Morgunblaðið - 07.05.1993, Page 29

Morgunblaðið - 07.05.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 29 Morgunblaðið/Rúnar Þór Tekist er á um hvort stækka eigi barnadeild FSA með því að byggja við núverandi deild út á þak tengi- byggingar eða byggja nýja álmu. Þau Baldur Jónsson yfirlæknir og deildarstjórarnir Valgerður Valgarðs- dóttir og Kristín Sigurðardóttir telja farsælustu lausnina að byggja út á þakið þar sem þau standa. A Hörður Askelsson á hádegistónleikum HÖRÐUR Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, heldur hádegis- tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 8. maí, og hefjast þeir kl. 12. Tónleikarnir verða m.a. helgaðir minningu Páls ísólfssonar, en á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæð- ingu hans. Auk verka eftir Pál leik- ur Hörður „Snertur“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem samið var fyr- ir vígslu hins nýja orgels Hallgríms- kirkju og loks leikur hann verk eft- ir Jón Nordal. Hörður Áskelsson fæddist á Ak- ureyri árið 1953 og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og í Reykjavík en var síðan í fram- haldsnámi við kirkjutónlistardeild tónlistarháskólans í Diisseldorf og lauk organista- og kantorprófi þar vorið 1981. Hann var ráðinn organ- isti við Hallgrímskirkju sumarið 1982, hann stofnaði Mótettukór kirkjunnar og var aðalhvatamaður að stofnun Listvinafélags Hall- grímskirkju. Hann hefur komið fram á tónleikum víða á íslandi, í Noregi, Þýskalandi og á Ítalíu. Tekist á um tvo kosti vegna stækkunar barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins Þakbyggmg” eða ný álma FRÁ því í febrúar hefur sú ákvörðun stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri að byggja við barnadeild spítalans út á þak tengibyggingar legið í salti, en þessi ákvörðun var tekin í nóvember síðastliðnum. Til er í sjóði drjúgur hluti þeirrar upphæðar sem áætlað er að kosti að byggja barnadeildina út á þakið, en ástæða þess að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum er m.a. sú að viðraðar voru hugmyndir um byggingu sérstakrar álmu sunnan við gamla sjúkrahúsið. Stjórn FSA hefur m.a. rætt þetta mál við samstarfsnefnd um opinberar byggingar þar sem verið er að skoða ýmsa fleti og er þess vænst að niðurstaða liggi fljótt fyrir og að í samræmi við hana og vilja heilbrigðis- og fjármálaráð- herra verði tekin ákvörðun um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Yfirmenn á barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri telja mjög brýnt að aðstaða á deildinni verði bætt, en hún hefur verið í bráða- birgðahúsnæði á stigapalli í 17 ár. Mikið álag hefur verið á deildinni í vetur og innlögnum ijölgað umtals- vert. Frá áramótum hafa 277 böm verið lögð inn á deildina sem er 40 börnum fleira en var árið á undan. Iðulega em mun fleiri böm á deild- inni en fjöldi rúma segir til um. „Það er í raun með ólíkindum hversu vel okkur helst á starfsfólki við þau skil- yrði sem hér em, en dugnaður og langlundargeð hjúkmnarfólks hefur haldið þessu gangandi. Það lifir allt- af í voninni um að úr rætist," sagði Valgerður Valgarðsdóttir deildar- stjóri á bamadeild. Baldur Jónsson yfirlæknir sagði að byggingamál deildarinnar hefðu velkst áfram í kerfinu um nokkurra ára skeið. Stækkun barnadeildar var sett á forgangslista í skýrslu nefndar frá árinu 1990. Starfshópur sem skipaður var ári síðar fór í saumana á öllum þáttum er snertu uppbygg- ingu nýrrar deildar og síðasta haust samþykkti stjórn sjúkrahússins að deildin skyldi stækkuð með því að byggja við núverandi rými út á þak tengibyggingar til suðurs. Frestað í upphafi var áætiað að byggð yrði ný álma sunnan við gamla sjúkrahúsið, en norðanmönnum til- kynnt að ekki væri hægt að útvega fé til slíkra framkvæmda. I byijun þessa árs kom fram á fundi með fulltrúum úr heilbrigðisráðuneyti að þakbyggingin væri ekki góð lausn. Slík bygging væri ekki samkvæmt áætlun um uppbyggingu sjúkrahúss- ins og var samþykkt á fundi í febr- úar að fresta öllum frekari ákvörð- unum um stækkun barnadeildar þar til ljóst yrði hvort fé fengist til bygg- ingar nýrrar álmu. Ef