Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 29
HU0A«»JWÍU8-HADI/IIi/iySlM fflflA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 29 Sturla Böðvarsson fyrsti þingmaður Vesturlands Endurbyggð verði brú á Brákarsund STURLA Böðvarsson, fyrsti þingmaður Vesturlands, hefur skrifað samgönguráðherra bréf þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að endurnýja eigi brúna yfir Brákarsund í Borgarnesi. Umræður hafa verið um það í Borgarnesi hvort endurbyggja ætti brú eða gera vegfyllingu sem er talinn mun ódýrari kostur. Halldór Blön- dal samgönguráðherra segist hafa vísað málinu til athugunar Vegagerðarinnar og bæjarstjórnar Borgarness og hefði engar til- lögur fengið. Sturla Böðvarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að frá því bæjarstjóm Borgarness leitaði til þingmanna kjördæmisins fyrr í vetur hefði verið unnið að athugun á fyrirliggjandi möguleikum um endurnýjun þjóðvegarins út í Brákarey. Hann sagðist hafa verið í sambandi við heimamenn og far- ið yfír málið með Vegagerðinni. Hann sagði að fyrirliggjandi upp- lýsingar um athugunir á aðstæð- um bentu allar til þess að með lokun Brákarsunds myndi höfnin fyllast af framburði úr Hvítá og yrði þá ekki skipgeng. Hann benti á að ágætur viðlegukantur úr stál- þili væri í Borgarnesi og þó höfnin væri ekki mikið notuð væri ófor- svaranlegt að eyðileggja mann- virkin með því að loka Brákar- sundi. „Að loknum þessum athug- unum er það því niðurstaða mín að endurbyggja eigi brúna,“ sagði Sturla. Hann sagðist gera ráð fýr- ir því að þingmenn Vesturlands muni beita sér fyrir því að vega- sjóður greiði kostnað við byggingu brúarinnar, eins og við aðrar sam- bærilegar brýr. Sturla sagði að Brákarsunds- brúin væri illa farin og þyrfti því að hraða verkinu. Því hefði hann óskað eftir því við samgönguráð- herra að hann feli vegamálastjóra að vinna áfram að undirbúningi og að miðað yrði við endurbygg- ingu brúarinnar. Umhverflsmat skammt á veg komið Vegagerð ríkisins er að und- irbúa umhverfísmat, það er mat á áhrifum þeirra kosta sem rætt er um við tengingu Brákareyjar. Jón Rögnvaldsson, forstjóri tækni- deildar Vegagerðar ríkisins, sagði að vinna við þetta væri mjög skammt á veg komin. Sturla Böð- varsson sagði að það væri mikil spurning í sínum huga hvort ástæða væri til að ráðast í tíma- frekt og kostnaðarsamt um- hverfísmat þegar fyrir lægi að vegfylling væri út úr myndinni. Kátir krakkar Krakkaskarinn samankomhm í dýragarðinum í Dyflinni, en hópurinn fór víða um þann tíma sem dvalið var í írlandi. Islensk böm í ■%* írskum blöðum TVEGGJA daga skemmtiferð krabbameinssjúkra barna til Dyflinnar á Irlandi á vegum Samvinnuferða Landsýnar hefur fengið þónokkra umfjöllun í þarlendum fjölmiðlum að undanförnu. Þannig má nefna að greint er frá heimsókninni með myndskreyttri frásögn í The Sunday Press á sunnudag, The Star á mánudag og Evening Herald á miðvikudag. Evening Press segir frá heimsókninni komudaginn, 22. maí. Skemmtiferð íslensku barnanna og foreldra þeirra var kost- uð af íslenskum og írskum aðilum. 