Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA SIGURBORG GUÐJÓNSDÓTTIR, Reynimel 90 sem lést þann 22. maí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkju Reykja- vfkur fimmtudaginn 3. júní kl. 13.30. Elín G. Ólafsdóttir, Edda S. Ólafsdóttir, Katrín M. Ólafsdóttir, Guðjón E. Ólafsson. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Vitastíg 9a, Reykjavík, verðurjarðsunginfrá Fossvogskirkju þriðjuaginn l.júníkl. 13.30. Kristinn Jóhannsson, Kjartan Kristinsson, Ólöf J. Guðmundsdóttir, Þórður Kristinsson, Edda Sigurgeirsdótttir, barnabörn og barnabarnabörn. f + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Safamýri 42, Reykjavík, sem andaðist 25. maí, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 2. júní kl. 13.30. Bryndís Jóna Jónsdóttir, Kalman Stefánsson, Ásta Jónsdóttir, Óli Ágústsson, Margrét Jónsdóttir, Torfi H. Ágústsson, Ólafur Oddur Jónsson, Edda Björk Bogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HERMANN ÓLAFSSON, Grettisgötu 98, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Líknarsjóð velunnara Borgarspítalans. Lárus Sveinsson, Ólafur Sveinsson, Dana Mortensen, Jón E. Clausen, Ragnhildur Friðriksdóttir. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, fóstru, ömmu og langömmu, ÖNNU S. STEINGRÍMSDÓTTUR húsfreyju, Helgafelli, Mosfellssveit, fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudag- inn 3. júní kl. 14.00. Haukur Níelsson, Marta Hauksdóttir, Haukur Högnason, Níels Hauksson, Steinunn Elíasdóttir, Helgi Sigurðsson, Jóna Dís Bragadóttir, Jóhannes Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. HS. HELGASON HF STEINSMIÐJA KA-JVVN 0l*>u • Sigríður Jóhannes- dóttír — Minning Fædd 22. desember 1907 Dáin 23. maí 1993 Sigríður Jóhannesdóttir, eða amma á Vitó eins og við kölluðum hana í daglegu lífí, lést sunnudag- inn 23. maí á Borgarspítalanum eftir nokkurra vikna veikindi. Dauð- inn kemur alltaf jafnmikið á óvart og svo var einnig í tilviki ömmu. Minningin um ömmu er ein sú besta sem hægt er að hugsa sér og ein- hvern veginn fannst okkur að amma yrði alltaf til staðar. Okkar fyrstu minningar tengjast ömmu og afa á Vitastígnum, þar var alltaf gott að vera. Það var ósjaldan að foreldrar okkar urðu að skilja okkur eftir hjá ömmu og afa, eftir heimsóknir þangað, því við neituðum að fara með þeim heim. Við beittum öllum tiltækum ráðum við að ná okkar fram. Var jafnvel tekið á það ráð að príla upp á þök á nærstöddum skúrum þar sem ekki náðist til okkar. Reyndar voru það yfírleitt foreldrar okkar sem þurfti að sannfæra, því amma og afí buðu okkur alltaf velkomin. Hjá þeim fundum við fyrir þeirri öryggiskennd sem öll börn leita að og þar var okkur leiðbeint um, hvað var rétt og hvað var rangt í lífinu. Amma t.d. ítrekaði alltaf þegar við gengum niður Laugaveginn, varla meir en fimm ára gömul, að ganga aldrei á gangstéttarbrúninni, því hætta steðjaði af bílaumferðinni, sér í lagi fyrir lítil börn. Þetta, ásamt fleiru, síaðist inn hjá okkur. Hún beitti aldrei hörku, heldur tal- aði við okkur og leiðbeindi sem svo varð að hvatningu um að gera rétt. Hjá henni lærðum við fyrstu bæn- irnar og búum við að þessum lær- dómi enn þann dag í dag. Þegar við urðum eldri fækkaði þeim stund- um er við dvöldum næturlangt en þess í stað komu til reglulegar heim- sóknir á Vitastíginn, oft á hverjum degi. Amma var alin upp á Brennihól í Eyjafirði, næst yngst af sex systr- um, en fluttist til Reykjavíkur á þriðja áratugnum. Hún vann mest- an hluta ævi sinnar, ýmist á Land- spítalanum eða Vífilsstaðaspítala, og fór „í síld“ eins og margir á þessum árum. Það voru ófáar sög- umar sem hún sagði okkur og í raun lærðum við margt um lífið í Reykjavík frá þeim tíma, kreppuna, stríðsárin og seinni tíma, trúlega betur en nokkur sögubók hefur sagt frá. Við sátum oft heilu'dagstund- irnar hjá henni á Vitastígnum og hlustuðum á hana segja frá. Hún minntist