Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1993 17 ÁLFABAKKA12. SIMI72400 OIOIOIOTOIOIOIO ÁBURÐUR OG GRASFRÆ MR búðin*Laugavegi 164 sími 11125 * 24355 Síbasti jpöntunardagur Macintosh- tölvubunabar meb verulegum afslætti er ■nwirTn-n mai Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 1, Rvk. Sími: 91-26844 Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval á góðu verði. finnst ekki í okkar grein og raunar heldur ekki næstu tvær málsgreinar sem allar lenda innan þessara tilvitn- unarmerkja, sennilega fyrir mistök. Að auki kallar Gunnar okkur fulltrúa stúdenta sem er óverðskuldaður heiður. Við erum einungis fulltrúar eigin skoðana í títtnefndri grein þó að sjónarmið okkar hafi að vísu reynst eiga mikinn hljómgrunn með- al stúdenta sem annarra. Stigbreytanlegur félagsleiki Öll grein Gunnars er raunar verð- ugt rannsóknarefni stílfræðingum framtíðarinnar. Það er til að mynda heldur einkennilegt að kalla Lána- sjóð íslenskra námsmanna „mesta félagslega jöfnunarsjóð" á Norður- löndum. Samkvæmt okkar skilningi eru lánasjóðir ýmist félagslegir eða ekki. Okkar mat var að Lánasjóður íslenskra námsmanna væri það ekki. Gunnar getur verið á öðru máli en tæplega stigbreytist félagsleiki jöfn- unarsjóða. Þessi fullyrðing hans virðist hins vegar í hróplegri and- stöðu við það sem hann kallar ,jafn- ræðis- og sanngirnisreglu": Að ann- að hvort séu allir sem stunda sam- bærilegt nám lánshæfir eða enginn. Um sannleik og súlurit eftir Ármann Jakobsson ogFlosa Eiríksson Orðið félagslegur jöfnunarsjóður fel- ur það einmitt í sér að lánað er til fólks eftir efnum og aðstæðum en ekki jafnt til allra, burtséð frá þörf. Heimsmynd Gunnars Gunnar reynir líka að telja fólki trú um að þó að lán til einstaklinga í foreldrahúsum yrðu lækkuð til muna eða jafnvel afnumin myndi það ekki veita svigrúm til að hækka lán hjá einstæðum foreldrum eða fólki í leiguhúsnæði. Einstaklingar í for- eldrahúsum myndu flykkjast í „gervileiguhúsnæði“ til þess að fá hærri lán. Gunnar heldur eins og allir íslendingar að lán jafngildi happi, og eins og margir hægrimenn er hann sannfærður um að allir sem minna mega sín, svindli á hinu opin- bera við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri og „sannar“ það með línu- ritum. Það er grátlegt að Gunnar skuli hafa svo dökka mynd af því fólki sem á að erfa landið og væri óskandi að eitthvað yrði til þess að breyta þessum hugmyndum hans. Við höf- um aftur á móti þá trú að Islending- ar séu farnir að átta sig á muninum á láni og láni og muni ekki að nauð- synjalausu taka námslán sem að sjálfsögðu þarf að borga. Það væri óskandi að stjórnmálamenn á borð við Gunnar Birgisson fylgi í kjölfarið. 7Æq\\\ Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík • Simar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 i Morgunblaðið hefur að undan- förnu orðið að umræðuvettvangi um grein okkar félaga sem birtist í 4. tölublaði Stúdentablaðsins í mars síðastliðnum. Fyrst birtust valdir kaflar úr henni í Staksteinum og síðan hafa birst greinar þar sem til okkar er vitnað. Vegna þess að í Staksteinum var ekki rými til að birta hana alla og að svo virðist sem dr. Gunnar Birgisson, sem um þess- ar mundir er stjórnarformaður Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, hafi ekki lesið sjálfa greinina áður en hann sá ástæðu til að skrifa grein um tengt efni viljum við hér nota tækifærið og draga saman megin- atriði greinar okkar. Skuldir framtíðarinnar Það sem við vildum leggja til þess sem Gunnar Birgisson kallar „lærða umræðu“ um Lánasjóðinn (sem merkir sennilega umræða með súlu- ritum) var einkum tvennt: Námslán eru ekki hreinar tekjur heldur skuld- ir framtíðarinnar. Þess vegna á ríkið einungis að lána þeim sem þurfa nauðsynlega á láni að halda til að geta stundað nám en ekkr þeim sem þurfa það ekki. Ef ríkisvaldið er að veita fólki sem ekki þarf á lánum að halda er það að hvetja til skulda- söfnunar einstaklinga sem er í hróp- legri andstöðu við alla umræðu um „kostnaðarvitund“ sem er eitt helsta slagorð núverandi ríkisstjórnar. Lán til þeirra sem þurfa Það er því ljóst að ekki á að veita þeim hagstæð lán sem ekki þurfa á þeim að halda og þrátt fyrir harmtöl- ur ýmissa stúdenta í foreldrahúsum um bókakaup, greiðslur til foreldra o.þ.h. er ljóst að stúdentar sem ekki þurfa á láni að halda eru einkum í þeim hópi. Því þykir okkur fjára- ustur hins opinbera til þess hóps skjóta skökku við og teljum að lán Höfundar eru námsmenn í foreldrahúsum. Flosi Eiríksson Ármann Jakobsson „Hins vegar er fráleitt að ríkisvaldið veiti fólki hagstæð lán sem ekki þarf á því að halda.“ til þessa hóps megi lækka. Ef ein- staídingar úr þessum hópi ættu að fá jafnhá lán og þeir sem búa í leigu- húsnæði, að frádreginni leigu og mat, fengju þeir ekkert lán. Það kom hvergi fram í okkar grein að rétt væri að „banna lán til námsmanna í foreldrahúsum með tilskipun". Þvert á móti hvetjum við alla þá sem geta séð af fjármunum til að lána þessu fólki. Hins vegar er fráleitt að ríkisvaldið veiti fólki hagstæð lán sem ekki þarf á því að halda. Okkur virðist því einfaldara að ríkið hætti að lána þessum hóp eða lækki lánin verulega og eru þá tilskipanir þær, sem eru raunar hugmynd Gunnars en ekki okkar, óþarfar. Gæsalappir á villigötum Þetta eru raunar ekki einu rang- færslumar í grein Gunnars og myndi æra óstöðugan að telja þær allar upp. Til að mynda treður hann inn í grein sína gæsalöppum á undan setningunni „félagshyggjumenn á hátíðastundum stuðli að því að sjóð- urinn verði slíkt tæki.“ Þessi setning - UMBÚÐAPAPPÍRSSTATÍF - GJAFABÖND - - G-JAFABANDASTATÍF - Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á 70 ára afmœli mínu 29. apríl sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir, Stigahlíð 43,105 Reykjavík. 3M Myndbönd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.