Morgunblaðið - 07.05.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 07.05.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborö 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. VamarUðið og öryggi Islands Bandaríska vamarliðið kom hingað til lands fyrir rúmlega fjörutíu áram til þess að tryggja öryggi þjóðarinnar á viðsjárverðum tímum og sem framlag Islendinga til sameiginlegra vama hins frjálsa heims. Það var aldrei ætlun þeirra, sem stóðu að komu vamarliðsins og börðust fyrir vera þess hér í landinu, að erlent herlið yrði hér um aldur og ævi. Þess vegna er það fagnaðarefni, ef breytingar í okkar heimshluta á undanfömum áram hafa leitt til þess, að ekki er lengur þörf fyrir jafn fjölmennt vamarlið og verið hefur á Keflavík- urflugvelli frá 1951. Rökin fyrir því, að nú sé tíma- bært að draga úr umsvifum vam- arliðsins, era augljós. Sovétríkin heyra sögunni til. Þótt Rússland ráði yfír herbúnaði þeirra er ljóst, að þjóðir Vesturlanda telja sér ekki standa ógn af rússneska stór- veldinu, heldur hafa þær tekið höndum saman um að veita Rúss- um öflugan fjárhagslegan stuðning til þess að byggja landið upp eftir gjaldþrot kommúnismans. Kafbát- amir, sem vora stöðugt á sveimi í kringum ísland, era ekki lengur hér á ferð. Herflugvélamar, sem komu reglulega frá Kólaskaga, sjást ekki lengur. Bandarísku flug- sveitimar á Keflavíkurflugvelli hafa ekki lengur sama hlutverki að gegna og áður. Þessi rök hljóta að vega þungt í viðræðum íslenzkra og banda- rískra stjómvalda næstu vikur um breytingar á starfsemi vamarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Frá sjón- arhóli Bandaríkjamanna er ástæðulaust að veija fjármunum bandarískra skattborgara í hemað- aramsvif, sem ekki er lengur þörf á að þeirra mati. Frá sjónarhóli okkar íslendinga er það ánægju- efni, að tímabært reynist að fækka veralega í erlendu herliði í landinu. Slíkum breytingum fylgja hins vegar ný viðhorf í öryggismálum okkar íslendinga, sem við verðum að taka afstöðu til. Sérhver sjálf- stæð þjóð verður með einhveijum hætti að tryggja öiyggi sitt. Það á ekki sízt við um smáþjóð, sem býr í landi, sem er hemaðarlega mikilvægt vegna legu sinnar. Þess vegna er það verkefni íslenzkra stjómvalda nú, þegar fyrirsjáan- legt er að verulegar og jafnvel róttækar breytingar verða á starf- semi vamarstöðvarinnar í Kefla- vík, að leggja grandvöll að nýrri stefnu í öryggismálum, sem tryggt geti öryggi þessarar smáþjóðar í framtíðinni. Kalda stríðinu er lokið en það er ekki þar með sagt, að friður ríki í heiminum. Fullkomin óvissa ríkir um framtíð fyrram lýð- velda Sovétríkjanna. A Balkan- skaga ríkir ógnaröld. Við getum ekki búið í friði í landi okkar nema tryggja öryggi okkar með viðun- andi hætti og í þeim efnum skiptir höfuðmáli, að Keflavíkurstöðin verði starfrækt þannig, að með litl- um fyrirvara verði hægt að nýta hana til fulls við breyttar og hættu- legar aðstæður. Fréttir þær, sem Morgunblaðið hefur birt frá Washington, sýna svo ekki verður um villzt, að Bandaríkjamenn telja tímabært að endurskoða vamarstefnuna, a.m.k. einstök atriði hennar, jafnvel styrk flugflotans sjálfs, sem er ekki veigaminnsti þátturinn í könnunar- og eftirlitsneti Atlantshafsbanda- lagsins hér á norðurslóðum. Æskilegt hefði verið að meira framkvæði hefði komið frá íslenzk- um stjómvöldum í þessum efnum. En hvað sem því