Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 46

Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 f€lk í fréttum Meðal gesta sem fögnuðu útgáfu bókarinnar voru Ingvar Sigurðs- son, Arni Harðarson og Valdimar Ornólfsson. Hjónin Rakel Sigurðardóttir Rosenblad og Dr. Esbjörn Rosenblad með Islandsbók sína. Myndin er tekin í samkvæmi í Norræna húsinu. BÓKAÚTGÁFA Ný bók á ensku um Island Iceland from Past to Present" nefnist ný bók á ensku um ísland fyrr og nú. Höfundar bók- arinnar eru hjónin Rakel Sigurð- ardóttir Rosenblád og Dr. Esbjörn Rosenblad. Dr. Esbjöm Rosenblad var lengi sendiráðsritari sænska sendiráðsins í Reykjavík og hefur einnig gegnt sendiherraembætti hér á landi. Fyrir nokkrum árum kom út bók um ísland á sænsku eftir Dr. VAKORIALISTI |Dags. 18.5.1993. NR. 129 5414 8300 1028 3108 5414 8300 1064 8219 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 2728 6102 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3052 9100 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 | Ofangreind kort eru vákort. sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann. sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Esbjörn Rosenblad, Island i saga och nutid, og mæltist hún vel fyr- ir og fékk afar góða dóma. Nýja bókin byggir að stórum hluta á sænsku útgáfunni, en hefur verið endurskoðuð og aukin. í bókinni er jöfnum höndum fjallað um sögu, stjórnmál, menningarmál og atvinnulíf. í tilefni útkomu „Iceland from Past to Present“ var haldið sam- kvæmi í Norræna húsinu á laugar- daginn. Þar voru þau hjón hyllt fyrir starf sitt í þágu íslands og íslensk-sænskrar menningarsam- vinnu. „Iceland from Past to Present" er 440 bls. Ensk þýðing hennar er gerð af Alan Crozier. Útgef- andi er Mál og menning. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 3900 0003 5316 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 Afgreióslufólk vinsamlegast takíö ofangreind kort úr umlerö og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klðfesta kort og visa á vágest. mBBSBHiMi Hðfðabakkay9 • 112 Reykjavfk Slmi 91-671700 EROBIKK Með sextíu manns í vinnu JJinn kunni íslenski erobikk- kennari Jónína Ben keypti Aktiverum 1. febrúar 1993 og hefur síðan þá unnið hvert afrek- ið af öðru,“ segir í nýlegu hefti B&K Sportsmagazine, sem er eitt stærsta íþróttablað á Norðurlönd- um. Segir þar ennfremur að boð- ið sé upp á eitt hundrað ólíka tíma á viku hverri, en mestar vinsæld- ir vekji fitubrennslutímarnir, enda hafi verið fullskráð í þá frá upphafi. Um 8.000 manns hafi sótt tíma hjá Aktiverum í febrúar sl. og að nokkrir bestu leiðbein- endur Svíþjóðar starfi hjá fyrir- tækinu. Við slógum á þráðinn til Jón- ínu, sem búsett er í Helsingborg til að heyra nánar um starfsemina og fyrirtækið. „Ég var fram- kvæmdastjóri hjá Aktiverum sem var í eigu sex karlmanna. Fyrir- tækið gekk ekki vel og var nærri komið í gjaldþrot, því eigendurnir vildu allir vera í forstjóraleik. Það varð úr að ég keypti fyrirtækið, sem er mjög stórt, og breytti öll- um rekstrinum," segir Jónína. „Starfsfólk er hér í kringum sextíu, þar af þrettán sjúkraþjálf- arar. Ég lét hvern starfsmann hafa sitt verksvið, þannig að úr varð fjöldi lítilla stjómenda; ein stúlka sér um móttökuna, önnur um þrifin, sjúkraþjálfararnir starfa sjálfstætt og það sama má eiginlega segja um kenn- arana.