Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedmaj 1993næste måned
    mationtofr
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 32

Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 HJUKRUN: AAKUREYBI AFRAM VEGINIM Ráðstefna heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri 14.-15. júní 1993 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju DAGSKRÁ: Mánudaginn 14. júní Kl. 11.30 Afhending ráðstefnugagna hefst. Kl. 13.00 Setning ráðstefnunnar. Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar. HJÚKRUN - SIÐFRÆÐI - GUÐFRÆÐI. Kl. 13.05 Umhyggja eða hjúkrunarguðfræði (Caring or Nursing Theology) . Dr. Katie Eriksson, prófessor við Ábo Akademi, Finnlandi. Kl. 14.15 Hver á að ráða? - Forræðishyggja í umönnun og lækningu. Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspek- ingur, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Kl. 15.00 Heilsuhlé. HJÚKRUN - VÖLD - SAMFÉLAG Kl. 15.30 Mótun hjúkrunarstarfsins: Orðræða, völd og athafnir. Dr. Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskóla íslands. Kl. 16.00 Völd, forræði og áhrif hjúkrunar innan heilbrigði- skerfisins. Magna Birnir, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarfor- stjóri FSA. Kynning á lokaverkefni. Kl. 16.30 Breytt samfélag - fjölskyldulíf og félagstengsl. Hermann Óskarsson, félagsfræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri. Þriðjudaginn 15. júní KONUR - HEILBRIGÐI - FORVARNIR Kl. 9.00 Upplifun kvenna á umhyggju og umhyggjuleysi í fæðingu. Sigfríður Inga Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir, lektor við Háskólann á Akureyri. Rann- sóknarkynning. Kl. 9.30 Heilbrigði kvenna. Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskóla íslands. Kl. 10.00 Heilsuhlé. Kl. 10.30 Upplifun kvenna á því að verða mæður á ungl- ingsaldri og á stuðningi á þeim tíma. Elín Hanna Jónsdóttir, Harpa Hrönn Zophanías- dóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Sigrún L. Sigurðardóttir og Þóra Ester Bragadóttir, hjúkrun- arfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Rann- sóknarkynning. Kl. 11.00 Upplifun ungra kvenna á líkama sínum. Margrét Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, lektorvið Háskólann á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 11.30 Matarhlé. ALNÆMI - HJÚKRUN - LÍKN Kl. 13.30 Að vera HlV-jákvæður á íslandi. Edda Baldursdóttir, Emelía Bára Jónsdóttir, Emilía Petra Jóhannsdóttir, Hallveig Friðþjófsdóttir, Sig- ríður Eínarsdóttir og Sigrún Tryggvadóttir, hjúkr- unarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Rann- sóknarkynning. Kl. 14.00 Upplifun aðstandenda alnæmissjúkra á alnæmi. Gróa M. Þórðardóttir, Hugrún Ásta Halldórsdótt- ir, Hulda Gestsdóttir, Inga Ingólfsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingar frá Háskól- anum á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 14.30 Heilsuhlé. Kl. 15.00 Alnæmi og líknarmeðferð. Hildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur. Kl. 15.30 Að vera HlV-jákvæður. NN. Kl. 16. Ráðstefnuslit. Skráning á ráðstefnuna er á skrifstofu heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, sími 96-11770 alla virka daga fram til 4. júní. Ráðstefnugjald er kr. 4.000 fyrir báða daga en kr. 2.500 fyrir annan daginn og greiðist það við afhendingu ráð- stefnugagna. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á bókum og hjúkrunargögnum í salakynnum safnaðarheimilis- ins. Þar verður einnig listsýning á verkum hjúkrunarfræðinga. Verndari ráðstefnunnar er frú María Pétursdóttir. pturgmn Wm-ar Meira en þú geturímyndað þér! Fuglar leituðu skjóls í híbýlum í norðanáhlaupinu Maríuerla innumbúr- gluggann Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. FARFUGLAR sem hingað voru komnir til sumardvalar báru sig allaumlega í norðanáhlaupi sem gerði um helgina og leit- uðu þeir inn í hibýli manna og dýra. Þúfutittlingur, steindepill og þröstur heilsuðu upp á kýr í fjósi og hross í hesthúsi og maríuerla flaug inn um búrgluggann hér á bæ til að forða sér undan norðan- áhlaupinu. Skrautrunnar, svo sem blátopp- ur, sem voru orðnir allaufgaðir í blíðunni nú fyrir viku, en þá komst hiti upp í 17 stig, hafa mikið lát- ið á sjá og verða eflaust nokkrar vikur að ná sér aftur. Vorverkin stöðvast Vorverk bænda, til að mynda áburðardreifing, niðursetning á kartöflum og sáning, stöðvast með öllu í bili og verða menn að bíða og vona að aftur komi vor í dal. Benjamín Morgunblaðið/Benjamín I kartöflugarðinum EINAR Grétar Jóhannsson, bóndi á Eyrarlandi í Kaupvangs- sveit, ásamt sonum sínum, Ingvari og Arnari, í kartöflugarðinum sem nýbúið var að selja niður í. í garðinum er allt að tveggja metra háar snjóhengjur, eftir vonskuveður helgarinnar, en kartö- flugarðurinn á Eyrarlandi er í gilskorningi og skóf mikinn snjó yfir hann. Kartöflubændur eru uggandi yfir veðurfarinu, sérstak- Íega yrði slæmt ef asahláku gerði því þá er hætt við að hryggirn- ir renni út og útsæðið liggi berskjaldað eftir. Norðmenn kynna sér sjávar- útvegsfræðslu í grunnskólum Kynnast sjávarútvegi FÓLK sem tengist sjávarútvegi í Vadsö í Noregi var á ferð á Dalvík nýlega, en tilgangur ferðarinnar var að leita leiða til að vekja áhuga ungs fólks á sjávarútvegsgreinum svo koma megi í veg fyrir atgerfis- flótta úr nyrstu byggðum Noregs. Forstöðumaður kennaradeildar Háskólans Mælt með Guðmundi H. Frímannssyni í starfíð Á FUNDI háskólanefndar Háskólans á Akureyri í gær var sam- þykkt að mæla með því að dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson yrði ráðinn forstöðumaður kennaradeildar við Háskólann á Akureyri, en þessi nýja deild við skólann tekur til starfa næsta haust. Dalvík GRUNN SKÓL AKENN AR AR og fólk tengt sjávarútvegi frá Vadsö í Noregi hafa verið í heimsókn á Dalvík til að kynna sér á hvern hátt staðið er að sjávarútvegs- fræðslu við grunnskóla hér á landi. För Norðmannanna var skipulögð af fræðsluyfirvöldum í Finnmörku, en tilgangur ferðar þeirra er að leita leiða til að vekja áhuga ungs fólks á sjávarútvegs- greinum og öðru tengdu sjávar- útveginum þannig að koma megi í veg fyrir atgerfisflótta úr nyrstu byggðum Noregs. Á Dalvík gafst Norðmönnunum tækifæri til að kynna sér fyrirkomu- lag skipstjómarfræðslu við 10. bekk grunnskólans þar sem nemendum gefst kostur á að ljúka svokölluðu „pungaprófi" sem veitir þeim 30 tonna skipstjórnarréttindi. Auk þessa kynntu þeir sér sjávar- útvegsdeild Verkmenntaskólans á Akureyri sem starfrækt er á Dalvík, en þar er boðið upp á fullgilt skip- stjómarnám auk fiskiðnaðarnáms. Heimsóttu gestirnir fyrirtæki á Dal- vík sem tengjast sjávarútvegi. Ánægðir Norðmennimir lýstu mikilli ánægju með dvölina hér og töldu sig hafa mikið á henni að græða því margt væri áhugavert í atvinnu- og skólamálum hér á iandi sem nýst gæti þeim til að skipuleggja sjávarút- vegsfræðslu í grunnskólum i Finn- mörku en heimabæir þeirra eru sjáv- arútvegsbæir á sama hátt og Dalvík. Fréttaritari Sjö sóttu um stöðuna og sam- þykkti nefndin á fundi sínum að mæla með því við háskólarektor að ráða Guðmund úr hópi umsækj- enda. Guðmundur Heiðar Frímannsson er fæddur á ísafirði árið 1952, en hann ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972. Hann lauk BA-prófi í heimspeki og sálarfræði frá Háskóla íslands árið 1976 og M.Phil-prófi haustið 1987. Hann stundaði síðan doktorsnám við St. Andrews í Skotlandi og lauk dokt- orsprófi þaðan haustið 1991. 30-umsóknir Guðmundur hefur frá því síðast- liðið haust unnið við Háskólann á Akureyri að undirbúningi vegna stofnunar kennaradeildar, sem tek- ur til starfa við skólann næsta haust. Þegar hafa um 30 manns sent inn umsókn til deildarinnar en áætlað er að á fyrsta ári verði allt að 50 nemendur. Hef opnað tannlæknastofu í Kaupangi v/Mýrarveg, efri álmu. Tímapantanir í síma 22226. Erling Ingvason, tannlæknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 110. tölublað (18.05.1993)
https://timarit.is/issue/125557

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

110. tölublað (18.05.1993)

Handlinger: