Morgunblaðið - 07.05.1993, Side 17

Morgunblaðið - 07.05.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 ráðinu á þann hátt. Hann sagði til dæmis í samtali við Morgunblaðið fyrir rúmu ári, þegar íslendingar ákváðu að ganga út hvalveiðiráð- inu, að hann tryði því að ráðið væri að fara í ábyrga átt og sum þeira málefna, sem ísland hefði haft áhyggjur af, kynnu að verða til lykta leidd innan skamms. Nú hafa orðið stjómarskipti í Bandaríkjunum og mannaskipti í bandarísku stjórnarstofnunum, þar á meðal NOAA, Haf- og veður- fræðistofnun Bandaríkjanna sem hefur með sjávarútvegsmál að gera. í sæti Knauss sest væntan- lega vísindamaður að nafni James Baker þótt tilnefning hans í emb- ættið hafi ekki verið staðfest enn á Bandaríkjaþingi. Hann mun þó ekki vera ábyrgur fyrir þeirri stefnu sem nú hefur verið boðuð, að styðja ekki tillögur um hvalveið- ikvóta á ársfundinum í Japan held- ur var ákvörðun um það að öllum líkindum tekin af háttsettari mönn- um í bandaríska stjórnkerfinu. Norðmenn lýstu því yfir í fyrra, að þeir hygðust hefja hrefnuveiðar í atvinnuskyni í sumar, hvort sem Alþjóðahvalveiðiráðið gæfi þeim hrefnuveiðikvóta eða ekki. Þar sem Norðmenn mótmæltu hvalveiði- banni hvalveiðiráðsins á sínum tíma eru þeir ekki bundir af því samkvæmt lögum hvalveiðiráðsins, en hvalveiðar Norðmanna gegn vilja hvalveiðiráðsins yrðu væntan- lega í Bandaríkjunum taldar bijóta gegn friðunarmarkmiðum hval- veiðiráðsins og því háðar Pelly- ákvæðinu. Þótt Bandaríkin hafi nú lýst því yfir, að þau muni virða ákvarðanir ráðsins, samþykki meirihluti þess að úthluta veiðikvótum, þykir ólík- legt að sá meirihluti fáist nema með fulltingi Bandaríkjanna. Um leið eru taldar auknar líkur á að Norðmenn segi sig úr Alþjóðahval- veiðiráðinu og komi af fullum þunga til liðs við Sjávarspendýrar- áð Norður-Atlantshafs, NAMMCO, í því skyni að byggja það upp sem hvalveiðiráð sem hafi lögsögu yfir. hvalastofnum á þessu hafsvæði. En þótt af því verði gæti orðið erfið barátta að fá Bandaríkja- stjórn og Bandaríkjaþing til að við- urkenna hvalveiðar undir NAMMCO. Og ekki þarf að búast við því að slíkar veiðar ættu upp á pallborðið hjá umhverfisvemdar- samtökum. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur Stofnarnir við Island þola veiðar „ÞAÐ er miður ef bandarísk stjórnvöld taka ekki lengur mið af vísindalegum staðreyndum þegar stefna þeirra í hvalfrið- unarmálum er annars vegar,“ segir Jóhann Sigurjónsson sjáv- arlíffræðingur hjá Hafrann- sóknarstofnun og formaður vís- indanefndar Norður Atlants- hafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Hann segir það ljóst að á Islandsmiðum séu hvalastofnar sem þoli veiðar. „Við höfum átt fjölmarga fundi ipeð Bandaríkjamönnum á undan- förnum árum, t.a.m. meðan á rann- sóknaveiðunum stóð, og þar hafa menn rætt málin ekki síst á vísinda- legum grundvelli. Það er auðvitað miður ef þekking okkar á ástandi stofnanna skiptir ekki lengur máli í umræðunni um skynsamlega nýt- ingu og verndun stofnanna. Það er augljóst mál að það eru stofnar hér við land sem þola veiðar, eins og við á Hafrannsóknarstofnun höfum haldið fram, og reyndar fengið rækilega staðfest á alþjóða- vettvangi, m.a. í vísindanefnd Al- þjóðahvalveiðiráðsins," segir Jó- hann. Hagsmunir skarast Hann segir að