Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 Ávöxtun og hið opinbera eftir Rebekku Bjarnadóttur Þótt langt sé nú um liðið síðan verðbréfamiðlunin Ávöxtun sf. fór á hausinn og búið að sakfella eig- endur þá er ýmislegt eftir, sem vert er að fylgjast með. Skaðabótakrafa á þau opinberu embætti, sem með mál Ávöxtunar sf. höfðu að gera er nú í gangi og er Seðlabankinn efstur á blaði. Það er ekki auðvelt að lögsækja íslenzka embættismenn og enn •erfiðara verður það, þegar hópur manna hyggst standa saman að lögsókninni. Fyrsta úrræði okkar, sem fórum illa út úr viðskiptum við Ávöxtun sf., var að kæra málið til umboðs- manns Alþingis og er þessi grein m.a. byggð á gögnum frá honum. Það fyrsta sem í ljós kom var að bankaeftirlitið velktist í vafa. Á þeim bæ vissu menn ekki í fyrstu, hvort hafa bæri eftirlit með Ávöxt- un sf. eða hvort einhver lög giltu um sl’k fyrirtæki eða hvort fyrir- tækið væri innlánsstofnun, svo fátt eitt sé nefnt. Ekki vantaði starfsfólk í Seðla- bankann — talað var um stóð er hafði ekkert annað fyrir stafni, en að naga blýanta — og ef hann getur ekki fylgst með verðbréfa- fyrirtækjum vegna manneklu og of mikils álags, hver á þá að gera það. Bankaeftirlitið komst um síð- ir að því, að starfsemi Ávöxtunar sf. væri ólögleg innlánsstofnun og kærði tvívegis. í fyrra skiptið, árið 1984, til viðskiptaráðuneytisins, sem afgreiddi málið með misvís- andi fyrirmælum, í öðrum var Ávöxtun sf. veitt tiltal en hin voru óljós. í síðara skiptið, árið 1986, var kært til ríkissaksóknara, en einmitt það ár voru samþykkt lög um verðbréfamiðlun og var í þeim m.a. skilyrði til rekstrarleyfis hreint sakavottorð o.fl. Þótt á þeim tíma væri sannan- legt, eins og síðar kom í ljós, að þeir félagar, Pétur Bjömsson og Ármann Reynisson, hefðu verið með smágrín eins og fjárdrátt, skjalafals, bókhaldsbrot, skatt- svik, umboðssvik auk brota á lög- um um viðskiptabanka og hlutafé- lög og laga um ólögmæta við- skiptahætti, var ríkissaksóknari ekki með neitt röfl og sagði við Auglýsing Vörusýningar vekja athygli i Kolaportinu. Sveitadagar í Kola- portinu um helgina Um helgina verða „Sveitadagar" í Kolaportinu, sem munu vafalaust koma mörgum borgarbúanum á óvart, því þar verður lögð áhersla á að kynna nýjungar í íjölbreyttri at- vinnustarfsemi sem tengist landbúnaði. Á annað hundrað aðilar munu sýna og selja íjölbreyttan varning á þessari tveggja daga sýningu sem Bændasamtökin standa fyrir í samstarfí við Kolaportið. Sýningin verður á um 1.000 fer- metra svæði, en í öðrum hlutum hússins verður áhugavert markaðstorg að venju. „Ég held að landbúnaðurinn hafi ekki gert nógu mikið af því að kynna sig, og hann þarf að kappkosta að skapa sér góða ímynd,“ segir Arnaldur Bjarna- son, atvinnumálafulltrúi Stétt- arsambands bænda. „Á undan- förnum árum hefur orðið mikil þróun í atvinnumálum í sveitum og má þar sérstaklega nefna ferðaþjónustu, en frekar hljótt hefur verið um tugi annarra verkefna sem tímabært er að kynna.