Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR-30. MAI 1993 21 vandamál viðkomandi ríkja, burtséð frá því hvort hægri eða vinstrimenn séu við völd. Enda þótt SPD í Þýskalandi þyki ekki líklegur sigurvegari í kosning- unum á næsta ári, má segja að til- vistarkreppa breska Verkamanna- flokksins sé enn alvarlegri. Einsog áður sagði er velferðarkerfið mun öflugra í Þýskalandi, en samt mis- tekst breskum vinstrimönnum hvað eftir annað að ná til sín kjósendum. Eftir sögulegan ðsigur þeirra í fyrra - þann fjórða í röð - hafa margar ræðumar verið fluttar um hvort og hvernig flokkurinn eigi að breytast í takt við tímann. Ýmsir úr eldri kynslóð flokksins eru reyndar þeirrar skoðunar að breytinjf&rnar hafi þegar verið of miklar og að flokkurinn hafi horfið frá hinum sönnu sósíalísku viðhorf- um. Einn þeirra er Tony Benn, sem telur að sósíalismi sé stöðug barátta fyrir ákveðnum hugmyndum. Hann óttast heldur ekki framtíð vinstri- stefnu eftir hrun kommúnismans í austri. „Hægrimenn á Vesturlöndum töldu að fall Berlínarmúrsins væri sigur lýðræðis og ósigur sósíalis- mans. Eg er hinsvegar sannfærður um að ýmsar hugmyndir, sem fram- kvæmdar voru í Austur-Evrópu, eigi sér framtíð í lýðræðislegu umhverfi," segir hann. Yngri kynslóð Verkamannaflokks- ins er varla sömu skoðunar. Tony Blair, einn helsti málsvari yngri kyn- slóðarinnar, telur að flokkurinn eigi að vera mun framsæknari í breyting- um. „Fyrri stefna er úrelt þegar heimurinn hefur augljóslega hafnað kommúnisma og valið markaðsbú- skap. Flokkurinn á að vera vænn kostur fyrir vel upplýst fólk, sem verður ávallt stærri hluti af kjósend- um.“ Þetta síðastnefnda hefur ein- mitt tekist að nokkru leyti, þar sem Verkamannaflokkurinn nýtur tals- verðrar hylli menntamanna og ýmissa „uppa“. Að sama skapi telur Tony Benn og eldri kynslóðin, að með þessum hætti sé flokkurinn að svíkja rætur sósíalista. Þannig er ljóst, að hins nýja leiðtoga flokksins, Johns Smiths, bíður verðugt verkefni inn- andyra, þ.e. að sameina flokkinn þannig að hann geti orðið raunveru- legur valkostur kjósenda. Lykillinn er vitaskuld að ná til allra stétta, líkt og Bill Clinton tókst. Alltént hefur John Smith eitt með sér í barátt- unni: hann hefur nægan tíma fram að næstu kosningum. Höfundur er blaðamaður búsettur í París. Efnið er unnið úr við- tölum, sem greinarhöfundur átti við stjórnmálamenn víðs vegar í Evrópu í vetur. Spænskir sósíalistar geta þó ekki fallist á að þeir beri sök á þessum sjúkdómsein- kennum. í tilefni af tíu ára valdatíð þeirra í vetur héldu þeir mikla herferð til að kynna raunverulegan árang- ur stjómarstefnunnar. Þannig voru hálf önnur millj- ón heimila heimsótt til að ræða um pólitík og efna- hagsmál, en erfiðlega gekk að fá fólk á heimilum til að taka þátt í tíu ára „fiesta" eins og sósíalistamir. Þegar spænskir sósíalistar tóku við valdataumunum árið 1982 lofuðu þeir meðal annars grandvallar breytingum á efnahagslífi landsins, fé- lagslegum jöfnuði, óháðri utanríkisstefnu og að 800 þúsund störf yrðu sköpuð til að sporna við atvinnuleysi. Óhætt er að segja að margt af þessu hafi mistekist. Spánveijar glíma nú við erfíðan efnahagssam- drátt, atvinnuieysi stefnir með óhugnarlegum hætti á 20 prósentin og flokksmenn hafa orðið uppvísir að margvíslegum ijármálasvikum, nokkuð sem stríðir mjög gegn grand- vallarstefnunni um