Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 34
34 -i MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 SKAMMTIMABREF Raunávöxtun sl. 3. mánuði KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Krtnglunni 5, sími 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðantta m toripM#!' Metsölublað á hverjum degi! Erlent Sameinaða flug- félagið með 3 skiptistöðvar FLUGFÉLÖGIN fjögiir, SAS, Seissari, Austrian Airlines og KLM, sem hafa rætt um samein- ingu félaganna fyrir árið 1997 hafa ákveðið að vera með 3 skipti- stöðvar sem áformað er að aðal- umferð þeirra fari um. Ákveðið hefur verið að Kaup- mannahafnarflugvöllur sinni fluti til Norðaustur-Asíu, aðallega Japan og Kína. Flug til Norður- og Suður- Ameríkur færi í gegn um Amster- dam og flug til Afríku, Suðaustur- Asíu og hluta að Suður-Ameríku færi í gegn um Ziirich. í gegn um Stokkhólm, Ósló og Vín er áformað að flug verði til hinna þriggja megin skiptistöðva og einnig er gert ráð fyrir að í gegn um Vín yrði að einhveiju leyti flug til Mið- austurlanda. Virgin í tölvu- bransann BRESKI frumkvöðullinn Richard Branson, sem m.a. hefur rekið flugfélagið Virgin, segir að fyrir- tækið sitt Virgin Group hafi áform um að hefja sölu á ein- menningstölvum. Áformað er selja tölvurnar, sem hannaðar eru af Virgin, í eigin verslunum fyrir- tækisins. Áformað er að verð á tölvunum verði í meðallagi samanborið við verð einmenningstölvum í Bretlandi. Markaðs- og sölustjóri hjá Virgin sagðist telja að „hæfilega hörð“ samkeppni væri á tölvumarkaðnum en hann hefði trú á því að „styrkur Virgin-vörumerkisins myndi styrkja markaðshlutdeildina". \>\j '/y'- -ó; , “ i y?' ; „ G f ^ ^ ís c ^ét'rié'-y, ‘j \ Z&P/ j"'' „ Nýherji er umboðsaðili fyrir hið virta bandarísKa fyrirtæki CALCOMP, dóttur- fyrirtæki flugvélaframleiðandans Lockheed. CALCOMP hefur í 35 ár sérhæft sig í hágæða grafík og býður Nýherji úrval jaðartækja frá CALCOMP sem byggð eru á nýjustu tækni. Þeirra á meðal má nefna geislateiknara, hnita- og teikniborð, litaprentara og tölvuteiknara. Á CRAFÍSKUM VORDÖCUM í verslun Nýherja gefst tækifæri til að kynnast því framsæknasta í tækjabúnaði til tölvustuddrar hönnununar sem völ er á í dag. Líttu því við í verslun okkar í Skaftahlíð 24 við erum ALLTAF SKREFI Á UNDAN! TEIKNIBORÐ HNITABORD PLOTTERA LITAPRENTARA A3 LASER PRENTARA AUTOCAD FYRIR WINDOWS OC FLEIRAOC FLEIRA NÝHERJI SKAFTAHLlO 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan A Lockheed Company American Ex- press inn á sænsk- an ferðamarkað VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir um að American Express kaupi Ny- man & Schultz, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði ferðamála í Sví- þjóð. Gert er ráð fyrir að verðmætið sé um 865 milljónir sænskra króna. Samkvæmt heimildum Financial Times hefur American Express sam- þykkt að kaupa um 70% af hluta- bréfum fyrirtækisins en viðræður standa yfir um 30% bréfanna. Með kaupunum er áformað að styrkja Nyman & Schultz á Evrópumarkaði en fyrirtækið er með sterka stöðu í Svíþjóð, Noregi og Bretlandi. Nissan kaupir af Toyota birgja NISSAN, annar stærsti bílafram- leiðandi í Japan, tók í sl. viku þá ákvörðun að kaupa hluti af birgja, sem hefur selt til Toyota. Fram að þessu hafa birgjar í Japan ein- ungis tengst einum bílaframleið- anda. Þessi samningur er sagður vera vísbending Nissan og Toyota til ann- arra bílaframleiðanda og birgja um að fyrirtækin tvö séu tilbúnir til að lækka kostnað þó það feli í sér sam- starf aðskildra fyrirtækjahópa. Samningurinn kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en árið 1995 en talið er að hann brotið ísinn á milli birgja og annarra framleiðenda en þeir hafa hingað til sinnt. Lánstraust 2 dótt- urfélaga Skandia minnkar FYRIRTÆKIÐ Moody’s sem legg- ur mat á lánstraust fyrirtækja og þjóðríkja hefur lækkað lánshæfi- einkunn tveggja fyrirtækja innan Skandia tryggingasamsteypunn- ar í Svíþjóð. Þetta skýrist af vax- andi áhyggjum af eignastöðu og fjárhagslegum sveigjanleika sam- steypunnar. Moody’s lækkaði lánshæfieinkunn Skandia Capital AB og Skandia Int- ernational Capital vegna skulda- bréfaútgáfu fyrirtækjanna að fjár- hæð 800 milljónir dollara. Skandia er talið þurfa að styrkja fjárhags- stöðu sína vegna fjárfestinga í dótt- urfélögum og fasteignum. Það er hins vegar dregið í efa að samsteyp- an muni ná að afla nægilegs fjár- magns með hagnaði sínum sérstak- lega í ijósi þess að líkur benda til að fasteignir hennar í Stokkhólmi, London og Madríd muni lækka frek- ar í verði. Tillögur um endurskipu- lagningu Skandia eru hins vegar taldar samsteypunni til tekna og staða samsteypunnar er sögð hafa I styrkst vegna verðhækkana á hluta- bréfamarkaði í Svíþjóð. FT4418 Ijósritunarvél - Þessi netta Áreiðanleg Ijósritunarvél með mjög mikla möguleika, svo sem að Ijósrita beggja vegna á pappírinn. • Þessi vél er „umhverfisvæn" SÍMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.