Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 eftir Þorfinn Ómarsson ÞAÐ ER nánast sama hvar drepið er niður fæti í Vestur-Evrópu, sósíal- istar eða vinstrimenn eiga hvarvetna í miklum hugmyndafræðilegum og tilvistarlegum erfiðleikum. Enginn vafi leikur á að skilin á milli hægri og vinstri hafa minnkað. Spænskir sósíalistar eru sakaðir um „Thatcherisma", og hægri- og vinstrimenn í Frakklandi beita nánast sömu efnahagsráðstöfunum. Vinstrimönnum tekst illa að fóta sig í nýjum heimi stjórnmálanna eftir að ,járntjaldið“ féll, og kjósendur sjá varla lengur mun á hægri- eða vinstriumferð. Almenningur á Spáni og í Frakklandi kveður upp dóm sinn á valda- tíð sósíalista í meira en áratug. Allt bendir til þess, að spænskir kjósendur refsi sósíalistum á sama hátt og franskir kjósendur gerðu í þingkosningunum í mars, enda hefur pólitík sósíalista í báðum þessum löndum verið oftast á skjön við hefð- bundna vinstristefnu. Þveröfugar aðstæður hafa verið í Þýskalandi og í Bretlandi síðasta áratuginn, þar sem vinstrimenn hafa setið allan þann tíma utan stjómar. Það breytir hinsvegar litlu um vandamál sósíal- ista. Eina von þýskra sósíaldemó- krata til að auka fylgi sitt í þingkosn- ingum á næsta ári virðist vera að færa sig um set nær miðju í pólitíska litrófinu. Þannig hafa sjónarmið þeirra í ýmsum grundvallarmálum fengið nýja og áður óþekkta stefnu, til dæmis varðandi breytingar á stjómarskránni til að minnka straum innflytjenda til iandsins. Breskir vinstrimenn eru varla í skárri aðstöðu en félagar þeirra í Þýskalandi. Þrátt fyrir margþættan vanda ríkisstjómar hægrimanna, undir forsæti John Majors, mistókst Verkamanna- flokknum enn einu sinni að vinna sigur í kosningunum í fyrra og mikl- ar efasemdir eru um framtíðarstefnu flokksins. Margt líkt með skyldum Sósíalistar eða sósíaldemókratar eiga hvarvetna í sambærilegum vandræðum. Oft hefur verið gripið tii þeirrar einföldu skýringar, að leggja fall Berlínarmúrsins og enda- lok kommúnismans í Austur-Evrópu annars vegar að jöfnu við vandamál sósíalista í Vestur-Evrópu hinsvegar. Þessi skýring er oft ákaflega fjarri raunveruleikanum, enda eiga vest- rænir vinstrimenn yfirleitt fátt sam- eiginlegt með fyrrverandi kommún- istum í Austur-Evrópu. Sósíalismi í Vestur-Evrópu hefur hinsvegar verið annar í orði en á borði. Kjósendur vinstrimanna hafa ekki fengið það sem þeir væntu fyr- ir atkvæði sitt og þurfa því að leita annað. Sósíalistar 68-kjmslóðarinnar töldu sig frelsara vestrænnar menn- ingar og vissulega má færa rök fyr- ir því að stefna þeirra hafi verið á ýmsan hátt mannúðlegri en fijáls- hyggjustefna nýríku uppanna. En sé það rétt, hvers vegna njóta sósíalist- ar þá ekki meira fylgis á ný í kjölfar mildara hugarfars almennings með í nafni mannúðar og nýaldar? Ástæð- una má einkum fínna í því, að nær undantekningalaust hefur sósíalist- um, sem komist hafa til valda, mis- tekist að hrinda stefnu sinni í fram- kvæmd. Það er annars merkilegt, að þótt sósíalistar eða sósíaldemókratar hafi hvarvetna afneitað kommúnisman- um fyrir löngu, hafa þeir samt sem áður átt erfitt uppdráttar eftir að kommúnisminn féll. Þar ræður kannski miklu áköf áróðursstefna hægriafla, sem setur vestrænann sósíalisma og verstu mynd kommún- ismans undir sama hatt. Margaret Thatcher tókst sérstaklega vel upp í þessari tækni og tókst að rýra traust almennings á vinstrimönnum í Bret- Iandi, og það sama hefur verið gert í ýmsum öðrum löndum. Hægrimenn