Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
45
sínum eignaðist hún dóttur, Þóru
Haraldsdóttur, sem oftast var kölluð
Dadda. Eiginmaður hennar var Guð-
mundur Jónsson óperusöngvari.
Seinni maður Ástu var Jón Axel
Pétursson, bankastjóri Landsbanka
íslands. Eignuðust þau einn son,
Pétur Axel.
Þegar ég kom í fjölskylduna var
ég boðin velkomin með hlýhug. Ásta
og Jón þjuggu á Hringbrautinni,
Dadda og Guðmundur á Hagamel
og við Pétur á Ægisíðunni. Það var
mikill samgangur og Ásta og Jón
voru ánægð að hafa bæði börnin sín
náiægt sér. Dadda og Guðmundur
höfðu ætíð verið þeim stoð og stytta.
Þau tóku við uppeldi á Jóni Áxel,
sonarsyni Ástu og Jóns, er móðir
hans lést. Gleðin var mikil þegar
einkasonur Ástu og Jóns kom heim
með hugarfarsbreytingu eftir erfíða
lífsbraut.
í júní 1980 lést eiginmaður Ástu,
Jón Axel, og í júlí 1982 lést dóttir
hennar, Dadda, öllum mikill harm-
dauði. Ásta bognaði og bar harm
sinn í hljóði. Hún treysti á son sinn
sem reyndist henni vel og vildi allt
gera tii að létta henni lífið. Það urðu
margar samverustundirnar hjá litlu
fjölskyldunni á Ægisíðunni, Jón Axel
yngri var kominn til okkar og í sept-
ember 1980 fæddist okkur sonur sem
skírður var Pétur Axel. Ásta sýndi
honum alla þá ömmuhlýju er hún
gat. Þegar svo sonur hennar, Pétur
Áxel, greindist alvarlega sjúkur um
áramótin 1982-83 og lést í'júlí 1983
dó stór hlutur í Ástu.
Það var þá sem ég kynntist enn
betur hennar innri persónu. Hún
hafði verið tengdamamma mín, en
nú bættist við að við urðum góðar
vinkonur, sem deildum saman gleði
og sorg og studdum hvor aðra eftir
mætti. Við sátum tvær saman nokk-
ur jól með litla Pétur og reyndum
að gera okkar besta. Oft voru lesin
ljóð og hlustað á tónlist. Aldrei
gleymi ég kvöldinu þegar við hlust-
uðum á vínarvalsana og dönsuðum
saman í lokin. Við hlógum mikið, hún
þá orðin 84 ára.
Heimilið hennar á Hringbrautinni
var hennar stolt, svo og garðurinn
sem hún hlúði að með blómum og
trjám. Hún bauð gestum gjarnan út
í garðinn til að skoða hann og þiggja
þar veitingar á góðum sumardögum.
Ásta hafði mikla samúð með þeim
sem undir höfðu orðið í lífinu og var
stuðningsaðili Líknarfélagsins
Verndar, þar sem hún vissi að heim-
ili var rekið til hjálpar þeim sem
undir höfðu orðið í lífsbaráttunni og
tilbúnir voru til að hjálpa sér sjálfír.
Landakotsspítali var henni kær og
naut hún góðrar þjónustu sjúkra-
hússins síðustu árin með hjálp Tóm-
asar Jónssonar lækriis og starfsfólks.
Reyndust þau Ástu mjög vel síðustu
ævidagana og gerðu allt er þau gátu
fyrir hana.
Það er margs að minnast og verð-
ur það geymt í minningunni. Fjöl-
skylda mín þakkar allar góðar stund-
ir. Ég kveð Ástu vinkonu mína og
þakka henni allan hlýhug er hún
sýndi mér á erfiðum stundum í lífs-
ins baráttu. Hún kenndi mér margt
sem ég veit að mun nýtast mér vel.
Nú er hún kominn til þeirra sem
voru henni svo kærir.
Hvíli hún í friði.
Rósa.
í dag kveðjum við Ástríði Einars-
dóttur, kæran vin og velunnara. Þau
fátæklegu orð sem hér verða sett á
blað um Ástríði eru létt á þá vog-
arskál mannkærleika og mannúðar,
sem hún hefur alla sína ævi sýnt og
gefíð af til þeirra, sem lent hafa í
ógæfu og farið á skjön við samfélag-
ið.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
ári 1989, er ég tók við formanns-
starfi hjá Vernd og Fangahjálpinni,
að kynnast Ástríði Einarsdóttur. Þá
hafði hún í mörg ár styrkt heimili
Verndar með höfðingtegum gjöfum.
Er fundum okkar bar saman var
Ástríður rúmliggjandi á Landakots-
spítala, en þar fékk hún ávallt hjálp
í veikindum sínum. Viðmót Ástríðar
var hlýtt og geislaði af góðvild og
mannkærleika og í tali hennar um
starf Verndar kom vel í Ijós sú mikla
umhyggja sem Ástríður bar fyrir
ógæfumönnum.
