Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 19
,MORGUNBIAÐID SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 45 fræðingarnir Halldór Nellett og Páll Geirdal spá íbyggnir í kortin með Kristjáni leiðangursstjóra. Varðbergsmennirnir Hafsteinn Halldórsson og Konráð Gylfason sitja í farþegarýminu aftast í vélinni. Þeir Hafsteinn og Konráð eru í fallhlífar- stökkshópi Flugbjörgunarsveitarinn- ar og í sinni fyrstu ferð sem varð- bergsmenn. Þeir félagar og frændur eru ekki alveg ókunnugir um borð í TF-SYN því þeir eiga að baki all- mörg fallhlífarstökk úr flugvélinni. Nýlega var gerður samstarfssamn- ingur milli Landhelgisgæslunnar og Flugbjörgunarsveitarinnar um að sú síðarnefnda útvegi varðbergsmenn í leitarflug. Þá hefur einnig verið gert samkomulag um að Flugbjörgunar- sveitin flytji þyrlueldsneyti á vett- vang þar sem leit fer fram fjarri byggðum, til að flugtími leitarþyrl- anna nýtist sem best. Á ffljúgandi varóbergi Leitarflug krefst mikils af áhöfn leitarvélarinnar. Flogið er í lítilli hæð og oft mikilli ókyrrð. Mikils um vert er að fyllstu nákvæmni sé gætt í staðsetningu flugvélarinnar til að kemba svæðið sem best. Siglinga- fræðingur TF-SYN styðst við GPS- og Loran C-staðsetningartæki, lór- aninn er tengdur inn á annan tveggja radara flugvélarinnar. Leitarsvæðinu er skipt í samsíða leggi og fer eftir aðstæðum hve bilið er breitt á milli þeirra, oft er það náiægt einni sjóm- flu (1.853 metrar). Flugvélin flýgur beina stefnu eftir leggnum og þegar komið er út fyrir leitarsvæðið er tek- in kröpp beygja og snúið inn á næsta legg. Varðbergsmenn sitja báðum megin í flugvélinni og grandskoða leitarsvæðið næst vélinni, oft er leit- að svo lítilla hluta að þeir hreinlega sjást ekki í mikilli fjarlægð. Það krefst mikillar áreynslu að vera á varðbergi og menn mega ekki missa einbeitinguna á „útkíkkinu". Venju- lega skiptast áhafnarmenn og varð- bergsmenn á um að sitja 20 mínútur í senn við útsýnisgluggann. Haffis og þoka Eftir rúmlega klukkutíma flug ofar skýjum var dregið úr afli hreyfl- anna og vélin tók að lækka flugið. Leitarsvæðið var um 600 fersjómílur eða rúmlega 2.000 ferkílómetrar að stærð. Svæðinu var þannig skipt að flugvél Landhelgisgæslunnar leitaði nyrst, Orion-vél varnarliðsins á mið- svæðinu og þyrlan af Vædderen var syðst. Leitarsvæðin skarast þannig að hlutur, sem til dæmis er á reki, á ekki að geta komist hjá augum leitarmanna. Fokkerinn stakk sér niður í skýja- huluna og um stund myrkvaðist út- sýn í gráum þokubakkanum. Þegar neðar dró birti aftur til og ísbreiðan blasti við svo langt sem augað eygði. Stundum mátti sjá seli sem brá held- ur betur þegar Fokkerinn hentist yfir með ærandi gný. Flugvélin lækk- aði flugið niður í 800 fet, þá hæð sem henni var úthlutað til leitar- flugs. Orion-flugvél varnarliðsins var í 1.200 feta hæð og þyrlan af Vædd- eren í 300 fetum. Mismunandi flug- hæðir vélanna eru til að koma í veg fyrir hugsanlega árekstra. Varð- bergsmennirnir voru búnir að taka sessurnar úr sætunum, til að sjá betur út. Hjalti loftskeytamaður fékk þær fréttir að verið væri að leita að rauðum hlut, á stærð við 200 lítra olíutunnu, sem kastað var úr flugvél daginn áður. Nú hófst leitin, flugvél- in rann hvern legginn eftir annan en hvorki sást tangur né tetur af tunnunni. Þegar gunnar dró á svæð- inu og nær blettinum, þar sem líkleg- ast þótti að hluturinn væri, gerðist þokan áleitnari og byrgði oft sýn til jarðar, þótt flogið væri í lítilli hæð. Stundum var flogið upp úr þokunni þegar snúið var inn á næsta legg, þá mátti sjá bláa fjallatinda Austur- Grænlands standa upp úr skýja- þykkninu. Þegar búið var að leita allt svæðið, sem Landhelgisgæslunni var úthlutað, var haldið inn á svæði Orion-vélarinnar frá Keflavík. Hún kom nokkru seinna á