Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 11
araflokkurinn. Aðeins Kvennalist- inn hefur reynzt lífseigur, kannski af því að hann er eini nýi flokkur- inn, sem tekizt hefur að búa sér til varanlegan eigin hugmyndagrund- völl, sem erfitt er fyrir gömlu fjór- flokkana að seilast inn á. Þar með hefur Kvennalistinn líka eignazt sjálfstæðan fylgisgrunn. Við það er að bæta að Kvennalistinn hefur aldrei setið í ríkisstjóm og er að sumu leyti góður kostur fyrir þá, sem eru á móti „kerfinu“. Erfitt er að gera sér nákvæmlega grein fyrir fylgisþróun flokkanna síðustu tvo áratugina, þar sem skoðanakannanir hafa ekki verið gerðar með kerfisbundnum hætti allan þann tíma. Ólafur Þ. Harðar- son, lektor í stjórnmálafræði, vinnur nú hins vegar að athugun á þrenn- um síðustu Alþingiskosningum. Fylgissveiflur undan- farinna ára Á mynd sem fylgir þessari grein er sýnt fylgi flokkanna í kosningum frá 1983 og útkoma þeirra í skoð- anakönnunum Félagsvísindastofn- unar Háskóla íslands frá því að farið var að gera þær með reglu- bundnum hætti árið 1986. Rétt er að taka fram að á þessari mynd er aðeins sýnt fylgi þeirra fimm flokka, sem nú eiga menn á þingi, en ekki Bandalags jafnaðarmanna, sem fékk 7,3% atkvæða í kosning- unum 1983 en rann saman við Al- þýðuflokkinn haustið 1986 og hlaut eftir það hverfandi stuðning í könn- unum. Einnig er Borgaraflokknum sleppt af myndinni, en hann fékk 16,6% í skoðanakönnun rétt fyrir kosningarnar í apríl 1987 og 10,9% atkvæða í kosningunum en fylgi hans þurrkaðist út í lok ársins 1988. Af myndinni má sjá að verulegar sveiflur eru í fylgi flokkanna. Sum- ar eru með þeim stærstu í sögu þeirra. Fylgi Alþýðuflokksins náði hámarki veturinn 1986-1987 þegar Jón Baldvin Hannibalsson fór í fundaherferð um landið og ætlaði að gera Alþýðuflokkinn, sem þá var í stjórnarandstöðu, að stærsta flokki landsins. Mest áberandi lægðirnar hjá krötum eru veturinn 1989-1990, þegar þeir sátu í óvin- sælli ríkisstjórn og sumum þótti fátt af málum þeirra ganga fram, og svo í febrúar síðastliðnum. Ekki er ólíklegt að síðasta niðursveiflan tengist umræðu um lyfjakostnað og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, sem bar hátt á þessum tíma. Stærsta sveiflan í fylgi Kvenna- listans var 1987-1988, en þá fékk flokkurinn allt upp í 28% fylgi í skoðanakönnunum og virtist að mati kjósenda betri andstöðuflokk- ur við þáverandi ríkisstjórn en AÍ- þýðubandalagið, sem þá var einnig í stjórnarandstöðu, en hafði 10% fylgi eða minna. Kvennalistinn dal- aði síðan en hefur aftur náð sér á strik að undanförnu og fékk 18% fylgi í síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar fyrr í mánuðinum. Alþýðubandalagið var í mikilli lægð allt síðasta kjörtímabil - með allt niður í 7% fylgi - en rétti úr kútnum í kosningunum 1991, sem eflaust má þakka vel skipulagðri kosningabaráttu, sem meðal annars byggðist á notkun skoðanakannana til þess að athuga hvers konar áherzlur kjósendur vildu helzt sjá. Alþýðubandalagið auglýsti fá, en skýr baráttumál og fékk betri kosn- ingu en menn höfðu átt von á. Eft- ir að það komst í stjórnarandstöðu á ný eftir kosningarnar hefur það enn sótt í sig veðrið og hlaut mest 21% stuðning í febrúar síðastliðn- um. Dýpsta lægð Sjálf- stæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn, sem yfir- leitt hefur fengið fylgi á bilinu 35-43%, hefur tekið tvær skarpar dýfur á þessu tímabili. Sú