deildin yrði stækkuð út á þakið yrði um 750 fermetra .byggingu að ræða með núverandi húsnæði og er áætlað að kostnaður nemi um 85 millj. kr., en framkvæmdafé fyrri ára sem ekki hefur verið notað er um 50 milljönir auk þess sem Akureyrar- bær leggur fram hluta af kostnaði. Kostnaður við byggingu nýrrar álmu er á bilinu 3-400 milljónir kr. „Við viljum fyrir alla muni að eitt- hvað verði gert, það liggur á að stækka deildina og bæta aðstöðuna. í okkar huga er farsælasta lausnin sú að byggja út á þakið, við erum ekki hrifin af hugmyndinni um bygg- ingu sérstakrar álmu, því það er alls ekki ljóst hvaða starfsemi yrði í þeirri hugsanlegu byggingu,“ sögðu yfirmenn deildarinnar. „Tónlist í kirkjunni“ „TÓNLIST í kirkjunni," er yfirskrift málþings sem haldið verður í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, laug- ardaginn 8. maí, en það hefst kl. 14. Á málþinginu flytja erindi þeir Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, Þorkell Sigur- bjömsson, tónskáld og séra Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla. Að loknum erind- um verða pallborðsumræður, en í þeim taka þátt auk ræðu- manna, þeir Björn Steinar Sól- bergsson organisti Akureyrar- kirkju, Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Málþingið er hluti af kirkju- listaviku sem staðið hefur yfir í Akureyrarkirkju. lands dagana 26. maí til 2. júní 1993. Frá kaffisölu Kvenfélags Heima- eyjar árið 1991. ■ KVENFÉLAGIÐ Heimaey heldur sitt árlega lokakaffi sunnu- daginn 9. maí nk. á Hótel Sögu, Súlnasal. Aðaltilgangur kaffisöl- unnar er að bjóða öldruðum Vest- manneyingum til fagnaðar. Kven- félagið er 40 ára um þessar mund- ir, stofnað 9. apríl 1953, hugmynd- in að stofnun félagsins var þegar 13 konur frá Vestmannaeyjum komu saman í Reykjavík og ákváðu að stofna félag. Aðalmarkmið fé- lagsins skyldi vera að viðhalda kynnum meðal kvenna úr Vest- mannaeyjum og styðja og gleðja sjúka og aldraða Vestmanneyinga er hér dvelja í sjúkrahúsum. í félag- inu eru nú hátt á þriðja hundrað konur og hefur það um árabil gefið veglegar gjafir til líknarmála, m.a. með ágóða af kaffisölu þeirra. (Fréttatilkynning) H UNGLINGAR frá Félagsmið- stöðinni Bústöðum hafa undanfar- in ár verið í tengslum við jafnaldra sína í Ikast kommune í Danmörku. Þetta er bundið við þá sem eru í 9. bekk þannig að þegar byijað er í 9. bekk að hausti þá er hafist handa við að mynda tengsl við jafn- aldra í Ikast kommunale ungdoms- skole. Eftir veturinn, sem notaður er í fjáröflunarstarf, er hafíst handa við að skipleggja heimsókn til Dan- merkur sem farin er seinni hluta sumars. Þá er dvalið í Ikast komm- une í tvær vikur við leik og starf með dönskum unglingum. I ár er það óvenju stór hópur sem hefur ákveðið að fara í ferðina til Dan- merkur og því verða krakkamir að vinna við fjáröflun fram á sumarið. Núna um helgina (sunnudaginn 9. maí) verða þau t.d. með bás í Kola- portinu og selja þar ýmislegt góð- gæti. Vonast aðstandendur ferðar- innar til að sem flestir, sem leið eiga í Kolaportið, taki eftir ungling- unum, þó ekki væri til annars en forvitnast um þetta norræna sam- starf. (Fréttatilkynning) I ÁRLEG fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins verður farin laug- ardaginn 8. maí. Lagt verður upp frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin kl. 10 árdegis og verður fyrst ekið út á Álftanes og hugað að fuglum þar. Sérstaklega verður skyggnst eftir margæs en hún er hér á ferð um þetta leyti á leið sinni til varpstöðvanna á Grænlandi. Áfram verður haldið um Hafnar- fjörð og suður á Miðnes, komið við á Garðskagavita, Sandgerði og víðar. Þá verður haldið á Hafnar- berg. ■ FISKIFÉLAG íslands boðar til fundar laugardaginn 8. maí um umhverfisáhrif veiðarfæra. Fundur- inn verður haldin í húsi Fiskifé- lagsins, Höfn v/Ingólfsstræti í Reykjavík og hefst hann kl. 14. Frummælendur á fundinum verða Einar Hreinsson sjávarútvegs- fræðingur og Sveinbjörn Jónsson, sjómaður frá Súgandafirði. Einar sýnir neðansjávarmyndir um botn- lag og áhrif togveiðarfæra á sjávar- botninn, m.a. fjallar Einar um skað- semi veiðarfæra fyrr og nú, nútíma togveiðarfæri