Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
i'á
MEÐLAGSGREIÐSLUR OG SKATTATEKJUR
Meölagskröfur rlkisins meB 12.021 bami alls Tekjur meölags- greiöenda þurla alls aö vera Skattur af tokjum meölags- grelöenda Tekjur sem afla þarf til greiöslu eins meölags 1 meölag
1993 12.021x123.600 -1.485.795.600 kr. 2.533.065.120 kr. 1.047.169.120 kr. 17.560 kr. 10.300 kr.
1992 12.021x90.612 -1.089.246.852 kr. 1.811.083.860 kr. 721.716.918 kr. 12.555 kr. 7.551 kr.
Mism. 32.988 396.548.748 kr. 721.981.260 kr. 325.452.202 kr. 5.005 kr. 2.749 kr.
722.000.950 kr. . ..
Hvað hefur gerst?
Frá Eiríki Á. Hermannssyni:
Nú þegar fjórir mánuðir eru liðnir
frá stofnun Félags forsjárlausra for-
eldra er rétt að staldra við og spyija
hvort eitthvað hafi áunnist og þá
hvað? Þrátt fyrir þrotlaust starf
þeirra manna sem í stjóm þessara
samtaka voru kosnir stendur fátt
eftir nema velvilji, skilningur og svik-
in loforð stjórnvalda. Skipuð hefur
verið ein nefnd af félagsmálaráð-
herra. í henni er einn fulltrúi frá
ráðuneytinu, einn frá Innheimtu-
stofnun og einn frá Félagi forsjár-
lausra foreldra. Nefndin hefur fund-
að tvisvar en þær viðræður hafa litlu
skilað enda var þessari nefnd þröng-
ur stakkur skorinn samkvæmt emb-
ættisbréfi ráðherra. Það eina sem
hefur komið frá nefndinni er að
mönnum er boðið að semja við Inn-
heimtustofnun um að greiða aðeins
með þremur bömum í einu og halda
áfram að safna skuld á dráttarvöxt-
um. Það er nánast það sama og
menn hafa haft.
Á fyrstu dögum þessa árs fór
stjóm FFF þess á leit við félagsmála-
ráðherra í bréfi að hún beitti sér
fyrir reglugerðarbreytingu þar sem
heimild Innheimtustofnunar til að
ganga að launum manna yrði minnk-
uð úr 75% af launum niður í 50%,
og dráttarvextir yrðu felldir niður.
Áður en þetta bréf var sent taldi
stjóm FFF sig hafa fengið loforð
aðstoðarmanns félagsmálaráðherra
fyrir þessari breytingu. Undirritaður
átti líka nokkur símtöl við aðstoðar-
mann ráðherra þar sem hann fullviss-
aði mig um að þetta yrði eitt af því
sem sú nefnd sem ráðherra hafði
skipað mundi afgreiða. Fulltrúi ráð-
herra í nefndinni, sem jafnframt er
formaður hennar hafði hvorki heyrt
á hana minnst né að ráðherra væri
tilbúinn að gefa út þessa reglugerð-
arbreytingu sem bráðabirgðaaðgerð
íyrir þá verst settu og aðeins á með-
an verið væri að vinna að nýju og
manneskjulegra innheimtukerfi.
Á síðustu 5 árum hafa meðlags-
greiðendur orðið fyrir 90% hækkun
á meðlagi án þess að framfærsluað-
ilinn hafi fengið krónu hækkun. Fyrri
hækkunin varð við tilkomu stað-
greiðslukerfisins en þá misstu með-
lagsgreiðendur 50% frádrátt af með-
lagi til skatts og um síðustu áramót
varð 40% hækkun á meðlagi án þess
að sá aðili sem framfærsluna hefur
fái meira í sinn vasa. Þar er líka
athyglisvert og þá sérstaklega fyrir
mig og þá aðila sem aðhyllst hafa
jafnaðarstefnu að báðar þessar
hækkanir hafa orðið í ráðherratíð
Alþýðuflokksins. Sú fyrri þegar Jón
Baldvin var fjármálaráðherra og sú
síðari í tíð Sighvats Björgvinssonar
sem heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra.
Nú er svo komið að meðlag á ís-
landi er orðið eitt það hæsta í Evr-
ópu og er það hvergi eins hátt hlut-
fall af launum vekamanns eins og
hér.
Hvað með verkalýðshreyfínguna?
