Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 23 STÓLL ÚR HVALBEINI GLÍMUHORNIÐ Einkar fagurlega smíðaður og út- skorinn stóll úr búrhvalsbeini. Smíð- aður af Stefáni Eiríkssyni mynd- skera (1863-1924) og gefinn Þjóð- minjasafni 1922. Setan er úr tré, klædd hvítu loðnu kálfsskinni. Und- ir henni er hólf til að geyma í. Fæt- ur eru útskornir og hleinar og vargs- hausar á, en í bakinu og undir hlein- unum eru gagnskorin spjöld, og á rimunum milli þeirra eru útskornar vísur þrjár með höfðaletri; hinar tvær efri eru eftir Guðmund Finn- bogason og Þorstein Erlingsson. Efst á burstinni er skorin rúnaáletr- un um smíði stólsins, og á spjöldin undir setunni eru skornar áletranir um höfund og svo 17. júní 1911. Þá er aldar- minning Jóns Sigurðssonar og opnunardagur Iðnsýningar í Reykjavík. Keppt var í Íslandsglímu á Alþing- ishátíðinni 1930 og vann Sigurður Thorarensen titilinn Glímukóngur íslands. Jóhannes Jóhannesson færði honum úrarhorn útskorið af Ríkharði Jónssyni. Að Sigurði liðn- um skyldi hornið ganga til Þjóð- minjasafns. Hornið er stórt, út- skorið og silfurbúið. Það hvílir á herðum risa sem skorinn er í tré og stendur á nokkurs konar þúfu á ferstrendum fótstalli. Á honum er merki Alþingishátíðarinnar. Myndir af glímumönnum í ýmsum stellingum eru skornar í sporöskju- laga fleti á efri hluta hornsins. Útskorið trélok er ofan á því og hnúður úr silfri sem á standa glímumenn að leik. Nafn sigurveg- ara og nöfn 15 annarra keppenda eru þarna grafin í. ELSTU HUÓÐRITANIR RÁÐGÁTA Elstu hljóðritanir í eigu Þjóðminja- safnsins eru á vaxhólkum. Árið 1931 gaf Jón Pálsson safninu 130 hólka með upptökum frá árunum 1903-12 ásamt „fónograf" og „diktafón". Þareru m.a. hljóðritan- ir gamalla sálmalaga sungin af Guðmundi Ingimundarsyni (1828- 1912) forsöngvara í Borgarkirkju á Mýrum. Á árunum 1926 og 1928 ferðaðist Jón Leifs tónskáld um landið og tók upp íslenska tónlist á vaxhólka, mest rímnalög. Upptökurnar af- henti Jón Þjóðminjasafninu, fyrst til varðveislu, en síðan til eignar á aldarafmæli þess 1963. Þær eru á 65 hólkum og eru skýrslur Jóns um upptökurnar á prenti. Á sýningunni má sjá upp- tökutæki á vaxhólka. Karl og kona, skorin úr tré og máluð, standa á tveimur liggjandi kattardýrum. Þau eru mörgum ráðgáta. Sé hugað að uppruna verksins er fátt til stuðnings. Það var Jón- Jónsson hreppstjóri á Munkaþverá í Eyjafirði sem gaf gripinn árið 1873. Honum fylgdi engin saga en aldur má þó greina að nokkru af klæðnaði fólksins. Getur verið frá seinni hluta 18. aldar. Kattardýrin gætu verið Ijón. Þau eru liggj- andi, snúa hölunum saman. Ólíklegt er að líkön- in hafi upprunalega staðið á Ijónaspýtunni. Ein- hvern tíma hafa líkönin og Ijónaspýtan verið máluð en nú er nær öll málning horfin af Ijónun- um en fólkið ber ennþá greinilega liti. ALTARI ÚR FLATEYJARKIRKJU VÍTABIKAR Þjóðminjasafnið eignaðist þetta stóra altari úr kirkjunni í Flatey á hlaupársdag 1928. Altarið hafði verið sýnt í safninu áður, en þá orðið viðskila við brík sem átti heima ofan á því. Altarið var dreg- ið fram úr geymslum og gert klárt fyrir 130 ára afmælissýninguna. Er það nú sýnt heilt. Það er smíð- að úr furu eða greni, málað brúnt nú, en hefur upphaflega verið skrautlega málað. Altari þetta var í Flateyjarkirkju frá 1742 í nærri tvær aldir. Þessi veglegi gripur hefur verið þar í mörgum kirkjum, síðast í þeirri sérkennilegu timbur- kirkju sem reist var þar 1865 og rifin 1926 til þess að rýma fyrir steyptu kirkj- unni. Altarið var tillagt kirkjunni af ungum skóla- pilti í Skálholti, Eggerti Ormssyni, syni Orms Daðasonar sýsíumanns Barðstrendinga. Svonefndur Vítabikar var skráður í Þjóðminjasafnið 1865 sem leir- kanna sérkennileg að gerð. Kann- an er grá að lit með grófgerðu en smekklegu blómskrauti framan- vert. Neðri helmingur hennar er hnöttótt bumba en hinn efri er beinn og gagnskorinn með blóma- mynstri þannig að þar eru 32 göt, svo að í fljótu bragði virðist ekki hafa verið auðvelt að drekka úr henni. Enda til þess gerð og voru slíkar könnur hafðar til skemmtun- ar í veislum og látnar ganga manna á meðal með öli og víni og þeir sem ekki kunnu á þær sulluðu þá niður á sig. Galdurinn við að drekka úr leirkönnunni er sá að handarhaldið er holt innan og endar í rennu umhverfis opið sem tengist litlum stút á því framanverðu. Ef könnunni er hallað afturávið á réttan hátt má því sjúga innihaldið upp í gegnum stútinn. Þetta er hins vegar ekki auðséð og í því felst grínið. Mikið úrval af glæsilegum álfelgum á Mitsubishi og Volkswagen. - VerS frá 8000 kr. stk. HEKLA Varahlutaverslun - sími 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.