Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Þroskaheftir
Fimmtu Ólympíuleikarnir
eftirHarald
Jóhannsson
„Hér eru samankomnir 1.600
þroskaheftir menn og konur frá
öllum heimshomum, fólk sem oft-
ast hefur verið stjakað við og ýtt
til útjaðra samfélaganna.
í kvöld er þetta fólk skyndilega
ekki lengur utangarðs, heldur höf-
um við nú skipað því sess mitt á
meðal okkar. Þetta er táknræn
_mynd, sem aldrei skyldi gleym-
' ast.“
Þetta m.a. sagði Thomas Klest-
il, forseti Austurríkis, í opnunar-
ræðu sinni við setningarathöfn 5.
ólympíuleika þroskaheftra, sem
haldnir voru í Schladming og Salz-
burg dagana 20.-27. mars sl.
Þessi hópur samanstóð að fólki
á öllum aldri frá 63 þjóðlöndum,
sem allt hafði það sameiginlegt
að hafa verið úrskurðað í flokk
þroskaheftra.
Ég, sem þetta set á blað, minn-
ist þess úr minni sveit, að fólki
sem talið var hafa takmarkaðri
möguleika til þroska en almennt
gerðist var miskunnarlaust skipað
til óæðri bekkja, jafnvel á bak yið
lás og slá, þegar gesti bar að garði.
Enginn lét sér tilfinningar né þarf-
ir þessa fólks sig neinu skipta, þó
sjálfsagt væri að beisla vinnukraft
þess og nýta, oft mun meira en
góðu hófi gegndi. Það hét að vera
matvinningur.
Árið 1963 stofnaði frú Eunice
Kennedy Striver til íþróttabúða
fyrir þroskahefta í Maryland í
Bandaríkjunum. Kom þá fljótt í
hljós, að vistmenn búðanna sýndu
Ötvíræðari hæfni til íþróttaiðkana
en menn hafði rennt í grun. Frú
Kennedy lét ekki hér við sitja, en
fékk því til leiðar komið, að fyrstu
alþjóðlegu ólympíuleikar þroska-
heftra voru haldnir í Chicago sum-
arið 1968 með rúmlega 1.000 þátt-
takendum frá Brandaríkjunum og
Kanada. Þessir leikar vöktu al-
heimsathygli. Þeir þóttu takast
með miklum ágætum og hefur
þróun þeirra ekki látið staðar num-
ið. í dag eru meðal 120 þjóða
stundaðar íþróttir, sem sniðnar eru
[þróttamennirnir úr Ösp og þjálfaramir.
„ Af íslands hálfu
mættu 12 vaskir strák-
ar til leiks. Yoru þeir á
aldrinum 13 ára til
rúmlega fertugs. Þeir
gengu fram á kapp-
leikjum af aðdáunar-
verðri yfirvegun.“
við hæfi þessa fólks.
Árið 1988 samþykkti alþjóða
ólympíunefndin að þessir leikar
mættu bera sæmdarheitið
„Olympic".
Þeir ólympíuleikar þroska-
heftra, sem nýafstaðnir eru í Aust-
urríki, eru þeir fyrstu sem haldnir
eru utan Bandaríkjanna. Þar átti
sjálfsagt stóran hlut að máli aust-
urrísk-ættaði Hollywood-kvik-
myndaleikarinn Schwarzenegger,
sem er fæddur og uppalinn í
Schladming og er tengdasonur frú
- Beint flug firá Akureyri -
23. júní -25. júní
kr. 22.700,-
Flug - hótel - Lslensk fararstjórn.
Aðeins 50 sæti
Vcrð pr. niann m.v. 2ja manna hcrberfíi kr. 22.700,-.
Innifalið í verði er flug til Parísar frá Akureyri, hótel
í 2 nætur og íslensk fararstjórn. Gist á Paris Bercy
hótelinu, mjög góðu 3ja stjörnu hóteli í miðbæ
Parísar.
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600
Kennedy.
Af íslands hálfu mættu 12 vask-
ir strákar til leiks. Voru þeir á
aldrinum 13 ára til rúmlega fer-
tugs. Þeir gengu fram á kappleikj-
um af aðdáunarverðri yfirvegun,
og gerðu sitt ýtrasta til að sigra
í drengilegum átökum, og gerðu
það líka stundum, en tóku ósigrum
með karlmennsku og hugarró.
Einkunnarorð þessarar sérstöku
íþróttakeppni eru: „Ég vil vinna,
en ef ég sigra ekki, vil ég að
minnsta kosti hafa lagt mig fram
um það.“
Allir í þessum hópi, sem vakti
athygli meðal annarra þátttak-
enda og áhorfenda, eru úr íþrótta-
félaginu Ösp sem var stofnað 18.
maí 1980 undir forystu Ólafs Ól-
afssonar, sem var fararstjóri í
þessari ferð. Hann hefur um ára-
tuga skeið helgað þroskaheftum
allar sínar frístundir án kröfu til
launa. Hann segir: „Þakklæti
þessa fólks, foreldra og annarra
aðstandenda, er mér mikilla pen-
inga virði“. Þakklæti, sagði hann,
en e.t.v. er það eitt aðaleinkenni
einstaklinganna, sem hér eru til
umræðu. Einlægari þakklætisvott-
ur fyrir lítilræði en frá þessu fólki
er vandfundinn. Kurteisi í hví-
vetna, hógværð í framkomu, lítil-
læti og tillitssemi er á því stigi,
sem margir mættu tileinka sér án
þess að bíða af tjón á sálu sinni.