“ Tveir stórir tækjasalir og aðrir tveir erobikksalir Jónína segir að ekki sé hægt að bera saman starfsemina í þessu fyrirtæki og Stúdíó Jónínu og Agústu, því Aktiverum sé miklu stærra og umsvifameira. Sem dæmi má nefna, að í húsinu eru tveir stórir tækjasalir og tveir erobikksalir. „Munurinn hjá mér er að ég get lagt mig fram um að reka fyrirtækið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að kenna svo mikið sjálf. Ég kenni ekki nema 1-2 tíma á dag og get þá einbeitt mér að markaðssetningunni. Það hefur skilað sér, því við gerðum til dæmis stóran samning við stærsta dagblaðið hér, Helsing- borgs dagblad. Fyrirtækið er einn- ig með samning við Reebock, þannig að þeir borga mjög vel fyrir auglýsingar.“ Jónína segist byggja starfsem- ina upp á því að vera með stunda- skrá með fjöldann allan af tímum, svipað og þegar hún starfaði á Íslandi. Ennfremur reyni hún að fýlgjast með nýjungum. „Nú eru til dæmis allir kennararnir hjá mér að fara á ID-ráðstefnuna, sem er stærsta erobikkráðstefnan í heiminum. Við verðum þar í viku og á meðan koma kennarar frá Gautaborg og sjá um kennslu. Hjá mér starfa líka tveir íslenskir kennarar, Guðfínna Sigurðardótt- ir og Ásgeir Bragason og þau eiga stóran þátt í að rífa upp staðinn.“ Snýst mikið um fræðslu Svíar eru komnir mun skemur í erobikkinu miðað við íslendinga, að mati Jónínu. „En þeir eru miklu heilbrigðari en við. Þeir hjóla og skokka meira; það er ekkert mál að fara út í skóg og hlaupa, svo að við höfum aðallega iagt áherslu á fræðslu. Við höfum m.a. gefið upplýsingar um hvað á að æfa mikið og hvaða álag á að vera við þjálfunina. Þarna nýtist menntunin mín vel og með mér vinnur annar íþrótta- kennari við fræðslu, en sá lærði einnig í Bandaríkjunum. Þetta er það sem hefur gert staðinn þann- ig að fólk lítur upp til hans. Það hafa komið kennarar alls staðar að úr Svíþjóð til að sækja nám- skeið hjá okkur.“ Þegar Jónína er spurð, hvort hún sé alveg sest að í Svíþjóð, hlær hún og segir: „Nei, nei, það er ekkert víst. Það má alltaf selja eitt fyrirtæki. Ég hef gert það áður. Þetta eru bara dauðir hlut- ir. Hins vegar sakna ég mjög fólksins heima, nemandanna og ijölskyldunnar. Við Ágústa vorum einnig mjög samrýndar og áttum gott með að vinna saman, þó allt- af hafi einhver verið að reyna að finna eitthvað til að eyðileggja það. Við höfum ennþá samband og það gleður mig mjög að þeim gengur líka vel.“ Jónínu Benediktsdóttur gengur mjög vel með nýju líkamsræktarstöðina sína í Helsingborg. Svo vel, að gamlir nemendur frá Islandi koma við hjá henni í tíma eigi leið um borgina. Jónína er hér (önnur frá vinstri) í hópi starfsmanna stöðvarinnar. Lengst til hægri er Ásgeir Bragason. BORGARNES Eldfjörug árshátíð * Arshátíð nemenda Grunnskóla Borgarness var að þessu sinni óvenju fjölbreytt enda eldfjörug og skemmtileg. Álls tóku um 70 nem- endur á einn eða annan hátt þátt í árshátíðinni. Aðalatriði dagskrár- innar voru atriði úr söngleiknum Grease en auk þess voru mörg smærri sungin og leikin atriði. Sýn- ingarnar voru haldnar í Félagsmið- stöðinni Óðali og hafði miðstöðinni verið breytt í kaffihús. Sátu sýning- argestir til borðs og var þeim boðið upp á kaffi og kleinur á milli at- riða. Auk kennara við Grunnskóla Borgarness sáu þau Þröstur Guð- bjartsson og Eygló Egilsdóttir um leikstjórn og annan undirbúning. Morgunbalðið/Theodór Frá vinstri, Kristín Eyglóardóttir og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir taka létta upphitun fyrir farman spegilinn áður en þær stökkva inn í „Gre- ase“-leikinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.