Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 52
W*/ Reghibtmdiim M. •spimaður Landsbanki íslands MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK StMl 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHOLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Nauðsyn að endur- skoða lög um helgi- dagafrið ÞORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra segist reiðubúinn til að skoða það mál rækilega að breyting verði gerð á lögum um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu á föstu- dag er Ólafur Skúlason biskup íslands því fylgjandi að lögin verði rýmkuð. Þorsteinn Pálsson sagðist sammála biskupi um að löggjöfín væri býsna stíf og nauðsynlegt að endurskoða hana í ljósi nýrra aðstæðna og breyttra tíma. Kirkjuþing samþykkti frumvarp til laga um helgidagafrið árið 1988, en í því er m.a. gert ráð fyrir að helgidagar verði hinir sömu og sam- kvæmt gildandi lögum frá 1926, en felld verði niður friðun laugardaga fyrir páska og hvítasunnu eftir kl. 18. Þorsteinn Pálsson sagði að frum- varpið hefði ekki verið á sínu borði, en hins vegar væri hann mjög fús að skoða þetta mál í góðu samstarfi og samráði við kirkjuna. Handknattleikur Hávaðinn á pöllunum getur verið skaðlegur HÁVAÐI á áhorfendapöllum á leikjum í 1. deild karla í handknattleik getur farið upp fyrir sársaukamörk, sem eru 120 desibel. Þetta kom fram í rnælingum sem Morgunblað- ið gerði á leikjum í deildar- keppninni og aftur í úrslita- keppninni, sem lauk fyrir skömmu. Gylfí Baldursson hjá Heymar- og talmeinastöð Is- lands segir ekki óhugsandi að af slíkum hávaða geti hlot- ist varanlegur skaði. í reglum Vinnueftirlits ríkis- ins er kveðið á um að ekki megi vinna í meira en 85 desibela hávaða í samfelldar 8 vinnu- stundir og ef unnið er í 110 desibelum skuli nota heymar- hlífar. Hávaðinn var mældur á nokkrum leikjum. Svo dæmi sé tekið mældist hann 114-116 desibel þegar leikur Valsmanna og Selfyssinga í Laugardalshöll var í fullum gangi, en þegar stórskyttan Sigurður Sveinsson skoraði fallegt og mikilvægt mark sýndi hávaðastyrks-mæl- irinn 122 desibel. í öðrum leik mældist hávaðinn 120 desibel í miklum fagnaðarlátum, og í tveimur leikjum mældist baul áhorfenda — þegar þeir létu í ljós andúð sína á dómgæslunni — 104 desibel. Sjá nánar bls. 55: „Hávaði...“ Árni G. Reynissón Stuðlabergið klifið FALLSTAKKANÖF er 100 metra hár stuðlabergsklettur í Borgarhafnarfjalli vestan við Höfn í Hornafírði. Þar hafa íjallamenn æft sig fyrir átök fyrir hærri og erfíðari björg, þótt það virðist óhugsandi af myndunum að dæma. Hér má sjá vana fjallaklifrara, Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, glíma við Fallstakkanöf. Myndum af körfubolta- köppum líkt við fágæt frímerki SÖFNURUM af yngri kynslóðinni, sem áskotnast hafa sjaldgæfar myndir af leikmönnum í banda- rísku NBA-deildinni í körfuknatt- leik, er nú óðum að verða Ijóst að í sumum tilfellum eru þéir með fágæta mynd undir höndum, sagði Einar Örn Birgisson hjá Svan- borgu hf. í samtali við Morg- unblaðið, en heildverslunin sér meðal annarra um innflutning á slíkum myndum. Myndimar hafa náð hylli meðal yngri kynslóðarinnar og náði salan hámarki sl. páska að sögn Danelíus- ar Sigurðssonar í sölutuminum Póló á Sogavegi í Reykjavík. Sagði hann að margir viðskiptavina sinna hefðu tekið körfuboltamyndimar fram yfír páskaeggin að þessu sinni. Talsverður verðmunur er á flokk- um og ræðst hann af gerð mynd- anna, t.d. hvort um er að ræða þrívíddarmyndir eða myndir í gyllt- um ramma, einstaklings- eða hóp- myndir. Keyptar dýrum dómum Þess em dæmi