Framkvæmdastjórn Verndar
þakkar Ástríði fyrir samfylgdina og
sendir ættingjum hennar innilegustu
samúðarkveðjur.
Birgir Þ. Kjartansson, for-
maður Verndar.
Inga Þórbjörg Svav-
arsdóttir - Minning
Einhvem tíma seint í sumarleysinu
1979 vöfrum við hjón um eina mal-
bikaða planið í Vanabyggðinni og
vitum ei hvað gera skal eftir að hafa
árangurslaust knúið dyra á ný-
keyptri íbúð okkar til að kanna eitt-
hvað nánar og búa þar með í haginn
fyrir veturinn. Skyndilega opnast
næstu dyr og hressileg rödd segir:
„Komið þið sæl og velkomin í húsið.
Ég heiti Inga Svavarsdóttir og geymi
lyklana fyrir hann Demetz ef þið
þurfið eitthvað að komast inn.“
Þannig kom Inga til dyranna, jafn-
vel þótt ekki hefði verið á þær drep-
ið. Hress í bragði. Hrein og bein.
Hraustleg og þróttmikil. Vandræðin
leyst á sömu stundu. Svo hefur hún
ábyggilega boðið okkur kaffi þarna
í kulinu. Norðansteytan hlýnaði við
það viðmót sem þama mætti okkur
af hendi verðandi granna. Það við-
mót kólnaði aldrei - alltaf var hjálp-
semin vís.
Senn eru liðin fjórtán ár frá því
að við keyptum íbúðina. En á þess-
ari stundu varð okkur ljóst að í kaup-
bæti höfðum við fengið góða granna.
Og slíkir eru auði betri, það höfum
við oftsinnis fengið að reyna á þess-
um tíma. Það var sama hvort biðja
þurfti fyrir barn sem ekki fékk leng-
ur inni á leikskóla, eða banka upp á
í rigningunni miklu um miðja nótt
þegar fara þurfti á fæðingardeildina.
Alltaf var Inga til staðar. Og þegar
við komum heim var búið að föndra
eitthvað með barninu, baka kökur
sem það flutti með sér yfir um, eða
hvað annað sem var. Og í ársfjar-
veru okkar skrifaði hún á milli þess
sem hún barðist við veikindin, og
hringdi þegar hún var of máttfarin
til að geta haldið á penna. Inga hafði
alltaf tíma fyrir fólk.
Húsið fór ekki heldur varhluta af
umhyggju hennar. Það var strax
sjálfsagt að fela henni lyklavöld að
íbúð okkar í fjarveru. Og þá var
ekki hætta á því að blómin gleymd-
ust, nei, ætli þau hafí ekki oftast lit-
ið betur út þegar við komum en fór-
um. Og gjaman var búið að slá garð-
inn líka og klippa runnana. Svo þurfti
að þvo planið og þrífa stéttarnar. í
öllu þessu stóð hún, en gætti þess
jafnframt að bæta sambýlisfólki sínu
í munni þegar ráðist var í slík stór-
virki. I fýrrasumar tók hún svo risp-
ur í blómabeðunum eða á gluggunum
þegar þeir feðgar eða tengdadætum-
ar voru ekki heima og hún slapp úr
umhyggjusamri gæslu þeirra í veik-
indunum.
Því að Inga var ekki ein. Oftast
nefndum við þau Guðmund bæði í
einu og hann hefur ekki átt síðri hlut
í hinu góða nágrenni. Það hefur auð-
vitað alltaf verið sjálfsagt að ætlast
til að hann ætti að lagfæra flest utan-
húss á sameigninni. Og allt var þetta
alltaf gert eftirtölulaust og af átaka-
lausu frumkvæði þeirra hjóna
beggja. Synirnir hafa tekið geðgæði
þeirra og yfirlætislausan dugnað í
arf og fest ráð sitt svo þeim er full-
kosta. Fyrsta barnabarnið komið vel
á legg, en þau sem á eftir koma fá
því miður ekki notið samvista við
ömmu sína.
Inga var sál hússins. Þannig lifir
hún í minningu okkar sem með henni
bjuggum. Af þeim kynnum urðum
við rík og þökkum.
Erlingtir og Sigríður.
í dag verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík, ömmusystir
mín Ástríður Einarsdóttir, sem varð
91 árs daginn fyrir andlát sitt. Aðr-
ir munu eflaust rekja æviferil henn-
ar og lífshlaup. Ég mun einungis
minnast hennar hér í fáum orðum.
Ástríður, eða „Ásta frænka" eins
og við systkinin vorum vön að kalla
hana, var stórbrotin persóna og
ógleymanleg þeim, sem kynntust
henni. Hún var stolt af sínum upp-
runa, skarpgreind, stálminnug og
hafði ríka kímnigáfu. Á sínum yngri
árum hafði hún verið vel á sig kom-
in líkamlega, æfði m.a. fimleika af
kappi. Á ljósmyndum frá konungs-
komunni árið 1921 er hún í hópi
giæsilegra fimleikastúlkna, er sýndu
íþrótt sína við það tækifæri á Mela-
vellinum.