Asparfélagar mættu til Salz-
burg á vegum íþróttasambands
fatlaðra, sem þeir eru aðilar að,
en fulltrúi þeirra með hópnum var
Þórður Á. Hjaltested.
Þjálfarar Aspar undir þessa
keppni og þátttakendum til halds
og trausts, ekki síst á leikvangin-
um, voru Karl Þorsteinsson og
Sveinbjörn Sigurðsson.
Athyglisvert var að fylgjast með
gagnkvæmu trausti íþróttamanna
og ofangreindra fyrirliða, sem
byggðist á jafnréttisgrundvelli og
einlægum trúnaði.
Ég er þess fullviss, að ég halla
ekki á neinn þegar ég upplýsi hér,
að þegar ég mætti til fundar við
íslenska hópinn vegna beiðni for-
ráðamanna mótsins fyrir milli-
göngu Erich Eibl, ræðismanns í
Salzburg, var mér í fyrstu fyllilega
óljóst hveijir væru íþróttamenn og
hveijir fyrirliðar.
Tölur segja að 2% mannkyns
teljist til þroskaheftra, þó draga
megi í efa að nokkur sé í stakk
búinn til að segja nákvæmlega til
um hveijir séu þroskaheftir og
hveijir ekki, því oft er mjótt á milli.
Frú Kennedy á lofsverðan þátt
í þeirri heimsbyltingu, sem orðin
er í sambýli annarra við þroska-
hefta, sem áður drógu fram lífið,
var meinaður aðgangur að lær-
dómi og þátttöku í almennum at-
höfnum og var öllum til ama og
óþurftar.
Það er ótrúlega stutt síðan þró-
uð samfélög hættu að sparka mis-
kunnarlaust í hverkonar minni-
hlutahópa. Enn kemur þó fyrir að
frumstæðum einstaklingum hefur
ekki lærst að tileinka sér þá sjálf-
sögðu þróun siðmenningarinnar,
en þeim fer fækkandi.
Fullyrt er að þriðji hver íbúi
Salzburg og nágrennis hafi að
meira eða minna leyti verið viðrinn
mótið, sem var í alla staði til fyrir-
myndar og aðstandendum til mik-
ils sóma.
Þakklæti og hlý bros hundraða
íþróttamanna og kvenna, sem þátt
tóku í ólympíuleikunum í Austur-
ríki, til þeirra þúsunda sem lögðu
sig fram með launarlausri vinnu
eða með framlagi í annarri mynd
mun endast þeim lengur en for-
gengilegir málmblönduhlunkar í
buddunni.
Höfundur starfar á ferðaskrif-
stofu i Vínarborg.
Oryggisfilma
Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsdeild
Hún vetningáf élagsins
Lokadagurinn hjá Húnvetningum
var 12. maí og var spilaður eins
kvölds tvímenningur í 16 para
riðli.
Lokastaðan:
Tryggvi Gíslason - Gísli Tryggvason 240
HermannJónsson-BaldurAsgeirsson 230
EggertEinarsson-AntonSigurðsson 230
Eðvarð Hallgrimsson - Jóhannes Guðmundss.230
Ólafurlngvarsson-JóhannLúthersson 222
Hittumst á ný á hausti komandi.
Sumarbrids 1993
Sumarbrids byijar föstudaginn
21. maí næstkomandi og verður
spilað alla daga nema laugardaga
og hefst spilamennskan alltaf kl.
19.00.
Skráning er á staðnum og spil-
aður verður Mithcell-tvímenning-
ur með tölvuútreikningi.
Keppnisgjald er 500 krónur á
mann á kvöldi. Allir velkomnir og
spilað er í Sigtúni 9.
Sumarbrids er kjörinn vett-
vangur til að æfa sig í keppn-
isbrids og hafa gaman af. Keppn-
*
isstjóri verður Sveinn R. Eiríks-
son.
Bridsfélag Kópavogs
Spiluð var önnur umferðin í
vortvímenningnum sl. fimmtudag.
Kvöldskor: A/V.
Óskar Sigurðsson - Þorsteinn Berg 328
Þórður Jörundsson - Jón Andrésson 291
N/S:
JacquiMcGreal-SigurðurSiguqónsson 333
Sigurður ívarsson - Jón Steinar Ingólfsson 327
Staðan:
Jacqui McGreal - Kristín E. Þórarinsdóttir 649
Sigurður ívarsson - Jón Steinar Ingólfsson 615
Óskar Sigurðsson - Þorsteinn Berg 606
Ólafur B. Ólafsson - Baldvin Valdimarsson 592
Sigríður Möller - Freyja Sveinsdóttir 583
Síðasta umferðin verður spiluð
næsta fimmtudag. Vetrarstarfinu
lýkur síðan með aðalfundi föstu-
daginn 21. maí kl. 20.00.
RAÐSTEFNA
NÁMSKEIÐ EÐA FUNDIR Á DÖFINNI?
I Múlalundi færð (oú fundarmöppur, barmmerki
(nafnmerki) , áletranir, merkingar og
annað sem auðveldar skipulag og eykur
þægindi og árangur þátttakenda.
Allar gerðir, margar stærðir, úrval
lita og áletranir að þinni ósk!
HafSu samband vi& sölumenn okkar
í síma 68 84 76 eða 68 84 59.
Múlalundur
Vínnustofa SÍBS - Hátúni 10c
Símar: 68 84 76 og 68 84 59.