Hefur heyrst hósti eða stuna frá
henni um þessa sérsköttun á tæplega
níu þúsund meðlagsgreiðendur? Eg
minnist þess ekki að hafa heyrt á
það minnst hjá Guðmundi Guð-
mundssyi, Magnúsi L. Sveinssyni eða
öðrum vekalýðsleiðtogum að sú 90%
kjaraskerðing sem meðlagsgreiðend-
ur hafa orðið fyrir umfram aðra á
síðastliðnum fímm árum sé yfírleitt
í umræðunni nú í þessum kjarasamn-
ingum. Ég vil því hvetja alla með-
lagsgreiðendur og aðra launþega til
að fella alla þá samninga sem nú eru
í burðarliðnum ef ekki fæst leiðrétt-
ing á málefnum meðlagsgreiðenda.
Hér að neðan er tafla sem sýnir
hækkun meðlags sem varð um síð-
ustu áramót. Þessi tafla sýnir jafn-
framt að í rauninni er meðlag 17.560
krónur því það er sú upphæð sem
meðlagsgreiðandi þarf að vinna sér
inn til að borga 10.300 krónur sem
framfærandinn fær. Inn í þessa töflu
er ekki reiknaður persónufrádráttur
enda teljum við okkur þurfa á öllum
þeim afslætti að halda til að fram-
fleyta okkur sjálfum.
EIRÍKUR Á. HERMANNSSON,
formaður Félags forsjárlausra
foreldra,
Asparfelli 8,
Reykjavík.
'1
LfTTi
Vinningstölur
5. maí 1993
VINNINGAR FJÖLDI i VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
H 6 af 6 0 42.800.000,-
C1 5 af 6 r-^^hónus 1 1.048.524,-
0| 5af6 12 44.655,-
Qj 4af6 591 1.442,-
5.BCT 1.975 185,-
Heildarupphæö þessa viku:
45.601.981,-
aisi.: 2.801.981,-
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11
LUKKULiNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
STEINAR WAAGE
Högni í óskilum
Hálfstálpaður, ógeltur högni,
svartur með hvítttrýni, hvíta bringu
og hvítar loppur hefur leitað ásjár
á Bárugötu 33. Gæti hafa verið
heimilislaus um nokkurt skeið en
er kassavanur og blíðlyndur. Uppl.
gefur Anna í síma 22906.
Peimavinir
Þrettán ára bandarísk stúlka með
áhuga m.a. á bókalestri, bamapöss-
un og hestum:
Tracy Daniel,
8420 Holloway Dr.,
Theodore,
Alabama 36582,
U.S.A.
Frá Kanada skrifar kona sem
útvegar fullorðnu fólki roskna
pennavini þar í landi án gjaldtöku.
Henni má senda upplýsingar um
aldur, kyn og áhugamál:
Helen Paquin,
2231 Hamilton St.,
Regina,
Saskatchewan S4P 2E7,
Canada.
Þrítug kona í Ghana með áhuga
á atargerð, tónlist o.fl.:
Helena A. Buckman,
43 Methodist Road,
P.O. Box 43,
Apam,
Ghana.
Sextán ára japönsk stúlka með
áhuga á.tónlist og íþróttum:
Yuriko Tomoda,
322-2 Ebara Hidako-cho
Hyogo-ken,
669-53 Japan.
LEIÐRÉTTINGAR
Rangt símanúmer
Þau mistök urðu í tapað fundið
í Velvakanda í blaðinu í gær að
rangt símanúmer birtist í grein um
tapað gullúr. Rétt símanúmer er
37319.
Síldarvinnslan með hagnað
en ekki tap
í töflu í viðskiptablaði í gær yfír
helstu kennitölur úr ársreikningum
sjávarútvegsfyrirtækja var rang-
lega sagt að Síldarvinnslan hefði
verið með tæplega 79 milljóna tap
á sl. ári. Hið rétta er að fyrirtækið
var með tæplega 79 milljóna hagn-
að. Þessi villa kom einnig fram í
frétt í tengslum við töfluna en þar
var ranglega sagt að af sjávarút-
vegsfyrirtækjum á hlutabréfamark-
aði hefði aðeins ÚA skilað hagn-
aði. Þá var hlutafé sagt vera 178
milljónir en rétt tala er 162 milljón-
ir. Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
SKOVERSLUN
Fótboltaskór
Verð kr.
1.795
Stærðlr:
30-39.
Litur: Svartur.
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur
Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212.
Jakki + skyrta + bindi
Bolir verð áður
Bolir verð nú
9.900, -
2.900, -
1.500,-
EIÐISTORGI og KRINGLUNNI