jöfnuð. Reyndar hefur Felipe Gonzalez viðurkennt opinberlega, að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar hafi oft á tíðum verið rétthent en ekki örvhent. Reyndar má líta á slíka „viðurkenningu" sem bragð til að sýna fram á hversu slæm hægristefnan er. Sósíalistar hafa jafnvel verið sak- aðir um frjálslyndi í efnahagsmálum la Thatcher og að hafa skapað svig- rúm fyrir nýríka peningamenn til að næla sér í skjótfenginn gróða. Það er öllu verra að sjálfir stjórnmála- mennirnir urðu undarlega efnaðir á skömmum tíma. Eitt besta dæmið um vafasama efnahagspólitík er heimili Miguel Boyers, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Isabel Preysl- ers, sem áður var gift söngvaranum Julio Iglesias. Lúxus-villa þeirra er metin á 500 milljónir peseta, eða um 300 milljónir íslenskra króna, og vora húsakynnin sýnd almenningi í vikuritinu Hola. Gárungarnir gerðu umsvifalaust grín að sósíalistum með því að spyija: Hvernig er hægt að lifa eins hátt og Boyer? Jú, það nægir að ganga í sósíalistaflokkinn! ítalska spillingin Enda þótt Ítalía sé á margan hátt sértilfelli í stjómmálasögu Vestur- Evrópu, má finna margt sameigin- legt með öðrum vinstrimönnum, sér- staklega í Frakklandi og á Spáni. Hvort sem það er spilling, fjármála- hneyksli, efnahagsvandi eða atvinnu- leysi, þá má heimfæra þetta allt sam- an upp á ítalska vinstrimenn. Þeir hafa aðeins eitt sér til málsbóta: all- ar pójitískar fylkingar eru jafn slæm- ar á Ítalíu! Það er kannski undarleg- ast, að sömu leiðtogamir hafa staðið í hártogunum í áratugi. Ríkisstjómir era hvergi eins skammlífar í Vestur-Evrópu og ein- mitt á Ítalíu. Félagsfræðingar hafa öragglega komist að þeirri niður- stöðu, að tíð stjómarskipti séu vel mótuð í vitund almennings í landinu. En um miðjan síðasta áratug virtist þó sem Ítalía væri að stíga upp úr lægðinni. Á sama tíma og þjóðin virt- ist hafa unnið sigur á hryðjuverka- starfsemi tók efnahagslífið ærlegan kipp og Ítalía skaust í fyrsta skipt: upp fyrir Bretland í þjóðarfram- leiðslu. Hagvöxtur var gífurlegur á þessum tíma, fjöidi fyrirtækja náði fótfestu á alþjóðamarkaði og á end- anum var talað um ítalska krafta- verkið. En fyrr en varði kom bakslag- ið og hvert stórvirkið hrundi af öðru: efnahagslífíð fór í hundana, spilling kom í ríkari mæli uppá yfirborðið, mafían gerðist hrottafengnari og á endanum krafðist þjóðin breytinga. Rómverska heimsveldið hafði fallið öðru sinni. Reynslan sýnir að erfítt er að spá í spilin í ítalskri pólitík. Varla er hægt að segja að framtíð ítalskra vinstrimanna sé björt, en eins og áður sagði gildir það jafnt um flestar aðrar pólitískar fylkingar í landinu. Þýska „raunsæið" Vinstrimenn í Þýskalandi og á Bretlandi hafa lifað nokkuð annan veraleika en félagar þeirra í Frakk- landi, á Italíu og á Spáni síðasta Þrír fyrrum Sósíal-demókrataflokksins í Þýskalandi. Myndin er tek- in þegar Willy Brandt óskar nýkjörnum formanni, Björn Engholm til hamingju mep formannskjörið á flokksþinginu í maí 1991 og til vinstri er fyrrum formaður hans-Jochen Vogel. Nú hefur Engholm orðið að segja af sér svo sem kunnugt er. Tveggja áratuga valdatíma Mitt- errands í franska Sósíalista- flokknum er lokið. áratuginn, þar sem þeir hafa verið í stjómarandstöðu allan þennan tíma. Það er því ekki hægt að skella skuld- inni á vinstrimenn í þessum löndum, en engu