Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 Geirmundur, Berglind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir.Ari Jónsson, Maggi Kjartans Kynnar: Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal. CMalseðill: cRjómasúpa rPrincess m/fuglafijöti ■Camba- ocj ijrísaslcib m/ rjómasveppum og rósmarínsósu SZppelsínuís m/ siíkkulaðisósu Lifandi tónlist fyrir matargesti: Stefán E. Petersen, pianó og Arinbjörn Sigurgeirsson, bassi. Hijómsveit Geirmundar Valtýssonar Þríréttaður leikur fyrir dansi kvöldverður kr. 3.900 Verð á dansleik kr. 1.000 Þú sparar kr. 1.000 SfMI 687111 Næsta sýning 22. maí Ath.Aðeins tvær sýningat* cftir: 22. maí og S.júní Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel íslandi TOSHIBA Þeir sem eiga T0SHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. T0SHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á íslandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við I Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 'S? 622901 og 622900 ...ÞIN VEGNA! PELTOR di Vinnuvernd # í verki I Skelfan 3h - Sfmi 81 26 70 - FAX 68 04 70 I I I I I I I I I I I I tjir aögðu að vmru ckkj fologdegn sinnndir ? SIKSKÓI.APIASSUM FJÖLGAR í 800 Leikskólaplássum fjölg- ar mikið íKópavogi Góð dagvistarþjónusta er brýnt hags- munamál, ekki aðeins fyrir foreldra, held- ur ekkert síður fyrir atvinnulífið, segir í forsíðufrétt Voga, blaðs sjálfstæðis- manna í Kópavogi. Þar kemur fram að leikskólaplássum hefur fjölgað úr 600 í 800, það sem af er kjörtímabilinu og að þau verða 940 í lok þess. Sveigjanlegt dagvistarkerfi Við upphaf þessa kjör- tímabils voru 600 leik- skólapláss í Kópavogi, segir í blaðinu Vogar. Það sem af er kjörtímabilinu hefur þeim fjölgað um 200 í 800. Áætlanir standa til þess að leikskólapláss- in verði 940 í lok kl'ör- tímabilsins og hafi þá fjölgað um 340 á fjórum árum. Góð dagvistarpláss eru brýnt hagsmunamál fyrir atvinnulífið, ekkert síður en fyrir útivinnandi for- eldra. Kannanir í Banda- ríkjunum sýna, segir í Vogum, að með tryggri dagvist verða ijarvistir starfsfólks minni, streita minni og afköst betri. Orðrétt segir í Vogum: „í Kópavogi eru reknir átta leikskóiar og tvö skóladagheimili á vegum bæjarfélagsins, einnig eru tveir einkareknir leikskólar. Þá er rekið öflugt dagmæðrakerfi á vegum bæjarins. Kópa- vogsbær er í forystu með- al sveitarfélaga í dagvist- armálum bama. Hér hef- ur verið þróað sveigjan- legt dagvistarkerfi í leik- skólunum sem reynst hef- ur með nokkrum ágæt- um.“ Hvað er fram- undan? Gunnar Birgisson, for- maður bæjarráðs Kópa- vogs, segir i grein um dagvistarmálin: „Nú eru hafnar fram- kvæmdir við stækkun á Ieikskólunum við Bjam- hólastíg. Reiknað er með að nýja álman, sem bæði þjónar starfsfólki og bömum, verði tiibúin í haust. Þama verða um 40 heilsdagspláss þannig að enn mun snarast af biðlistanum. Þá er fyrir- hugað að hefja byggingu nýs leikskóla við Læbjar- smára í haust og verður því verki lokið fyrri part næsta árs. Sá skóli mun geta tekið yfir 100 böm í vistun. Við lok þessa kjörtímabils, þ.e. um mitt næsta ár, verða um 940 börn í leikskólum Kópa- vogsbæjar. Þetta þýðir að á þessu kjörtímabili hefur Qöldi leikskólaplássa auk- izt um 50% eða um ríflega 300 böm. Slík bylting í dagvistarmálum hefur aldrei fyrr átt sér sér stað hér í Kópavogi." Félagsmál í Kópavogi Guðni Stefánsson bæj- arfulltrúi í Kópavogi seg- ir m.a. grein í Vogum: „Það hefur ekki í ann- an tíma verið gert meira í hinum ýmsu félagsmál- um. Það má nefna fram- kvæmdir við íþrótta- mannvirki, skóla, Ieik- skóla, listasafn, leikvelli og skólalóðir, svo eitthvað sé nefnt. Oflugur stuðningur er og við starfsemi hinna fijálsu félaga í bænum, góður rekstur er nú á félagsmálastofnun og aldrei hafa verið fleiri félagslegar íbúðir í bygg- ingu en einmitt nú.