Morgunblaðið - 07.05.1993, Side 37

Morgunblaðið - 07.05.1993, Side 37
Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra og þeirra systkina. Móðir Ólafs, föðurbróður míns, var Mar- grét Þórðardóttir, alþingismanns Guðmundssonar alþingismanns í Hala í Holtunum, en Þórður var einn af helstu framfaramönnum Rangæinga á sinni tíð. Þannig var Ólafur heitinn kominn af búhöldum í báðar ættir. Þeir bræðumir vom fjórir: elstur var Ásgeir, heildsali í Reykjavík, fæddur 1891, dáinn 1962, Ólafur, fæddur 1893, Þórður, fæddur 1896, en yngstur var Ragn- ar, hæstaréttarlögmaður og löggilt- ur endurskoðandi, fæddur 1906, dáinn 1982, en hann rak eigin lög- fræði- og endurskoðunarstofu í Reykjavík frá 1942 til dánardags. Þau Ólafur og Margrét eignuðust tvær dætur, sem báðar dóu innan við tveggja ára aldur, þær Ragn- hildi, dána 1903, og Aðalheiði, dána 1913. Ólafur heitinn varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1914. Hann var tvær vertíðir til sjós frá Garði á Suðurnesjum, árin 1911 og 1912. Sjósóknin var þá stunduð á árabátum og þurftu menn að vera harðduglegir og hraustir til að þola vosbúðina sem starfinu fylgdi. Ólafur bjó síðan í föðurhús- um og vann þar við bústörf. Árin 1920-1923 var Ólafur á fjórum vetrarvertíðum á togara frá Reykja- vík, þar af tvær hjá Halldóri á Háteigi, skipstjóra og útgerðar- manni, sem giftur var Ragnhildi Pétursdóttur frá Engey, frænku Ólafs. Árið 1934 tók hann við rekstri búsins í Lindarbæ ásamt bróður sínum Þórði og hafa þeir rekið bú þar síðan. Þeir keyptu tún og land jarðarinnar Götu og túnin í Vétleifsholti 1, Ráðagerði og Gíslakoti, allt árið 1947, og samein- uðu landi Lindarbæjar. Búskapur þeirra bræðra bar ávallt vott um fyrirhyggju í hví- vetna. Þannig vildu þeir aldrei taka lán vegna framkvæmda og gættu þess ávallt að eiga fyrningar í hlöð- unni til að mæta löngum vetri ef svo bæri undir. Metnaður þeirra var ekki síst falinn i velferð skepnanna, en umhyggjan fyrir þeim var tak- markalaus. Þeir bræður stunduðu blandaðan búskap, höfðu yfirleitt 10-15 mjólkandi kýr eftir að farið var að seija mjólk til Mjólkurbús Flóamanna og 100-200 fjár, hænsni til heimilisbrúks og ávallt 20-30 hross. Þeir hættu kúabúskap um 1970, en fjárbúskap stunduðu þeir allt til 1989. Ennþá eru níu hestar í Lindarbæ þannig að búskap stundaði Ólafur til dauðadags. Ólafur hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóðmálum. Mestur var áhugi hans á málefnum sveitarinnar eins og ýmis störf hans að atvinnu- málum og félagsmálum bera vitni um, en hann gegndi fjöldamörgum trúnaðarstörfum' fyrir sveitunga sína. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélags Ásahrepps 1911 og var þar formaður í nokkur ár. Hann var einn stofnenda Búnaðar- félags Ásahrepps, sat í stjórn fé- lagsins í mörg ár og var gerður að heiðursfélaga þess 1980. Hann var féhirðir Landþurrkun- arfélags Safamýrar frá stofnun þess um tíu ára skeið, en það félag byggði mýrarskurðinn mikla sem Ólafur faðir hans hafði mælt fyrir og breytti Safamýri úr hálfgerðu flóði í eitt mesta engi landsins, sem gaf af sér tugi þúsunda hestburða af heyi árlega. Hann var meðal stofnenda Kaupfélags Rangæinga og í stjórn þess 1928 til 1933 og 1935 til 1948, þar af formaður í átta ár. Hann var gerður að heiðurs- félaga Kaupfélags Rangæinga 1969. Hann var einn stofnenda Slysavarnafélagsins Gleym mér ei og í stjórn þess í nokkur ár. Gleym mér ei hafði m.a. að markmiði að sem flestir sýslubúar lærðu sund. Hann var í stjórn Nautgriparæktar- félags Holtamanna í 28 ár, í stjórn Hrossaræktarfélags Holtamanna 1951 til 1958. Faðir Ólafs stofnaði og rak Lestrarfélagið Þörf og var lestrarfélagið