að síður eiga þeir við álíka tilvistarvanda að etja. Á sama tíma og baráttan fyrir þingkosningarnar í Þýsklandi er að hefjast, era uppi miklar deilur innan sósíaldemókrata- flokksins (SPDj um framtíðarstefnu flokksins. Kemur þar margt til, en Hins nýja leiðtoga breska Verka- mannaflokksins, John Smith, býður það verkefni að sameina flokkinn á ný. sérstaklega endurskoðun þeirra á innflytjendalöggjöfinni og hin flóknu vandamál sem sköpuðust í kjölfar sameiningar Þýskalands. Freimut Duve, sambandsþingmað- ur SPD, segir að erfíðleikar vinstri- manna séu alls ekki eingöngu bundn- ir við fall Berlínarmúrsins. „Hug- myndafræði okkar hefur orðið fyrir talsverðri gagnrýni síðustu 10-15 árin og því á hvers kyns endurskoðun fullkomlega rétt á sér. Ef við athugum hve margir era hlynntir róttækri mannúð- arstefnu eða baráttu fyrir jafnrétti í hvers kyns mynd, er ég sannfærður um að meirihluti kjósenda í Þýska- landi er á þeim nótum. Þannig þurfum við fyrst og fremst að laga stefnu okkar að breyttum tímum.“ Þetta kann að vera rétt, en auðvitað má einnig skilja þetta sem svo að sósíal- demókratar vilji færa sig nær miðjunni íjlitrófí stjóm- • málanna. Það getur samt reynst erfítt að fínna þenn- an nýjan stall, þar sem þýskir hægrimenn era mun mildari en til dæmis hægri- menn í Bretlandi. Félags- legt kerfi er mun öflugara og manneskjulegra og þannig er erfítt fyrir þýska vinstrimenn að lokka til sín kjósend- ur með skírskotun til heilbrigðis- eða félagsmála. Annað sem einkennt hefur-stefnu- breytingu þýskra sósíaldemókrata síðustu misserin er grundvallaratriði á borð við innflytjendalöggjöfína. Reyndar eru ekki allir flokksmenn á einu máli í þeim efnum, en það er tímanna tákn, að sósíaldemókratar vilji breytingu á sextándu grein stjórnarskrárinnar, sem hingað til hefur heimilað nánast hveijum sem er að setjast að í Þýskalandi af póli- tískum ástæðum. Þessa stefnubreyt- ingu skýra vinstrimenn sem nýtt raunsæi. Ennfremur má benda á að vandi sósíaldemókrata í Þýskalandi hefur síst minnkað eftir að fonnaður flokksins og líkiegt kanslaraefni, Björn Engholm, varð að segja af sér nýverið vegná Barschel-málsins svo- nefnda, sem greint hefur verið frá í fréttum. Kynslóðaklofinn verkamannaflokkur Líkt og þýskir jafnaðarmenn hefur breski Verkamannaflokkurinn mátt þola það, að vera í stjórnarandstöðu í meira en áratug. Það er því ekki hægt að kenna honum um efnahags- vanda Bretlands í dag. Þessi einfalda staðreynd var reyndar eitt helsta baráttuvopn franskra sósíalista fyrir kosningarnar í mars og verður það einnig á Spáni í júní. Með öðram orðum: Bretland er staðfesting þess, að atvinnuleysi og efnahagssam- dráttur er ekki afleiðing sósíalisma. Þannig telja vinstrimenn, sem verið hafa í stjórn á undanfömum árum, að erfíðasti draugur Vesturlanda í dag, atvinnuleysið, sé sameiginlegt ISUZU PALLBÍLAR, SÉRTILBOÐ! Bjóðum 35 - 65 % afslótt af öllum aukahlutum í Isuzu pallbíla, 2ja dyra og 4ra dyra 4x4 Hafið samband við sölumenn sem gefa nánari upplýsingar ,• ■" l^v •V. i' k S 4, • ■ '.‘i' -• * • ** > f 4 >• -, ' ' • \ • • *■ .; . > •'■ • > y.\! -•% . •;,, j' - V „> ■. -.•» -lAiri-vv; i.,; 4. jA’ \ - * v., * ' »•'■4 *•'- f* v * » .. .'■> 4*'. ‘ x ’l/?v‘ '.*•• Tilb'oðiðgildir til 3Ö júní, . ; >' •. ;.>.. > ISU2U • ISU2U • ISU2U • ISU2U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.