líður skiptir máli, að við leggjum sjálfstætt mat á hagsmuni okkar og stöðu, sem þarf ekki endilega að vera það sama og Bandaríkjamanna. Þeir meta málin út frá sínum hagsmun- um, við út frá okkar hagsmunum. Og þótt hagsmunir þessara tveggja þjóða hafi yfirleitt farið saman þarf það ekki alltaf að vera svo í öllum atriðum. Morgunblaðið hefur á undan- fömum áram og áratugum itrekað minnt þjóðina á, að vamarliðið kom ekki hingað til þess að tryggja Is- lendingum tekjuauka. Morgun- blaðið hefur ávallt varað við því, að við yrðum fjárhagslega háðir dvöl vamarliðsins hér. Fjárhagsleg sjónarmið og atvinnustig geta ekki ráðið ferðinni um framtíð banda- ríska vamarliðsins. Það er ekki einn af atvinnuvegum íslenzku þjóðarinnar. Það breytir ekki því, að við verðum fyrir tekjutapi og fólk missir vinnu vegna fyrirsjáan- legs niðurskurðar í umsvifum vam- arliðsins. Við hljótum að horfast í augu við þau vandamál. Þau á ekki að nota sem röksemd í viðræð- um við bandarísk stjórnvöld á þann veg að ekki megi gera eðlilegar breytingar á vamarstöðinni, ef unnt þykir að öðra leyti. Það er heimsástandið, sem í raun á að móta vamarstefnu okkar og Atl- antshafsbandalagsins og nú eru aðstæður gjörólíkar því, sem verið hefur í kalda stríðinu. Frétt Morgunblaðsins í gær hef- ur valdið nokkra uppnámi, m.a. á Alþingi. Á blaðamannafundi í gær staðfesti utanríkisráðherra frétt blaðsins í öllum meginatriðum. Til- raunir bandarískra embættis- manna í Washington í gær til þess að draga úr mikilvægi málsins era misskildar tilraunir til þess að breiða yfír þær hugmyndir, sem era á döfínni í bandaríska stjórn- kerfínu. Þær hugmyndir era bæði eðlilegar og skiljanlegar. Banda- rískir embættismenn hafa sjálfír komið þeim á framfæri við íslenzk stjómvöld. En Bandaríkjamenn mættu gjaman minnast þess, að þegar kemur að þáttaskilum í mik- ilvægu samstarfí eins og vamar- samstarf þessara tveggja þjóða hefur verið, hlýtur krafa okkar íslendinga að vera sú, að þeir standi að þeim þáttaskilum af þeirri hreinskiptni, sem við teljum okkar hafa sýnt í öllum samskipt- um við þá. Starfsmenn varnarliðsins Alis eru íslenskir starfsmenn varnarliðsins 936 og búa um 72% þeirra á Suðumesjum en um 28% á höfuðborgarsvæðinu. Skfpting eftip starfsstéttum: Skrifstofu- og verslunarstörf 202 21,6% Iðnaðarstörf 184 19,7% Almennt verkafólk 177 18,9% Slökkvilið og snjóruðningur 140 14,9% Stjórnun 123 13,2% Verkstjórn 70 7,5% Verkfræðingar og tæknimenn 40 4,2% ALLS 936 flöpip íslenskir starfs- menn sem varnarliðið greiðir kostnað af: Starfsm. Aðalverktaka 370 Keflavíkurverktaka 107 Ratsjárstofnunar 62 ræstingaverktaka 58 pökkunar- og flutningaverktaka 48 Starfsm. annarra verktaka 49 sem vinna að öðrum verkefnum 10 Starfsm. á vegum ríkisfyrirtækja 11 ALLS 715 Alls var því 1.651 íslenskur starfsmaður sem varnariiðið greiddi kostnað af í fyrra. Varnariíðiö: Vamarliðsmenn 2.999 Borgarlegir starfsmenn 102 Fjölskyldur varnarliðsmanna 2.600 ALLS 5.701 Fyrirhugaður niðurskurður hjá Varnarliðinu S veitar stj órnar menn á Suðurnesjum um samdrátt hjá varnarliðinu Atvimiulif þolir ekki samdrátt og- sveitarfélög missa tekjur SVEITARSTJÓRNARMENN á Suðurnesjum segja að búast hafi mátt við fréttum af samdrætti í starfsemi varnarliðsins. Hins vegar komi það á óvart ef starfsemin verður dregin svo mikið saman á skömmum tíma og fregnir nú herma. Þeir segja að