og búnað þeirra, meint landspjöll af völdum togveið- arfæra og hvort fyrstitogarar séu ryksuguskip? Þá er einnig rætt um umgengni á landgrunninum svo og um dragnótina og hvort hún eyði öllu lífi á grunnslóð. Einar starfar hjá Netagerð Vestfjarða á ísafírði og hefur tekið mikið af myndum neðansjávar um hvernig veiðarfæri hegðaj sér í sjó og áhrif þeirra á umhvefí sitt. Sveinbjörn gerir út á trillu frá Suðureyri við Súganda- fjörð og hefur unnið við fískverkun og í útgerð um árabil. Frá handavinnusýningu aldr- aðra. ■ FÉLAGS- og tómstundastarf á vegum Reykjavíkurborgar á 24 ára afmæli um þessar mundir en öldrunarþjónustudeild Félagsmála- stofnunar rekur nú félags- og tóm- stundastarf á 13 stöðum í höfuð- borginni. Um þessar mundir er vetr- arstarfinu að ljúka og sumarstarfið með orlofí, ferðalögum og sumar- dagskrá að hefjast. Sýningar á handavinnu og listmunum aldraðra verða um næstu helgar og verða sem hér segir: Frá 8.-10. maí kl. 14-17 verða sýningar á Afla- granda 40, Norðurbrún 1, á Vest- urgötu 7 og í Lönguhlíð 3. Dag- ana 15.-17. maí frá kl. 14-17 verða sýningar í Bólstaðarhlíð 43, í Hvassaleiti 56-58, Seljahlíð v/IJjallasel, í Hraunbæ 105 og í Hæðargarði 31. í tilefni af ári aldr- aðra í Evrópu verður efnt til sam- sýningar í Tjarnarsal ráðhússins dagana 22. maí til 27. maí. ■ BORGARDEKKJA TORFÆR- AN verður haldin laugardaginn 8. maí kl. 13. Þetta er fyrsta keppni ársins í torfæruslagnum og verður hún haldin í neðri gryfjum við Jós- epsdal. 18 keppendur eru skráðir til keppni. Sýning verður haldin föstudaginn 7. maí kl. 14 hjá Bíla- búð Benna á Vagnhöfða í tilefni Borgardekkjatorfærunnar. Þar verða allir helstu keppendur með tæki sín. Þar verður einnig forsala aðgöngumiða á Borgardeklqator- færuna. ■ KONUR í Lionsklúbbnum Eir í Reykjavík hafa til nokkurra ára selt miða á frumsýningu einnar kvikmyndar í Háskólabíói. Nú er það myndin Mýs og menn og fer frumsýningin fram á laugardag kl. 14. Áður en sýningin hefst syngur Signý Sæmundsdóttir, óperusöng- kona, nokkur lög. Mýs og menn eftir sögu nóbelsskáldsins Johns Steinbeck í nýrri útfærslu og leik- stjórn Gary Sinise verður stór- myndinn í ár sem Háskólabíó hefur gefið Lionsklúbbnum Eir frumsýn- ingarrétt á. Jafnan hefur Lionsklúb- burinn sett þau markmið að and- virði af sölu um eitt þúsund miða hverju sinni, renni til forvarn- arstarfa í baráttunni gegn eitulyfj- um. Enn eru markmiðin þau sömu. Konurnar selja miðana á frumsýn- inguna, en sýningardaginn verða aðgöngumiðar seldir í Háskólabíói. Sýning um fyrsta verk- fræðinginn OPNUÐ verður í anddyri Háskóla- bíós laugardaginn 8. maí sýning til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að ráðinn var til starfa fyrsti verkfræðingur Iandsins. Verkfræðingur landsins varð síð- ar að embættinu landsverkfræð- ingur, sem var við lýði til ársloka 1917. Fyrsti landsverkfræðingur var Sigurðiu- Thoroddsen sem jafnframt var fyrsti Islendingur- inn til að ljúka prófi í verkfræði. Sigurður gegndi embætti til 1904 en tók þá við starfí kennara við Lærða skólann í Reykjavík. Tveir aðrir gegndu embætti landsverk- fræðings, þeir Jón Þorláksson síðar forsætisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík árin 1905-1917 og Thor- vald Krabbe 1906-1917 en hann tók þá við nýstofnuðu embætti vita- og hafnarmálastjóra. Undir embætti landsverkfræðings heyrðu nær allar opinberar framkvæmdir en á þessum árum voru þær að lang mestu á sviði samgöngumála. Árið 1917 varembætti landsverk- fræðings lagt niður en við tóku tvær nýjar stofnanir, Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálaskrifstofan. Það eru einmitt þessar tvær stofnan- ir, arftakar landsverkfræðingsemb- ættisins, sem standa að sýningunni ásamt Verkfræðingafélagi Islands. Sýningin vei'ður opin fyrir almenn- ing 8. til 21. maí nk. á virkum dögum kl. 9.00—16.30 og fyrir bíógesti frá kl. 16.30 en á laugardögum og sunnudögum kl. 12.00— 14.30 fyrir almenning en annars fyrir bíógesti. Sýningin verður formlega opnuð kl. 13.30 laugardaginn 8. maí nk. í anddyri Háskólabíós, nýrri hluta. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.