Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 9
9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Geirmundur, Berglind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir.Ari Jónsson, Maggi Kjartans
Kynnar: Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal.
CMalseðill:
cRjómasúpa rPrincess m/fuglafijöti
■Camba- ocj ijrísaslcib m/ rjómasveppum og rósmarínsósu
SZppelsínuís m/ siíkkulaðisósu
Lifandi tónlist fyrir matargesti: Stefán E. Petersen, pianó
og Arinbjörn Sigurgeirsson, bassi.
Hijómsveit Geirmundar Valtýssonar
Þríréttaður leikur fyrir dansi
kvöldverður kr. 3.900
Verð á dansleik kr. 1.000
Þú sparar kr. 1.000
SfMI 687111
Næsta sýning 22. maí
Ath.Aðeins tvær sýningat* cftir: 22. maí og S.júní
Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel íslandi
TOSHIBA
Þeir sem eiga T0SHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem
þeir vildu síst vera án. T0SHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á
íslandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá
Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara.
Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ?
Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og
kjörum, sem allir ráða við I
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 'S? 622901 og 622900
...ÞIN VEGNA!
PELTOR
di
Vinnuvernd
# í verki
I
Skelfan 3h - Sfmi 81 26 70 - FAX 68 04 70
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
tjir aögðu að vmru ckkj fologdegn sinnndir ?
SIKSKÓI.APIASSUM FJÖLGAR í 800
Leikskólaplássum fjölg-
ar mikið íKópavogi
Góð dagvistarþjónusta er brýnt hags-
munamál, ekki aðeins fyrir foreldra, held-
ur ekkert síður fyrir atvinnulífið, segir í
forsíðufrétt Voga, blaðs sjálfstæðis-
manna í Kópavogi. Þar kemur fram að
leikskólaplássum hefur fjölgað úr 600 í
800, það sem af er kjörtímabilinu og að
þau verða 940 í lok þess.
Sveigjanlegt
dagvistarkerfi
Við upphaf þessa kjör-
tímabils voru 600 leik-
skólapláss í Kópavogi,
segir í blaðinu Vogar. Það
sem af er kjörtímabilinu
hefur þeim fjölgað um
200 í 800. Áætlanir standa
til þess að leikskólapláss-
in verði 940 í lok kl'ör-
tímabilsins og hafi þá
fjölgað um 340 á fjórum
árum.
Góð dagvistarpláss eru
brýnt hagsmunamál fyrir
atvinnulífið, ekkert síður
en fyrir útivinnandi for-
eldra. Kannanir í Banda-
ríkjunum sýna, segir í
Vogum, að með tryggri
dagvist verða ijarvistir
starfsfólks minni, streita
minni og afköst betri.
Orðrétt segir í Vogum:
„í Kópavogi eru reknir
átta leikskóiar og tvö
skóladagheimili á vegum
bæjarfélagsins, einnig
eru tveir einkareknir
leikskólar. Þá er rekið
öflugt dagmæðrakerfi á
vegum bæjarins. Kópa-
vogsbær er í forystu með-
al sveitarfélaga í dagvist-
armálum bama. Hér hef-
ur verið þróað sveigjan-
legt dagvistarkerfi í leik-
skólunum sem reynst hef-
ur með nokkrum ágæt-
um.“
Hvað er fram-
undan?
Gunnar Birgisson, for-
maður bæjarráðs Kópa-
vogs, segir i grein um
dagvistarmálin:
„Nú eru hafnar fram-
kvæmdir við stækkun á
Ieikskólunum við Bjam-
hólastíg. Reiknað er með
að nýja álman, sem bæði
þjónar starfsfólki og
bömum, verði tiibúin í
haust. Þama verða um
40 heilsdagspláss þannig
að enn mun snarast af
biðlistanum. Þá er fyrir-
hugað að hefja byggingu
nýs leikskóla við Læbjar-
smára í haust og verður
því verki lokið fyrri part
næsta árs. Sá skóli mun
geta tekið yfir 100 böm
í vistun. Við lok þessa
kjörtímabils, þ.e. um mitt
næsta ár, verða um 940
börn í leikskólum Kópa-
vogsbæjar. Þetta þýðir að
á þessu kjörtímabili hefur
Qöldi leikskólaplássa auk-
izt um 50% eða um ríflega
300 böm. Slík bylting í
dagvistarmálum hefur
aldrei fyrr átt sér sér stað
hér í Kópavogi."
