Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 36
36 ______MORGUNBLAÐIÐ ATVINMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993_ ATVrIMMlUl 'aUGL YSIh IgAR L AND SPÍTALINN Landspítalinn Reyklaus vinnustaður HANDLÆKNINGADEILDIR Skurðdeild Við skurðdeild Landspítalans er laus staða skurðhjúkrunarfræðings. Starfsemi deildar- innar er ákaflega fjölbreytt og býður upp á mörg tækifæri. Boðið er upp á aðlögun með reyndum skurðhjúkrunarfræðingi. Upplýsingar veitir Svava Jónsdóttir, hjúkrun- arstjóri skurðdeildar, sími 601317 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 601366 eða 601000. HANDLÆKNINGADEILD 3 (11G) Lausar eru tvær stöður hjúkrunarfræðinga frá 1. september nk. á handlækningadeild 3. Deildin er brjóstholsaðgerðadeild, sem er í örri þróun vegna fjölgunar hjartaaðgerða hér á landi. Ákveðið hefur verið að endurtaka námskeið í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, þar sem árangur af fyrri námskeiðum var mjög góð- ur. Þann 15. september nk. verður farið af stað með 6 vikna námskeið, sem saman- stendur af markvissri aðlögun með leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Jafnframt eru fyrirlestrar einn eftirmiðdag í viku. Möguleiki er á hlutastöðum og sveigjanleika í vinnutíma. Nánari upplýsingar veita Lilja Þorsteinsdótt- ir, hjúkrunardeildarstjóri, sími 601340 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, símar 601366 og 601300. OLDRUNARLÆKNINGADEILDIR Deildarstjóri Öldrunarlækningadeild 2 óskar eftir deildar- stjóra til starfa frá 1. júlí eða eftir samkomu- lagi. Um er að ræða 17 rúma deild, sem er sér- hæfð í meðferð alzheimersjúklinga. Deildin er staðsett í Hátúni 10B og þar eru starfandi 3 legudeildir, móttökudeild, dagspítali, sjúkra- og iðjuþjálfun. Lögð er áhersla á andlega, líkamlega og félagslega hjúkrun aldraðra. Nánari upplýsingar veitir Ánna Guðmunds- dóttir í síma 602266 eða Sigríður Jakobínu- dóttir í síma 602262. Hjúkrunarfræðingar Einnig eru lausar nokkrar stöður hjúkrunar- fræðinga í fullt starf eða hlutavinnu á öldrun- arlækningadeild 1 og 2. Nánari upplýsingar veitir Anna Guðmunds- dóttir í síma 602266. ENDURHÆFINGAR- OG HÆFINGARDEILD LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi við barnadeildir endurhæf- ingar- og hæfingardeildar Landspítalans í Kópavogi. Öll þjálfunaraðstaða er í nýju og rúmgóðu húsnæði og við deildina er inni- sundlaug. Auk þjálfunar felst í starfinu kennsla og ráð- gjöffyrirstarfsfólkog útvegun hjálpartækja. Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari í síma 602725. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigöisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu viö almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvqsmni að leiðarljósi. ffl Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp- eldismenntun óskast til starfa á eftirtalda leikskóla: Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385. Foldaborg v/Frostafold, s. 673138. Völvuborg v/Völvufell, s. 73040. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi Íeikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Frá Háskóla íslands Við námsbraut íhjúkrunarfræði eru lausar til umsóknar eftirfarandi hlutastöður: ★ Hlutastaða lektors (37%) í hjúkrunar- fræði, með heilsugæslu sem aðal- kennslugrein. Gert er ráð fyrir að umsækj- andi starfi við heilsugæslu. Áætlað er að ráða í stöðuna frá 1. ágúst 1993 til þriggja ára. ★ Hlutastaða dósents (37%) í sýkla- og ónæmisfræði. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst 1993. Við heimspekideild eru eftirtaldar lektorsstöður lausar til umsóknar: ★ Lektorsstaða í ensku með sérstöku tilliti til bókmenntafræði og bókmenntasögu. Áætlað er að ráða í stöðuna til þriggja ára frá næstu áramótum. Um stöðuna gilda reglur um ráðningar í sérstakar kennarastöður við Háskóla íslands. Nán- ari upplýsingar eru veittar á skrifstofu heimspekideildar í síma 694400. ★ Lektorsstaða í frönsku. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna frá næstu áramótum. Um stöðuna gilda reglur um ráðningar í sérstakar kennarastöður við Háskóla ís- lands. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu heimspekideildar í síma 694400. ★ Lektorsstaða í sagnfræði. Áætlað er að ráða í stöðuna frá næstu áramótum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu heimspekideildar í síma 694400. Við læknadeild er laus til umsóknar hlutastaða dósents (37%) í öldrunarlækningum Fyrst um sinn verður staðan veitt til 3 ára, frá 1. janúar 1994. Auk kennslu fyrir lækna- nema, kandidata og aðstoðarlækna þarf dósentinn að skipuleggja viðhaldsmenntun í samráði við Félag ísl. öldrunarlækna. Nán- ari upplýsingar eru veittar á skrifstofu lækna- deildar í síma 694880. Umsækjendur um ofangreindar stöður skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vfsindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir sem umsækj- andi hyggst stunda verði honum veitt staðan. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1993 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavik. m\ STEX. ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F. Handprjónafólk óskast til að prjóna sýningarpeysur. Eingöngu fólk vant myndprjóni kemur til greina. Upplýsingar í síma 666300 frá kl. 13-16 alla virka daga. Laus störf 1. Afgreiðsla í vefnaðarvöruverslun. Nauð- synlegt er að umsækjendur hafi reynslu af afgreiðslu á vefnaðarvöru og/eða þekkingu á saumaskap. Að jafnaði er vinnutími frá kl. 13-18, en viðkomandi þarf að geta unnið meira þegar á þarf að halda, t.d. vegna sum- arleyfa og veikinda. Framtíðarstarf. 2. Sérhæft lagerstarf hjá tölvufyrirtæki, þ.m.t. lagerafgreiðsla og útskrift reikinga. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af lager- störfum auk þekkingar á tölvum og tölvuhlut- um. Stúdentspróf æskilegt. Framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til og með 2. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a — 701 Reykjavlk - Slmi 621355 Sveriges Ambássad söker vikarie som sekreterare/- översáttare Tilltrádesdag 1. august eller tidigare Arbetsupgifter: Receptionist/telefonist Besvara förfráningar inkl. affársfrágningar Lokal korrespondens. Social Secretary. Bitráda med handlággning av konsulára árenden. Översáttningar och tolkning frán islándska till svenska och visa versa. Kvalifikationskrav: Mycket goda kunskaper i svenska och islándska Grundutbildning motsvarande lágst studen- texamen. Kunskap om maskinskrivning och ordbe- handling. Kunskap om svenska och islándska samhöllsförhállanden. Yrkeslivserfarenhet. Skriftlig ansökan bör inkomma senast den 10. juni till Sveriges Ambassad, Box 8136, 128 Reykjavík, besöksadress Lágmúli 7, 108 Reykjavík. Sendiráð Svíþjóðar óskar eftir ritara/þýðanda til afleysingastarfa frá 1. ágúst eða fyrr. Starfssvið: Móttaka/símavarsla. Svara almennum fyrirspurnum auk verslun- arfyrirspurnum. Bréfaskriftir. Aðstoð við tilfallandi störf hjá sendiráðinu. Þýðingar og túlkun af íslensku yfir á sænsku og öfugt. Hæfniskröfur: Mjög góð þekking í sænsku og íslensku. Grunnnám samsvarandi stúdentsprófi. Vélritunar- og tölvukunnátta. Þekking á samskiptum Svíþjóðar og íslands. Starfsreynsla. Skrifleg umsókn sendist inn í síðasta lagi 10. júní til sendiráðs Svíþjóðar, Lágmúla 7, pósthólf 8136, 128 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.