Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 43
MÓR(k)NBLA£)JÉ) ATVINNA/RAÐ/SWlAi««í&MR « -MAÍ- 4S Styrkveiting úr Rannsókna- og vísindasjóði hjúkranarfræðinga HINN 15. apríl sl. var úthlutað í fyrsta sinn úr Ránnsókna- og vís- indasjóði hjúkrunarfræðinga. Sjóðurinn var stofnaður árið 1987 af Maríu Finnsdóttur, fv. fræðslu- stjóra Hjúkrunarfélags íslands. Markmið sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræði hér á landi. Þeir sem hlutu styrk voru: Matthildur Valfells, 100.000 kr. Hún er ásamt tveimur hjúkrun- arfræðingum að rannsaka Ivfjanotk- un aldraðra í heimahúsum. Margrét Tómasdóttir, 70.000 kr. Hún er að rannsaka réttmæti mælitækis sem er útbúið fyrir annað þjóðfélag en okkar. Þetta mælitæki hefur verið notað við rannsókn á áhrifum barn- eigna á fjölskyldulíf t.d. í Bandaríkj- unum og á Islandi og -verið er að taka í notkun á hinum Norðurlönd- unum. Tíu manna hópur hjúkrunar- fræðinga hlaut 100.000 kr. til að skrá íslenska hjúkrunarsögu, en hópnum var komið á fót að tilhlutan Maríu Pétursdóttur. I stjórn sjóðsins eru hjúkrunar- fræðingarnir María Finnsdóttir, for- maður, Anna Birna Jensdóttir og Stefanía V. Sigurjónsdóttir, með- stjórnendur. (Fréttatilkynning) Frá vinstri: María Finnsdóttir, Matthildur Valfells, Margrét Tómas- dóttir og María Pétursdóttir. AUGL YSINGAR Píanókennsla Get bætt við fáeinum nemendum í einkatíma í sumar. Tímabil: 14.6.-10.7. og 19.7.-28.8. Upplýsingar í síma 91-11085. Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanóleikari. Verzlunarskóli íslands Innritun 1993-1994 Nemendur með grunnskólapróf: Umsóknir, ásamt staðfestum Ijósritum af grunnskólaskírteinum, skulu hafa borist skrifstofu skólans fyrir kl. 15.00 föstudaginn 4. júní nk. Teknir verða 280 nemendur inn í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verður valið inn í skól- ann á grundvelli einkunna þeirra, sem nú Ijúka grunnskólaprófi, en umsóknireldri nem- enda fá víðtækari umfjöllun. VI tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur. Nemendur með verslunarpróf: Umsóknir um nám í 5. bekk skulu hafa bor- ist eigi síðar en 31. maí nk. á sérstöku eyðu- blaði sem fæst á skrifstofu skólans. Inntökuskilyrði í 5. bekk er verslunarpróf með þýsku og aðaleinkunn ekki lægri en 6,50 eða sambærilegur árangur. Upplýsingar um brautir og valgreinar fást á skrifstofu skólans. Frá menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda ífram- haldsskóla í Reykjavík ferfram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 1. og 2. júní nk. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjar- skólanum innritunardagana. Siglingaáhugamenn Hafnarfjöður - Cuxhaven Þeir, sem hafa áhuga á að sigla á 42 feta Elan skútu frá Hafnarfirði til Cuxhaven á tímabilinu 27/7-13/8, hafi samband við Ármann Jóhannesson í síma 654170. KVOTI Til sölu þorskfés Tilboð óskast í fryst þroskfés án klumbu, ekki stærðarflokkuð. Pakkað í 2x15 kg pönn- ur, hvor panna í plastpoka og báðar í utanyf- irkassa, stáerð: 540x475x155 mm. * Upplýsingar gefur Áki í síma 95-22690. Sumarhústil leigu á Borgarfirði eystra, Norður-Múlasýslu. Áhugaverðar gönguleiðir í næsta nágrenni. Upplýsingar í síma 97-29928. Ásfa Magnúsdóttir. Sumarbústaður - til sölu Til sölu 42 fm sumarbústaður í Svarfhóls- skógi, ca 90 km frá Reykjavík, á kjarrivöxnu 8.200 fm eignarlandi. Rafmagn og vatn. Upplýsingar í síma 672900 á daginn og í síma 76570 á kvöldin og um helgar. Laugardagsfundur með menntamálaráðherra Seinasti laugardagsfundur með ráðherra á vegum sjálfstæðifélag- anna í Reykjavík að þessu sinni verður á laugardaginn 5. júní nk. miili kl. 10 og 12 í Valhöll. Gestur fundarins verður Ólafur G. Einarsson, menntamálaráöherra. Að loknu inngangserindi ráðherrans verða umræður og fyrirspurnir. Áhugafólk um mennta- og menningarmál er hvatt til að koma. Athugið að fundurinn hefst stundvíslega kl. 10 og verður slitið á hádegi. Vörður, Héimdallur, Hvöt og Óðirm. Sntá auglýsingar Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hjálpræðis- herinn Kirfcjuslræti 2 Hjálpræðisherinn Mánudag kl. 20.30 samkoma. Kapteinarnir Thor Narve Kvist og Elbjörg Kvist stjórna og tala. Allir velkomnir. m SÍK, KFUM/KFUK Háaleitisbraut 58 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 i Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Guölaugur Gunn- arsson, kristniboöi. „Þér munið öðlast kraft.