fyrri hófst með stofnun Borgaraflokks- ins. í skoðanakönnun í apríl 1987, rétt fyrir kosningar, fékk Borgara- flokkurinn 16,6% fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkurinn, sem mánuði áður hafði verið með 39% fylgi, hrapaði niður í 26,5%. Flokkurinn náði sér ekki á strik aftur að ráði fyrr en hann var kominn í stjórnar- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 T'gBI TAM .or- H'iriAtlW.VÍ'K GKiÁ.lHFiiJUHOM andstöðu á árinu 1989, en um leið hvarf fylgi Borgaraflokksins endan- lega. Þegar líða tók á kjörtímabil vinstri stjórnarinnar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn um og yfir 50% í skoðanakönnunum. Sú dýfa, sem Sjálfstæðisflokkurinn tók í skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar í síðasta mánuði, er hins vegar enn dýpri en árið 1987. Sennilega hefur flokkurinn aldrei notið minna fylgis en nú. Það er ekki hægt að af- greiða niðurstöðuna í könnun Fé- lagsvísindastofnunar sem tilviljun eða óheppni, því að könnun ÍM Gallup í apríl gaf svipaða niður- stöðu. Samkvæmt báðum þessum könn- unum nýtur Framsóknarflokkurinn nú mests fylgis meðal kjósenda. Fylgi hans hefur verið nokkuð skrykkjótt undanfarin ár, en eftir að hann lenti í stjórnarandstöðu - í fyrsta sinn í 20 ár - hefur hann sótt í sig veðrið og fékk 27,5% fylgi í skoðanakönnuninni ný fyrr í mán- uðinum. Mesta fylgi sem Framsókn- arflokkurinn hefur fengið i kosning- um frá lýðveldisstofnun' er 28,2% árið 1963. ---------------------------& Flokkaflakkið frá síðustu kosningum Ekki er mjög mikið vitað um það hversu margir kjósendur færa sig á milli flokka eða hvort það eru einhveijir ákveðnir hópar kjósenda sérstaklega, enda eiga kosninga- og fylgisrannsóknir sér mun styttri sögu hér á landi en í mörgum ná- grannalöndum okkar. Mun fleiri kjósendur geta í raun skipt um skoðun milli kosninga eða skoðana- kannana en beinharðar niðurstöðu- tölur gefa til kynna, þar sem hreyf- ingar kjósenda frá einum flokki til annars geta jafnazt út. í ljósi þess hversu óvenjuleg nið- urstaða síðustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar er, einkum hvað varðar stærstu flokkana, þótti ástæða til að skoða hvaða flokka þeir, sem nú gáfu upp val sitt á flokki, kusu í alþingiskosningunum 1991. Með því að bera þetta tvennt saman má draga upp mynd af ferð- um kjósenda á milli flokka. Hafa ber þó í huga að með því að bijóta úrtakið í könnun Félagsvísinda- stofnunar með þessum hætti niður í smærri hópa, verða tölurnar síður marktækar. Niðurstöðunni ber því ekki að taka sem neinum heilögum sannleika, heldur fyrst og fremst sem vísbendingu um það hvernig línur liggja. Tölurnar, sem birtar eru í súluritunum á bls. 12, eru miðaðar við svör kjósenda eftir 77/ Cancun fyrír 49.900, 10. juni Bókabu strax - Tilbobib okkar í síbustu viku seldist upp á einum degi í Cancun getum vib tryggt nokkur vibbótarsæti ---------- á þessu ótrúlega verbi þann 10. júní til Cancun í Mexíkó, þessarar paradísar sem orbin er vinsælasti ferbamannastabur í Mexíkó og vib Karíbahafib. Gríptu tækifærib og tryggbu þér sæti strax. • -m ___Glæsileg ný íbúbarhótel. Bbrottfarir frá 14. júlí - 22. september. JL#C^m11C*.CJ Verö frá kr. 34.600, - hjón meö 2 börn vikuleg leiguflug . 49.900, “ pr. mann m.v. 2 í íbúð. Flugvallaskattar: Flugvallaskattar og forfallatrygging fullorðinna kr. 3.770, barna kr. 2.515. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.