til heimilis í Lindarbæ og önnuðust þeir bræður Ólafur og Þórður að nokkru um rekstur þess. Ólafur sinnti ennfremúr ýmsum opinberum störfum. Hann var hreppstjóri 1936 til 1976 eða í 40 fijítít 1AM ,i :t.Jí )AGU i i'l QHiAJfJj't-iijJl'.'M MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 #7 ár. Sinnti hann því af mikilli reisn, en þeim starfa fylgdu oft ferðalög. Heimsótti hann alla sveitunga sína árlega í mörg ár. Lagði Ólafur mik- ið upp úr því að vera vel ríðandi, enda reið hann aldrei nema gæðing- um í embættisferðum sínum. Hann átti m.a. hestinn Prata, bleikálóttan skeiðhest, sem enginn annar mátti ríða og allir þekktu í sveitinni. Hann var endurskoðandi hrepps- reikninga í fjöldamörg ár frá 1946. Hann var virðingarmaður Bruna- bótafélags íslands frá 1936 og síð- ar Samvinnutrygginga. Hann var fulltrúi vesturhluta Rangárvalla- sýslu á aðalfundum Mjólkurbús Flóamanna árin 1959 til 1971. Þessi skýrsla er ekki afrekaskrá Ólafs, en sýnir áhuga hans á framförum og félagsanda. Hann lét ekki kjósa sig í nefndir vegna fordildar, heldur þótti einstaklingum og stofnunum gott að njóta ráða hans. Eftirlifandi bróðir Ólafs, Þórður, býr í Lindarbæ ásamt ráðskonunni Svanhvíti Guðmundsdóttur, fæddri 1912. Svanhvít hefur búið þar frá 1938 og gengið frá upphafi í öll búverk, jafnt úti sem inni. Er hún sannkallaður bústólpi. Svanhvít vann sem ráðskona víða, áður en hún ílentist í Lindarbæ. I Lindarbæ bjó einnig ráðskonan Sigríður Gísla- dóttir, fædd 1885, dáin 1974, en hún kom í Lindarbæ árið 1903 og bjó þar æ síðan, mikil ágætiskona. Sigríður, sem var úr Flóanum, var sívinnandi við matseld, tiltektir, pijónandi eða eitthvað annað sem til féll og aldrei sá ég hana fara að sofa þann tíma er ég dvaldist í Lindarbæ og alltaf var hún á fótum þegar ég vaknaði. ðlafur heitinn var alla tíð heilsu- hraustur, fékk eitt sinn slæma lungnabólgu og var á Vífilsstöðum í sex vikur og 1981 fékk hann vægt heilablóðfall, sem háði honum síðan nokkuð í tali án þess þó að bagalegt væri. Lengri er tæpast hans sjúkrasaga. Hann dó í svefni án þess dauðinn boðaði komu sína með sérstökum eða áþreifanlegum hætti. Það er gott að fá að deyja heima hjá sér, ekki síst þegar mað- ur hefur átt heima á sama stað í heila öld. Við systkinin, Oddný, Kristín og Ragnar, erum þakklát fyrir þær samverustundir sem við höfum átt með heimilisfólkinu í Lindarbæ. Við þökkum þeim Sig- urði og Steinunni í Kastalabrekku, nágrönnum fólksins í Lindarbæ, alla veitta aðstoð og umhyggju síð- ustu árin. Blessuð sé minning Ólafs föður- bróður míns. Ólafur Ragnarsson. Fyrir 42 árum fluttist ég og fjöl- skylda mín í Vetleifsholtshverfi, að Parti (sem nú er Kastalabrekka). Þá var ein jörð í byggð í hverfinu, Lindarbær. Þar bjuggu bræðumir Ólafur og Þórður Ólafssynir, ráðs- kona þeirra Sigríður Gísladóttir og vinnukona Svanhvít Guðmunds- dóttir. Sigríður lést 8. október 1974, en þá tók Svanhvít við hús- stjóm á heimilinu. Þar sem þetta fólk var næstu nágrannar kynntist ég því strax mjög náið. Við sem fluttum á illa hýsta eyðijörð og höfðum takmark- að af áhöldum og tækjum til bú- starfa, leituðum oft til þeirra bræðra er okkur vantaði eitthvað, hvort heldur það var tæki eða góð ráð. Kom þá strax í ljós að Ólafur í Lindarbæ var fús til að hjálpa og gera manni greiða. Venjulega þakkaði hann fyrir það að við skyld- um biðja um aðstoð ef með þurfti. Foreldrar Ólafs voru Ölafur Ólafsson bóndi og hreppsjóri, ætt- aður frá Lundum í Stafholtstung- um, og Margrét Þórðardóttir frá Hala í Ásahreppi. Ólafur heitinn ólst upp í Lindarbæ og átti þar heima alla sína ævi eða tæp 100 ár. Það er því ljóst að Ólafur hefur munað tímana