alkunna sé að atvinnuástand á Suðurnesjum sé bágborið og ljóst að sveitarfélögin missi spón úr aski sín- um, því ýmsar tekjur hafi runnið til þeirra frá varnarliðinu. „Við eram ekki alveg óviðbúnir þessu, en það er mikil og snögg sveifla ef þessi niðurskurður verður í einu vetfangi," sagði Ellert Eiríks- son, bæjarstjóri í Keflavík. Ellert sagði að Keflavíkurbær hefði ýmsar óbeinar tekjur af vera varnarliðsins, en beinar tekjur væra engar aðrar en útsvar starfsmanna, því bærinn fengi engin aðstöðugjöld frá varnarliðinu. „Auðvitað þýðir þetta tekjutap, því samdráttur þýðir minni veítu. Við eigum þó eftir að kynna okkur hvaða deildir fara, því það er mjög misjafnt eftir deildum hversu fjölmennir íslenskir starfs- menn era. Þessi niðurskurður á einn- ig eftir að skella af töluverðum þunga á höfuðborgarsvæðinu, því varnarlið- ið sækir ýmsa þjónustu og verslun þangað." Ellert sagði að strax og ljóst var að fé til bandarískra hermála yrði skorið niður hefðu íslendingar átt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn um tvíhliða samkomulag um sam- drátt á Keflavíkurflugvelli. „Við eig- um að fara til Washington, liggja þar í stjómmálamönnum og krefjast þess að þessar breytingar fari fram á skipulegan hátt, svo þær verði sem sársaukaminnstar fyrir báða aðila.“ Hann sagði að ef hlutfall Keflvík- inga sem misstu vinnuna yrði hið sama og hermanna sem hyrfu á brott, mætti eiga von á að 200 manns yrðu atvinnulausir vegna þessa. „Ef niður- skurðurinn hefði verið á 5-6 ára tímabili, þá hefði verið hægt að kom- ast út úr þessu, en það er mjög alvar- legt ef þetta skellur á allt í einu.“ Sveitarfélögin verði með í ráðum Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík, tók í sama streng og Ellert og sagði að búast hefði mátt við þessum samdrætti. „Það óvænta nú er að það er gert ráð fyrir miklu meiri samdrætti og það án þess að við hefðum af því spumir," sagði Kristján. „Eg minni á að vamarsamn- ingurinn er tvíhliða og um svona mikinn samdrátt, séu fréttir réttar, þarf auðvitað að semja. Sveitarfélög- unum á Suðurnesjum kemur þetta miklu meira við en svo, að það eigi ekki að heyrast stuna eða hósti um þetta mál fyrr en í Morgunblaðinu." Krisiján kvaðst vona að ríkis- stjórnin færi að semja við Banda- ríkjamenn um hvemig niðurskurði yrði háttað, þannig að atvinnulífið á Suðurnesjum þyrfti ekki að líða fyrir og sveitarfélögin fengju tíma til að vinna upp nýja atvinnumöguleika. Hann kvaðst vona að sveitarfélögin yrðu höfð með í ráðum. Kristján sagði að sveitarfélög á Suðurnesjum byndu vonir við Eignar- hg.ldsfélag Suðurnesja hf., sem stofn- að var í gærkvöldi. „Við höfum feng- ið 300 milljóna króna loforð frá Aðal- verktökum, en þeir peningar verða notaðir í uppbyggingu atvinnulífs hér. Hitaveita Suðumesja leggur fram 40 milljónir í sama tilgangi og sveitarfélögin, ásamt vatnsveitu og lífeyrissjóðum, leggja fram 115 millj- ónir. Þetta nægir þó engan veginn til að mæta niðurskurðinum á Vellin- um. Þar hljóta frekari aðgerðir að koma til, bæði af hálfu Suðumesja- manna og ríkisvaldsins." Beinar tekjur Njarðvíkur vegna vamarliðsins hafa verið fasteigna- gjöld og aðstöðugjöld af eignum, sem era tengdar starfSemi íslenskra aðila, annarra en Aðalverktaka. Þá fær bærinn útsvar frá íslenskum starfs- mönnum vamarliðsins. „Það er engin leið að átta sig á um hvaða upphæð- ir er að