Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga í Saga-bíói bandarísku kvikmyndina Á hættutímum, eða „Swing Kids“, en myndin Qallar um hóp uppreisnargjarnra unglinga í Þýskalandi árið 1939 sem aðhyllast amerískan jass og dans Vinirnir CHRISTIAN Bale og Robert Sean Leonard í hlut- verkum sínum í Swing Kids, en í myndinni leika þeir vini sem þvingaðir eru til að ganga í Hitlersæsk- una og gefa upp áhuga sinn á amerískri jasstónlist. Upprennandi SÖGUSVIÐIÐ í Swing Kids er Hamborg á árunum rétt áður en síðari heims- styrjöldin braust út, en kvikmyndatak- an fór hins vegar fram í Prag í Tékkó- slóvakíu þar sem allar aðstæður eru upp á hið besta til að skapa raunsanna mynd af tímabilinu sem fjallað er um í myndinni. Leikararnir voru hins vegar sóttir til Bandaríkjanna, Englands og Tékkóslóvakíu. Aðalhlutverkið í myndinni, Peter, leikur banda- ríski leikarinn Robert Sean Leonard. Hann er fæddur í New Jersey og 11 ára gamall steig hann sín fyrstu spor á leiksviði. Fyrsta kvikmyndahlut- verkið fékk hann árið 1989 þegar hann lék í Óskars- verðlaunamyndinni „Dead Poets Society", og sama ár lék hann son Paul Newman og Joanne Woodward í „Mr. & Mrs. Bridge". Hann hefur leikið í nokkrum kvikmynd- um síðan, og eru þær nýjustu „Married to It“, sem frum- sýnd verður á næstunni, og kvikmyndagerð Kenneth Branagh á „Ys og þys út af engu“ eftir Shakespeare. Besta vin Peters leikur Christian Bale, sem fæddur er í Wales en uppalinn í Englandi. Hann byijaði sinn feril einnig mjög ungur, en hann var tíu ára gamall þegar hann lék í sviðsuppfærslu á „The Nerd“ í West End. Síðan komu hlutverk í ýmsum sjónvarpsmyndum, en árið 1987 fékk hann sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Það var í myndinni „Empire of the Sun“, sem Steven Spielberg leikstýrði, en í henni lék hann aðalhlutverkið. Eftir það hefur hann meðal annars leikið í „Henry V“, sem Kenneth Branagh leikstýrði og lék í aðalhlutverkið. SAGA-bíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Swing Kids“, sem fjallar um hóp unglinga í Hamborg í Þýskalandi árið 1939 þegar Hitler er í þann mund að etja þjóð sinni út í styrjöld og nasisminn dregur kerfisbundið úr einstaklings- hyggju íbúa landsins. Unglingarnir sem myndin fjallar um eru hins vegar undir sterkum áhrifum frá bandarískri jasstónlist og þeim frelsisanda sem í henni felst, og gera þeir því uppreisn gegn ströngum aga stjórnvalda. Þeir tileinka sér alla helstu tískustraumana frá Englandi og Banda- ríkjunum; klæðast of stórum fatnaði, ganga með harða hatta og láta hár sitt vaxa, en allt nær þetta hámarki í villtum dansáhuga og takmarka- lausri þekkingu þeirra á jasstónlistinni. Þegar reynt er að hefta frelsi þeirra til að tjá sig með tónlist og dansi snýst hins vegar það sem í upp- hafi var sakleysisleg og mótþróafull unglinga- uppreisn í það að verða háskaleg pólitísk upp- reisn gegn holskeflu nasismans. Swing Kids er dramatísk mynd og leikur jasstón- list áranna fyrir stríð stórt hlutverk í henni. Myndin er ^framleidd af Frank Marshall |sem framleitt hefur flestar af stórmyndum Stevens Spielbergs, en leikstjóri myndarinnar er Thomas Carter. I aðalhlut- verkum eru Robert Sean Leonard (Dead Poets Soci- ety), Christian Bale (Empire of the Sun), Barbara Hersey (Hannah and Her Sisters) og Kenneth Branagh (Peter’s Friends), sem reyndar er hvergi getið á leikaralistan- um, en það hefur færst mjög í vöxt upp á síðkastið að þekktir leikarar komi fram í kvikmyndum án þess að þeirra sé getið. Tónlistin frelsistákn Aðalpersóna myndarinnar er Peter (Robert Sean Leon- ard), svalur 17 ára strákur sem dáir jasstónlist banda- rísku stórsveitanna og eyðir flestum stundum í Café Bi- smarck danshöllinni þar sem unglingarnir hittast og sveiflast um dansgólfið í takt við eldfjöruga tónlistina. Tónlistin er í augum ungling- anna tákn frelsisins á svipað- an hátt og rokktónlist er unglingum samtímans, og þótt tónlistin sé stór þáttur J myndinni er hún alls