tvenna. Hann stund- aði sjómennsku á togurum á yngri ámm. Sjómennska í þá daga var bæði volksöm og erfið. Ólafur var harðduglegur og minntist þeirra daga með nokkru stolti. Hann nam búfræði á Hvanneyri, búfræðingur þaðan 1914 og alla tíð vitnaði hann í búfræðinámið. Hann taldi nauð- synlegt fyrir alla sem ætluðu í bú- skap í sveit að afla sér þekkingar á því sviði. Búskapur í Lindarbæ stóð á traustum fótum. Ólafur tileinkaði sér tækninýjungar við búskapinn strax þegar þess var kostur. Setti hann til dæmis súgþurrkun í fjós- hlöðu, með þeim fyrstu sem það gerðu. Bústofn þeirra bræðra var afurðasamur og vel um hann hugs- að. Sérstaklega tók ég eftir því að alltaf var farið í gripahús á sama tíma dag hvern. Félagsmál voru Ólafi mjög hug- leikin og kom hann við sögu í nær öllum félagsmálum sveitarinnar. Hann var stofnandi Ungmennafé- lags Ásahrepps. Hann var sérstak- lega virkur félagsmaður alla tíð og búinn að vera heiðursfélagi þess um áratugaskeið. Hann var stofn- andi Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk, sat um árabil í stjórn og formaður þess í átta ár. Hann var kosinn heiðursfélagi þess á 50 ára afmæli félagsins 20. nóvember 1969. Á seinni árum og fram á síðasta dag spurði hann um félagið nánast alltaf þegar ég hitti hann. Greinilegt var að góðar fréttir af kaupfélaginu glöddu hann mikið. Ólafur var sérstaklega heiðraður af Sláturfélagi Suðurlands fyrir góð og óslitin viðskipti við félagið yfir 50 ár á 90 ára afmæli hans 12. ágúst 1983. Einnig var hann kjör- inn heiðursfélagi Búnaðarfélags Ásahrepps 23. apríl 1980 fyrir ára- tuga störf í þágu félagsins. Þetta sýnir að Ólafur var vel virtur með- al félaga sinna. Skapgerðarmaður var Ólafur og stóð oft fast á sínum skoðunum og fylgdi þá máli sínu eftir af festu. En hann var sáttfús og fljótur til að rétta fram sáttahönd ef svo bar undir og brosti þá oft sínu blíðasta brosi þegar sennu lauk. Innst inni var Ólafur fyrst og fremst sveitamaður sem naut þess að rækta jörðina og búféð af alúð. Hann naut þess að dvelja heima þar til hann kvaddi hinn jarðneska heim í friði og ró. Ber það sérstak- lega að þakka Svönu og Þórði sem önnuðust hann af tryggð og kær- leika fram á síðasta dag. Ég og fjölskylda mín kveðjum Ólaf Ólafsson nágranna með hlýju í huga. Persónuleiki hans er manni ógleymanlegur, það er margs að minnast og margt að þakka frá Iiðnum árum. Ég votta nánum ættingjum hans og vinum samúð um leið og ég óska þeim blessunar, bjartra og langra ævidaga. Blessuð sé minning Ólafs Ólafs- sonar. Sigurður Jónsson. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, dóttur, systur og frænku, ARNDÍSAR HARALDSDÓTTUR, Hraunbæ 160, Reykjavík. Sigriður Vilhjálmsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Haraldur Sigurðsson, Guðrún G. Guðiaugsdóttir, Dagrún E. Ólafsdóttir, Steinunn Kjartansdóttir, Ólafur Haraldsson, Þórarinn Haraldsson, Ása Sigurðardóttir. __________Brids____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsklúbbur Fél. eldri borgara, Kópavogi Þriðjud. 4. maí sl. var spilaður tví- menningur, 18 pör mættu og var spil- að í tveim riðlum. 10 og 8 para, og urðu úrslit í A-riðli: Garðar Sigurðsson/Eysteinn Einarsson 133 ÞórarinnAmason/BergurÞorvaldsson 132 Guðm. Guðmundsson/Sigurlín Ágústsdóttir 119 Meðalskor 108 B-riðill: StefánJóhannesson/ÁmiJónasson 98 MargrétSigurðard./JónHermannsson 91 Ingiríður J ónsd./U na J ónsdóttir 88 Meðalskor 84 Næst verður spilað þriðjud. 11. maí kl. 19 á Digranesvegi 12. Bridsfélag Hornafjarðar Aðaltvímenningur vetrarins stendur yfir og er lokið 10 umferðum. Staðan eftir 10 umferðir. Sigurpáll Ingibergsson/Gunnar P. Halldórsson 69 Kolbeinn Þorgeirsson/Svava Gunnarsdóttir 68 Magnús Jónasson/Skeggi Ragnarsson 66 Kirstjón Elvarsson/Jakob Karlsson 44 JónNíelsson/Grétar/GesturH. 