ræða. Við byijum á því að fara fram á að utanríkisráðherra skýri þetta mál nánar fyrir okkur,“ sagði Kristján Pálsson. Minni tekjur „Þetta leggst hrikalega illa í okkur Grindvíkinga, því við myndum missa heilmikið úr atvinnulífínu, bæði með beinum og óbeinum hætti,“ sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hann sagði að ekki hefði verið reiknað út hvaða tekjur bærinn hefði af varnarliðinu, þvi þar spiluðu margir þættir inn í. „Það er þó ljóst að tekjur minnka í kjölfar slíks niður- skurðar og svo kemur því kannski til viðbótar, að fólksfækkun gæti orðið í kjölfarið," sagði hann. „Það er ekki bjart yfír í atvinnumálum hér, því atvinnuleysi hefur verið við- varandi í alllangan tíma, með 100-120 manns á atvinnuleysis- skrá.“ Jón Gunnar sagði að markviss uppbygging atvinnulífsins, eins og Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. stefndi að, tæki langan tíma og gæti ekki bætt upp það aukna atvinnuleys- is, sem blasti við ef af þessum niður- skurði yrði. „Við hefðum átt að geta séð þetta fyrir, bæði út frá breyttum aðstæðum í heiminum og stjórnmál- unum í Bandaríkjunum. íslendingar hafa hins vegar lifað í þeirri von áð þetta myndi snerta alla aðra en þá, þar sem völlurinn væri svo mikilvæg- ur,“ sagði Jón Gunnar Stefánsson. Flýta verður uppbyggingu atvinnu „Við verðum að flýta þeirri at- vinnuuppbyggingu, sem við stefnum að með stofnun Eignarhaldsfélags Suðumesja," sagði Sigurður Valur Ásbjamarson, bæjarstjóri í Sand- gerði. „Atvinnuástandið hefur verið bágborið hér undanfarið ár og bæjar- félagið hefur reynt að stuðla að úr- bótum, en aðeins hefur verið unnt að leysa vandann tímabundið. Það þarf víðtækari lausnir og samstöðu allra sveitarfélaganna hér.“ Sigurður Valur sagði að erfitt væri að meta fjárhagsleg áhrif um- svifa varnarliðsins á Sandgerðisbæ. „Við höfðum aðstöðugjöldin, en sá tekjustofn er núna að detta út. Það átti að tryggja okkur tekjustofn í staðinn, en lausn á því máli er ekki fundin enn. Það er þó ljóst að sam- dráttur á Vellinum hefur mikil áhrif fyrir einstaklinga og sveitarfélög hér og forsvarsmenn sveitarfélaganna munu bera saman bækur sínar um þessi mál,“ sagði Sigurður Valur. 1989 1993 1994 18 12 ? Flugfloti Varnarliðsins -15C Eagle orrustuþota *9 *7 ? í| P-3C Orion karoátaleitarflugvél / Sikorsky HH-60 G þjörgunarþyria* Myndin sýnir Sikorsky SH-3G Sea King þyrlu sem áöur var i notkun hér á landi ? ? \ 1 \ 1 ? 26 FLUGVÉLAKOSTUR Varnarliðsins hefur skroppið nokkuð saman á síðustu árum. Vegna færri kafbátaferða Rússa eru að jafnaði færri kafbátaleitarvélar staðsettar hér. Nauðsyn þótti á átján orrustuþotum og tveimur ratsjár- vélum um miðjan síðasta áratug, er allt upp í 170 sovézkar Lockeed KC-135 R Hercules eldsneytidbirgðavél Lockeed KC-130 Hercules björgunárflugvél P-3 Orion flutningaflugvél E-3A AWACS ratsjárflugvél ^SAMTALS vélar flugu inn á íslenzka loftvarnasvæðið, en undanfarið ár hefur ekki ein einasta rússnesk herflugvél sézt í íslenzkri lofthelgi. Orrustuþotunum hefur verið fækkað um sex nú þegar og ratsjárvélarnar eru einnig farnar heim. Arne Olav Brundtland hjá Norsku utanríkismálastofnuninni Ekkí mikið eftir til að hafa eftirlit með frá Keflavík ARNE Olav Brundtland, sem starfar að rannsóknum hjá norsku utanríkis- málastofnuninni, segir við Morgunblaðið að það hafi lengi legið í loftinu að dregið yrði úr