yfirleitt sé reynt að taka tillit til vísindalegra stað- reynda við stjórn fiskveiða á ís- landi á íslandsmiðum, þótt þeir sem starfi á Hafrannsóknarstofnun telji að enn megi gera betur á því sviði, það sé enda í samræmi við yfir- lýsta stefnu íslenskra stjórnvalda við nýtingu auðlinda sjávar. „í Bandaríkjunum virðast nú önnur sjónarmið ráða ferðinni þar sem sjávarspendýrin lúta ekki sömu stjórnunarlögmálum og gilda al- | mennt um fiskveiðar. Það er einnig umhugsunarvert að fiskveiðar með netum hafa verið bannaðar í Kali- forníu vegna þess að þar skarast hagsmunir sjávarspendýranna og fiskimanna." Magnús Friðgeirsson, Iceland Seafood Farið er að vilja almennings og þingmeirihluta BANDARÍSK stjórnvöld hafna vísindalegum rökum og fara að vilja almennings og þingmeirihluta, segir Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum, um afstöðu Banda- ríkjamanna til hugsanlegra hvalveiða íslendinga. Islendingar verði að hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi þegar þeir vegi það og meti hvort hefja eigi hvalveiðar á ný. „Þessi tíðindi koma mér ekkert á óvart, en þó ber á það að líta að Bandaríkjamenn eru með þessu að hafna vísindalegum rökum. Hitt get ég staðfest að almenningur hér virðist mjög andsnúinn hvalveiðum og ég undrast það heldur ekki að meirihluti Bandaríkjaþings er á sama máli,“ sagði Magnús. Ekki kúvending Hann kvaðst ekki telja að mikil kúvending hafi orðið i afstöðu bandarískra stjórnvalda í hvalfrið- unarmálum við stjórnarskiptin þar í landi, að öðru leyti en því að „áð- ur fyrr kváðust þeir ekki sjá fyrir sér vísindaleg rök til málsins, en gerðu sér á sama tíma grein fyrir vilja almennings hér. Núna virðist eins og þeir hafi gert sér grein fyr- ir vísindalegum rökum í málinu en hafni þeim og fari að vilja almenn- ings. Stjómvöld segja að þrátt fyrir að færi megi rök fyrir því að hægt sé að veiða úr ákveðnum stofnum hvala þá yilji þau ekki fara gegn skoðunum almennings eða þing- meirihluta,“ sagði Magnús. „Ég tel að það þurfi að vinna mjög mikið að þessum málum áður en hvalveiðar hefjast. Það vakna upp spurningar um hvort bandarísk stjórnvöld ætli sér að hafa bein afskipti af málinu, með viðskipta- þvingunum, eða munu þau láta hjá líða þar til bandarískur almenningur mótmælir," sagði Magnús. 1!7 NÖATÖN Lambalæri 599 Kindahakk 398 p“ 21 Miúkís 429 ■<9 Kryddlegið lambakjöt á grillið! Sirlon sneiðar 795 pr. kg. Grillkótilettur 795 pr kg Rifjasneiðar 295 p"g Lambasvið 249 pr~g. Nýr Sjóeldislax í 1/1 499 p"g 6 stk. pítubrauð 109.- emmess ÍSBLÓM 4 stk. 199.- Sunglory Appelsínudjús 11t. 79.- Sunglory Epladjús 1 It. |jananar QO 89.- SPRITE 2 Lítrar 119 pr.kg „Castel Frites“ -franskar 750 g 199. Balsen Club Saltkex 49 - nakl 2,Bkg.ARIEL þvottaduft + 640 ml pakkinn . . , . Lenor mykingarefm Libbys Bakaðar baunir 1/2 dós 45.- 899. Micro poppkorn 89.- Agúrkur 25- - stykkið! Tómatar 195 P>.kg SANITAS PILSNER1/21 58.- Rampers Phases. &3> ■ O T I ■ l bleiur 998 Shampoo 3 brúsar 150 ml 199.- 0NÓATÚN Jokonomi Eldhúsrúllur 4 stk. 179.- VSkonomiV WC rúllur 8 stk 179.- Nóatúni 17 - S. 617000 Hamraborg 14, Kóp. - S. 43888 Furugrund 3, Kóp. - S. 42062 Rofabæ 39 - S. 671200 Þverholti 6, Mos. - S. 666656 Laugavegi 116 - S. 23456

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.