frostavetursins mikla á allt annan hátt en flestir aðrir. Þann vetur var sannkölluð veisla á Brennihól því megnið af vetrinum var Eyjafjörður ísi lagður og því var veiddur fiskur í gegnum vök á ísnum á hveijum degi og geymdur í kössum úti á hlaði þannig að hann hélst frosinn og því ferskur allan veturinn. Níu ára gömul sá hún fyrstu ljósaperuna sem flestum börnum þætti ekki merkilegt í dag, enda var amma alin upp í torfbæ sem ekki var óalgengt á þessum tíma. Það má því segja að hún hafí munað tímana tvenna og það var ómetanlegur fróðleikur sem hún miðlaði til okkar. Níu ára gömlum bauðst Kidda að bera út Morgun- blaðið í afleysingum. Þetta var í hverfi nálægt heimili ömmu, nánar tiltekið á Skólavörðustígnum. Hann var það lítill að hann dró nánast á eftir sér blaðburðarpokann. Amma lét sér því ekki muna um að bera út með honum blöðin á hverjum morgni þó aldur hennar væri fast að sjötugu. Amma sagði oft um vini sína þegar þeir fóru yfir móðuna miklu: „Þá fékk hún loksins hvíldina, bless- unin“. Amma er án efa komin á betri stað í tilverunni og fylgist með okkur úr fjarska. En minninguna um hana munum við varðveita og verðum ávallt þakklát fyrir og þann tíma sem við fengum að eyða með henni í þessu lífí. Hún kenndi okkur margt um lífíð, sem við munum miðla áfram. Við sendum afa okkar, sem var giftur ömmu í meir en fimmtíu ár, okkar bestu samúðaróskir og styrk á þessum erfiðu tímum. Við endum þessi stuttu skrif á bæn sem amma kenndi okkur, trúlega þá fyrstu og nokkru áður en við lærðum sjálft Faðir vorið: Kristur minn, ég kalla þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Kristinn, GuðfinnaogSigurgeir. Minning Hermann Fæddur 9. desember 1913 Dáinn 22. maí 1993 „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir.“ Þessu fengu þeir að kynnast, sem bágt áttu og urðu á vegi Hermanns Ólafsson- ar, enda var maðurinn af öndveg- isfólki kominn í báðar ættir. Móðir hans var Málfríður Gils- dóttir, ættuð vestan af Mýrum, og faðir hans var Ólafur Sveins- son, ættaður úr Húnavatnssýslu. Hermann var góðum gáfum gæddur eins og systkini hans, Sveinn og Guðrún, sem bæði eru látin. Ekki kaus hann þó að fara í langskólanám, en var alla tíð mjög bókelskur og varð þar af leiðandi mjög vel að sér í mörgu og svo vel að sér í ýmsu því sem laut að sögu lands og þjóðar og ýmsum búskaparháttum, að þar Blémastofa Friöfimts Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 ,22,-einnig um helgar. íngar við öii tilefni. Ólafsson stóð hann mörgum magisterum á sporði. Bridsspilamennska var einn- ig eitt af áhugamálum hans og þótti hann skarpur spilamaður. Sem ungur maður vann hann ýmis störf bæði til sjós og lands, þar til hann réðst til Sambands ísl. samvinnufélaga, þar sem hann starfaði rúma fjóra ára- tugi, eða þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Framan af ævi bjó hann með foreldrum sínum og með móður sinni eftir að faðir hans lést, en rúmlega fimmtugur að aldri gekk hann að eiga Kristínu Eng- ilbertsdóttur, sem var ættuð úr Vestmannaeyjum og reyndist hann börnum hennar sem besti faðir. Sjálfur átti hann engin böm, en stjúpbörnin hans og önnur börn, sem hann umgekkst, voru börnin hans. Kristján og Hermann slitu samvistir. Hermann varð ekki ríkur á ver- aldarvísu, en hann var flestum f- . . ' Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 mönnum ríkari að auðlegð hjartans, og þegar við hugsum um það sem hann sagði oft: „Eg elska lítil börn“ og „Ég elska land mitt og þjóð“ finnst okkur eiga vel við að ljúka þessum línum með erindi eftir Einar Benediktsson: Volduga fegurð, ó, feðrajörð, fölleit, með smábarn á armi, ekki þig sveinar hjá hverri hjörð, helgist þér menn við hvern einasta fjörð. Fijáls skaltu ve§a vor bein að barmi, brosa með sól yfír hvarmi. Frændfólki hans og vinum vott- um við samúð okkar. Jón, Steinunn og Ragnhildur. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.