varnarviðbúnaði Bandaríkjamanna á íslandi. Hann segir hins vegar að ef komi til þess að allar F-15 og P-3-Orion vélar Bandaríkjahers verði kallaðar heim jafngildi það þvi að Keflavikurstöðin sé „sett í salt“. Nærri helmingsfækkun í varnarliðinu gilti sama máli. Brandtland segir að í norsku stjórn- málalífí hafí menn ekki fengið ná- kvæmar fregnir af þessum áformum en mörgum virðist sem þau séu rétt- mæt í ljósi þess hversu mikla þörf Bandaríkjamenn hafí fyrir að draga úr útgjöldum til vamarmála. „Mikilvægasta hlutverk Keflavíkur- stöðvarinnar er eftirlit á hafí. Rúss- neski flotinn er ekki lengur með um- svif á nærliggjandi hafsvæðum og það er því ekki mikið eftir til að fylgjast með. Frá herstöðvum í Noregi og Bretlandi er líka fylgst með því sem fer fram á norðurslóðum. Það er auð- velt að flytja flugvélar. Ef þörf krefði, myndi það einungis taka nokkrar klukkustundir að flytja eftirlitsvélam- ar aftur til íslands og það sama á við um F-15 orrustuþotumar. En maður skilur vel ef íslensk yfirvöld vilja af öryggisástæðum reyna að draga úr niðurskurði Bandaríkjamanna. Það er auðveldara að fara á brott en að koma til baka með skömmum fyrirvara," segir Brundtland. Það er að hans mati grandvallarat- riði að Bandaríkjamenn telji enga hemaðarlega ógnun stafa af Rúss- landi lengur. „Áður vora það oft bandamenn okkar sem vöraðu við en við sem vildum gera minna úr hætt- unni úr norðri,“ segir Brundtland. „Nú virðist sem þetta hafí snúist við.“ Eftir að hafa átt viðræður við bandarísk stjórnvöld uni þessi mál í Washington fyrir tveimur vikum telur Brundtland að Bandaríkjamenn hafi minni áhyggjur af norðurflota Rússa« - en Norðmenn. Hann segir hins vegár að í þeim samtölum sem hann átti hafí verið lögð áhersla á að Banda- ríkjafloti væri áfram mjög öflugt hem- aðartæki. Þó svo að skip væra stödd í Kyrrahafi eða á Miðjarðarhafi væri norðurflotinn rússneski alls ekki gleymdur og flotasveitimar væru mjög hreyfanlegar og næðu til mjög víðáttumikils svæðis. Utanríkisráðherra í utandagskrárumræðu á þingi um málefni varnarliðsins Stjómarandstaðan með hræsni og tvískinnung í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU á Alþingi í gær sökuðu þingmenn stjómar- andstöðunnar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Björn Bjarnason formann utanríkismálanefndar Alþingis um að leyna Alþingi upplýsingum sem fram hefðu komið um áform bandariskra stjórnvalda í þá vem að draga úr umsvifum varaarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Jón Baldvin og Bjöm mótmæltu þessu og sagði Björn að málið hefði verið margrætt í utanríkismálanefnd. Utanríkisráðherra kallaði málflutning þingmanna sljómarandstöðunnar hræsni og tviskinnungshátt þegar þeir lýstu áhyggjum af atvinnuástandi á Suðurnesjum. Hjörleifur Guttormsson var máls- hefjandi og sagði það hafa vakið veru- lega athygli þegar fram kom í Morg- unblaðinu í gær að mikill niðurskurður væri fyrirhugaður í herstöðinni í Keflavík. Hann beindi fyrirspumum til utanríkisráðherra um það hvenær íslensk stjómvöld hefðu fengið vitn- eskju um líkur á miklum niðurskurði í herstöðinni, hveijir í ríkisstjóm og í hópi alþingismanna hefðu fengið upp- lýsingar um þá stöðu mála og hvenær og hvers vegna ráðherra hafí ekki upplýst utanríkismálanefnd og Alþingi milliliðalaust um í hvert efni stefndi. Þá vildi hann fá svar við því hvaða orðsendingar