Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 3M Sjúkravörur Vatnabátar EV/nfíUDE Utanborðsmótorar 2.3 hp - 300 hp Ný gerö bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. ★ Verðkr. 10.998,- Borgartúnl 26 Síml: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Minninff Kristrún Helgadótt- irfrá Neskaupstað Fædd 14. desember 1910 Dáin 12. maí 1993 Við andlátsfregn ömmu minnar, Kristrúnar Helgadóttur, er eins og stolt eik sé höggvin og skarð verð- ur fyrir skildi. Sú eik er fallin sem háa krónu bar og breiðar greinar. Fregnin kom þó ekki svo á óvart, heldur var vonað og beðið að enn sem fyrr væri kraftur hennar og styrkur til að standast veikindin óþorrinn. Hún lést að morgni dags 12. maí sl. á Fjórðungssjúkrahús- inu á Neskaupstað. Undanfarnar vikur hafði amma verið við góða heilsu og dvaldist nýverið í Hveragerði sér til heilsu- bótar. Hún framlengdi dvöl sína til að hitta ættingja og vini hér fyrir sunnan. Segja má að hún hafi verið rétt nýkomin heim þegar kaliið kom, sem enginn fær undan komist. Bein og hnarreist heilsaði hún vinum sínum og kunningjum, fór í heimsóknir, greip jafnvel í saumaskap og naut þess að vera meðal fólks sem hún hafði ekki séð lengi og nýtti tímann vel. Á meðan hún dvaldi hjá okkur féll henni ekki verk úr hendi og saumaði á langömmubörnin eða gætti þeirra og sagði sögur á þann hátt að eft- ir var tekið, enda bjó hún yfir rík- um leikhæfileikum. Kristrún amma mín fæddist á Húsavík, dóttir hjónanna Jóhönnu P. Jóhannsdóttur og Helga Fló- ventssonar og var í hópi 11 systk- ina. Þau voru Þorgerður, Krist- jana, Hallmar, Ragnheiður, Sigríð- ur, Guðný, Jónatan, Sveinbjöm, Jónína og Pétur auk hennar sjálfr- ar. Af þessum systkinum er nú aðeins Guðný á lífí. Fyrir dyrum er ættarmót frænda á Húsavík og afkomenda Helga og Jóhönnu í júlí nk. Þangað ætlaði Kristrún ótrauð og var reyndar hvatamaður að þessari samkomu, en örlögin hafa nú tekið í taumana. Hún var sem barn send í fóstur til hjónanna Þuríðar Ragnheiðar Blómostofa Fríðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. Sigurðardóttur og Jóns Ágústs Árnasonar, Skörðum í Reykja- hverfí, S-Þing. Þar ólst hún upp frá barnsaldri, en fer 1925 með fóstursystur sinni Sólveigu Unni austur að Brekku í Fljótsdal og dvaldist þar í eitt ár. í júní 1926 var ákveðið að Unnur og maður hennar, Jón Þórarinsson, flyttust norður aftur til að taka við búi foreldra Unnar í Skörðum. Þar sem Unnur átti von á barni og treysti sér ekki í ferðalag í tengslum við flutningana ræðst amma í för með Jóni ríðandi að austan og með all- marga hesta sem nota átti við heyskapinn og búskapinn. í þess- ari ferð hefur amma eflaust kynnst alvöru lífsins og þegar ákveðið að láta ekki undan síga heldur takast á við hlutina óhikað. Þannig var hún ævinlega. í þessari ferð, sem hún sagði frá í jólablaði Austur- lands 1992, „Ein á ferð í óbyggð- um“, fór hún unglingsstúlkan 15 ára gömul í mikla svaðilför og ein- beitti sér að því að ná heim og ljúka sínu skylduverki þrátt fyrir alla erfíðleikana sem ferðinni fylgdu. Jón varð að halda kyrru fyrir á Valþjófsstað vegna Unnar og barnsins og fór því hvergi, en amma ákvað að fara ein með hest- ana og hætta ekki við hálfnað verk. Oft síðar vitnaði hún í þessa ferð og lagði áherslu á að verkum sem byijað væri