Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SÍÍNNUDÁGÚR 30. MAÍ 1993 ERLEIMT INNLENT Tillaga um 150 þús. t. þorskafla HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði ekki meiri en 150 þúsund tonn. Að öðrum kosti verði gengið um of á hrygningar- og veiðistofninn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að veiði umfram 175 þúsund tonn geti tæpast talist hagkvæm eða skynsamleg. Formaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins eru á sama máli um að æskilegt sé að fara að tillögum fiskifræðinga. 76 sagt upp í Landsbankanum Landsbankinn tilkynnti á þriðjudag að 76 starfsmönnum bankans um allt land yrði sagt upp störfum um mánaðamótin. 84% þeirra sem sagt er upp eru konur. Bankamenn telja að upp- sagnirnar séu brot á kjarasamn- ingum og lögum um hópuppsagn- ir og hafa mótmælt þeim harð- lega, m.a. á 1.200 manna úti- fundi. Á föstudag skrifuðu banka- stjórar Landsbankans og við- skipta- og fjármálaráðherra undir samning þar sem bankinn skuld- bindur sig til að draga úr rekstrar- kostnaði með ýmsum hætti, sem var skilyrði fyrir framlagi ríkisins til að styrkja eiginfjárstöðu bank- ans. Hagnaðist á gjaldeyrísviðskiptum Innan Búnaðarbankans varð ljóst fyrir all nokkru að yfírmaður í bankanum stundaði um langt skeið millifærslur milli gjaldeyris- reikninga í eigin nafni og hagnað- ist um tugi milljóna á millifærsl- unum. Athæfi mannsins er talið löglegt og því var stjómendum bankans ráðið frá því að víkja manninum úr starfi. Bráðabirgðalög vegna kjarasamninga Ríkisstjórnin setti bráðabirgða- lög síðastliðinn föstudag þar sem staðfest eru ýmis atriði sem ríkis- stjómin hét aðilum vinnumarkað- arins í tengslum við gerð kjara- samninga. Þar er m.a. kveðið á um að óráðstöfuðum aflaheimild- um hagræðingarsjóðs verði út- hlutað án endurgjalds til skipa sem urðu fyrir mestri kvótaskerð- ingu á yfirstandandi fiskveiðiári. Flestöll félög Alþýðusambandsins samþykktu kjarasamningana í atkvæðagreiðslum í vikunni en Snót og Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja felldu samningana. Viðræðum Sjómannasambandsins og viðsemjenda þess var frestað um óákveðinn tíma. Þá aflýsti Flugvirkjafélag íslands þriggja daga verkfalli sem átti að hefjast á fimmtudag skömmu áður en ríkisstjómin hafði verið boðuð til fundar þar sem taka átti ákvörðun um setningu bráðabirgðalaga á verkfallið. Þyrlur sóttu tvo sjómenn Tvær varnarliðsþyrlur sóttu tvo sjómenn sem höfðu slasast um borð í frystitogaranum Baldvini Þorsteinssyni EA sl. 430 mílur suð-vestur af Reykjanesi á fímmtudag. Erfíðlega gekk að fá samþykkí varnarliðsins til að fara í sjúkraflugið þar sem ekki var talið að um líf eða dauða væri að tefla. Farið var með mennina á Borgarspítalann og kom í ljós við læknisskoðun að þeir voru ekki alvarlega slasaðir. ERLENT Mafían sökuð um hryðjuverk BÍLSPRENGJA varð sex mönn- um að bana og olli miklum skemmdum á Uffízi-listasafninu í Flórens á fímmtudag. Nokkuð víst þykir, að mafían hafí verið að verki en sagt er, að hún vilji draga athyglina frá umsvifum sínum á Suður-Ítalíu og Sikiley með hryðjuverkum í norðurhluta landsins og hefna um leið áfall- anna, sem hún hefur orðið fyrir að undanförnu. Auk manntjónsins eyðilögðust nokkur ómetanleg málverk í Uffízi og hefur atburð- urinn vakið óhug og reiði á Ítalíu. Carlo Azeglio Ciampi forsætis- ráðherra hefur heitið að sameina alla krafta ríkisins í baráttunni