Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 56

Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 56
VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! MORGVNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Fótbolti á sjómanna- dag útgerð- unumdýr ÚTGERÐARMENN í Hafnar- firði hafa áhuga að breyting verði gerð á því á að knatt- spymuleikur sjómanna sé liður í hátíðarhöldum vegna sjó- mannadagsins í bænum. Ástæðan er sú að undanfarin tvö ár hafa þrír sjómenn orðið fyrir talsverðum meiðslum í leiknum og misst allt að sex mánuði úr vinnu en notið fullra launa og óskerts aflahlutar á meðan. Sjómannadagsráð bæj- arins hefur haft til athugunar hvort unnt sé að draga úr þeim hraða og því kappi sem fylgt hefur leiknum og hefur jafnvel verið rætt um að sjómenn spili í sjógöllum. Jón Guðmundsson, forstjóri Sjólastöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið óskað formlega eftir því við sjó- mannadagsráð að knattspyrnuleik- urinn yrði felldur niður, en í ljósi reynslunnar væru útgerðir ekki sátt- ar við það að bera fulla ábyrgð á þeim meiðslum sem af leiknum kunni að hljótast. „Ef menn sem ekki eru vanir fótbolta fara í hörku- keppni þá er hætta á slysum og það hafa hvað eftir annað orðið fjarvistir sem hafa kostað offjár,“ sagði Jón Guðmundsson. Hann kvaðst telja að víðar í kringum landið væru uppi raddir um að falla frá knattspyrnuleikjum 'á sjómannadegi vegna slæmrar reynslu af meiðslum. Beðnir að draga úr kappinu Karel Karelsson, formaður sjó- mannadagsráðs í Hafnarfirði, sagði að knattspymuleiknum yrði ekki aflýst, en hins vegar hefði verið haft samband við sjómenn og þeir beðnir að draga úr kappi sínu við leikinn. Ýmsar leiðir til að draga úr hraðanum hefðu komið til tals en einnig hefði verið rætt lauslega um möguleika á því að taka sér- stakar tryggingar vegna þessa. Allt væri þetta þó enn á umræðu- stigi. Veðurfræðingar spá ekki batnandi veðri fyrr en undir helgi Lítil áhrif á dýra- og fuglalífið Tjaldbúinn á kafi í snjó EINN af fyrstu gestunum á tjaldstæðinu á Akureyri lét sér fátt um fínnast þó úti geisaði ígildi stórhríðar um helgina. Þama var á ferðinni hjólreiðamaðurinn Björgvin Hólm sem ætlar sér að nota maímánuð til að hjóla hringinn í kringum landið. Til Akureyrar kom hann frá Siglufirði og var ferðin nokkuð tímafrek. Þegar að Lágheiði kom var veðrið ekki upp á það besta né heldur færðin og þurfti Björgvin að ganga með hjólið á öxlinni í um fjóra klukkutíma yfir heiðina. Hann sagðist hafa tjaldað Ólafsfjarðarmegin við Lág- heiðina og þar hvíldi hann sig um tíma, gisti tvær nætur í tjaldinu áður en hann hjólaði áleiðis til Akureyrar, en þangað kom hann á laugardaginn. „Það er bara gaman að þessu,“ sagði Björgvin um leið og hann gáði til veðurs. AFDRIF nýfæddra dýra eru mönnum ofarlega í huga eftir áhlaupið sem gerði norðan- og austanlands fyrir helgina. Skarphéðinn Þórisson líffræð- ingur á Egilsstöðum segist ekki óttast að veðrið hafi valdið telj- andi skakkaföllum. Veðurfræð- ingar spá því að veðrið batni ekki að ráði fyrr en undir helgi. Skarphéðinn sagði að veðrið hefði getað haft áhrif á nýfædda hreindýrskálfa, en kýmar bera í maí. Afdrif kálfanna réðust af því hvernig veðrið hefði verið norðan Vatnajökuls. Þar bera flestar kýr á einum stað vestan við Snæfell. Aðspurður um fuglalíf sagði Skarphéðinn að auðnutittlingurinn væri farinn að verpa, en fyrsta kynslóðin hugsanlega flogin úr hreiðrinu. Einhverjar líkur væru þó á að ungar í hreiðri hefðu drep- ist. Gæsavarp hefði byijað fyrir hretið og vitað væri til að fennt hefði yfir hreiður. Skarphéðinn sagði dæmi um að smáfuglar, þúfu- tittlingur, máríuerla og músarrind- iU, hefðu leitað skjóls í mannabú- stöðum. Sjá bls. 25: „Spjó kyngdi ...