á yrði að ljúka og aldr- ei var hún nein meðalmanneskja í neinu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Þegar ég hugsa til baka og reyni að leita eftir einhveiju sem einkenndi hana öðru fremur, má segja að hún hafí ávallt hugsað og framkvæmt hlutina í anda þess- arar ferðar og náð settu marki í öllu sem hennar hugur og metnað- ur krafðist. Eftirfarandi kvæði Einars Benediktssonar fínnst mér að mörgu leyti eiga vel við hana Kristrúnu á Tröllanesi, eins og hún var oftast nefnd. Brimalda. Já þú átt líf; þú varst ijóð, sem leið; en þú hefur þó eitt sinn hljómað. Þú hófst yfir sanda og sígandi flóð og sðkkst, en eitt sinn gat faldurinn ljómað djúpsins söngmær, þú drakkst í þig mátt, hvem dropa þú reistir í seinasta fallið. Og landið tók undir, því höggið reið hátt þú hneigst í gninn, - en þú stefndir á fjallið. (Öldulíf, Einar Benediktsson) Árið 1925 kemur amma austur á Norðfjörð og ræður sig í vist hjá Valdemar V. Snævarr frænda sín- um. Þar verða mikil straumhvörf í lífi hennar þegar hún kynnist formanni og dugmiklum útgerðar- manni, Sigurði Hinrikssyni, og Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opiö alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 hefur með honum búskap. Þau giftust 28. janúar 1929 og ári síð- ar fæðist þeim einkasonurinn, Ragnar Ágúst, 27. janúar 1930. Ragnar var sparisjóðsstjóri á Norð- firði, en lést 28. apríl 1988, langt um fram, 58 ára. Það varð þeim hjónum báðum mikið áfall. Eftirlif- andi kona Ragnars er Kristín Lundberg, f. 31. janúar 1930, og voru aðeins nokkrir dagar á milli þeirra í aldri. Sagði enda ljósmóðir- in sem tók á móti þeim báðum að þetta yrðu líklega hjón — sem og rættist. Börn Ragnars og Kristínar eru Sigurður Rúnar, sá er þetta ritar, býr í Mosfellsbæ, kvæntur Ragnheiði Hall og þau eiga börnin Ragnar Árna, Þóru Kristínu og Katrínu Halldóru; Sigurborg, býr á Neskaupstað með syninum Atla Hólmgrímssyni; Kristrún, gift SnorTa Styrkárssyni, þau eiga bömin Styrkár og Kristínu og búa á Neskaupstað; Jóhanna Kristín, gift Hjálmari Kristinssyni og eiga þau börnin Hjalta og Helgu og eru búsett á Neskaupstað. Kristrún og Sigurður tóku kjörson og ólu upp frá unga aldri, Hinrik, f. 5. nóvem- ber 1943, kvæntur Ingibjörgu Har- aldsdóttur úr Keflavík og eiga þau þijú böm: Harald, hans kona er Signý Ósk Marinósdóttir og þeirra sonur er Marinó. áður átti Harald- ur dótturina Ingibjörgu; Margrét með soninn Hinrik; og Sigurður sem býr hjá foreldrum. Óll eru þau búsett í Keflavík. Áður átti Hinrik soninn Hafstein sem búsettur er í Hnífsdal, kona hans er Anna Ólafs- dóttir og eiga þau bömin Fannar og Sunnu. Á Tröllanesi á Neskaupstað hóf Kristrún amma búskap með afa Sigurði sem enn lifir í hárri elli á Elliheimili Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað á 93. aldursári. Tröllanes var mikið heimili í þá daga og ekki heiglum hent að taka þar við búsforráðum, en amma var aðeins 18 ára gömul er hún tók að sér húsmóðurstörfin þar. Eins og hún sagði í viðtali í Sjómanna- dagsblaði Neskaupstaðar árið 1987, þá var það æði erfitt hlut- skipti að taka við stjórninni á heim- ili útgerðarmannsiná. En afi sem var 10 áram eldri var henni ávallt mikil stoð og stytta. Tengdafor- eldrar hennar bjuggu og í húsinu. „Venjulega hafði ég um 10 manns í fæði yfir