í Bandaríkjunum að myndir af einstaka leikmönnum gangi kaupum og sölum fyrir háar upphæðir, að sögn Einars Amar Birgissonar. Sem dæmi um leikmann sem nyti slíkrar hylli mætti nefna Shaquille O’Neal og þekkti hann dæmi þess að myndir af honum hefðu verið slegnar á 10.000 krónur í Bandaríkjunum. Undir þetta tók starfsmaður hjá heildversluninni Austurbakka hf. sem sagði sumar myndir jafn dýrar og sjaldgæf frí- merki. Einar Öm sagði einnig að ungir safnarar hérlendis væm óðum að gera sér ljóst að þeir væm í sumum tilfellum með verðmæti undir hönd- um. Sagði hann ástæðuna m.a. þá að gerðir væm samningar við leik- menn um fjölda mynda og þegar þær væm uppurnar leiddi það til aukinn- ar eftirspumar. Framkvæmdaslj óri Skagstrendings um betri nýtingu skipaflotans Veiðiskipin „landi“ afla um borð í frystitognrum „ÞEGAR aflinn minnkar hljótum við að kanna alla möguleika á að nýta skipin sem best og einn er sá, að frystitogarar taki afla frá öðrum skipum á miðunum og vinni um borð. Þeir myndu þá nýtast betur og kostnaður við rekst- ur fiskiskipanna myndi minnka, því þau þyrftu ekki alltaf að hlaupa í land með aflann. Við höfum rætt þessa hugmynd við okkar sjómenn undanfarna mánuði, en höfum ekki tekið neina ákvörðun um hvort við látum verða af þessu,“ sagði Sveinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skagstrendings á Skagaströnd, í samtali við Morgunblaðið. Skagstrendingur á frystitogarana Arnar og Örvar. Sveinn sagði að fram á síðasta ár hefðu frystitogarar fiskað svo yel að afkastageta þeirra hefði nýst til fulls. Núna væri staðan hins vegar sú, að á nær hvetjum degi gætu frystitogarar unnið meiri afla en þeir veiddu sjálfír. „Við Al- aska tíðkast, að veiðiskipin sjálf taka aflann aldr- ei um borð, heldur fer hann beint til vinnslu í frystiskipum," sagði hann. „Það er einfaldlega hnýtt fyrir pokann, hann skorinn frá og vinnslu- skipið dregur hann um borð.“ Flotastjórn Sveinn sagði að nú væru þeir Skagstrendings- menn að kanna hvernig útfæra mætti þessa hug- mynd hér. „Vinnsluskipið yrði að vera eins konar flotastjóri, segja til um hvar veiðiskipin ættu að halda sig á hverjum tíma. Við gætum keypt sjálf- ir skip til að veiða fyrir okkur. Þannig næðum við aflanum með minni tilkostnaði, til dæmis er hugsanlegt að vinnslu- og veiðiskipið yrði ein ein- ing, þannig að mannskapur gæti flutt sig á milli eftir þörfum. Minni mannskap þyrfti á veiðiskipið, því það tæki aldrei aflann um borð. Þá er einnig hugsanlegt að við myndum semja við aðra um veiðarnar. Það eru hins vegar ýmis álitamál í þessu, til dæmis gæti veður og hafís gert okkur erfitt fyrir. Þá þarf að huga að ýmsum málum sem snúa að kjarasamningum. Við ætlum þó að kanna þessi mál betur.“ Nýja Sjáland Sveinn sagði að önnur hugmynd um betri nýt- ingu frystitogaranna væri sú, að fara til veiða við Nýja Sjáland. „Aðilar þar, sem hafa yfir kvóta að ráða, hafa spurt okkur hvort við viljum koma með skip til veiða þar. Það er ekkert ákveðið í þeim efnum, en við höldum alltaf sambandi við þessa aðila og ætlum að kanna þetta áfram. Nýi frystitogarinn okkar, Amar, myndi til dæmis henta vel til þeirra véiða.“ Hólanes á Skagaströnd á 10% hlutafjár í Skag- strendingi, en hefur nú ákveðið að selja þann hlut, sem að nafnvirði er um 17 milljónir króna. Óskað er tilboða í bréfín, en síðast seldust hlutabréf í Skagstrendingi á þreföldu nafnverði. Þá var hins vegar um mjög lítinn hlut að ræða. Sveinn Ingólfs- son sagði að Hólanes ætlaði að nota söluandvirðið til að auka og bæta rækjuvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.