Félagsmál í
Kópavogi
Guðni Stefánsson bæj-
arfulltrúi í Kópavogi seg-
ir m.a. grein í Vogum:
„Það hefur ekki í ann-
an tíma verið gert meira
í hinum ýmsu félagsmál-
um. Það má nefna fram-
kvæmdir við íþrótta-
mannvirki, skóla, Ieik-
skóla, listasafn, leikvelli
og skólalóðir, svo eitthvað
sé nefnt.
Oflugur stuðningur er
og við starfsemi hinna
fijálsu félaga í bænum,
góður rekstur er nú á
félagsmálastofnun og
aldrei hafa verið fleiri
félagslegar íbúðir í bygg-
ingu en einmitt nú.“
Guðni vitnar og til við-
tals við bæjarfulltrú Al-
þýðubandalagsms í Viku-
blaðinu. „í þessu maka-
lausa viðtali kemur fram
að garðyrkjudeild bæjar-
ins hafi verið lögð niður
og ekkert eigi að gera í
umhverfismálum í Kópa-
vogi framar. Það hafi nú
verið öldin önnur hjá
þeim. Hið sanna er að
skipulagsbreyting var
gerð á tæknideild og
nafnið garðyrkjudeild
sem slíkt er ekki á hinu
nýja skipuriti. En auðvit-
að er þessum mikilvæga
málaflokki vel komið fyr-
ir í stjórnkerfinu og mun
skila meiri afköstum i
uppgræðslu og trjárækt í
bænum hér eftir en hing-
að til.“
Höfundur víkur einnig
að staðhæfingum Valþórs
Hlöðverssonar í Viku-
blaðinu um gatnafram-
kvæmdir i Kópavogi og
segir:
>■ „Það fer í taugarnar á
honum, að meira er búið
að gera i endurbyggingu
gömlu gatnanna á þeim
tæplega þremur árum,
sem af eru þessu kjör-
tímabili, en á öllum tólf
árunum, sem Alþýðu-
bandalagið, lengi vel und-
ir forystu Valþórs Hlöð-
verssonar, stundaði
„mannúð í stað malbiks"
hér í Kópavogi. En lík-
lega var nú mannúðin
þeirra allaballa álíka
þunn og endingarlítil eins
og malbikið þeirra. Og
öllum er ljóst að félags-
mál hafa tekið miklum
framförum í tíð núver-
andi meirihhita."
Stjói’nvöld endurskoði virðisaukaskatt
FERÐAMÁLASAMTÖKIN lýsa
furðu sinni á að stjórnvöld skuli
enn og aftur ætla að leggja skatta
og gjöld á ferðaþjónustu í landinu.
ísland er nú eitt dýrasta ferða-
mannaland í heimi og á í harðri
samkeppni um ferðamenn á erfið-
um mörkuðum, segir í áiyktum
sem ráðstefna haldin í tengslum
við aðalfund Ferðamálasamtaka
Austurlands í Neskaupstað föstu-
daginn 7. maí sendi til stjórnvalda.
„í þessu ljósi er óskiljanlegt að
nú sé lagður 14% virðisaukaskattur
á fólksflutninga og gistingu í land-
inu. Ferðamálasamtök Austurlands
skora á stjórnvöld að endurskoða
þessa ákvörðun sína og skapa ferða-
þjónustunni það rekstrarumhverfí að
hún geti áfram aflað gjaldeyris fyrir
þjóðarbúið." (Úr fréttatilkynningu)
Útbob ríkisvíxla
fer fram mibvikudaginn 19. maí
Nýtt útboö á ríkisvíxlum fer fram á
morgun. Um er aö ræða 10. fl. 1993 í
eftirfarandi verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaöa
meö gjalddaga 20. ágúst 1993. Þessi
flokkur veröur skráöur á Veröbréfa-
þingi íslands og er Seðlabanki íslands
viðskiptavaki ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir meö
tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð
samkvæmt tilteknu tilboösveröi er
5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meöal-
verð samþykktra tilboöa er 1 millj. kr.
Löggiltum veröbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiölurum, bönkum og
sparisjóöum gefst einum kostur á aö
gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tilteknu tilboðsverði.
Aðrir sem óska eftir aö gera tilboð í
ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband viö framangreinda aöila,
sem munu annast tilboösgerö fyrir þá
og veita nánari upplýsingar. Jafnframt
er þeim sjálfum heimilt aö bjóöa í
vegið meðalverð samþykktra tilboöa
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa aö hafa
borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14,
miðvikudaginn 19. maí. Tilboösgögn
og allar nánari upplýsingar eru veittar
hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.
Athygli er vakin á því aö 21. maí
nk. er gjalddagi á 4. fl. ríkisvíxla
sem géfinn var út 19. febrúar 1993.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.