Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 HJUKRUN: AAKUREYBI AFRAM VEGINIM Ráðstefna heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri 14.-15. júní 1993 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju DAGSKRÁ: Mánudaginn 14. júní Kl. 11.30 Afhending ráðstefnugagna hefst. Kl. 13.00 Setning ráðstefnunnar. Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar. HJÚKRUN - SIÐFRÆÐI - GUÐFRÆÐI. Kl. 13.05 Umhyggja eða hjúkrunarguðfræði (Caring or Nursing Theology) . Dr. Katie Eriksson, prófessor við Ábo Akademi, Finnlandi. Kl. 14.15 Hver á að ráða? - Forræðishyggja í umönnun og lækningu. Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspek- ingur, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Kl. 15.00 Heilsuhlé. HJÚKRUN - VÖLD - SAMFÉLAG Kl. 15.30 Mótun hjúkrunarstarfsins: Orðræða, völd og athafnir. Dr. Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskóla íslands. Kl. 16.00 Völd, forræði og áhrif hjúkrunar innan heilbrigði- skerfisins. Magna Birnir, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarfor- stjóri FSA. Kynning á lokaverkefni. Kl. 16.30 Breytt samfélag - fjölskyldulíf og félagstengsl. Hermann Óskarsson, félagsfræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri. Þriðjudaginn 15. júní KONUR - HEILBRIGÐI - FORVARNIR Kl. 9.00 Upplifun kvenna á umhyggju og umhyggjuleysi í fæðingu. Sigfríður Inga Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir, lektor við Háskólann á Akureyri. Rann- sóknarkynning. Kl. 9.30 Heilbrigði kvenna. Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskóla íslands. Kl. 10.00 Heilsuhlé. Kl. 10.30 Upplifun kvenna á því að verða mæður á ungl- ingsaldri og á stuðningi á þeim tíma. Elín Hanna Jónsdóttir, Harpa Hrönn Zophanías- dóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Sigrún L. Sigurðardóttir og Þóra Ester Bragadóttir, hjúkrun- arfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Rann- sóknarkynning. Kl. 11.00 Upplifun ungra kvenna á líkama sínum. Margrét Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, lektorvið Háskólann á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 11.30 Matarhlé. ALNÆMI - HJÚKRUN - LÍKN Kl. 13.30 Að vera HlV-jákvæður á íslandi. Edda Baldursdóttir, Emelía Bára Jónsdóttir, Emilía Petra Jóhannsdóttir, Hallveig Friðþjófsdóttir, Sig- ríður Eínarsdóttir og Sigrún Tryggvadóttir, hjúkr- unarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Rann- sóknarkynning. Kl. 14.00 Upplifun aðstandenda alnæmissjúkra á alnæmi. Gróa M. Þórðardóttir, Hugrún Ásta Halldórsdótt- ir, Hulda Gestsdóttir, Inga Ingólfsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingar frá Háskól- anum á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 14.30 Heilsuhlé. Kl. 15.00 Alnæmi og líknarmeðferð. Hildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur. Kl. 15.30 Að vera HlV-jákvæður. NN. Kl. 16. Ráðstefnuslit. Skráning á ráðstefnuna er á skrifstofu heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, sími 96-11770 alla virka daga fram til 4. júní. Ráðstefnugjald er kr. 4.000 fyrir báða daga en kr. 2.500 fyrir annan daginn og greiðist það við afhendingu ráð- stefnugagna. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á bókum og hjúkrunargögnum í salakynnum safnaðarheimilis- ins. Þar verður einnig listsýning á verkum hjúkrunarfræðinga. Verndari ráðstefnunnar er frú María Pétursdóttir. pturgmn Wm-ar Meira en þú geturímyndað þér! Fuglar leituðu skjóls í híbýlum í norðanáhlaupinu Maríuerla innumbúr- gluggann Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. FARFUGLAR sem hingað voru komnir til sumardvalar báru sig allaumlega í norðanáhlaupi sem gerði um helgina og leit- uðu þeir inn í hibýli manna og dýra. Þúfutittlingur, steindepill og þröstur heilsuðu upp á kýr í fjósi og hross í hesthúsi og maríuerla flaug inn um búrgluggann hér