“ Guðni vitnar og til við- tals við bæjarfulltrú Al- þýðubandalagsms í Viku- blaðinu. „í þessu maka- lausa viðtali kemur fram að garðyrkjudeild bæjar- ins hafi verið lögð niður og ekkert eigi að gera í umhverfismálum í Kópa- vogi framar. Það hafi nú verið öldin önnur hjá þeim. Hið sanna er að skipulagsbreyting var gerð á tæknideild og nafnið garðyrkjudeild sem slíkt er ekki á hinu nýja skipuriti. En auðvit- að er þessum mikilvæga málaflokki vel komið fyr- ir í stjórnkerfinu og mun skila meiri afköstum i uppgræðslu og trjárækt í bænum hér eftir en hing- að til.“ Höfundur víkur einnig að staðhæfingum Valþórs Hlöðverssonar í Viku- blaðinu um gatnafram- kvæmdir i Kópavogi og segir: >■ „Það fer í taugarnar á honum, að meira er búið að gera i endurbyggingu gömlu gatnanna á þeim tæplega þremur árum, sem af eru þessu kjör- tímabili, en á öllum tólf árunum, sem Alþýðu- bandalagið, lengi vel und- ir forystu Valþórs Hlöð- verssonar, stundaði „mannúð í stað malbiks" hér í Kópavogi. En lík- lega var nú mannúðin þeirra allaballa álíka þunn og endingarlítil eins og malbikið þeirra. Og öllum er ljóst að félags- mál hafa tekið miklum framförum í tíð núver- andi meirihhita." Stjói’nvöld endurskoði virðisaukaskatt FERÐAMÁLASAMTÖKIN lýsa furðu sinni á að stjórnvöld skuli enn og aftur ætla að leggja skatta og gjöld á ferðaþjónustu í landinu. ísland er nú eitt dýrasta ferða- mannaland í heimi og á í harðri samkeppni um ferðamenn á erfið- um mörkuðum, segir í áiyktum sem ráðstefna haldin í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Austurlands í Neskaupstað föstu- daginn 7. maí sendi til stjórnvalda. „í þessu ljósi er óskiljanlegt að nú sé lagður 14% virðisaukaskattur á fólksflutninga og gistingu í land- inu. Ferðamálasamtök Austurlands skora á stjórnvöld að endurskoða þessa ákvörðun sína og skapa ferða- þjónustunni það rekstrarumhverfí að hún geti áfram aflað gjaldeyris fyrir þjóðarbúið." (Úr fréttatilkynningu) Útbob ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 19. maí Nýtt útboö á ríkisvíxlum fer fram á morgun. Um er aö ræða 10. fl. 1993 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaöa meö gjalddaga 20. ágúst 1993. Þessi flokkur veröur skráöur á Veröbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir meö tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboösveröi er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meöal- verð samþykktra tilboöa er 1 millj. kr. Löggiltum veröbréfafyrirtækjum, verðbréfamiölurum, bönkum og sparisjóöum gefst einum kostur á aö gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Aðrir sem óska eftir aö gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband viö framangreinda aöila, sem munu annast tilboösgerö fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt aö bjóöa í vegið meðalverð samþykktra tilboöa (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 19. maí. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. Athygli er vakin á því aö 21. maí nk. er gjalddagi á 4. fl. ríkisvíxla sem géfinn var út 19. febrúar 1993. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.