“ Mat sérfræðinga OECD að of mikil afkastageta sé helsti vandi íslensks sjávarútvegs Gengisfelling myndi hægja á hagræðingu EFNAHAGS- og framfarastofnunin í París (OECD) hefur birt árs- skýrslu sína um íslensk efnahagsmál. Þar segir að samkeppnishæfni, afkoma atvinnulífs og viðunandi jöfnuður í utanríkisviðskiptum verði best tryggð með því að halda aftur af innlendri kostnaðar- og tekjuþró- un. Grundvallarvanda sjávarútvegs sé ekki að finna í rangri gengis- skráningu krónunnar, heldur megi fyrst og fremst rekja hann til of mikillar afkastagetu í greininni. „Tillaga um Þróunarsjóð sjávarút- vegsins gengur út á að ráðast til atlögu við þann vanda. Auk þess hefur stöðug ofveiði og torræðir umhverfísþættir haft neikvæð áhrif á fískistofna. Frekari gengisfelling kynni því einungis að hægja á óhjá- kvæmilegri hagræðingu sem sjávar- útvegurinn stendur frammi fyrir, og þar með viðhalda þeim óstöðugleika sem leitt hefur af of lítilli flölbreytni útflutningsframleiðslunnar," segir í lokakafla skýrslunnar. Höfundar skýrslunnar segja einn- ig að samverkandi áhrif umhverfis- þátta og ofveiði valdi því að allt eins megi reikna með að áfram verði óhjákvæmilegt að draga úr sókn í þorskstofninn, ef takast eigi að efla hann og tryggja á þann hátt fram- gang fiskveiða til lengri tíma. Þá er talið mjög mikilvægt fyrir stjóm- völd að ekki verði hróflað við þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna og í ríkisfjármálum. Umskipti hugsanleg á næsta ári „Frá sjónarhóli stjórnvalda virðist óbreytt gengisstefna eðlileg viðmið- un í komandi kjaraviðræðum í því skyni að tryggja litlar launabreyt- ingar svo að vextir, sem reynst hafa þungir í skauti, geti smám saman farið lækkandi," segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar benda á að næsta ár kunni að verða ár um- skipta í efnahagslegu tilliti vegna þróunar á útflutningsmörkuðum, sem gæti orðið hagstæð, og fyrstu áhrifa af efnahagssamrunanum í Evrópu. Ef réttar aðstæður skapist, sé líklegt að stóriðjuáform á borð við Atlantsál verði að veruleika fljót- lega í kjölfarið. Banaslys varð á Reykjanesbraut MAÐUR á miðjum aldri lést í hörðum árekstri þriggja bíla á Reykja- nesbraut í gærkvöldi. Áreksturinn varð með þeim hætti að bíll manns- ins fór yfir á rangan vegarhehning og lenti þar I veg fyrir vörubíl sem kom aðvífandi. Vörubíllinn hafnaði síðan á þriðja bílnum. Slysið varð um kl. 18.30, skammt norðan við íþróttavöllinn í Kaplá- krika. Chevrolet fólksbíl var ekið norður Reykjanesbrautina og sveigði hann skyndilega yfír á rang- an vegarhelming og hafnaði á vöru- bfl sem ekið var í suðurátt. Vörubíll- inn hafnaði síðan á afturhluta jap- ansks fólksbíls sem ekið var í norð- 'urátt á eftir Chevrolet-bflnum. Tveir slasaðir Ökumennirnir voru einir í bílun- um. Tveir þeirra slösuðust en eru ekki alvarlega slasaðir. Einn bíllinn er talinn ónýtur en hinir eru mikið skemmdir. Miklar umferðartafir urðu á Reykjanesbrautinni vegna slyssins og þurfti að fjarlægja bfl- ana með dráttarbílum. A slysstað MorgunDiaoio/ingvar MAÐUR á miðjum aldri lést í þriggja bíla árekstri á Reykjanesbraut- inni í gærkvöldi. Bifreið hans er gjörónýt. Breytingar á Iðnó í sumar HAFIZT verður handa um end- urbyggingu Iðnó við Vonar- stræti í sumar. Húsið, sem hýsa á menningarmiðstöð í framtíð- inni, verður fært til fyrra horfs að utan, nema hvað byggður verður glerskáli Tjarnarmegin. í sumar verður húsið lagfært að utan, en unnið verður að endur- bótum innanhúss næsta vetur. Stefnt er að því að húsið verði til- búið næsta vor. Endurbyggingin á að kosta um 100 milljónir króna. Sjá miðopnu: „Glerskáli verð- ur byggður...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.