hefðu farið milli ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda síðustu daga og vikur, hvaða skref væru fyrirhúguð af hálfu stjórnvalda í framhaldi af þessum tíðindum og til hvaða ráðstafana ríkisstjómin ætli að grípa í atvinnumálum á Suðumesjum í ljósi líklegrar þróunar og til bjargar því fólki sem að ósekju yrði þolendur þessara breytinga. Áð síðustu vildi hann vita hvort ríkisstjórnin í ljósi þessara atburða væri reiðubúin til að taka upp samráð við alla þingflokka um að herstöðvarsamningnum yrði sagt upp, ísland skipaði sér utan hem- aðarbandalaga og íslenskir öryggis- hagsmunir yrðu tryggðir, m.a. í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðimar. Ekki tímabært að upp- lýsa utanríkismálanefnd í svari Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra kom fram að ís- lensk stjómvöld hefðu 16. apríl síðast- liðinn fengið vísbendingu um að á vegum bandarískra hemaðaryfirvalda væri verið að kanna kosti sem gætu þýtt breytingu á starfsemi varnarliðs- ins. Upplýsingar um þessa vísbend- ingu hefði forsætisráðherra fengið, og hann hefði síðan tjáð utanríkisráð- herra að hann hefði skýrt formanni utanríkismálanefndar frá málinu. Um það hvers vegna utanríkisráð- herra hefði ekki upplýst utanríkis- málanefnd og Alþingi um í hvert stefndi sagði Jón Baldvin að það hefði ekki verið tímabært vegna þess að vísbendingamar hefðu verið óstað- festar, og væra það reyndar enn, og málið væri enn á því stigi að það væri verið að afla um það upplýsinga, sem hægt væri að setja fram þannig að þær teldust áreiðanlegar eða óyggj- andi. Utanríkisráðherra sagði engar orðsendingar um þetta mál hafa farið milli íslenskra og bandarískra stjóm- valda undanfama daga og vikur. Hann sagði að hann hefði seinnihluta apríl myndað starfshóp embættis- manna í utanríkisráðuneytinu sem hann hefði falið að undirbúa tillögur og greinargerð af hálfu íslenskra stjórnvalda um hugsanlegar breyting- ar á starfsemi vamarliðsins. Hann hefði óskað eftir því að þessir embætt- ismenn næðu viðtölum við rétta aðila í bandaríska stjómkerfínu nú á næstu dögum, en engar dagsetningar hefðu verið ákveðnar. Utanríkisráðherra sagði að til við- bótar þeim almennu aðgerðum sem ríkisstjómin hefði gripið til í atvinnu- málum þá hefði hún tekið ákvarðanir um sértækar aðgerðir að því er varðar atvinnumál á Suðumesjum. Þar bæri hæst ákvörðun um að veija allt að 300 milljónum króna af fjármunum í eigu íslenskra aðalverktaka til tiltek- inna arðbærra verkefna í atvinnulífi á Suðurnesjum, að því tilskildu að aðilar á Suðurnesjum legðu fram þar á móti um 200 milljónir króna og að sýnt væri fram á af heimamönnum að um væri að ræða verkefni sem væra arðbær og gætu orðið atvinnulíf- inu lyftistöng og skapað arðbær starfstækifæri. „Þessu til viðbótar hefur ríkisstjóm- in lengi haft í undirbúningi að stofna sérstakt fríiðnaðarsvæði á Suðumesj- um. Fyrir liggja áfangaskýrslur um það mál, ákvörðun ríkisstjómar um stuðning við málið og framlög til þess að hrinda því {framkvæmd. Félag um það verður stofnað nú á næstu dög- um. Viðræður við aðila sem lýst hafa áhuga á að setja upp atvinnustarfsemi á Suðumesjum ættu þar af leiðandi að geta hafist. Allt hefur það mál dregist nokkuð í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á staðfestingu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem er forsenda fyrir því