Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 34

Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 34
34 -i MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 SKAMMTIMABREF Raunávöxtun sl. 3. mánuði KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Krtnglunni 5, sími 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðantta m toripM#!' Metsölublað á hverjum degi! Erlent Sameinaða flug- félagið með 3 skiptistöðvar FLUGFÉLÖGIN fjögiir, SAS, Seissari, Austrian Airlines og KLM, sem hafa rætt um samein- ingu félaganna fyrir árið 1997 hafa ákveðið að vera með 3 skipti- stöðvar sem áformað er að aðal- umferð þeirra fari um. Ákveðið hefur verið að Kaup- mannahafnarflugvöllur sinni fluti til Norðaustur-Asíu, aðallega Japan og Kína. Flug til Norður- og Suður- Ameríkur færi í gegn um Amster- dam og flug til Afríku, Suðaustur- Asíu og hluta að Suður-Ameríku færi í gegn um Ziirich. í gegn um Stokkhólm, Ósló og Vín er áformað að flug verði til hinna þriggja megin skiptistöðva og einnig er gert ráð fyrir að í gegn um Vín yrði að einhveiju leyti flug til Mið- austurlanda. Virgin í tölvu- bransann BRESKI frumkvöðullinn Richard Branson, sem m.a. hefur rekið flugfélagið Virgin, segir að fyrir- tækið sitt Virgin Group hafi áform um að hefja sölu á ein- menningstölvum. Áformað er selja tölvurnar, sem hannaðar eru af Virgin, í eigin verslunum fyrir- tækisins. Áformað er að verð á tölvunum verði í meðallagi samanborið við verð einmenningstölvum í Bretlandi. Markaðs- og sölustjóri hjá Virgin sagðist telja að „hæfilega hörð“ samkeppni væri á tölvumarkaðnum en hann hefði trú á því að „styrkur Virgin-vörumerkisins myndi styrkja markaðshlutdeildina". \>\j '/y'- -ó; , “ i y?' ; „ G f ^ ^ ís c ^ét'rié'-y, ‘j \ Z&P/ j"'' „ Nýherji er umboðsaðili fyrir hið virta bandarísKa fyrirtæki CALCOMP, dóttur- fyrirtæki flugvélaframleiðandans Lockheed. CALCOMP hefur í 35 ár sérhæft sig í hágæða grafík og býður Nýherji úrval jaðartækja frá CALCOMP sem byggð eru á nýjustu tækni. Þeirra á meðal má nefna geislateiknara, hnita- og teikniborð, litaprentara og tölvuteiknara. Á CRAFÍSKUM VORDÖCUM í verslun Nýherja gefst tækifæri til að kynnast því framsæknasta í tækjabúnaði til tölvustuddrar hönnununar sem völ er á í dag. Líttu því við í verslun okkar í Skaftahlíð 24 við erum ALLTAF SKREFI Á UNDAN! TEIKNIBORÐ HNITABORD PLOTTERA LITAPRENTARA A3 LASER PRENTARA AUTOCAD FYRIR WINDOWS OC FLEIRAOC FLEIRA NÝHERJI SKAFTAHLlO 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan A Lockheed Company American Ex- press inn á sænsk- an ferðamarkað VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir um að American Express kaupi Ny- man & Schultz, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði ferðamála í Sví- þjóð. Gert er ráð fyrir að verðmætið sé um 865 milljónir sænskra króna. Samkvæmt heimildum Financial Times hefur American Express sam- þykkt að kaupa um 70% af hluta- bréfum fyrirtækisins en viðræður standa yfir um 30% bréfanna. Með kaupunum er áformað að styrkja Nyman & Schultz á Evrópumarkaði en fyrirtækið er með sterka stöðu í Svíþjóð, Noregi og Bretlandi. Nissan kaupir af Toyota birgja NISSAN, annar stærsti bílafram- leiðandi í Japan, tók í sl. viku þá ákvörðun að kaupa hluti af birgja, sem hefur selt til Toyota. Fram að þessu hafa birgjar í Japan ein- ungis tengst einum bílaframleið- anda. Þessi samningur er sagður vera vísbending Nissan og Toyota til ann- arra bílaframleiðanda og birgja um að fyrirtækin tvö séu tilbúnir til að lækka kostnað þó það feli í sér sam- starf aðskildra fyrirtækjahópa. Samningurinn kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en árið 1995 en talið er að hann brotið ísinn á milli birgja og annarra framleiðenda en þeir hafa hingað til sinnt. Lánstraust 2 dótt- urfélaga Skandia minnkar FYRIRTÆKIÐ Moody’s sem legg- ur mat á lánstraust fyrirtækja og þjóðríkja hefur lækkað lánshæfi- einkunn tveggja fyrirtækja innan Skandia tryggingasamsteypunn- ar í Svíþjóð. Þetta skýrist af vax- andi áhyggjum af eignastöðu og fjárhagslegum sveigjanleika sam- steypunnar. Moody’s lækkaði lánshæfieinkunn Skandia Capital AB og Skandia Int- ernational Capital vegna skulda- bréfaútgáfu fyrirtækjanna að fjár- hæð 800 milljónir dollara. Skandia er talið þurfa að styrkja fjárhags- stöðu sína vegna fjárfestinga í dótt- urfélögum og fasteignum. Það er hins vegar dregið í efa að samsteyp- an muni ná að afla nægilegs fjár- magns með hagnaði sínum sérstak- lega í ijósi þess að líkur benda til að fasteignir hennar í Stokkhólmi, London og Madríd muni lækka frek- ar í verði. Tillögur um endurskipu- lagningu Skandia eru hins vegar taldar samsteypunni til tekna og staða samsteypunnar er sögð hafa I styrkst vegna verðhækkana á hluta- bréfamarkaði í Svíþjóð. FT4418 Ijósritunarvél - Þessi netta Áreiðanleg Ijósritunarvél með mjög mikla möguleika, svo sem að Ijósrita beggja vegna á pappírinn. • Þessi vél er „umhverfisvæn" SÍMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.