4T Minning EinarB. Ingvarsson Ég kynntist Einari B. Ingvars- syni ekki fyrr en ég tók við störf- um í Landsbankanum fyrir rúmum tuttugu árum. Einar hafði þá starfað í bankanum í nærfellt þijá- tíu ár. Hann var því einn í hópi þeirra reyndu starfsmanna bank- ans, sem ég, nýliðinn á þessum vettvangi, varð að leita hjá halds og trausts. Þegar ég nú lít til baka til þessa tíma, held ég að það sé ekki ofmælt, að hann hafi verið manna fremstur í þeim hópi. Einar hafði til að bera mikla þekkingu og reynslu í bankamálum yfirleitt, og þá ekki síður í atvinnumálum. Hitt skipti þó enn meira máli, hversu lifandi áhuga hann hafði á öllu, sem bankanum og viðskipta- vini hans varðaði, og hversu reiðu- búinn hann var að leita nýrra leiða og sinna nýjum verkefnum. Það vill brenna við, að menn á miðjum aldri lokist inni við þau verkefni, sem þeir hafa sinnt, og þau vinnubrögð, sem þeir hafa til- einkað sér. Ekki sízt á þetta við um þá, sem alizt hafa upp í rót- grónum, viðamiklum fyrirtækjum og stofnunum. Um þetta hafa fengizt ærin dæmi á undanfömum árum bæði hér á landi og annars staðar. En löng starfsár í Lands- bankanum höfðu ekki skert hugar- flug Einars Ingvarssonar né held- ur lamað starfsgleði hans og þrótt. Því fékk ég fljótlega að kynnast. Annar sjaldgæfur kostur Einars var hæfni hans í viðskiptum við lánþega bankans. Það er ekki auð- velt að ná réttu jafnvægi á milli áhuga fyrir starfi og stríði við- skiptavinarins, annars vegar, og þeirrar gætni, sem bankinn krefst, hins vegar, samfara þeim aga, sem viðskiptavininum sjálfum er fyrir beztu. Fáir bankamenn ná góðum tökum á þessu verkefni. Einar Ingvarsson var þó einn þeirra, enda þótt hann hefði ekki, frekar en aðrir, bolmagn til að sigrast á ófyrirsjáanlegum áföllum. Hann gladdist innilega, þegar vel tókst til, en sveið sárt þegar miður fór. Það var heilladrjúgt fyrir Einar Ingvarsson og Landsbankann, að hann skyldi verða aðstoðarmaður bankastjórnar eftir að hafa lokið störfum sem útibússtjóri á ísafírði. Á þessum vettvangi gat fjölhæfni hans og hugmyndaauðgi notið sín bezt. Hann tók að sér hvert verk- efnið á fætur öðru. Mörg þeirra snertu sjávarútveginn, þá atvinnu- grein sem hann þekkti bezt og kynntist enn betur sem aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra í fjögur ár. Það var Landsbankan- um heiður að geta léð mann til slíks starfs og sönn ánægja að heimta hann aftur. En Einar sinnti mörgum öðrum, óskyldum verkefnum á þessum árum. Einna minnisstæðust eru mér tvö þeirra. Annað var sam- komulag um sameiginlegt gíró- kerfí Pósts og síma, banka og sparisjóða og skipulagningu slíks kerfís, raunar þess fyrsta sem um getur. Hitt var undirbúningur að hundrað ára afmæli Landsbank- ans 1985 og framkvæmd hátíðar af því tilefni. Var Einar fulltrúi starfsmanna bankans í undirbún- ingsnefnd og_ framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Átti hann meiri þátt í því að vel tókst til en nokkur annar. Ein af hugmyndum Einars í sambandi við þessa hátíð var Landsbankahlaup skólabarna, sem orðið hefur árlegur viðburður, sem útibú bankans sjá um, börnunum til ánægju og hreysti, og bankan- um til góðrar kynningar. Þá hafði Einar lifandi áhuga fyrir góðum félagsskap og starfsanda innan bankans. Ritaði hann og sá um fréttablað starfsmanna árum sam- an. Eftir að hann hætti störfum var áhugi hans á málefnum bank- ans enn svo mikill, að hann tók þátt í hönnun Vörðunnar, mark- aðsátaki Landsbankans vegna námsmanna. Fyrir tæpum þremur árum vildi svo vel til, að ég var staddur hér á landi, þegar Einar Ingvarsson hélt sjötugsafmæli sitt hátíðlegt. Þar voru þau Einar og Herdís glöð og reif í stórum hópi vina og starfsfélaga. í þetta skipti beið mín fregnin um andlát þessa vinar og félaga, þegar ég kom til lands- ins, of seint til þess að vera við útförina. En ég er samt feginn að hafa komið einmitt í þennan tíma, nógu snemma til að geta vottað honum virðingu og þakkir, ekki aðeins mínar, heldur allra þeirra mörgu starfsfélaga, sem unnað hafa þeirri stofnun og þeim mál- efnum, sem hann helgaði krafta sína. Jónas H. Haralz. Svo slysalega vildi til við birtingu einnar af minn- ingargreinunum um Einar B. Ingvarsson í föstudags- blaði Morgunblaðsins, að seinni hluti hennar féll nið- ur. Greinin birtist í heild hér á eftir og eru hlutaðeigendur innilega beðnir afsökunar á mistökunum. Á árunum 1952-60 þurfti lítill frændi oft að fara vestur. Ekki var amalegt á þeim árum að eiga þá að sómahjónin, Einar og Dísu, en á þeim árum var Einar banka- stjóri á ísafírði. Lítill frændi var á leið í sveit til Suðureyrar við SúgandaQörð til Jönu og Gissurar. Alltaf stóð frændi á gömlu bæjar- bryggjunni, sem nú er horfin, og tók á móti mér. Seinna sótti ég sjóinn frá Flat- eyri og ísafírði á togara, og bát og var mikið notalegt að fá að gista hjá þeim, bæði á ættaróðal- inu á Sjónarhæð og seinna í nýja bankahúsinu á ísafírði. Þessara ára minnist maður með söknuði, en mikilli hlýju. Nú þegar frændi minn hann Einar er allur og farinn til æðri heima, vil ég votta þeim sem eftir lifa mína dýpstu samúð. Kæra Dísa, börn og barnabörn, megi björt minning um góðan dreng vera sem ljós á vegi ykkar í nán- ustu framtíð. Guðmundur og fjölskylda. Sem dæmi má nefna að Even- ing Press greinir frá heimsókn- inni undir yfírskriftinni „Veik börn njóta ánægjulegrar helg- ar.“ Því næst er rakið að 60 krabbameinssjúk börn komi til að njóta ógleymanlegarar helgar í Dyflinni um morguninn. „Börn- in og foreldarar þeirra koma hingað í leiguflugi á vegum Helga Jóhannssonar ferðaskrif- stofuforstjóra - þeim sama og sendi hingað 8.000 Islendinga fyrir jólin," segir svo í greininni og í beinu framhaldi er þess get- ið að bömin fái fría fyrsta flokks gistingu á Burlington hóteli og bestu meðhöndlun írskra ferða- málayfirvalda. Síðar í greininni er dagskrá heimsóknarinnar rakin. Hún hófst með mótttöku írskra flug- málayfirvalda og skoðunarferð um Newbridge House, herragarð skammt frá Dyflinni, en á eftir gafst fólki tækifæri til að versla eða skoða Náttúrugripasafn ír- lands. Daginn eftir var svo m.a. farið í leiktækjasal og dýragarð. Tekið höndum saman Skemmtiferð barnanna og fjöl- skyldna þeirra var á vegum Sam- vinnuferða Landsýn. Fjöldi annarra^-- fyrirtækja lagði þar að auki hönd á plóginn og má þar nefna flugfé- lagið Atlanta, Esso, Kynnisferðir, íslandsflug, Coca Cola á írlandi, Burlington hótel og ferðamálaráð írlands. Fararstjórar hópsins voru Helgi Pétursson, markaðsstjóri Samvinnuferða-Landsýn, og Svan- hildur Davíðsdóttir, einnig frá Sam- vinnuferðum Landsýn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR, Magnússkógum, Dalasýslu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahússins í Stykkis- hólmi. Ólöf Jónasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. Ástkær eiginkona mín, STEFANÍA GUÐBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, er lést af slysförum 24. maí, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn miðvikudaginn 2. júní kl. 15.00. Rúta fer frá Ásgarði 73 kl. 14.00 fyrir þá sem þess óska. Fyrir mína hönd, barna minna, foreldra, systkina, ættingja og annarra vandamanna, Einar Bragi Bjarnason. Gröfueigendur Dýptarmælir fyrir gröfur Dýptarmælinn má nota við beltis-, hjóla- eða trakt- orsgröfur. Mælirinn sýnir dýpt skóflunnar upp á sentimeter. Þú sparartíma, fyrirhöfn og fyllingarefni. Mælirinn nýtist vel við skurðgröft með eða án halla, við gröft húsgrunna og við að slétta plön í rétta hæð. Hann hentar afar vel í slæmu skyggni, vondu veðri og foræði. Við höfum fyrirliggjandi örfá tæki til afgreiðslu strax. Mælirinn er íslensk uppfinning. Leitið nánari upplýsinga í síma 91-683675. ÍSLENSK TÆKI, Grensásvegi 13, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.