sitt leitarsvæði en Fokkerinn og tvisvar sást til Ori- onsins þegar vélamar stungu sér upp úr þokunni til að beyga inn á nýja leggi. Klukkan var orðin rúmlega 6 síðdegis þegar Kristján leiðangurs- stjóri ákvað að snúa heim á leið, enda engin skilyrði til frekari leitar vegna þokunnar yfir ísnum. Lærdómsríkar æfingar Á heimfluginu brá Kristján leið- angursstjóri sér í gervi biyta og hitaði flatböku að ítölskum hætti. Menn gerðu kræsingunum góð skil og ræddu um árangur ferðarinnar. Vissulega hefði verið gaman að koma auga á tunnuna, en smæð hennar í þessari óravíðáttu og erfíð skilyrði torvelduðu leitina. Svo gat eins verið að tunnan væri á leitar- svæði hinna flugvélanna. Þótt engin fyndist tunnan skilaði ferðin tilætl- uðum árangri, því aðaltilgangurinn var að samræma aðgerðir allra þeirra ólíku aðila sem komu við sögu. Meðal annars sem kom í ljós við þessa æfingu var hve mikilvægt það er að allir leitaraðilar hafi sam- ræmdan staðsetningarbúnað. Þetta tiltekna leitarsvæði er þannig stað- sett að Loran C-kerfið virkar illa en GPS-tækið reyndist mjög vel og sýndi ávallt rétta staðarákvörðun. Hjalti loftskeytamaður dró upþ ferðatölvuna og hóf að skrá skýrslu Alþjóðlega leitar- og björgunaræfingin Bright Eye var nýlega haldin við Austur-Græn- land. Þetta samstarf hefur þegar skilað góðum órangri um ferðina. Gerð verður itarleg skýrsla um leitina og efni hennar rætt við yfírmenna af Vædderen, fulltrúa Flugumferðarstjórnar og yfirmenn á Keflavíkurflugvelli. Síð- ar verður æfingin og árangur henn- ar kynntur á árlegum samráðsfundi allra deilda Bright Eye, sem haldinn er í september næstkomandi. Bright £ye-æfingarnar hafa þeg- ar sannað gildi sitt. Þær hafa auð- veldað samstarf við nágrannaþjóðir okkar í björgunarstörfum og mörg hagnýt atriði hafa komið í ljós. Helgi Hallvarðsson skipherra nefnir sem dæmi um það að á einni æfrng- unni var skipulögð leit að gúmbjörg- unarbáti sem kastað var úr flugvél hér fyrir austan land. Síðan var leit- að að bátnum úr íslenskum og er- lendum flugvélum, en hann fannst ekki. Loks fann varðskip bátinn á reki og hafði hann þá blásist upp þannig að svartur botninn sneri upp, en skærrautt þakið niður. Því var illmögulegt að sjá bátinn úr flug- vél. Þessi æfing varð til þess að í framtíðinni verður botninn á gúm- björgunarbátum hafður í jafn áber- andi lit og þakið. Varóskip vantar En hvernig er Landhelgisgæslan búin til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi með löndum sem styðjast við öflugar björgunarsveitir sjó- og flugherja? „Við eru þokkalega búnir til ieitar úr lofti,“ segir Helgi Hall- varðsson. „Með aukaeldsneytistönk- um hefur Fokker F-27-vélin nærri 11 tíma flugþol miðað við tóma tanka. Við erum ekki eins vel búnir á sjónum eftir að varðskipum okkar fækkaði, en við eigum mjög gott samstarf við dönsku varðskipin sem haldið er úti í Grænlandssundinu annars vegar og milli Færeyja og Islands hins vegar. Þetta eru ný og vel útbúin skip, bæði með þyrlur um borð. Þörfín fyrir ný íslensk varðskip er orðin knýjandi." ■AR A ISIANDI Escort vaskurinn er bestur Verð 875.000 án vsk. Hið virta bílatímarit Auto EXPRESS valdi Ford Escort besta bílinn í flokki minni sendibíla í Evrópu í gæðakönnun sinni í apríl. í Auto EXPRESS segir að keppni milli sendibíla hafi aldrei verið harðari en Ford Escort hafi þá yfirb’urði sem til þurfti til að hljóta fyrsta sætið. Niðurstaða Auto EXPRESS er á þann veg að það er fjölmargt sem gerir Escortinn betri en aðra sendibíla. Hann skarar fram úr vegna fjölhæfni, frábærrar hönnunar að innan sem utan og mikils hleðslurýmis sem auðvelt er að vinna í. Þú færð ekki betri sendibíl en Ford Escort. Hefur þú eklö Ford... nýlega? G/obusp -heitnur gœöa! Lógmula 5, simi 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.