hér í Frakklandi hafa þó aldrei vogað sér inn á slíka braut. Þeir eiga reynd- ar fullt í fangi með að afneita öfga- hægristefnu, sem er orðin hættuleg- asta ógn vestræns samfélags. Tími Mitterrands liðinn Sögulegur ósigur sósíalista í þing- kosningunum hér í Frakklandi í mars dró óvæntan dilk á eftir sér. Pierre Bérégovoy, síðasti forsætis- ráðherra sósíalista, svifti sig lífí í maíbyijun, en hann hafði legið undir þungum ásökunum vegna mistaka í pólitík og í einkalífí. Eftir þenn- an válega atburð voru allir sammála um, að ódrengilega hefði verið vegið að þessum stjóm- málamanni, sem var í hópi ástsælustu sósíalista Frakklands. Það auðvitað auðvelt að vera vitur eft- ir á, en vissu- lega er það rétt, að efnahags- stefna Bérégovo- ys hafði skilað ágætum árangri. Reyndar er það at- hyglisvert, að fyrstu efnahagsráðstafanir hægristjórnarinnar, undir forsæti Edouards Balladurs, hljómuðu einsog beint frá Bérégovoy og öðrum umbótasinnaðari sósíalistum. í kjölfar kosninganna í mars hafa forystumenn flokksins ákveðið að stokka upp spilin og gefa upp á nýtt. „Skilaboð þjóðarinnar eru ótvíræð. Við getum ekki látið sem ekkert hafí í skorist og haldið óbreyttri stefnu,“ sagði Laurent Fabius, sem var for- maður sósíalistaflokksins þegar mest á móti blés, þ.e. síðasta árið fyrir þingkosningamar örlagaríku. Þessi orð formannsins komu þó ekki í veg fyrir að nokkrir armar í flokknum mynduðu gegn honum bandalag og nefndu Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra, formann í hans stað. Þessi umskipti eru í raun fyrst og fremst endalok tveggja áratuga valdatíma Fran?ois Mittérrands í sósíalistaflokknum. Þessi mikli stjómmálaskörungur verður nú að sætta sig við, að áhrif hans fara dvínandi á öllum vígstöðum. Ástand- ið er jafnvel verst innan flokksins. I fyrsta skipti í áraraðir sameinuðust liðsmenn Lionels Jospins (,jospinist- ar“), Pierres Mauroys („mauroyens") og Michels Rocards („rocardiens") gegn þeim, sem forsetinn hefur alið upp til að taka við stjóminni af sér, þ.e. Laurent Fabius og fylgismönn- um hans („fabusiens"). Michel Rocard hefur alla tíð verið á skjön við Mitterrand forseta. Hann kom inn í flokkinn árið 1974 og reyndi árangurslaust að breyta hon- um þar til Mitterrand gerði hann óvirkan um tíu ára skeið. Hann komst síðan til metorða í flokknum er sósíalistar endurheimtu þingmeiri- hluta sinn árið 1988 og komst Mit- terrand ekki hjá því að tilnefna hann forsætisráðherra. Samstarf þessara tveggja valdamestu manna þjóðar- innar gekk brösulega og var engu líkara en um „sambúð" hægri- og vinstrimanna væri að ræða. SÓSÍALISTAR OG VINSTRI MENN EIGA HVARVETNA UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA Í VESTUR- EVRÓPU Mitterrand kúplaði Rocard síðan burt árið 1991 og gerði Edith Cresson að forsætisráðherra, nokkuð sem var flokknum ekki til góðs. Hægri eða vinstri pólitík Það er engu líkara en að franska sagan endurtaki sig handan Pýr- ennafjalla í júní þegar spænskir kjós- endur ganga að kjörborðinu. Ákvörð- un Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra, að flýta kosningunum um nokkra mánuði breytir varla nokkru vinstri mönnum í hag. Eftir rösklega tíu ára valdatíð má sjá sömu ein- kenni I spænsku samfélagi: vaxandi atvinnuleysi, efnahagssamdrátt, fjármálaspillingu, misbeitingu valds og fleira. Það sem áður var talið andsósíalískt er nú orðið einkenni á valdatíma vinstrimanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.