“ Sérstök sýningartilboð Auk kynningar á handverki, smáiðnaði og ferðaþjónustu, verður lögð áhersla á matvæli á sýningunni. Boðið verður upp á hefðbundinn hákarl úr Bjarnar- höfn og af Ströndum, brodd og margvíslega útbúna bleikju, en einnig verða kynntar ýmsar nýj- ar útgáfur af lambakjöti. Gestir á Sveitadögum munu líka geta gert góð kaup, því margir sýn- ingaraðila verða með sérstök sýningartilboð. Búist við metaðsókn Þetta er þriðja vörusýningin sem Kolaportið stendur fyrir eftir breytingar í vetur og hafa fyrri sýningar tekist mjög vel. Margir fastagestir Kolaportsins hafa varla þekkt húsið á sýningar- dögum, því þá breytir það mjög um svip. Settir eru upp hvítir sýningarveggir, teppi á gólf og lýsing aukin verulega til að skapa viðeigandi umhverfi fyrir vörusýningu. Gestafjöldi hefur farið í rúmlega 30 þúsund á sýningarhelgi, en á Sveitadög- um búast Kolaportsmenn við metaðsókn og allt að 40 þúsund manns. þá félaga: „Gjörið þið svo vel, el- skurnar, og stofnið verðbréfamiðl- un.“ Bankaeftirlitið þóttist hneyksl- að á þessari afgreiðslu og taldi önnur en fagleg sjónarmið hafa ráðið afstöðunni. Afgreiðsla ríkissaksóknara er frá 11. september 1986 og Ávöxt- un sf. fær síðan rekstrarleyfi frá viðskiptaráðherra hinn 16. sept- ember 1986. Ávöxtun sf. hafði breyst úr ólögmætri innlánsstofnun í löglegt verðbréfafyrirtæki; að vísu hélt gamla ólöglega starfsemin áfram. En breyttist eftirlitið við þessar leyfisveitingar? Hér er brot úr yfirlýsingu bankastjómar Seðlabankans — en í upphafi hennar er tíundað hve vel þeir hafa athugað allt mögu- legt — og hljóðar hún svo orðrétt: „Til viðbótar framanskráðu aflar Seðlabankinn mánaðarlega upp- lýsinga úr efnahagsreikningum verðbþéfasjóða, en þar er meðal annars óskað eftir ákveðinni sund- urliðun á verðbréfaeign sjóðanna." Því miður er ekki satt orð í þessari yfirlýsingu og ef hægt er að umsnúa staðreyndum svona — hvað er þá ekki hægt? Sumarið 1988 skrifar Þórður Olafsson, for- stöðumaður bankaeftirlitsins, svo- hljóðandi bréf til Jóhannesar Nor- dals. „Ég hef beðið þijá starfs- menn að skoða starfsemi Ávöxtun- ar sf. og hafa skýrslu tilbúna, þegar ég kem aftur. Samkvæmt ársreikningi Ávöxtunar sf. er eigið fé neikvætt um rúmlega 4 milljón- ir króna pr. 31.12.1987. Ennfrem- ur er starfsemi ávöxtunarsjóðs fyrirtækisins vafasöm, svo ekki sé meira fullyrt." Þrátt fyrir þetta taldi aðal- bankastjóri Seðlabankans ekki neina ástæðu til aðgerða og þann VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ 88 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 ARTUNSHOFÐI OPIÐ TIL 2330 Rebekka Bjarnadóttir „Við skulum standa saman og ekki aðeins að koma þessu máli í gegnum íslenzka dóm- skerfið heldur einnig til mannréttindadómstóls- ins...“ 21. ágúst 1988 er eftir honum haft í Morgunblaðinu, að vel sé fylgst með verðbréfasjóðum og að ekkert liggi fyrir af því tagi, sem Ólafur Ragnar ræði um, en hann hafði sagt ástand sumra sjóðanna hrikalegt og gjaldþrot væri fram- undan. Aðalbankastjórinn hvatti engan til að fjárfesta í sjóðum Ávöxtunar sf. en samt er svona yfirlýsing dálítið vafasöm miðað við þá vitneskju er lá fyrir. Eitt- hvað hefur samviskan nagað, því að Seðlabankinn greiddi bréfaeig- endum kr. 100 milljónir og fengu þeir með því 20-30% innstæðna sinna. Það vantaði ekki geislabauginn á Ávöxtun sf. Stjórnarformaður var dr. Páll Sigurðsson, lagapró- fessor, en á honum höfðu margir Traust, sumir mikið, og ráðlögðu öðrum að leggja fé í sjóðinn. Þegar nálgaðist strand tók prófessor Páll pokann sinn og lab- baði í land. Aðalsjónarspilið er þó eftir. Umfjöllun dómstóla. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun er traust þjóðarinnar á dómstólum afar lítið. í útvarps- fréttum gat að heyra eftirfarandi: Hinn 9. mars 1992 segir Davíð ÁRNAÐ HEILLA Ljósm. Jóhannes Long HJÓNABAND. — Gefin voru sam- an í hjónaband í Árbæjarkirkju þann 17. apríl sl. af sr. Guðmundi Þorsteinssyni, Sjöfn Guðnadóttir og Snorri Hermannsson. Heimili þeirra er í Spóahólum 18. Oddsson: „Mér hefur stundum fundist Hæstiréttur taka of lítið tillit til stjórnarskrárinnar og að hagsmunir ríkisins séu settir ofar.“ Hinn 9. mars 1992 segir Orat- or, félag laganema: „í dómafram- kvæmd hér á landi hefur verið mikil tregða að leggja bótaábyrgð á opinbera aðila vegna meintra yfirsjóna starfsmanna þess.“ Ef þessar yfirlýsingar eru á rökum reistar má fara nærri um niðurstöðuna í væntanlegu bóta- máli. Ljós punktur í þessu öllu er þó umboðsmaður Alþingis. Hann fjallaði vel og heiðarlega um mál- ið. Þegar samfélag er svo gegnrot- ið, sem hið íslenzka, óttast maður, að jafnvel umboðsmaður Alþingis sé kerfisvarðtík; lík lýsingunni á dómstólunum. Ég vil þakka um- boðsmanni hans hlut í þessu máli og vona að þar sitji ætíð heiðarleg- ur maður. Rétt þykir mér að nefna efnislega nokkur atriði úr skýrslu umboðsmanns. Seðlabanka bar ótvírætt að hafa eftirlit með verð- bréfasjóðum, eftirlit átti að vera markvisst og skipulagt, á. því átti að vera föst tilhögun, svo sem að vitja gagna og heimsækja stofnan- ir. Bankaeftirlitið hafði miklar efa- semdir um hæfni eigenda Ávöxt- unar sf. Upplýsingum og vísbend- ingum um ástandið fjölgaði stöð- ugt og gáfu brýnt tilefni til ræki- legrar úttektar á rekstrinum. Umboðsmaður tekur ekki af- stöðu til bótaskyldu hins opinbera. „Einstaklingar tóku tvímælalaust áhættu." Og er vandasamt að meta hvort tjón er afleiðing eftir- litsskorts. Og þá að okkur „tapistum"; við hefðum átt að standa betur sam- an. Allir vilja fá sitt en fáir beij- ast fyrir því við kerfið. Nokkrir „tapistar" stofnuðu fé- lag til að rétta hlut sinn og er greinarhöfundur í stjórn. Ekki eru allir ánægðir með stjórnina, því að fátt hefur hún afrekað, ennþá a.m.k. Skilanefnd ávöxtunarsjóð- anna neitaði allri samvinnu og hafnaði m.a. að láta stjórnina fá nafnalista bréfeigenda. Ég er ekki aðili að bótakröfu þeirri er ég nefndi í upphafí, því að málið er rekið í nafni eins manns. Mér finnst þetta mál sækj- ast seint og það vantar upplýs- ingar um stöðu þess. Ég er þess fullviss að margir vildu taka þátt í kostnaðinum á málarekstrinum fengju þeir greinargóðar upplýs- ingar um í hvaða farvegi það væri. Við skulum standa saman og ekki aðeins að koma þessu máli í gegnum íslenzka dómskerfið held- ur einnig til mannréttindadóm- stólsins, því að full ástæða er til að kynna vinnubrögð hinna svo- kölluðu æðstu embættismanna ís- lenzka ríkisins. Höfundur er húsmóðir Ljósm.stofan Nærmynd HJÓNABAND. — Gefin voru sam- an í hjónaband í Kópavogskirkju þann 26. desember sl. af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni, Sigrún Skafta- dóttir og Ásgeir Ægisson. Þau eru búsett í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.