Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 21

Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 21 Árgjöld Vinnuveitendasambandsins lækkuð um 5% Stefnt að 12% lækkun á rekstrarkostnaði YSI AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands sam- þykkti sl. þriðjudag að lækka árgjöld til sambandsins ann- að árið í röð. Árgjaldaálagið var lækkað um 5% eða úr 0,86% í 0,34% af heildarlaunagreiðslum næst liðins árs en fjórðungur árgjalda renna til Vinnudeilusjóðs. Samkvæmt rekstrarreikningi VSI námu árgjöld aðildarfélaganna sem ganga í rekstrarsjóð VSI 78,9 milljónum kr. á síðasta ári og árgjöld til Vinnudeilusjóðs námu 26,3 millj. kr. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að talsmenn Vinnuveitendasambandsins hefðu boðað mjög stíft að fyrirtækin yrðu að skera niður í sínum rekstri. „Fé- lagsgjöld í hagsmunasamtök at- ist úr 384 millj. kr. frá árinu á undan. Hlutverk sjóðsins er að bæta tjón, sem meðlimir Vinnuveit- endasambandsins verða fyrir vegna vinnustöðvana. vinnurekstrarins eru hluti af fram- leiðslukostnaðinum og við álítum þess vegna að það sé skylda okkar að reyna að praktísera það sem við predikum í þessu efni,“ segir hann. Rekstraráætlun Vinnuveitenda- sambandsins gerir ráð fyrir 12% samdrætti á milli ára. Á síðasta ári voru árgjöldin lækkuð um 10% og sagði Þórarinn óhjákvæmilegt að lækka þau enn frekar. Til að mæta því yrði Vinnuveitendasambandið að taka til í sínum rekstri. „í þessu felst hins vegar engin ákvörðun um að draga úr þeirri þjónustu sem við veitum,“ sagði hann. Rúmlega 900 þúsund kr. hagnað- ur varð af reglulegri starfsemi VSÍ á síðasta ári. Skv. rekstrarreikningi voru rekstrartekjur rúmlega 89 millj. kr. en rekstrargjöld tæplega 87 millj. kr. Eignir Vinnudeilusjóðs 450 millj. Eins og framan greinir gengur hluti árgjalda til Vinnudeilusjóðs en skv. efnahagsreikningi námu heildareignir sjóðsins 450 milljón- um kr. á síðasta ári og höfðu auk- Landsþing Lionsmanna LIONSMENN og -konur á íslandi halda dagana 21. og 22. maí sitt árlega þing. Að þessu sinni er þingið haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Á þingið eru boðaðir 350 fulltrú- ar hinna 102 klúbba sem nú eru starfandi í hreyfingunni. Á þinginu eru að venju kosnir forystumenn hreyfingarinnar næsta starfsár auk þess sem væntanlegir stjórnendur klúbbanna setjast á skólabekk þar sem þeir eru upplýstir um skyldur sínar. Þá verða þar tekin fyrir á námsstefnum málefni klúbbanna (bjartsýnisklúbburinn) alþjóðleg samvinna og aðalbaráttumál hinnar alþjóðlegu Lionshreyfingar sem er „Sight first“. Tilgangur þessa verk- efnis er að reyna að draga úr blindu í heiminum. En þó að aðalefni Li- onsþings í Kópavogi sé á alvarlegri nótunum þá nota meinn einnig tækifærið að gleðjast saman. Föstudaginn 21. maí kl. 21 verð- ur kynningarkvöld þar sem aðgang- ur er ókeypis og allir Lionsmenn eru velkomnir. Þingslit verða um kl. 17.15 á laugardeginum en um kvöldið verður lokahóf þar sem all- ir Lionsmenn eru boðnir velkomnir ásamt gestum sínum. Hljómsveitin Pónik leikur fyrir dansi auk þess sem skemmtiatriði verða flutt. (Fréttatilkynning) GI65-S- ISLENSKUR IÐNAÐUR VIUI IVERKI Flestlr Islendlngar kiósa fremur íslenska framleiðslu en erlenda. Vörugæðl og vandvlrknl eru |iví höfð í fyrlrrúmi. Samt harf að treysta betur stöðuna á helmamarkaðl. í Iðnaði eru margvísleglr mögulelkar á nýsköpun. Tll að nýta möguleikana þurfa ráðamenn að sýna viljann í verkl. Veljum íslenska framlelöslu og eflum íslenskt atvinnulif. ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtök atvinnurekenda i Iðnaðl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.