé fyrir íslend-
inga að forðast fljótræðisákvarð-
anir sem gætu einangrað ísland,
haft í för með sér refsiaðgerðir,
grafið undan ímynd íslendinga á
alþjóðavettvangi og sett af stað
atburðarás sem hvorki íslendingar
né Bandaríkjamenn fengju ráðið.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa Norðmenn ekki feng-
ið send varnaðarorð af þessu tagi
frá Bandaríkjunum.
Þýðingarmikill ársfundur
íslensk stjórnvöld hafa fylgst
af áhuga með aðdraganda ársfund-
ar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Japan,
því ljóst var að ef Norðmenn fá
úthlutað þar hrefnuveiðikvóta get-
ur komið upp sú staða að íslend-
ingar gangi aftur í hvalveiðiráðið
og fái úthlutað hrefnuveiðikvóta.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins væntu Norðmenn þess,
að á ársfundi hvalveiðiráðins, sem
Hrefnuveiðibátur
með afla
HREFNA hefur ekki verið veidd
hér við land í atvinnuskyni síðan
1985. Litlar líkur eru á að Al-
þjóðahvalveiðiráðið samþykki
hrefnuveiðikvóta á ársfundi sín-
um sem hefst í Japan á mánudag.
hefst í Kyoto í Japan á mánudag,
myndi ráðið samþykkja að veita
þeim takmarkaða hrefnuveiðik-
vóta. Ekki væri stætt á öðru, þar
sem þá lægju fyrir nýjar veiði-
stjórnunarreglur og staðfest væri
að hrefnustofninn þyldi veiði. Yfir-
lýsing Bandaríkjastjórnar í vikunni
um að hún muni ekki styðja tillög-
ur um veiðikvóta olli þeim því mikl-
um vonbrigðum.
Vonast var til að Bandaríkin
myndu taka afstöðu til veiðikvóta
í samræmi við vísindalegar upplýs-
ingar um veiðiþol stofnanna. Þótt
Bandaríkjamenn hafi ekki gefið
um það neinar yfirlýsingar hafa
að minnsta kosti Islendingar og
Norðmenn ávallt talið að Banda-
ríkjamenn myndu fallast á að leyfa
hvalveiðar þegar vísindalegur
grundvöllur þeirra yrði nægilega
sterkur. Á þennan hátt hefur með-
al annars mátt skilja ýmis um-
mæli Johns A. Knauss, fyrrverandi
aðstoðarutanríkisráðherra og aðal-
fulltrúa Bandaríkjanna í hvalveiðÞ
Ráðstefna um efnahagsmál,
efnahagsstefnu og atvinnumál
verður haldin á morgun, laugardag 8. maí kl. 12.00 til
16.00 í Ársal, Hótel Sögu.
Dagskrá:
Ávarp f jármálaráóherra, Frióriks Sóphussonar.
Dr. Siguröur B. Stefánsson, framkvstj.:
Efnahagsmál: Tíundi áratugurinn.
Dr. Guómundur Magnússon, prófessor:
Velferð á ótraustum grunni - vaxtarkreppa og
stjórnbrestir á Norðurlöndum.
Sveinn H. Hjartarson, hagfr. LÍÚ:
Efnahagsstefnan og atvinnulífið.
Haraldur Sumarlióason, forseti
Landssambands iónaóarmanna:
Staða iðnaðarins í atvinnulífinu.
Dr. Stefán Ólafsson, prófessor:
Pólitískar og félagslegar forsendur hagvaxtar.
Umræóur og fyrirspurnir.
Ráóstef nustjóri: Davíó Scheving Thorsteinsson.
Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um efnahags-
og atvinnumál.
Landsmálafélagió Vöróur
Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood í Bandaríkj unum
Skíptír máli að sjá
hvað gerist í Noregi
„ÞESSI breytta afstaða Bandaríkjamanna kemur mér eins og
öðrum íslendingum mjög á óvart því þeir hafa viljað vinna í
gegnum Alþjóðahvalveiðiráðið og hafa þar vísindaleg sjónarmið
til hliðsjónar," sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Colwater
Seafood Corporation í Bandaríkjunum.
„Það er almennt hald manna að stjóm Bill Clinton, sé mjög nátt-
ríkisstjóm Bandaríkjanna, undir úruverndarsinnuð. Varaforsetinn,
GIRÐINGAREFNI
í ÚRVALI
MR búðin*Laugavegi 164
sími11125* 24355
Gore, er fyrst og fremst þekktur
fyrir hvað hann hefur verið upptek-
inn af umhverfisvernd. Að því leyti
kemur þetta manni ekki á óvart.
Það sem skiptir mestu máli á næst-
unni er að sjá hvað gerist í Noregi
er þeir heíja hrefnuveiðar. Við
hljótum að fylgjast með viðbrögð-
um bandarískra stjórnvalda við
hrefnuveiðum Norðmanna og hver
niðurstaðan verður af því,“ sagði
Magnús.
Sterkt almenningsálit
Hann sagði að almenningsálit í
Bretlandi og Þýskalandi væri ekki
síður sterkt, og jafnvel sterkara
þar en í Bandaríkjunum gegn hval-
veiðum. „Ég held að það geti orðið
okkur mjög erfitt að hefja hvalveið-
ar á ný, kannski einir á báti, og
ætla að bjóða þessum löndum birg-
inn. Það er nóg framboð af sjávar-
afurðum núna og allt sem er nei-
kvæðs eðlis hlýtur að koma mjög
illa við okkur,“ sagði Magnús.
-■