37 Helgi H. Ásgrimsson/Þórir/Rapar Bj. 22 Lokaumferðin verður spiluð sunnu- dagskvöldið 16. maí. Bridsfélag Reykjavíkur Lokið er 31 umferð í Butlernum. Staða efstu para: Aðalsteinn Jörgensen/Bjöm Eysteinsson 232 ÓlafurLárusson/HermannLárusson 219 EirikurHjaltason/RagnarHermannsson 209 Guðlaugur R. Jóhannsson/Öm Arnþórsson 204 ÞórðurSigfússon/HjálmarS.Pálsson 160 Jónas P. Erlingsson/Oddur Hjaltason 151 Júlíus Snorrason/Sigurður Siguijónsson 122 Björgvin Víglundss./Jón S. Gunnlaugss. 105 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Aðalsteinn Jörgensen/Bjöm Eysteinsson 126 Björgvin Víglundsson/Jón Steinar Gunnlaugsson87 EirikurHjaltason/RagnarHermannsson 78 Þrösturlngimarsson/RagnarJónsson 76 ÞórðurSigfússon/HjálmarS.Pálsson 74 Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjpdag lauk vortvímenning félagsins. Úrslit urðu þessi: Óskar Sigurðsson/Sigurður Steingrimsson 390 MagnúsOddsson/LiljaGuðnadóttir 344 ÓlafurOddsson/Guðjón Siguijónsson 341 Agnar Öm Arason/Gunnar Þó’r. Guðmundsson 335 Hæstu skor kvöldsins hlutu: Ólafur Oddsson/Guðjón Siguijónsson 128 Næsta þriðjudag verður Firma- keppni. Spilaður verður einmenningur. Allir velkomnir. N orður landamót yngri spilara 1993 Norðurlandamót yngri spilara verð- ur haldið f Árósum í Danmörku 20.-27. júní nk. Keppt verður í tveim flokkum, yngri spilara flokki, sem eru fæddir ’68 og síðar, og yngri spilara flokki, sem eru fæddir ’73 og síðar. Nú hefur verið ákveðið að senda lið í yngri flokkinn líka en það er í fyrsta sinn sem ísland sendir lið erlendis í þann flokk. Þeir sem hafa verið valdir í yngri flokkinn eru: Ragnar T. Jónas- son, Tryggvi Ingason, Halldór Sigurð- arson og Hlynur Magnússon. Þeir eru allir frá Ísafirði. Fyrirliði með báðum liðum verður Matthías Þorvaldsson. íslandsmót í parakeppni 1993 íslandsmót í parakeppni verður haldið í Sigtúni 9, helgina 8.-9. maí. Sprenging varð í þátttöku og eru skráð 64 pör til keppninnar . Spiluð verða tvö spil milli para, alls 126 spil. Byij- að verður kl. 10 á laugardagsmorgun og byijað aftur kl. 15.30 og spilað til kl. 20. Á sunnudagsmorguninn verður einnig byijað kl. 10 og spilað til 14.30 og gert kiukkutíma matarhlé og móts- lok verða kl. 20 á sunnudag. Ef ein- hver forföll verða hjá skráðum kepp- endum verður haldið sama tímaplani en keppninni lýkur þá fyrr á sunnu- dagskvöld. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, THOMAS KOHBERGER, lést í Florida Hospital í Orlando 18. apríl sl. Útför hans hefur farið fram. Agnes Ingvarsdóttir Kohberger frá Bjargi, Garði, Kathleen Depelisi og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, MÖGNU GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Syðri Löngumýri, siðast til heimilis Depluhólum 3. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og deildar B-5, Borgarspítala. Haraldur E. Ingason, Hafdís Theódórsdóttir, Guðrún Ingadóttir, Jóhann Bragi Hermannsson og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, GUÐJÓNS GUNNARSSONAR, Skólavegi 4, Fáskrúðsfirði. Bryndfs Guðjónsdóttir, Gunnar J. Jónsson, Jósep Freyr Gunnarsson, Selma Ósk Gunnarsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRU GUÐLAUGSDÓTTUR frá Fellskoti. Sérstakar þakkirtil starfsfólks á 3. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Ragnheiður Hannesdóttir, Guðlaugur Hannesson, Ingunn Ingvarsdóttir, Hannes Magnússon, Elizabeth Cook, Rósa Þóra Magnúsdóttir, Gunnar Richardsson, Hannes Guðlaugsson, Steinunn Kristófersdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.