Sumum hefur eflaust þótt hún
heldur stutt í spuna, en þeir sem
kynntust henni vel vissu, að undir
hörðu yfirborði bjó viðkvæm sál, sem
var bæði örlát og hjálpfús. Lífið
hafði heldur ekki alltaf leikið við
hana, því að bæði börnin hennar dóu
úr krabbameini í blóma lífsins. Sjálf
barðist hún við afleiðingar þess sjúk-
dóms í áratugi án þess að bugast.
Eiginmann sinn, Jón Axel Pétursson,
missti hún á besta aldri og hún
minntist hans ávallt með miklum
hlýhug.
Ástríður var höfðingi heim að
sækja og gerði sér far um að eiga
fallegt og hlýlegt heimili. Hún átti
stóran kunningjahóp og naut þess
að sitja og spjalla um ýmis málefni
gjarnan yfir kaffibolla og konjaks-
glasi, enda hafði hún ákveðnar skoð-
anir á hlutunum og fylgdist ávallt
vel með því sem var að gerast í þjóð-
félaginu. Allt fram á síðustu æviár
spilaði hún brids við vinkonur sínar
og stundaði sundlaugarnar sér til
hressingar. Hún var ávallt glæsilega
til fara og það leyndist engum að
þar fór höfðingi. Hún studdi dyggi-
lega við bakið á ýmsum góðgerðar-
málum og samtökum og oft aðstoð-
aði hún lítilmagnann.
Þrátt fyrir háan aldur og lasleika
bjó hún í húsi sínu á Hringbrautinni
fram á síðasta æviár sitt og naut
þar góðrar aðstoðar ýmissa aðila og
er þar helst að nefna Rósu tengda-
dóttur hennar svo og sonarson henn-
ar Jón Axel, sem annaðist gömlu
konuna af einstakri alúð.
Síðari árin urðu ferðir hennar á
Landakotsspítalann æ tíðari, en þar
naut hún frábærrar hjúkrunar og
læknishjálpar. Hjúkrunarfólki,
læknum og öðru starfsfólki Landa-
kotsspítala skulu hér færðar sérstak-
ar þakkir og þá sérstaklega Tómasi
Árna Jónssyni lækni.
Júlíus Valsson.
ERFIDRYKKJUR
)f^ Verð frá kr. 850-
P E R L A N sími 620200
Erfidrykkjur
Glæsileg kaíli-
hlaðlwrð íaUegir
salirogmjög
góð þjónusta.
Upplýsiiigítf
ísíma22322
FLUGLEIDIR
Rim uminiR
t
Sonur okkar,
BJARKI FRIÐRIKSSON,
Kambaseli 50,
lést fimmtudaginn 13. maí.
Þuriður Einarsdóttir, Friðrik Alexandersson.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
VIGDÍS BENEDIKTSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 18. maf,
kl. 13.30.
Bjarndís Albertsdóttir, Guðbrandur Rögnvaldsson,
Margrét Albertsdóttir,
Snjáfrfður Árnadóttir,
Bára Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín,
KRISTRÚN HELGADÓTTIR,
Þiljuvöllum 33,
Neskaupstað,
verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. maí
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Hinriksson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖRN ALBERT OTTÓSSON,
Ólafsvík,
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 21. maí
kl. 14.00.
Rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.00 um morguninn
Magnea Magnúsdóttir,
Hrafn Arnarson, Hrönn Þórisdóttir,
Helgi F. Arnarson, Gunnhildur Hauksdóttir,
Kristinn Arnarson, Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir,
Albert Arnarson, Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir,
ODDA MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR,
Helgamagrastræti 48,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. maí
kl. 14.00.
Jón Laxdal Halldórsson,
Valgerður Dögg Jónsdóttir.
t
Amma okkar,
ÁSTRÍÐUR EINARSDÓTTIR.
Hringbraut 53,
veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í
dag, þriðjudaginn 18. maí, kl. 13.30.
Ástríður Guðmundsdóttir, Jón Guðmann Pétursson,
Þorvarður Jón Guðmundsson, Jón Axel Pétursson,
Halldóra Guðmundsdóttir, Þóra Steinunn Pétursdóttir,
Pétur Axel Pétursson.
t
SIGURÐUR GUNNARSSON,
Bjargi,
Vfk í Mýrdal,
lést á heimili sínu sunnudaginn 16. maí.
Útför hans fer fram frá Víkurkirkju laug-
ardaginn 22. maí kl. 14.00.
Systkinabörn
og bróðir hins látna.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er vottuðu okkur samúð
með ýmsu móti við andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR S. BJARKLIND.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsliði öldrunardeildar Borgar-
spítalans fyrirfrábæra hjúkrun og umönnun meðan hún dvaldist þar.
Fyrir hönd ættingja,
Jón Bjarklind.