að erlendir aðilar hafí áhuga á slíkri starfsemi," sagði utanríkisráðherra; Hann svaraði því neitandi að ríkisstjómin væri í ljósi þeirra atburða sem um ræðir reiðubú- in til að taka upp samráð við alla þing- flokka um að herstöðvasamningnum yrði sagt upp. Læðst á refaklóm Páll Pétursson sagði illt til þess að vita hve Islendingar væru orðnir háð- ir varnarliðinu efnahagslega. Hann sagði að sem kunnugt væri þá væri atvinnuástand á Suðurnesjum erfítt, og fólk þar vantaði úrræði en ekki fyrirheit sem ekki væru efnd. Páll sagðist átelja vinnubrögð utanríkis- ráðherra og formanns utanríkismála- nefndar í þessu máli, þar sem þeir hefðu ekki greint utanríkismálanefnd á fundum hennar upp á síðkastið frá þeim upplýsingum sem þeir hefðu fengið. „Þetta sýnir mér að þeir hafa verið að læðast þama á refaklóm og ekki komið hreint fram við hvorki þingið eða utanríkismálanefnd." Málið oft á dagskrá utanríkismálanefndar Bjöm Bjamason formaður utan- ríkismálanefndar sagði stöðu íslands gagnvart Bandaríkjunum og vamarsamstarfið við Bandaríkin hafa verið á dagskrá utanríkismálanefndar oftar en einu sinni í vetur, og raunverulega hefði ekkert gerst í þessu máli annað en að frétt hefði birst í Morgunblaðinu um að hugsanlega yrðu einhveijar breytingar á Keflavíkurflugvelli. Málið hefði oftar en einu sinni verið rætt í utanríkismálanefnd í vetur. Varðandi þær upplýsingar sem hefðu borist um að þessar breytingar væra kannski á döfinni ákveðnar nú en áður, þá hefði hann ekki talið ástæðu til þess að gera þær að sér- stöku umtalsefni miðað við það hvem- ig mál hafa verið lögð upp í nefnd- inni. Umræður um þessi mál hefðu farið fram 27. apríl síðastliðinn og þar hefði hann vikið sérstaklega að því að það kynni að koma til þess að vegna ákvarðana um fjárveitingar í Banda- ríkjunum yrði veruleg röskun á starf- seminni á Keflavíkurflugvelli. „Málið er mjög óljóst og varla til þess ætlandi að menn beri óljósar fréttir sem staðfesta niðurstöðu undir utanríkismálanefnd eða aðra, þannig að ég biðst algerlega undan því að ég hafí verið að leyna nokkram upp- lýsingum," sagði Bjöm. Samráðsleysið tíl háborinnar skamrnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði frétt Morgunblaðsins í sjálfu sér ekki vera neina frétt þar sem það hefði legið fyrir síðan 1989 að mikill niður- skurður væri fyrirhugaður á Keflavík- urflugvelli. Þetta væri hins vegar að verða áþreifanlegri staðreynd en verið hefði, og hefði því átt að ræða málið í utanríkismálanefnd. „Þó auðvitað sé þetta sársaukafull- ur atburður ef fjöldi manns missir þarna vinnuna, þá hljótum við samt að fagna því ef áðstæður í heiminum eru þannig að herinn geti horfíð héðan á brott.“ Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagði samráðsleysi stjómvalda við utanrík- ismálanefnd vera til háborinnar skammar og dæmigert fyrir vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar. Þá hefði ríkt vítavert andvaraleysi vegna atvinnu- mála á Suðurnesjum þrátt fyrir að löngu væri ljóst að hveiju stefndi þar, og ástæða væri til að harma hvemig á þeim málum hefði verið tekið. Samráðsákvæði laga brotið Steingrímur J. Sigfússon sagði að hneyksli hefði orðið í samskiptum rík- isstjómarinnar og formanns utanríkis- málanefndar við utanríkismálanefnd og Alþingi, og í raun og vera brotið samráðsákvæði laga. „Að sjálfsögðu er það fagnaðarefni að þróunin sé í átt til þess að hér dragi úr vígbúnaði og herinn hugsi sér til hreyfings. En tilfínningar manna verða eðlilega blendnar við þær aðstæður að þetta dregur athyglina að því hversu efnahagslega háð við erum dvöl hersins og þvi alvarlega ástandi sem skapast á Suðurnesjum í kjölfarið og er það þó nógu slæmt fyrir. í þeim efnum er auðvitað hæstv- irt ríkisstjóm með allt niður um sig eins og reyndar víðar og hefur reynst gjörsamlega ófær um að taka þar á nokkram hlut.