sumartímann og algengt var að hluti af fólkinu byggi einn- ig á okkar heimili." Þótt hún hefði gjaman og oftast á þessum áram aðstoðarstúlku, þá var það mikið verk að matbúa fyrir mannskapinn sem sótti sjóinn. Margir sjómenn af eldri kynslóð Norðfírðinga minn- ast enn vel útilátinna matar- skammta og umhyggjusemi sem húsmóðirin lagði til, svo formann- inum duglega og útsjónarsama gæti haldist vel á sínum mann- skap. Amma brosti oft að þessum tíma og sagðist bara haft lært af reynslunni og nýtti sér allt sem hægt var að nota til matar, svo að enginn færi svangur úr hennar húsi. „Ég vinn mér ekki léttara verk,“ var máltæki sem hún hafði gjarnan ef einhver var að býsnast yfír hlutum sem voru ógerðir eða erfiðir í framkvæmd. Hún sýndi og þorði að sýna að hún hafði kjark til að takast á við vandamálin eins og þau komu fyrir. Með áræði sínu fékk hún alla aðra til að leggja sig fram. Hún ræktaði í garði kartöfl- ur og rabarbara, hafði kýr og hænsni og bakaði brauð, hafði mat sem fjölbreytilegastan og beitti hugviti sínu sem mest til að allir fengju nóg. Kaffí malaði hún sjálf, vatt þvott með stórri rullu og segja má að á heimilinu væri unnið allan vökutímann. Ég man sem drengur að heilu báts- og jafnvel togaraf- armarnir voru fluttir að Tröllanesi og saltað og breitt, þurrkað og pakkað, allt e'ftir forskrift Sigurðar afa og heilu túnin í nágrenninu undirlögð fyrir fiskireit til að súg- þurrka fisk. Þar var fjöldi manns að störfum sem þurfti mat við að breyta saltfiski í sólþurrkaðan La- brador. Á þeim tíma var lífið salt- fiskur og ég fór sjálfur að skilja alvöru lífsins. Þegar afi fór að fara á vertíðar að vetri til með róðrabáta eða snur- voð, hægðist um hjá ömmu, en til að bæta sér það upp fékk hún sér saumavél. Með saumavélinni var hún aldrei verkefnalaus og saum- aði næstum hvað sem var. Oft var þröng á þingi á Tröllanesi þegar konur vora að koma og fara, máta eða skoða móðinblöð eða snið. Mín helsta minning tengd saumaskap er og stendur hæst með David Krokket-húfu úr skinnkraga og búningur viðeigandi sem hún, eins og galdramaður, hristi fram úr erminni. Jakkaföt, matrósabúning- ur og stúlkukjólar voru barnaleikur í höndunum á henni, allt upp í fína samkvæmiskjóla og dragtir. Þessi stórbrotna kona sem amma mín var lét félagsmálin held- ur ekki liggja kyrr. Hún starfaði af heilum hug í Kvenfélaginu Nönnu og veitti því um tíma for- mennsku, söng í kirkjukómum, starfaði í slysavarnafélaginu, veitti barnastúkunni Vorperlu nr. 54 for- ystu eftir Sigdór Brekkan og sat í fjölmörgum nefndum og fékk ýmsu framgengt. Hún lét sig miklu varða framgang Húsmæðraskól- ans á Hallormsstað .og átti lengi sæti í skólanefnd þess skóla. Var hún einnig aðalhvatamaðurinn að orlofsvikum húsmæðra á Austur- landi. Ég man að amma tók bíl- próf á þessum árum, nokkuð full- orðin, og þótt hún yrði ekki með færari ökumönnum afrekaði hún þó að fara nokkrar ferðir yfir Odds- skarð og lét það ekkert aftra sér fremur en annað. Um árabil rak hún Hótel Egils- búð og lagði sig þar fram af al- kunnum myndarskap. Hún naut sinnar fyrri reynslu af búsforráð- um yngri ára. Hún fór líka tvo vetur til Ólafsvíkur og veitti for- C£RÁ.3T'£1NM BLÁGRÝT^J.l-JPARIT GABBRÓ.MARMARI „ <3 R A N f T tt S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.