við glæpasamtökin. Major stokkar upp JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, stokkaði upp í ríkis- stjórninni á fimmtudag og var helsta fórnarlambið Norman Lamont, sem lét af embætti fjár- málaráðherra. Við því tók Ken- neth Clarke, sem var innanríkis- ráðherra. Lamont hefur verið afar óvinsæll meðal almennings og vonast Major til, að breytingin verði til að blása nýju lífi í stjórn- ina og bæta ímynd hennar. Áðrar breytingar eru helstar, að John Gummer er ekki lengur landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, heldur umhverfísráðherra, en við af honum tók Gillian Shephard, áður atvinnumálaráðherra. Refsiaðgerðir gegn Norðmönnum NORÐMENN hafa þegar fengið að kenna á refsiaðgerðum vegna ákvörðunar sinnar um að hefja aftur hvalveiðar í sumar. Hefur þýska verslunarkeðjan Tengel- mann, sem rekur 4.500 verslanir, ákveðið að hætta að kaupa norska vöru en kaupin hafa numið um einum milljarði ísl. kr. árlega. Hafa frammámenn í norskum sjávarútvegi miklar áhyggjur af- þessu og ætla jafnvel að fara fram á, að veiðamar hefjist ekki eða verði hætt komi til refsiaðgerða fleiri fyrirtækja. Þá hafa ýmis friðunarsamtök beitt sér gegn færeyskum sjávarafurðum vegna grindadráps í Færeyjum. Fólksstraumur stöðvaður ÞÝSKA þingið samþykkti á mið- vikudag ný lög um innflytjenda- mál en samkvæmt verður engum veitt hæli i landinu nema þeim, sem sannanlega eru pólitískir flóttamenn. Á síðustu árum hafa hundruð þúsunda manna sest að í landinu en undantekningalítið er þar um að ræða fólk, sem er í leit að betri lífskjörum en ekki á öðrum flótta. Reyndu um 10.000 manns að girða þinghúsið í Bonn af til að þingmenn kæmust ekki til fundar en þeir sáu við því og stjórnarandstöðuþingmenn jafn- aðarmanna studdu nýju lögin flestir. Búist er við, að Evrópu- bandalagið í heild taki upp svip- aða löggjöf á næstunni. Þjóðveijar taka undir sjónarmið Dana Kohl vill aö danskt Reuter. Sex daga kosningum lokið YASUSHI Akashi, yfírmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu sagði á laugardagsmorgun að kosningamar í landinu, sem lauk á föstudag, hefðu gengið að öllu leyti friðsamlega fyrir sig og þær hefðu verið „frjálsar og réttlátar". Hvatti hann leiðtoga hinna stríðandi fylkinga í Kambódíu til að virða niðurstöður kosninganna, hveijar svo sem þær yrðu. Flokkur konungssinna hefur þegar lýst því yfir að hann hyggist virða kosningaúrslitin en Hun Sen forsætisráðherra sagðist ætla að bíða og sjá hvort talning atkvæða gengi jafn áfallalaust fyrir sig og kosningarnar sjálfar, sem stóðu í sex daga. Mikil þátttaka var í þessum fyrstu fijálsu kosningum um áratuga skeið og mættu 90% kjósenda á kjörstað. Á kjörskrá voru 4,2 milljónir. Á myndinni má sjá Hun Sen mæta til fundar Æðstaráðsins, sem haldinn var í konungshöllinni í Phnom Penh á laugardagsmorgun. sérákvæði gildi víðar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hefur tekið undir dönsk sjónarmið í Edinborgarákvæð- unum um að sem flestar ákvarðanir verði teknar á sem lægstu stjórnsýslustigi, sem kalla mætti nándarlögmálið. Hingað til hefur kanslarinn tal- að um sérákvæðin sem danskt sérmál, en hefur nú í fyrsta skipti tekið undir að hafa eigi þau í huga í EB almennt, ekki síst þegar aðildarlöndunum fjölgi. Danskir stjórnmálamenn hafa alla tíð hamrað á að ein- mitt þetta ákvæði eigi erindi til allra EB-landanna. í ræðu sem Kohl flutti í vikunni á samkomu í nýju