Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 FERÐAKOFFORT GUÐBRANDS BISKUPS Á hverju sumri áttu biskupar að vísitera í umdæmi sínu en í því fólst að heimsækja alla helstu kirk- justaði og líta eftir eignum kirkj- unnar og embættismönnum henn- ar. Á fyrsta ári sínu eignaðist Forn- gripasafnið ferðakoffort sem sagt var úr eigu Guðbrands biskups Þorlákssonar á Hólum. Koffortið er slétt og einfalt með sléttum járnböndum á homdtium. Lokið er tvöfalt og má slá því út til beggja enda og gjöra það að aflöngu borði. Járn voru á gjörðum á göflunum til að setja undir enda borðsins til stuðnings. Oft hefur biskup þurft að athafna sig í tjaldi og undir beru lofti og því hentugt að geta breytt koffortinu í matborð og jafnvel skrifborð. Guðbrandur var biskup 1571- 1627. ÉG ELSKA ÞIG Sporöskulagaðar trafaöskjur undir lín. Á lokinu er máluð mynd af karli og konu sem takast í hendur. Milli handa þeirra er brennandi hjarta. Fyrir ofan er málað skýrum stöfum „Ég elska þig“ og er þetta elsta skrifað dæmi sem fundist hefur berum orðum um þessa setningu á íslensku. Á lokinu eru auk þess stafirnir RED og ártalið 1799. Öskjurnar eru sagðar úr eigu gamalla presthjóna frá Reykjadal í Hrunamannahreppi. Ártalið, staðurinn og staf- irnir benda eindregið til þess að um sé að ræða Guðmund Böðvarsson og Rósu Egilsdóttur. Þau giftu sig 1784 og Guðmundur var prestur í Reykjadal frá 1789 til 1809. Meðal barna þeirra var Þorleifur Repp málfræðingur. FYRSTA REIÐHJÓLIÐ Fyrsta reiðhjólið sem sögur fara af á íslandi var flutt til Reykjavíkur nokkru fyrir 1890. Þetta fyrsta reiðhjól er af þeirri gerð í þróunar- sögu reiðhjólsins, sem nefnt hefur verið „velociped" og þýðir hraðfót- ur á íslensku. Frönsk uppgötvun frá 1861. Framhjólið er nokkuð stærra en afturhjólið. Hjólin eru öll úr tré, nafir, pílárar og hringar, en járngirt. Hjólið er úr eigu Guð- brands Finnbogasonar verslunar- stjóra hjá Fischersverslun. Knud Zimsen frændi konunnar hans notaði hjólið á Latínuskólaárum sínum um 1890: „Ekkert drif var á því og aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auð- velt að fara hratt á því, -og ókleift mátti heita að hjóla á því upp verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischer- sund.“ Texti: Elín Pólmadóttir Myndir: Kristinn Ingvarsson í Þjóðminjasafni hefur undanfarna mánuði ver- ið f undirbúningi viða- mesta sérsýning sem sett hefur verið upp þar fyrr og sfðar. Geysimikið af munum af öllu tagi hefur safnast f Þjóð- minjasafnið án þess að hægt hafi verið að sýna þá. Það sem gerir fært að setja upp svo viða- mikla sýningu nú er að ekki lekur lengur á efstu hæð hússins eftir viðgerðir sem fram hafa farið á gluggum og austurþakinu og eru f gangi að vestanverðu. Þvf verður sýningin, sem verður opnuð um næstu helgi, f sölum á efstu hæðinni þar sem Listasafn ís- land var áður, en þar er nú búið að mála og teppaleggja og starfs- fóik að koma fyrir 130 munum, einum fyrir hvert ár sfðan Þjóð- minjasafn var stofnað. Margir þessir gripir eru mjög forvitnilegir og hafa aldrei verið til sýnis al- menningi fyrr. Birtum við þvf myndir af nokkrum þeirra. Nútíð við fortíð er heiti þessarar sýningar og er tilvitnun úr kvæði Stein- gríms Thorsteinssonar. Þarna ægir líka öllu sam- an áður en búið er að koma mununum fyrir. En hönnuður sýningarinnar er Steinþór Sigurðsson. Fjölbreytni er einmitt markmið sýningarinnar, að sýna hversu margvís- legir gripir eru varðveittir í safninu, eins og Lilja Árnadóttir safnstjóri, sem heldur utan um sýn- inguna, útskýrir. En 30 sérfræðingar utan safns og innan hafa fjallað um þessa gripi í greinum, sem sýningartexti ertek- inn úr og vitnað er hér í með myndunum. Grein- arnar og myndir af öllum gripunum koma svo út í bók síðar á árinu. Ákveð- ið var að velja á 130. af- Gamlir munir, en nýstárlegir að því leyti að þeir hafa aldrei verið til 'sýnis almenningi, verða meðal 130 muna á viðamikilli sýningu í Þjóðminja- safni mælisári safnsins einn grip eða efnisatriði frá hverju ári og hefur það val verið vandasamt. Elsti gripurinn er ferða- koffort Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar á Hól- um, 1541-1627, en með nýrri gripunum er kjóllinn sem Auður Laxness var í við afhendingu Nóbels- verðlaunanna og gefur hugmynd um fjölbreytn- ina, enda hefur á 130 árum orðið stórstíg þró- un í atvinnulífi lands- manna og lifanaðarhátt- um - og þar með áhöld- um öllum og hlutum sem íslendingar nota í lífinu á hverjum tíma og þurfa að geymast og varðveit- ast á þjóðminjasafni. Og sýna kynslóðunum sem á eftir koma - á sýning- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.