á bæ til að forða sér undan norðan- áhlaupinu. Skrautrunnar, svo sem blátopp- ur, sem voru orðnir allaufgaðir í blíðunni nú fyrir viku, en þá komst hiti upp í 17 stig, hafa mikið lát- ið á sjá og verða eflaust nokkrar vikur að ná sér aftur. Vorverkin stöðvast Vorverk bænda, til að mynda áburðardreifing, niðursetning á kartöflum og sáning, stöðvast með öllu í bili og verða menn að bíða og vona að aftur komi vor í dal. Benjamín Morgunblaðið/Benjamín I kartöflugarðinum EINAR Grétar Jóhannsson, bóndi á Eyrarlandi í Kaupvangs- sveit, ásamt sonum sínum, Ingvari og Arnari, í kartöflugarðinum sem nýbúið var að selja niður í. í garðinum er allt að tveggja metra háar snjóhengjur, eftir vonskuveður helgarinnar, en kartö- flugarðurinn á Eyrarlandi er í gilskorningi og skóf mikinn snjó yfir hann. Kartöflubændur eru uggandi yfir veðurfarinu, sérstak- Íega yrði slæmt ef asahláku gerði því þá er hætt við að hryggirn- ir renni út og útsæðið liggi berskjaldað eftir. Norðmenn kynna sér sjávar- útvegsfræðslu í grunnskólum Kynnast sjávarútvegi FÓLK sem tengist sjávarútvegi í Vadsö í Noregi var á ferð á Dalvík nýlega, en tilgangur ferðarinnar var að leita leiða til að vekja áhuga ungs fólks á sjávarútvegsgreinum svo koma megi í veg fyrir atgerfis- flótta úr nyrstu byggðum Noregs. Forstöðumaður kennaradeildar Háskólans Mælt með Guðmundi H. Frímannssyni í starfíð Á FUNDI háskólanefndar Háskólans á Akureyri í gær var sam- þykkt að mæla með því að dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson yrði ráðinn forstöðumaður kennaradeildar við Háskólann á Akureyri, en þessi nýja deild við skólann tekur til starfa næsta haust. Dalvík GRUNN SKÓL AKENN AR AR og fólk tengt sjávarútvegi frá Vadsö í Noregi hafa verið í heimsókn á Dalvík til að kynna sér á hvern hátt staðið er að sjávarútvegs- fræðslu við grunnskóla hér á landi. För Norðmannanna var skipulögð af fræðsluyfirvöldum í Finnmörku, en tilgangur ferðar þeirra er að leita leiða til að vekja áhuga ungs fólks á sjávarútvegs- greinum og öðru tengdu sjávar- útveginum þannig að koma megi í veg fyrir atgerfisflótta úr nyrstu byggðum Noregs. Á Dalvík gafst Norðmönnunum tækifæri til að kynna sér fyrirkomu- lag skipstjómarfræðslu við 10. bekk grunnskólans þar sem nemendum gefst kostur á að ljúka svokölluðu „pungaprófi" sem veitir þeim 30 tonna skipstjórnarréttindi. Auk þessa kynntu þeir sér sjávar- útvegsdeild Verkmenntaskólans á Akureyri sem starfrækt er á Dalvík, en þar er boðið upp á fullgilt skip- stjómarnám auk fiskiðnaðarnáms. Heimsóttu gestirnir fyrirtæki á Dal- vík sem tengjast sjávarútvegi. Ánægðir Norðmennimir lýstu mikilli ánægju með dvölina hér og töldu sig hafa mikið á henni að græða því margt væri áhugavert í atvinnu- og skólamálum hér á iandi sem nýst gæti þeim til að skipuleggja sjávarút- vegsfræðslu í grunnskólum i Finn- mörku en heimabæir þeirra eru sjáv- arútvegsbæir á sama hátt og Dalvík. Fréttaritari Sjö sóttu um stöðuna og sam- þykkti nefndin á fundi sínum að mæla með því við háskólarektor að ráða Guðmund úr hópi umsækj- enda. Guðmundur Heiðar Frímannsson er fæddur á ísafirði árið 1952, en hann ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972. Hann lauk BA-prófi í heimspeki og sálarfræði frá Háskóla íslands árið 1976 og M.Phil-prófi haustið 1987. Hann stundaði síðan doktorsnám við St. Andrews í Skotlandi og lauk dokt- orsprófi þaðan haustið 1991. 30-umsóknir Guðmundur hefur frá því síðast- liðið haust unnið við Háskólann á Akureyri að undirbúningi vegna stofnunar kennaradeildar, sem tek- ur til starfa við skólann næsta haust. Þegar hafa um 30 manns sent inn umsókn til deildarinnar en áætlað er að á fyrsta ári verði allt að 50 nemendur. Hef opnað tannlæknastofu í Kaupangi v/Mýrarveg, efri álmu. Tímapantanir í síma 22226. Erling Ingvason, tannlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.