listamiðstöðinni í Bonn voru tékkneski forsætisráð- herrann Vaclav Klaus og sænski forsætisráðherrann Carl Bildt við- staddir. Kohl talaði um Edinborg- arákvæðin sem mikilvægan áfanga í áttina að því að gera EB betur virkt og opnara fyrir al- menningi. Kanslarinn sagði einnig að með nándarlögmálið í huga væri hugs- anlega skynsamlegt að fækka þeim sviðum sem EB fjallaði um. Þessi mál ætti endilega að fjalla um á leiðtogafundi EB í Kaup- mannahöfn í júní, í stað þess að bíða eftir nefndarumfjöllun um það. Hann sagðist vilja vinna að því að þau lönd, sem þegar hefðu sótt um aðild, gætu orðið fullgild- ir aðilar 1995, en gætu fram að því hugsanlega fengið áheyrnarað- ild og þar með kynnst niður í kjöl- inn hvemig EB starfaði. Ræða Kohls þykir marka ákveð- in tímamót í afstöðu til EB því hingað til hefur kanslarinn verið einn af hörðustu formælendum fyrir sterku EB og litið dönsku sérákvæðin hornauga. Stefnu- breytingin er álitin helgast af því að þegar EB-löndunum fjölgi úr tólf í sextán eða fleiri verði óheppi- legt að EB dreifi kröftunum um of, heldur einbeiti sér fyrst og fremst að mikilvægustu sviðum samstarfsins, sem sé fyrst og Svo virðist sem friðurinn um Svartahafsflotann sé nú úti og þá einnig samkomulagið sem þeir Borís Jeltsín, forseti Rússlands, og Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkra- ínu, gerðu í Jalta í ágúst í fyrra. Samkvæmt því átti flotinn að vera undir sameiginlegri stjórn ríkjanna til 1995 og nota átti þann tíma til að semja um skiptinguna. Yfir- menn á skipunum eru hins vegar óánægðir með að fá minni laun en væru þeir að öllu leyti undir stjóm Rússa. Vilja „uppreisnarskip“ burt Talað er um, að hugsanlegt samkomulagatriði að þessu sinni væri, að yfirmaður flotans, Borís Kozhín varaaðmíráll, léti af störf- um en það hefur ekki fengist stað- fest. Konstantín Morozov, vamar- málaráðherra Úkraínu, sagði fyrir fremst hinn pólitíski þáttur og frið- arviðleitni. Fyrst Þjóðveijar ætla að brydda upp á þessu á júnífund- inum er sennilegt að hann komi til með að snúast um hvers eðlis stækkandi EB eigi að vera. nokkru, að litið yrði á „uppreisnar- skip“ sem útlent skip, sem yrði að koma sér burt úr úkraínskri lögsögu, en ígor Kasatonov aðmír- áll og næstráðandi í Svartahafs- flotanum sagði, að skipin færu hvergi. „Sevastopol er og verður rússnesk flotastöð," sagði hann. Úkraínskir þjóðernissinnar hafa hvatt til, að Ukraínumenn, sem hjálpuðu við að draga upp rúss- neska fánann, verði ákærðir um landráð en Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur heitið að veija hags- muni Rússa í öðrum samveldi- slöndum og hann er augljóslega tilbúinn til að slá á strengi þjóðern- ishyggjunnar ef með þarf. Þessi deila er hins vegar vatn á myllu andstæðinga hans, sem hafa kraf- ist þess, að Úkraínumenn skili Krímskaga. Deila Rússa og Úkraínumanna um skipt- ingu Svartahafsflotans blossar upp aftur íbúar í Sevastopol biðja Rússa hjálpar Moskvu. The Daily Telegraph. DEILA Rússa og Ukraínumanna um skiptingu Svartahafsflotans blossaði nýlega upp aftur þegar rússneskir íbúar hafnarborgarinn- ar Sevastopol á Krím báðu þingið í Moskvu hjálpar. Að sögn fréttastofunnar Ítar-Tass hafði fáni rússneska sjóhersins, fáni heilags Andrésar, verði dreginn upp á 127 skipum af 380 og var það svar við því, að Úkraínumenn drógu upp sinn fána á nokkrum skipum í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.