ekki aðalat- Sveiflan í fyrirrúmi f „Swing Kids“ er fjallað um hóp þýskra unglinga í Hamborg skömmu áður en heimsstyrjöldin síðari braust út, en brennandi áhugi þeirra á amerískri jasstónlist og dansi var uppreisn gegn ægivaldi nasismans, riðið heldur dramatísk saga um slunginn ungan mann, Peter, sem skynjar að eitt- hvað óhugnanlegt er að grafa um sig í heimalandi hans án þess þó að hann geti gert sér fulla grein fyrir hvað það er. Skyndilega eru allir félagar hans og jafnvel móðir að breytast í heila- þvegna þjóðernissinna Þriðja ríkisins, en í myndinni eru nasistamir ekki einungis sýndir sem skrímsli í gæsa- gangi, heldur sem slægvitur hreyfing sem til skiptis kúgar og seiðir til sín almenning í landinu. Sannsögulegur grunnur Swing Kids er að hluta til byggð á raunverulegum at- burðum þegar hópur ungl- inga notaði jasstónlistina sem vopn til að mótmæla uppgangi nasismans í Þýska- landi. Árið 1937 gekk bylgja jassgeggjunar yfir unglinga í Hamborg, og er talið að bandarísku kvikmyndimar „Born to Dance“ og „Broad- way Melody" hafi verið helstu áhrifavaldarnir. Þessi neðanjarðarhreyfing í Ham- borg samanstóð af um 500 unglingum sem komu frá efnuðum heimilum og hittust í ’einkaskól- um og íþróttamið- stöðum. Strák- arnir vora með sítt hár og klæddust klæðskerasaumuð- um fötum, en stelpurnar gengu í stuttum pilsum og silkisokkum. í bókinni Dif- ferent drummers: Jazz in the Culture of Nazi Germany eftir Michael H. Kater kemur fram í viðtölum við nokkra úr þessum hópi að stjórn- málaskoðanir hafi ekki ráðið hegðan þeirra, og pólitískt andóf og jassáhugi hafi ein- vörðungu verið tilviljun. Þannig segir einn við- mælenda hans að án tónlist- innar hefði hann samt sem ur verið andsnúinn nasis- manum, og án nasismans hefði hann engu að síður dýrkað tónlistina. Valdhafar í Þriðja ríkinu vora hins veg- ar ekki alveg á sama máli, og á áranum milli 1942 og 1944 vora um 70 manns úr hópi „svingaranna" sendir í einangranarbúðir. Jasssveifla eða gæsagangur LEIKSTJÓRI Swing Kids er blökkumaðurinn Thomas Carter, og er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Hann hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir að leikstýra ýmsum vinsælum sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum, og hefur hann unnið til ýmissa verðlauna fyrir þau störf. Carter var rétt rúmlega tvítugur þegar hann byrjaði að leikstýra sjón- varpsmyndum eftir að hafa lokið háskólaprófí í leikhús- fræðum. Með fyrstu verk- efnum hans var að leikstýra lögregluþáttunum vinsælu „Hill Street Blues“, sem sýndir hafa verið hér á landi, og auk þess að vera tilnefnd- ur til tveggja Emmy-verð- launa fyrir leikstjórn þátt- anna hlaut hann verðlaun Samtaka bandarískra leik- stjóra árið 1984. Hann leik- stýrði einnig fyrstu myndun- um í ýmsum fleiri vinsælum sjónsvarpsseríum, og má þar nefna „Miami Vice“, „St. Elsewhere", „Call to Glory“ og „A Year in the Life“, sem fékk Emmy-verðlaunin. Þá var hann einnig tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir leikstjóm „Midnight Caller" árið 1989. Carter var höf- undur og framleiðandi „Equal Justice“ sem hann leikstýrði og fékk Emmy- verðlaunin fyrir sem besti leikstjóri bæði árið 1990 og 1991. Carter hafði hafnað fjöl- mörgum tilboðum um að leikstýra kvikmyndum áður en hann tók að sér að leik- stýra Swing Kids. Haft hefur verið eftir honum að hann hafí látið til leiðast vegna þess að handritið hafí strax höfðað mjög sterklega til hans, þar sem söguþráðurinn væri mjög grípandi og fjall- aði um hreyfingu unglinga sem spannaði heilt menning- arskeið. Þá væri þetta þroskasaga þar sem aðalper- sónan yrði að taka ákvarðan- ir sem skiptu sköpum um framtíðina. Þá hefði það skipt verulegu máli að þetta væri saga byggð á sönnum atburðum sem sárafáir hefðu nokkum tímann heyrt minnst á. T Fyrsta myndin SWING Kids er fyrsta kvikmyndin sem banda- ríski leikstjórinn Thomas Carter leikstýrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.