“ Post. 1,8. Allir eru velkomnir. Kaffisala í Vindáshli'AI Mánudaginn 31. maí, annan hvftasunnudag, verður guðs- þjónusta í Vindáshlíö í Kjós kl. 14.30. Prestur verður sr. Gísli Jónasson. Síðan verður kaffisala til kl. 18.00. Staðurinn er öllum opinn. fhmhjólp Hátíöarsamkoma verður í dag kl. 16.00 í félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Mikill söngur. Barnagæsla. Ræðu- maður verður Óli Ágústsson. Allir hjartanlega velkomnir. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Gleðilega hátíð! Almenn samkoma á morgun kl. 11. Halldór Lárusson predikar. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hátíðarsamkoma ( kvöld kl. 20.00. Vinsamlegast athugiö breyttan samkomutíma. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudagur: Munið að hlusta á útvarpsguðsþjónustuna frá Fíladelfíu sem er send út á rás 1 RÚV kl. 11.00. ^ VEGURINN Krístið samfélag Smiðjuvegi S, Kópavogi Hvítasunnudag: Fjölskyldusam- koma kl. 11.00. Barnablessun, fræðsla og fleira. Ath. að þetta er síðasta morgunsamkoma þessa vetrar. Mánudag, annan í hvítasunnu: Almenn samkoma. Allir velkomnir. „Jesús lifir, Haileluja" FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Við rætur Vatnajökuls Byggðir, fjöll og jöklar Árbókin 1993 er komin út Árbókin verður ómissandi öllum þeim sem ferðast um Austur- Skaftafellssýslu. Höfundur er Hjörleifur Guttormsson. Land- lýsing bókarinnar nær raunar frá Lómagnúp að Lónsheiði. 80 lit- myndir og fjöldi staðfræðilegra uppdrátta og skýringarmynda prýða bókina. Hún er innifalin í árgjaldi kr. 3.100. Félagar geta allir orðið. Leitið nánari upplýs- inga á skrifstofunni Mörkinni 6. Ferðist innanlands í sumar Fyrstu sumarleyfisferðirnar 1. 17.-20. júní. A. Skaftafell - Öræfasveit. B. Skaftafell - Ör- æfajökull. C. Skaftafellsfjöll. D. Núpsstaðarskógar. Árbókar- ferðir. Brottför kl. 9.00. 2. 17.-20. júní. Breiðafjarða- reyjar - Látrabjarg um sumar- sólstöður. Brottför kl. 9.00. 3. 23.-27. júní. Esjufjöll. Árbó- karferð. 4. 25.-27. júni. Miðnætursólar- ferð: Grímsey - Hrísey. 5. 30/6-4/7. Skemmtiferð um Skagafjörð og Kjöl. M.a. siglt í Málmeý. Góð gisting að bænum Lónkoti og á Hveravöllum. 6. 7.-11. júlí. Við rætur Vatna- jökuls. Árbókarferð. Gist að Stafafelli og Smyrlabjörgum. Nú þegar er talsvert bókað í sumarleyfisferðirnar. Göngu- ferðir um „Laugaveginn" hefjast 2. júlí, en þær ferðir hafa sjaldan verið vinsælli en nú. Leitið nán- ari upplýsinga á skrifstofunni Mörkinni 6. Þórsmerkurferðir verða um hverja helgi. Brottför föstud. kl. 20. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir um hvítasunnu: Sunnudagur 30. maí kl. 13.00: Selvogur-Strandakirkja/öku- ferð. Verð kr. 1.500. Mánudaginn 31. maí veröa tvær ferðir: 1) Kl. 10.30: Fossá- Þrándarstaðafjall-Brynjudalur. Gengið á Þrándarstaðafjall frá Fossá og komið niður í Brynjud- al. 2) Kl. 13.00 sama dag: Reyni- vallaháls-Kirkjustígur. Gengið upp frá Hálsnesi og austur eftir hálsinum og niður Kirkjustíg. Verð í ferðirnar er kr. 1.100. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Þriðjudaginn 1. júní kl. 20.00: Viðey. Gengið um austureyj- una. Brottför frá Sundahöfn. Miðvikudaginn 2. júnf kl. 20.00: Heiðmörk, skógræktarferð (frítt). Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallveigarstig 1 • sirni 614330 Dagsferð sunnud. 30. maí kl. 10.30 Vífilsfell (655m) Dagsferð mánud. 31. mai kl. 10.30 Svínaskarð Gangan hefst við Irafell i Kjós og þaðan eftir gamalli þjóðleið yfir Svinaskarð. Skemmtileg leið og frábært útsýni. Verð kr. 1500/1600. Brottför I báðar ferðirnar frá BS(, bensínsölu, miðar við rútu. Helgarferð4.-6.juní Breiðafjarðareyjar Siglt verður með Baldri út í Flat- ey á laugardag og eyjan skoðuð. Á sunnudagsmorgun sigling með Eyjaferðum um Suður- eyjar og gefst farþegum þá kost- ur á að bragða á sjávarfangi. Gist á farfuglaheimilinu í Stykkis- hólmi. Fararstjóri: Rannveig Ólafsdóttir. Nánari upplýsingará skrifstofu. Fimmtud. 3. júni kl. 20.00 Kvöldganga: Tröllafoss. Laugard. 5. júníkl. 10.30 Sandakravegur. Sunnud. 6. júníkl. 10.30 a) Glymur - Hvalvatn. b) Leggjabrjótur. Frá 1. júní er skrifstofan á Hall- veigarstíg 1 opinfrá kl. 9-17. Útivist. KROSSINN Auðbrekka 2 • Kópavogur Hvítasunnudagur: Samkoma með Hillhjónunum frá U.S.A. kl. 16.30. Annar hvítasunnudagur: Árshá- tíð Krossins verður haldin í Félagsheimili Kópavogs í Fann- borg 2 og hefst kl. 19.00. Þriðjudagur: Kveðjusamkoma fyrir Hillhjónin kl. 20.30. Allir eru velkomnir á þessar sam- komur meöan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.