“ Hræsni og tvi- skinnungsháttur Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra tók aftur til máls og sagði að ef þau tæplega tvö þúsund manns sem ættu atvinnu sína á Suðumesjum undir starfsemi vamarliðsins, verk- taka í þjónustu þess eða annarra við- skiptaaðila, myndu heyra málflutning stjórnarandstöðuþingmanna, þá myndi það undrast hræsni og tviskinn- ungshátt þessara svokölluðu málsvara þjóðfrelsis á íslandi. „Þetta fólk ber einkum og sér í lagi þungar áhyggjur af atvinnu þess fólks sem starfar við þessar atvinnu- greinar, og talsmenn Alþýðubanda- lagsins dirfast að koma hér fram og segja að Alþýðubandalagið hafi lagt fram einhverjar tillögur. Staðreyndin er sú að þegar reynt hefur verið að halda samningsaðilum okkar að því að fjármagna umsamdar framkvæmd- ir þá hafa talsmenn Alþýðubandalags- ins fordæmt það og kallað það að fara með betlistaf til erlendra aðila. Og þegar gerðar hafa verið ráðstafan- ir til þess að tryggja íslensku atvinnu- lifí ný útflutningstækifæri eins og til dæmis með EES-samningnum, sem gæti gerbreytt hlutverki Keflavíkur- flugvallar og orðið lyftistöng fyrir sjávarútveg á Suðurnesjum, þá hefur gervöll stjómarandstaðán fordæmt það. Og í þriðja lagi þegar unnið hef- ur verið að því að hrinda í framkvæmd frísvæði á Suðumesjum sem nýtti þá aðstöðu sem þama er og byggir á forsendum EES-samningsins þá hef- ur þessi stjómarandstaða fordæmt það. Þannig að ég lýsi því yfír í sam- bandi við þessa svokölluðu áhyggjur sem þetta fólk lýsir yfir: Vei yður, þér hræsnarar!" Hitaveita Suðurnesja Viðskipti við vamar- liðið 60% teknanna VTÐSKIPTI varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli við Hitaveitu Suður- nesja námu tæpum 60% af tekjum hitaveitunnar á síðasta ári. Hlutur varaarliðsviðskiptanna er um einn milljarður. Hlutur vatnssölu hita- veitunnar til vamarliðsins er 42% af tekjunum og rafmagnsnotkun 14% að sögn Júlíusar Jónssonar framk væmdastj óra. Vegna ákvæða í samningi hitaveit- unnar við vamarliðið sem undirritaður var í febrúar sl., er vamarliðinu óheimilt að draga meira úr kaupum á vatni árlega en sem nemur 7,5% af árlegri notkun. Tekjur hitaveitunnar af vatnsnotkun vamariiðsins á síðasta ári námu rúmum 700 milljónum og miðað við það yrði beinn tekjumissir hitaveitunnar vegna 7,5% samdráttar í vatnsnotkun vamarliðsins um 54 milljónir króna á ári. Um er að ræða 3-4% samdrátt heildartekna. Að sögn Jóns mega báðir aðilar óska eftir end- urskoðun á samningnum eftir 5 ár. Vamarliðið getur hins vegar dregið úr rafmagnsnotkun að vild og að sögn Jóns er þannig er ómögulegt að segja til um hvaða heildaráhrif minnkandi umsvif vamariiðsins og fækkun mannafla hafa á tekjur hitaveitunnar. „Ef af þessu verður minnka öll um- svif hér og óbeinu áhrifín á reksturinn gætu jafnvel orðið meiri en þau sem hægt er að mæla beint,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.